Morgunblaðið - 17.01.2007, Síða 35
! "
!
#
$ %
! "
#
"$ %& &
''' Morgunblaðið/Steinunn ÁsmundsdótAndri Snær Magnason „Líklega
hefur ekkert ófriðarrit orðið jafn
vinsælt síðan Íslendingasögur voru
lesnar/sagðar á hverjum bæ.“
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 35
menning
Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS
Sinfónía og
fiðlukonsert
FIMMTUDAGINN 18. JANÚAR KL. 19.30
Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari
Einleikari ::: Judith Ingólfsson
rauð tónleikaröð í háskólabíói
Wolfgang Amadeus Mozart ::: Fiðlukonsert nr. 5
Anton Bruckner ::: Sinfónía nr. 7
í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar
Sinfónían fagnar komu góðra gesta
til að flytja með hljómsveitinni hinn
dramatíska fiðlukonsert Mozarts
og þekktasta verk Bruckners.
í Sunnusal Hótels Sögu kl. 18.00. Halldór Hauksson
kynnir efnisskrá kvöldsins. Boðið verður upp á súpu
og kaffi. Aðgangseyrir er 1.200 kr.
tónleikakynning vinafélagsins
Eftirréttir Hagkaupa, semmun vera uppskriftabók,seldist mest allra íslenskra
bóka á síðasta ári, samkvæmt bók-
sölulista Morgunblaðsins og Fé-
lagsvísindastofnunar. Ekkert meira
er um það að segja. Arnaldur Indr-
iðason átti næstmest seldu bók árs-
ins, Konungsbók. Það kemur ekki á
óvart. Draumalandið eftir Andra
Snæ Magnason var í þriðja sæti
listans. Það eru tíðindi! Eða hvað
skyldi vera langt síðan ádeilurit á
borð við þetta var metsölubók á Ís-
landi? Íslendingar eru auðvitað ekk-
ert sérstaklega gefnir fyrir ádeilu.
Þeir vilja hafa rólegt í kringum sig.
Þeir vilja frið til þess að vinna og
frið til þess að borða og leika sér og
horfa á sjónvarpið. Þeir vilja frið til
þess að sofa á sínu græna. Og þeir
vilja hafa frið í bókum sínum og frið
fyrir bókum, ágengum bókum. Lík-
lega hefur ekkert ófriðarrit orðið
jafn vinsælt síðan Íslendingasögur
voru lesnar/sagðar á hverjum bæ.
Annars eru margir forvitnilegirhlutir á þessum lista. Á lista yf-
ir íslensk og þýdd skáldverk eru að-
eins þrjár þýðingar og engin þeirra
myndi teljast til meiriháttar bók-
menntaverka (Flugdrekahlaup-
arinn, Munkurinn sem seldi sportbíl-
inn sinn og Viltu vinna milljarð? –
allar frá JPV-útgáfu). Á síðasta ári
voru gefnar út mjög vandaðar þýð-
ingar á heimsbókmenntum svo sem
Umskiptunum eftir Kafka, Laug-
ardegi eftir Ian McEwan, Theresu
eftir François Mauriac, Borgarstjór-
anum í Casterbridge eftir Thomas
Hardy, Brestum í Brooklyn eftir
Paul Auster, Wuthering Heights eft-
ir Emily Brontë og þannig mætti
áfram telja. Engin þeirra er á lista
yfir tíu mest seldu skáldverkin og þó
mætti auðveldlega telja sumar þess-
ara bóka til metsölubóka eins og
bækur Austers og McEwans. Ástæð-
an fyrir því að þessar bækur eru
ekki meðal söluhæstu bóka er vænt-
anlega sú að útgefendur hafa ekki
auglýst þær nógsamlega. JPV aug-
lýsti þær þrjár þýddu bækur sem
eru listanum mjög vel.
Það segir líka sitt um íslenskaljóðabókamarkaðinn að Sálma-
bók íslensku kirkjunnar situr í öðru
sæti yfir mestseldu ljóðabækur síð-
asta árs. Það verður að teljast und-
arlegt því fáar þjóðir rækja trú sína
jafn lítið og Íslendingar ef marka má
kannanir. Jólin koma eftir Jóhannes
úr Kötlum var mest selda ljóðabók
síðasta árs, 75 ára gömul bók! Ný
ljóðabók Hannesar Péturssonar,
Fyrir kvölddyrum, var í þriðja sæti
sem er merkilegt. Hún slær meira að
segja bók Einars Más Guðmunds-
sonar við, Ég stytti mér leið fram hjá
dauðanum. Og einnig spútnikbók
Ingunnar Snædal, Guðlausir menn –
Hugleiðingar um jökulvatn og ást,
en sú forvitnilega bók fór langt á
miklu umtali og verðlaunum. Í ní-
unda sæti voru Hávamál og í því tí-
unda Spámaðurinn eftir vitringinn
Kahlil Gibran. Enn einu sinni Kahlil!
En kannski er mesta fréttin áþessum listum sú hvað fyr-
irferð Eddu og JPV er mikil á ís-
lenskum bókamarkaði. Þessi tvö for-
lög eru langsöluhæst. Af tíu mest
seldu bókum ársins á Edda fjórar og
JPV fjórar. Af sextíu titlum á sex
listum eiga þessar tvær útgáfur
meira en tvo þriðju, Edda 25 og JPV
20. Önnur útgáfufélög eiga einn eða
tvo titla hvert á þessum listum en
þar á meðal er gæðaforlag á borð
við Bjart. Hið íslenska bókmennta-
félag á ekki eina einustu bók á list-
unum.
Enn af listum
AF LISTUM
Þröstur Helgason
» Það segir líka sittum íslenska ljóða-
bókamarkaðinn að
Sálmabók íslensku
kirkjunnar situr í öðru
sæti yfir mestseldu
ljóðabækur síðasta árs.