Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ágústa HrefnaÞráinsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. mars 1947. Hún
lést á Líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 7. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ragnheiður Þ. Jó-
hannesdóttir, f.
29.10. 1924, d. 7.3.
2004, og Þráinn Ar-
inbjarnarson, f.
24.12. 1924, d. 27.6.
2006. Systur Ágústu
eru Sigríður Kolbrún, f. 25.8. 1948,
og Margrét Jóhanna, f. 12.10. 1953.
Eiginmaður Ágústu er Jónas
Guðmundsson, f. 17.4. 1939. For-
eldrar hans voru Ólöf Pálsdóttir, f.
24.2. 1905, d. 3.10. 1955, og Guð-
mundur Jónsson, f. 1.10. 1894, d.
30.9. 1969. Börn þeirra eru: 1)
Ragnheiður, f. 31.3. 1966, maki
Skúli Jónsson, f. 8.8. 1966. Börn
þeirra eru: a) Hilmar,
f. 19.1. 1994. b) Birg-
ir, f. 3.7. 1996. c) Jón-
as Þór, f. 15.6. 2006.
2) Guðmundur, f. 2.7.
1967, maki Guðfinna
Helga Þórðardóttir,
f. 17.12. 1968. Börn
þeirra eru: a) El-
ísabet, f. 13.11. 1989.
b) Hrefna Lind, f.
27.8. 2000. 3) Þráinn,
f. 5.7. 1977.
Ágústa starfaði hjá
Iðnaðarbankanum
áður en börn hennar
fæddust og fyrstu árin þar á eftir
en helgaði sig uppeldi þeirra og
heimilisstörfum þar til þau uxu úr
grasi að hún hóf störf sem ritari á
Kleppsspítalanum og síðan á Dval-
arheimilinu Seljahlíð. Þar starfaði
hún meðan heilsa hennar leyfði.
Ágústa verður jarðsungin frá
Seljakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
Þó svo hún Ágústa eða Gústa eins
og hún var oftast kölluð hafi verið
mikið veik síðustu vikurnar, þá kom
það samt mjög á óvart þegar mér bár-
ust þær fréttir að hún væri dáin.
Kynni okkar Gústu hófust fyrir um
það bil 22 árum þegar við Guðmundur
byrjuðum að vera saman. Þá strax var
hún farin að finna fyrir sínum fyrsta
sjúkdómi, MS, en ég yrði sjálfsagt
fljótari að telja upp þá sjúkdóma sem
hún fékk ekki því ansi mikið var lagt á
þessa heiðurskonu.
Það var samt alveg ótrúlegt með
Gústu, hún kvartaði aldrei undan
veikindum sínum og ræddi þau helst
ekki nema þá kannski við sína allra
nánustu. Hún átti það til að segja að
hún hefði það skítt en þá var hún svo
sárkvalin að annað hefði verið hé-
gómi.
Helst vildi hún heyra hvað væri að
frétta af öllum öðrum og komu þá El-
ísabet og Hrefna Lind dætur okkar
Guðmundar oftast til tals, en annars
gátum við setið tímunum saman og
slúðrað um allt og ekkert.
Gústa var ávallt tilbúin að aðstoða á
allan hátt og kemur ein af mörgum
minningum upp í hugann hjá mér.
Við Guðmundur höfðum keypt okk-
ar fyrstu íbúð í Spóahólum og var ég
búin að kaupa efni í gardínur. Verð að
viðurkenna að ég er ekki mikil sauma-
kona en það átti samt að reyna fyrir
sér í þeim efnum. Einhverra hluta
vegna vissi Gústa það. Hún var fljót
að senda eftir efninu því ekki ætlaði
hún að hafa það á samviskunni að
eyðileggja nýkeypt efni. Gardínurnar
komu svo nokkrum klukkutímum
seinna alveg eins og keyptar út úr búð
því vandvirkni var einn af hennar
mörgu kostum.
Heimili Gústu var án efa einn af
okkar föstu punktum í tilverunni.
Jónas og Gústa byggðu húsið árið
1977–78 og bjó hún þar til hinsta dags.
Þetta var einnig fyrsta heimili okk-
ar Guðmundar því í kjallara hússins
eru tvær íbúðir og bjuggum við í ann-
arri þeirra fyrstu árin okkar.
Heimili þeirra hefur alltaf verið
fullt af hlýju og þar var alltaf ynd-
islegt að koma við.
Að lokum vil ég færa Jónasi, ásamt
Ragnheiði, Guðmundi og Þráni, mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðfinna.
Með uppáhaldsbæninni minni kveð
ég þig, amma mín:
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Þín
Hrefna Lind.
Elsku amma, mest af öllu í heim-
inum vildi ég að þú værir hér enn hjá
okkur, ég sakna þín svo mikið! Ég
minnist þín á hverjum einasta degi og
hversu sárt það er að vita að ég á aldr-
ei eftir að fá að sjá þig aftur. Innst
inni veit ég að þér líður betur og ert
komin á betri stað. Allar þær góðu
stundir sem við áttum saman hér um
árið, allar slikkferðirnar okkar út í
búð, hvað við gátum setið lengi saman
og slúðrað; og það varst frekar þú
sem sagðir mér slúður en ég þér. Eitt
af því sem ég man ef ég hugsa til baka
var þegar ég var ekki nema fimm ára
lítil stelpa og við lágum í símanum í
marga tíma í símaleik sem við höfðum
verið að búa til. Ef ég ætti að fara að
telja upp allt sem við gerðum og þær
góðu minningar sem við áttum,
myndi ég skrifa fleiri, fleiri blaðsíður.
Þú varst yndislegasta amma í öllum
heiminum. Það var alltaf hægt að
treysta á þig og ræða hluti við þig
sem ekki allir skildu. Mér leið alltaf
vel í kringum þig enda sóttist ég mjög
mikið eftir að vera hjá þér.
Með þessum orðum kveð ég, þar
sem tárin renna óspart. Ég mun alltaf
elska þig. Megi guð vera með þér.
Þín
Elísabet.
Það er sárt að missa systur sína
svona unga en það veitir okkur sem
eftir erum huggun að eiga góðan
minningasjóð um góða systur. Með
fyrstu minningum frá æskuárunum
er þegar pabbi sendi okkur eldri dæt-
urnar á sundnámskeið, þá fimm og
sex ára gamlar, sem höfðu þá aldrei
séð stærra baðkar en þvottabala og
áfallið sem systurnar fengu þegar inn
í Sundhöllina var komið. Fjölskyldan
að flytja í stærra hús á Tunguveg-
inum og við systurnar fengum ný rúm
og skrifborð og okkur fannst við eiga
allan heiminn. Við í sveitinni í Ásakoti
og Gústa dugnaðarforkurinn við úti-
störfin. Við búnar að gifta okkur og
eignast börnin okkar að hittast með
fjölskyldur okkar í heitu súkkulaði á
Tunguveginum á sunnudögum. Við
að halda þorrablót með fjölskyldum
okkar þar sem allir skiptust á að sjá
um skemmtiatriðin. Gústa greindist
með MS-veikina sem fór rólega af
stað en ágerðist svo með árunum og
seinna fékk hún svo krabbamein en
aldrei kvartaði hún yfir veikindum
sínum og þess vegna fannst okkur oft
erfitt að átta okkur á hversu veik hún
var því hún bar sig alltaf svo vel. Einu
sinni sem oftar hittumst við systurn-
ar ásamt mönnum okkar í matarboði
hjá Siggu og Ella þar sem við
ákváðum að kenna mönnunum okkar
að tjútta og Gústa hló manna mest því
að hún hafði þá orðið svo slæma
stjórn á fótunum vegna veikinda
sinna og sagðist ekki vita hver væri
mesti flækjufóturinn hún eða menn-
irnir okkar sem höfðu alls ekki mjög
góða stjórn á sínum fótum í tjúttinu.
Við munum líka eftir ferðinni okkar
til Flateyjar en þá átti Gústa orðið
mjög erfitt með gang, en aldrei
hvarflaði að henni að gefast upp. Þar
sem engir bílar eru í Flatey var sótt-
ur traktor með kerru aftan í og hún
keyrð í henni heim að Myllustöðum.
Þar áttum við síðan frábæran dag hjá
Helenu og Ingólfi. Síðast en ekki síst
var það ógleymanlega ferðin okkar
systranna til Flórída. Þar var mikið
hlegið einkum þegar við ætluðum að
fara að hjálpa Gústu að versla og hún
neitaði að vera í hjólastólnum og
þetta endaði nánast með því að við
hlupum á eftir Gústu með hjólastól-
inn en hún frekar af vilja en mætti
var svo áköf í að kaupa eitthvað til að
færa fólkinu sínu þegar heim væri
komið. Gústa hafði mjög gaman af
handavinnu og gerði marga fallega
hluti alveg fram á síðasta dag. Ótrú-
legt var að sjá jólakortin frá henni
sem hún skrifaði sjálf með sinni fal-
legu rithönd rétt fyrir andlát sitt.
Gústa bakaði frábærar kökur og oftar
en ekki mætti hún með fullan disk af
pönnukökum ef eitthvað var um að
vera hjá stórfjölskyldunni. Það var
ótrúlega mikið á hana systur okkar
lagt með öllum þessum sjúkdómum
sem hún fékk og við dáðumst alltaf að
dugnaði hennar og æðruleysi. Við
viljum að lokum þakka henni sam-
fylgdina og votta Jónasi, börnum
þeirra og fjölskyldum innilegustu
samúð okkar og látum fylgja vísu sem
pabbi okkar orti:
Ég hef áður sitt af hvoru séð
og siglt hann jafnvel nokkuð krappan
stundum.
En alltaf Drottinn ráðum mínum réð
og reisti við á neyðarinnar fundum.
(Þráinn Arinbjarnarson)
Sigríður og Margrét.
Mig langar til að minnast Ágústu
mágkonu minnar með nokkrum orð-
um. Gústa eins og hún oftast var köll-
uð var mjög þægileg og viðræðugóð
manneskja. Hún var bæði fróð og
minnug og vel að sér í ættfræði og
það þurfti ekki annað en að hringja í
Gústu ef menn greindi á um ætterni
fólks því oftar en ekki gat Gústa leyst
málið. Ofarlega í huga mér eru góðu
kökurnar í afmælunum hjá Gústu í
gegnum árin. Einnig kemur upp í
hugann Flórídaferðin þegar Gústa
fór með okkur út. Þá eldaði ég alltaf
hafragraut fyrir okkur bæði á morgn-
ana því hún var sú eina sem kunni að
meta grautinn hjá mér og nutum við
þess að borða hann saman og spjalla.
Þetta var góð ferð og alveg ótrúlegt
hvað Gústa var dugleg þar sem hún
var þá nýlega komin úr krabbameins-
meðferð. Gústa talaði oft um það hvað
hún hefði haft gaman af því að fara
þessa ferð. Það var líka gaman þegar
við hittumst öll, systurnar þrjár og
við svilarnir heima hjá okkur Möggu
þegar ég dró fram gítarinn og var þá
spilað og sungið saman. Skemmtileg-
ast fannst Gústu að syngja lagið Und-
ir bláhimni því henni fannst það svo
fallegt lag. Síðast þegar ég hitti
Gústu var þegar við Magga heimsótt-
um hana á sjúkrahúsið nokkrum dög-
um fyrir andlát hennar til þess að
sýna henni myndir af fyrsta barna-
barninu okkar sem hún sýndi mikinn
áhuga á að fá að sjá þrátt fyrir að hún
væri orðin mjög veikburða. Mikið var
lagt á Gústu og fjölskyldu hennar
vegna þeirra sjúkdóma sem herjuðu
á hana síðasta áratuginn. Hún kvart-
aði aldrei yfir veikindum sínum held-
ur tókst á við þau af æðruleysi. Ég
votta Jónasi, börnunum hans,
tengdabörnum og barnabörnum inni-
lega samúð mína og bið Guð um að
styrkja þau í sorginni.
Torfi.
Nú þegar komið er að kveðjustund
og við kveðjum frænku okkar hana
Gústu viljum við þakka fyrir allar
þær góðu stundir sem við höfum átt
með henni í gegnum tíðina. Við systk-
inin eigum ótal margar minningar frá
heimsóknum Gústu og Jónasar til
mömmu og pabba hingað í Keflavík.
Oftar en ekki kíktum við inn þegar
við vissum að þau væru í heimsókn.
Gott var að sækja þau hjón heim í
Stekkjarselið og móttökurnar alltaf
hlýjar og notalegar. Sennilega var
það síðastliðið sumar á hlaðinu í Ása-
koti sem við systkinin drukkum síð-
ast kaffi með Gústu. Þar sat hún í
bílnum og Eygló bar út kaffi og með
því til hennar þar sem fætur hennar
báru hana ekki lengur. Það verður
skrítið að koma saman og Gústa verð-
ur ekki á meðal okkar. Stórt skarð
hefur myndast í hópinn og hláturinn
og fíflagangurinn þegar þær systur
hittust verður ekki eins.
Með þessum orðum viljum við
þakka Gústu samfylgdina og fyrir að
vera okkur sú yndislega frænka sem
hún var.
Nótt eina dreymdi mann draum.
Honum fannst sem hann væri á gangi
eftir ströndu með Drottni. Í skýjum
himins flöktu myndir úr lífi mannsins.
Við hverja mynd greindi hann tvenns
konar fótspor í sandinum, önnur hans
eigin, hin Drottins. Þegar síðasta
myndin birtist fyrir augum hans, leit
hann um öxl á sporin í sandinum.
Hann tók eftir því að víða á leiðinni
voru aðeins ein spor. Hann sá einnig
að það var á þeim augnablikum lífsins
sem hve erfiðust höfðu reynst. Þetta
olli honum miklu hugarangri og hann
tók það ráð að spyrja Drottin hverju
þetta sætti. „Drottinn, þú sagðir þeg-
ar ég eitt sinn hefði ákveðið að fylgja
þér myndir þú ganga alla leiðina í
fylgd með mér. En ég hef tekið eftir
að meðan á erfiðustu stundum lífs
míns hefur staðið, eru bara ein spor í
sandinum. Ég get ekki skilið hvernig
þú gast fengið af þér að skilja mig ein-
an eftir þegar ég þarfnaðist þín
mest.“ Drottinn svaraði: Þú dýrmæta
barn mitt, ég elska þig og myndi aldr-
ei skilja þig eftir einan. Á meðan
þessir erfiðu tímar lífs þíns liðu, þar
sem þú sérð ein spor aðeins var það
ég sem bar þig.“
Elsku Jónas, Ragnheiður, Guð-
mundur og Þráinn, Guð gefi ykkur og
aðstandendum öllum styrk í sorginni.
Orð eru léttvæg þegar sárin eru djúp.
Helena, Jóhann Björn
og Hulda Rut.
Ég kynntist Ágústu Hrefnu –
Gústu vinkonu minni – sem í dag er
borin til hinstu hvíldar, þegar við vor-
um báðar á barnsaldri. Foreldrar
okkar bjuggu hlið við hlið í sama húsi.
Þetta var barnvænt hús því þar
bjuggu níu fjölskyldur og börnin
samtals fjörutíu og níu. Það gefur
augaleið, að það var mikið um sam-
skipti fólks, góð kynni og leiki barna.
Við Gústa áttum ekki samleið í skóla,
en á sumrin dvaldi hún löngum hjá
móðurfólki sínum í Ásakoti í Biskups-
tungum. Þar var ég í kaupavinnu eitt
sumar og þar mynduðust vinatengsl
við hennar fólk og hana sjálfa, sem
enst hafa æ síðar.
Við Gústa umgengumst ekki dag-
lega en vegna sameiginlegra hugðar-
efna áttum við oft samleið t.d. í leik-
hús, tónleika og ekki síst á heimili
hennar. Hún var einstaklega góð
heim að sækja. Hún var áhugakona á
fjölmörgum sviðum um menn og mál-
efni og ákaflega viðræðugóð. Hugur
minn varðveitir ótal minningar um
ógleymanlegar samverustundir okk-
ar og samræður.
Í mínum huga var æviferill Gústu
tvískiptur: Annars vegar fjölskyldu-,
heimilis- og vinalán og hins vegar
heilsufarsógæfa. Hún lauk gagn-
fræðaprófi og átti auðgengið að vinnu
á meðan heilsa hennar leyfði. Hún
giftist ung Jónasi Guðmundssyni frá
Hamri á Barðaströnd, góðum dreng,
sem reyndist henni afburða vel þegar
halla tók undan fæti í lífi hennar. Þau
eignuðust þrjú mannvænleg börn
sem öll eru á lífi. Öll hafa þau stutt
móður sína á erfiðleikatímum hennar,
en þó fyrst og fremst dóttirin Ragn-
heiður sem hefur reynst foreldrum
sínum einstök dóttir og vinur.
Gústa kenndi oft líkamlegrar van-
líðunar allt frá æskuárum og þrjátíu
og sjö ára gömul greindist hún með
MS-sjúkdóminn, sem síðar leiddi
hana í hjólastól.
Á næstu árum fékk hún hvert sjúk-
dómsáfallið á fætur öðru. Hún gekkst
undir margvíslegar læknisaðgerðir
sem gáfu henni vonir og hún lifði með.
Þrátt fyrir alla hennar sjúkdóma og
hremmingar var hún ætíð virk bæði í
anda og starfi. Hún sinnti heimili sínu
eftir bestu getu, fylgdist með lífinu í
landinu í gegnum fjölskyldu, vini og
fjölmiðla. Hún skemmti sér við
handavinnu og blómarækt. Hún naut
barnabarna sinna sem hún ræktaði
eftir föngum.
Þrátt fyrir áralangt og erfitt
heilsuleysi hafði hún hugprýði og
kjark til að lifa með hversdagslífinu. Í
öllu hennar langa stríði við sjúkdóma
og vangetu var eiginmaður hennar
Jónas hennar mikla stoð og stytta í
einu og öllu og allar stundir. Fyrir
það erum við vinir hennar þakklát.
Að lokum vil ég færa fjölskyldu
hennar og vandamönnum samúðar-
og saknaðarkveðjur í hennar minn-
ingu frá okkur systkinum og mágkon-
um mínum.
Margrét Matthíasdóttir.
Elskuleg frænka mín er horfin,
langt um aldur fram. Maður er alltaf
jafn óviðbúinn og ég sakna hennar
mikið. Hún var alltaf svo góð við mig,
þegar hún vissi að það var erfitt. Nú
kemur ekki kærkomið símtal, sem
var svo hugljúft og skemmtilegt. Við
gátum spjallað um svo margt. Indælt
var líka að koma á fallegt heimili
þeirra hjóna.
Elsku Jónas og fjölskylda, systur
og fjölskyldur þeirra. Góður Guð
styrki ykkur í þessari miklu sorg.
Blessuð sé minning elskulegrar konu.
Fríða og Örn.
Kær vinkona mín, Ágústa Hrefna,
er látin. Vinátta okkar hófst fyrir 45
árum þegar við sátum saman í Lind-
argötuskólanum. Við komum báðar
úr Miðbæjarskólanum þar sem við
höfðum kynnst lítillega. Aldrei bar
skugga á þessa vináttu okkar, þótt
sambandið væri misjafnlega mikið í
gegnum árin eins og gengur og ger-
ist. Þegar við útskrifuðumst úr
„Lindó“ bauðst okkur báðum vinna í
Iðnaðarbankanum. Þar unnum við
Gústa, eins og ég kallaði hana, í nokk-
ur ár við vélritun, en þetta var löngu
fyrir tíma almennrar tölvunotkunar.
Á þessum árum kynntist Gústa
Jónasi manni sínum. Eignaðist hún
með honum þrjú mannvænleg börn.
Jónas hefur verið stoð hennar og
stytta í gegnum veikindin þessi síð-
ustu ár, enda ósjaldan sem Gústa
sagði mér hvað hann væri duglegur
og natinn við sig.
Eitt lögðum við Gústa mikla
áherslu á og það var að heimsækja
hvor aðra á afmælisdegi okkar, sér-
staklega núna seinni árin. Síðasta af-
mælisdaginn minn komst Gústa ekki
til mín vegna veikinda og var það í
fyrsta skipti í mörg ár sem það gerð-
ist og var hennar sárt saknað.
Gústa var mjög fær að ráða kross-
gátur og sagði stundum í gríni að það
efldi heilabúið. Hafði hún alveg sér-
staklega gott minni og var með ein-
dæmum mannglögg og var alltaf
hægt að leita til hennar ef maður
mundi ekki eitthvað síðan í gamla
daga. Gústa var ekki mikið fyrir að
flíka tilfinningum sínum og þegar ég
hringdi í hana og spurði hvernig hún
hefði það vildi hún sem minnst gera
úr veikindum sínum. Gústa hefur
kennt mér að meta það hversu góð
heilsa er mikils virði, það er ekkert al-
veg sjálfsagt að vera frískur og geta
hreyft sig að vild.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Jónas, Ragnheiður, Guð-
mundur og Þráinn.
Ykkur og fjölskyldum ykkar vil ég
votta mína dýpstu samúð.
Ég kveð þig, elsku vinkona, þín
verður sárt saknað.
Katrín Eiríksdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir,
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Við sendum Jónasi, Ragnheiði,
Guðmundi, Þráni og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúðarkveðjur.
Davíð Örn, Elvar Már
og Heiða Millý.
Ágústa Hrefna
Þráinsdóttir