Morgunblaðið - 17.01.2007, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Látinn er langt fyrir
aldur fram einn af mín-
um kærustu vinum.
Mér er bæði ljúft og
skylt að minnast hans.
Indriði vakti athygli hvar sem
hann kom. Hann var hár og mynd-
arlegur með blikandi augnaráð. Það
var samt sterkur persónuleiki hans
sem fangaði ávallt viðstadda. Hann
hafði mikla útgeislun og sjaldgæfa
frásagnargáfu og átti auðvelt með að
hrífa fólk með sér. Hann hafði gaman
af því að láta hugann reika og fékk
endalausar hugmyndir sem sumar
urðu að veruleika meðan aðrar voru
aðeins þeirrar stundar.
Indriði var fjölfróður og aldrei
kom maður að tómum kofunum hjá
honum. Hann var víðlesinn og sökkti
sér gjarnan í lestur um áhugaefni sín
sem voru alls ekki alltaf þau sömu.
Samt voru áhugamálin nokkur sem
fylgdu honum. Indriði hafði gaman
að því sem var fallegt og gott. Hann
var afbragðskokkur, naut þess að
vera úti í náttúrunni og hafði næmt
auga fyrir hönnun og listum. Hann
hafði mikinn áhuga á fatnaði og hafði
því valið sér réttan starfsvettvang.
Indriði hafði klassískan smekk og
lagði mikið upp úr því að vera fallega
klæddur. Í starfi sínu var hann líka
fagmaður fram í fingurgóma og
kunni skil á ólíklegustu hlutum í sínu
fagi. Hann lagði sig fram um að læra
handverk sitt og var um tíma í læri
hjá írskum klæðskerum sem voru
þekktir fyrir gott handverk.
Indriði var vinmargur og naut
mikillar hylli meðal vina sinna. Hann
og Bryndís voru dugleg að rækta vin-
áttutengsl og buðu gjarnan heim
Indriði Guðmundsson
✝ Indriði KristinnGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
18. september 1966.
Hann lést í Kaup-
mannahöfn 30. des-
ember síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju
11. janúar.
gestum. Margra góðra
stunda er að minnast
með þeim í sumarbú-
stað, veiðitúr, uppi í
Stafholtsey og ekki síst
á heimili þeirra nú síð-
ast á Sólvallagötunni. Í
þeim boðum var Indriði
gjarnan miðdepillinn,
bar fram góðan mat og
vín og lét gamminn
geisa. Hann var stuð-
boltinn og partíljónið.
Skammt er síðan hann
bauð til veislu í tilefni
fertugsafmælis síns.
Þar var hann í sínu besta formi og
naut sín meðal fjölskyldu og vina.
Indriði var öðru fremur góður vinur
með mikinn mannskilning. Hann
reyndist sínu fólki vel, var bóngóður
og gerði sér far um að fylgjast með og
hafa áhuga á því sem gerðist í lífi vin-
anna. Hann og Bryndís voru ávallt
góð heim að sækja. Indriði var mikill
fjölskyldumaður og elskaði Bryndísi
og Írisi framar öðru. Fallegt var að
horfa á samband þeirra sem ein-
kenndist af ást og hlýju. Þau gáfu
hvort öðru svigrúm til að láta drauma
sína rætast, stóðu samt saman og
voru miklir vinir.
Af Indriða lærði ég margt og er
heppin að hafa notið vináttu hans í
nærri 20 ár. Missir þeirra Bryndísar
og Írisar er mikill og sendi ég þeim
og öðrum aðstandendum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Anna María Gunnarsdóttir.
Indriði var einstakur maður. Hann
var víðlesinn heimsmaður sem naut
sín vel í góðra vina hópi. Þá ósjaldan
að rædd voru heimsins mál kom í ljós
að hann hafði kynnt sér efnið. Hann
fylgdist vel með þjóðfélagsumræðu
og sá nýjar hliðar á málum. Hann átti
það til að ögra í orðum til að koma af
stað rökræðum eða til að fá fram
skoðanir annarra. Hann bjó yfir ein-
stakri orðræðu og hafði bæði lifandi
og fágaða framkomu.
Hann lifði og hrærðist í starfi sínu
sem hann sinnti af heiðarleika og það
velktist enginn í vafa um fagmensku
hans og metnað. Sama má segja um
annað sem hann tók sér fyrir hendur
eins og að renna flugu fyrir lax í For-
manni eða útbúa ógleymanlegan
kvöldverð. Hvert smáatriði var út-
pælt sem gerði atburði að sérstakri
upplifun og verk hans einstök. Indr-
iði var hugsjónamaður, hann vildi
betra samfélag og betri heim. Hann
talaði gegn fyrirbærum eins og
neysluhyggju og var talsmaður um-
burðarlyndis. Dugnaður, ósérhlífni,
hugmyndaauðgi, réttsýni og kurteisi
eru allt orð til að lýsa Indriða. Þetta
ótímabæra fráfall hans er reiðarslag,
maður fullur af orku og áformum er
farinn. Fyrir litla samrýnda fjöl-
skyldu er varla hægt að hugsa sér
erfiðara hlutskipti. Eftir liggja ótal-
margar og ógleymanlegar samveru-
stundir.
Elsku Bryndís og Íris, megið þið
öðlast styrk til að takast á við sorgina
á þessum erfiðu stundum. Indriða er
sárt saknað.
Ólafur B. Einarsson.
Kveðja frá samkennurum
á fataiðnbraut Iðnskólans
í Reykjavík
Þær sorglegu fréttir bárust okkur
á nýársdag að Indriði væri látinn.
Skyndilega upplýsist augnablikið
sem tengir líf við dauða.
Ungur maður á framfaraleið með
sitt áhugamál hverfur á braut en skil-
ur eftir sig djúp spor í minningu
fjölda nemenda og samkennara.
Eftir sveinspróf í klæðskurði við
Iðnskólann í Reykjavík fór Indriði
fljótlega að kenna við fataiðnbrautina
við hlið lærimeistara síns Kristjáns
Ólasonar. Að Kristjáni látnum hélt
Indriði minningu hans við í ýmsum
kennsluháttum. Hann hélt einnig
áfram að bæta við sína kunnáttu og
fór m.a. til náms hjá handverksklæð-
skera á Írlandi í því skyni.
Indriði var mjög sérstakur maður
og skemmtilegur og hafði gaman af
að spjalla um áhugasvið sitt. Sumum
fannst hann stundum heldur forn í
hugsun af svo ungum manni að vera
og íhaldssamur, en þeir sem þekktu
betur til hans og störfuðu með honum
greindu hina miklu víðsýni sem hann
hafði m.a. varðandi fagið og iðnaðinn
í kringum það.
Hann virti gildi góðs handverks og
kunni skil á því, jafnframt að sjá
tækifæri til framfara og þróunar.
Hann var fylgjandi þeirri stefnu að
reyna í lengstu lög að halda þeim
þáttum í samhliða farvegi. Hann lét
sig allt varða sem sneri að faginu og
var duglegur að upplýsa og fræða
nemendur og aðra um nýtt efni og
var snemma kominn á flug í upplýs-
ingaleit veraldarvefjarins. Hann
hafði auga fyrir listrænum hliðum
starfsins og lagaði sig auðveldlega að
kennslu sem sneri að þeim þáttum.
Hann var fús að fara með nemendur
utan í ferðir til að skoða verkstæði og
sýningar sem hann undirbjó vel
þannig að sem best nýttist. Hann var
virkur þátttakandi í félagsstörfum
fagfélags klæðskera- og kjólameist-
ara um árabil og síðar sem aðili að
undirbúningi nýrrar námskrár í fag-
inu bæði sem kennari og atvinnurek-
andi. Hann kenndi einnig um tíma við
Listaháskólann.
Indriði hafði hug á að starfa sjálf-
stætt og meðfram kennslunni rak
hann klæðskeraverkstæðið „Sjö í
höggi“ ásamt fleirum. Eftir nokkur
ár við kennslu sneri hann sér að eigin
fyrirtæki. Hann stofnaði verslunina
„Indriði“ á Skólavörðustígnum og
starfaði þar við að koma hugmyndum
sínum og hönnun á framfæri. Það var
gaman að fylgjast með Indriða sem
hægt og bítandi ávann sér nafn í 101
Reykjavík og víðar. Hann birtist
jafnvel í nokkrum auglýsingum þar
sem leikhæfileikar hans og kímni
gægðust fram. Við viljum ljúka þess-
um kveðjuorðum með tilvitnun í
„Hugsjón handiðnaðar“ eftir
Tryggva Dock í þýðingu Helga Her-
manns Eiríkssonar.
Það sem helst sérkennir iðnaðarmanninn
er hið persónulega við starf hans. Vel gerð-
ur hlutur eftir iðnaðarmann ber merki
smekkvísi hans, gáfna, natni og hæfileika
handa hans til þess að laga til og skapa.
Iðnaðarmaðurinn hefur því það frelsi eða
sjálfstæði við verk sitt, sem nauðsynlegt er
til þess að hann geti notið sín sjálfur. Því
það eru aðeins þeir sem geta hugsað og
starfað frjálst, sem geta þroskað sjálfstæða
sköpunarhæfileika.
Við sendum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur.
Indriði klæðskeri, Skólavörðu-
stíg … hljómar sem byrjun á auglýs-
ingu úr Morgunblaðinu frá 1954.
Þannig var Indriði. Fagmaður fram í
fingurgóma, gömul sál, góður félagi
sem alltaf var til í að hjálpa hverjum
sem var. Hann var hafsjór fróðleiks
sem félagar hans hjá Fatahönnunar-
félaginu komu til með ýmis vandamál
sem hann leitaði alltaf leiða til að
leysa. Indriði var ljóslifandi dæmi um
frábæra grósku í fatahönnun á Ís-
landi, hann bar virðingu fyrir hand-
verkinu, fyrir sköpuninni og var sjálf-
ur frábær auglýsing þeirra gilda sem
allir hönnuðir vilja standa fyrir. Indr-
iði klæðskeri hafði verið varaformað-
ur Fatahönnunarfélags Íslands í
nokkurn tíma. Tómið sem að hann
skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Það
verður aðeins fyllt af minningunni
um Indriða klæðskera. Af nógu er að
taka.
Við félagar þínir þökkum allt sem
þú gerðir fyrir félagið, fyrir félagana,
fyrir fagið.
Fatahönnunarfélagið vottar fjöl-
skyldu og aðstandendum Indriða
dýpstu samúð á þessum erfiðu tím-
um.
Gunnar Hilmarsson, formaður.
Látinn er vinur og samstarfsfélagi
langt um aldur fram. Það ríkir mikil
sorg í hjörtum okkar allra.
Indriði Guðmundsson kom inn í líf
okkar er hann opnaði verslun og gall-
erí á Skólavörðustígnum. Allt viðmót
og yfirbragð bar fagmennsku Indriða
fagurt vitni. Ég vandi komur mínar
þangað, ekki síst til þess að spjalla.
Indriði var afskaplega ljúfur maður
sem auðvelt var að láta sér þykja
vænt um. Hann var vel að sér um
ólíklegustu hluti, hafði næmt auga
fyrir fólki og var fullkomlega laus við
alla sýndarmennsku. Hann óx mjög í
allri viðkynningu.
Síðastliðið vor opnuðum við sam-
eiginlega verslun í miðborg Kaup-
mannahafnar. Á það samstarf féll
aldrei skuggi.
Indriði var heilsteyptur maður og
tíminn virtist líða með öðrum hætti í
kringum hann. Hann hafði svo sann-
arlega margt að bjóða í heimi sem
virðist dýrka yfirborðsmennsku um-
fram allt. Þar var hann hinn full-
komna andstæða.
Fjölskyldu Indriða færi ég, fyrir
hönd allra í 12 tónum, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Indriða Guð-
mundssonar.
Lárus Jóhannesson.
Ég hef þekkt Indriða frá því í 6 ára
bekk í Austurbæjarskóla. Við vorum
bekkjarfélagar og vinir öll skólaárin,
bestu vinir síðustu árin og æfðum síð-
an saman körfubolta með Val. Þegar
hann hætti í körfunni og sneri sér að
öðru dró mjög úr samskiptum okkar
en vináttuböndin rofnuðu aldrei og
var alltaf jafn gaman að hitta Indriða,
enda um sérstaklega skemmtilegan
og orðheppinn mann að ræða. Ég
vildi að við hefðum hist mun oftar en
raun varð.
Ég þakka Indriða vináttuna og
margar ógleymanlegar stundir sem
oft verða rifjaðar upp í góðum hópi.
Indriði gleymist engum sem hann
þekkti.
Fyrir hönd gamalla félaga úr Val,
Bjarnar bróður míns, Svala Björg-
vinssonar, Magnúsar Matthíassonar,
Ragnars Þórs Jónssonar og Bjarna
Sigurðssonar, vil ég votta Bryndísi,
Írisi og öðrum ættingjum og ástvin-
um Indriða, mína innilegustu samúð
á erfiðri stundu.
Sigurður Örn Sigurðarson.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
ERLA BERNÓDUSDÓTTIR,
Kjarrhólma 28,
Kópavogi,
sem andaðist á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn
9. janúar, verður jarðsungin frá Digraneskirkju,
Kópavogi, fimmtudaginn 18. janúar, kl. 13.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Ágúst Sigurðsson.
✝
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
LINDU AXELSDÓTTUR,
Háaleitisbraut 22,
Reykjavík.
Sigríður Sigurðardóttir, Magnús Marísson,
Svanhildur Sigurðardóttir, Gylfi Guðmundsson,
Axel Finnur Sigurðsson, Elínborg Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær bróðir okkar og frændi,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
(Danni),
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 12. janúar.
Útförin verður gerð frá Árbæjarkirkju föstudaginn
19. janúar kl. 11:00.
Fyrir hönd vandamanna,
Kristján Helgason.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur
samúð og hlýhug við fráfall okkar ástkæru eigin-
konu, móður, tengdamóður, dóttur og ömmu,
EYGLÓAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Faxabraut 51,
Keflavík.
Allar ykkar kveðjur, heimsóknir og hlý orð hafa
styrkt okkur á þessum erfiðu tímum.
Geir Newman,
Hulda G. Geirsdóttir, Bjarni Bragason,
Elíza M. Geirsd. Newman, Martin Maddaford,
Karl Ó. Geirss. Newman, Margrét Seema Takyar,
Guðfinna Eyvindsdóttir, Karl Jónsson,
Bragi Geir, Eygló Eyja,
systur hinnar látnu og aðrir aðstandendur.
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
✝
Innilegar þakkir færum við þeim fjölmörgu nær og
fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför okkar hjartkæra,
ÞORSTEINN MIKAEL EINARSSON
sjómaður,
Gunnólfsgötu 2,
Ólafsfirði,
Við óskum ykkur öllum farsældar á nýju ári.
Anna Gunnlaugsdóttir
Gunnlaugur E. Þorsteinsson, Dómhildur Karlsdóttir,
Sigursveinn H. Þorsteinsson, Valgerður K. Sigurðardóttir,
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Guðbjörn Arngrímsson,
Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Róbert Pálsson,
Þórhildur Þorsteinsdóttir, Páll Pálsson,
Elín Rún Þorsteinsdóttir, Bjarni Tómasson,
barnabörn og barnabarnabörn.