Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.01.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2007 41 / ÁLFABAKKA THE PRESTIGE kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 .ára. THE PRESTIGE VIP kl. 5:20 - 8 - 10.40 EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ STRANGER THAN FICTION kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:40 B.i.16 .ára. CHILDREN OF MEN kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16.ára. FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:20 - 5:40 LEYFÐ HAPPY FEET m/ensku tali kl. 3:20 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:20 LEYFÐ / KRINGLUNNI THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 STRANGER THAN FICTION kl. 8:10 - 10:30 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL HAPPY FEET m/ensku tali kl. 5:50 - 8:10 LEYFÐ DIGITAL DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 DIGITAL ÁHRIFARÍK OG ÓVENJU- LEG SPENNUMYND Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ HÖRKFÍN MYND eeee RÁS 2 eeee H.J. MBL. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ KVIKMYNDIR.IS GOLDEN GLOBE TILNEFNING BESTI LEIKARI : WILL FERRELL eee H.J. MBL. eeee KVIKMYNDIR.IS SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eeee S.V. MBL. FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD eeee RÁS 2 eee A.Ó. SIRKUS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee V.J.V. TOPP5.IS WILL FERRELL SÝNIR Á SÉR NÝJA HLIÐ Í FRÁBÆRRI MYND SEM SKILUR MIKIÐ EFTIR SIG. eeee B.S. FRÉTTABLAÐIÐ ÞRÆLHRESS TEIKNIMYND Þ.Þ. Fréttablaðið. eeee H.J. Mbl. FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS GEGGJUÐ GRÍNMYND eee LIB, TOPP5.IS SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er í yfirgengilegum stell- ingum. Ef hægt er að ofgera er eins og hugur undirvitundarinnar vinni á ofur- hraða í leit að rausnarlegum og óhóf- legum leiðum til þess að fara yfir strik- ið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Spenna að undanförnu hefur hrist upp í mynstri nautsins. Því finnst þægilegt að taka gamla rútínu upp aftur, en samt er hún ekki alveg eins og verður það kannski aldrei. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn þarf að vera eins og of- urfóstra og skilja sjálfan sig frá "krökk- um" sem hafa slæm áhrif. Það reynist þrautin þyngri, því mælskustu vand- ræðagemsarnir eru í hans eigin fjöl- skyldu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef allur endir markar nýtt upphaf þýð- ir það þá, að öll byrjun marki líka enda- lok? Krabbinn reynir hvað hann getur að fjölga fólki í lífi sínu án þess að breyta of miklu í samböndunum sem fyrir eru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið þráir að finna afl fossins, kaldan gust norðlægra vinda og raka regn- skógarins. Allt nema staðið inniloft. Kannski er meiriháttar ævintýri utan seilingar, en stutt frí gerir líka gagn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Að hrapa að ályktunum er varasamt. Spurðu, þótt þú efist ekki. Það er ekki hægt að vera of varkár á degi sem þessum, því minnsta dómgreindarleysi gæti tapað mörgum vinnustundum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Taktu við hrósi. Ekki varpa því yfir á samstarfsmenn og yfirmanninn. Þú átt líka inni smávegis viðurkenningu. Vogin er innblásin af fyrirheitum um ást í kvöld og leggur virkilega mikið á sig til þess að vekja spennu hjá einhverjum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Eitthvað sem einu sinni var fullnægj- andi umbun virðist hreinir smámunir núna. Bíttu í tunguna á meðan þú aflar þér upplýsinga. Þú þarft að rökstyðja launahækkun af list, annars færðu hana ekki. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ástvinir þarfnast aðstoðar til þess að yfirvinna neikvæðni. Ekki láta undan ósannsögli þeirra. Varpaðu ljósi á það hvernig lífið er í raun og veru. Bogmað- urinn er góður í hreinskilni. Þakkirnar koma síðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sambönd reynast flókin og reyna virki- lega á steingeitina. Hún kýs erfiðan valkost, þótt ekki sé gott að átta sig á því hvort það krefjist meiri tilfinn- ingalegs styrks að sleppa eða halda fast. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Aðstæður sem vekja reiði lagast fljótt ef vatnsberinn leyfir. Með því er mælt. Það er margt sem maður getur ekki með krepptum hnefa, eins og til dæmis að opna hurðir og stýra bíl. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Glaðværð gefur þeim sem fiskurinn býr með tóninn. Það merkir ekki að fisk- urinn eigi ekki að beita sér á réttum augnablikum. Keppinautar hörfa um leið og hann stendur með sjálfum sér, eigum sínum og viðhorfum. stjörnuspá Holiday Mathis Orka steingeitarinnar er ráðandi í bili. Margir líta á steingeitina sem geit, en sagan segir að einungis efri helmingurinn sé geit og sá neðri fiskur. Í stað þess að láta togast á milli metnaðarins (geitarinnar) og andlegrar visku (fisks- ins) á maður að leita leiða til þess að sameina þetta tvennt innra með sér, eins og steingeitin hefur gert. sem sýnishorn hafa verið sýnd í kvikmyndahúsum landanna.    Leikkonunni EvuLongoriu, sem fer með hlutverk Gabrielle Solis í Að- þrengdum eig- inkonum, þykir hreint ekki gaman að því að taka upp kynlífs- og kossa- senur. Frá þessu og ýmsu öðru segir hún í við- tali við tímaritið Vegas. „Ég þoli ekki kyn- lífssenur og kossasen- ur. Þær eru óþægilegar fyrir alla. „Settu olnbogann þarna, vertu hérna í ljósinu.“ Þetta er mjög óeðli- legt og hreinlega vandræðalegt,“ segir Eva. RÚV tekur þriðju þáttaröðina um vinkonurnar við Bláregnsslóð til sýninga í byrjun næsta mánaðar.    Ofurfyrirsætan NaomiCampbell hefur gengist við því að hafa kastað far- síma í húshjálp sína. „Ég kastaði farsíma í íbúðinni. Farsíminn skall á Önnu,“ sagði Campbell við vitnaleiðslur í glæparétti á Man- hattan í New York í gær. „Þetta var slys, af því ég ætlaði mér ekki að kasta í hana.“ Hin 35 ára gamla Campbell var sökuð um að kasta símanum í hnakka Önnu Scolavino í mars sl. Scolavino var í kjölfarið meðhöndluð vegna höf- uðáverka. Campbell hefur verið dæmd til að borga allan sjúkra- kostnað Scolavino, sinna samfélags- þjónustu í fimm daga og sækja nám- skeið í reiðistjórnun.    Tveir rithöfundar hafa áfrýjaðdómi sem féll í Lundúnum í fyrra í ritstuldarmáli vegna bók- arinnar Da Vinci lykilsins. Höfund- arnir halda því fram að Dan Brown, höfundur Da Vinci lykilsins, hafi notað hluta bókarinnar The Holy Blood and the Holy Grail í eigin verki. Lögmenn þeirra Michaels Bai- gents og Richards Leighs segja í áfrýjunarstefnunni að dómur undir- réttar hafi byggst á misskilningi, að svo virðist sem dómarinn hafi ekki skilið lögin og kröfur höfundanna. „Áfrýjendurnir vilja vernda eigin vinnu, dómgreind og hæfileika, sem nýtt voru við að skrifa The Holy Blo- od and the Holy Grail,“ segir í áfrýj- unarstefnunni. „Málið snýst um að leyfa ekki öðrum að nota þessa hæfi- leika, dómgreind og vinnu í eigin þágu eins og hr. Brown gerði við rit- un The Da Vinci Code.“ Skoski leikarinnEwan McGre- gor er þekktur fyrir að fara í æv- intýraleg mót- orhjólaferðalög um heiminn. Eignkona Ewans mun víst koma við sögu í næstu för en þá ætl- ar leikarinn að ferðast frá Skotlandi til Höfðaborgar í Suður-Afríku ásamt ferðafélaga sínum Charley Boorman. Eve McGregor mun slást í för með þeim félögum í nokkrar vikur og segir sagan að hún sæki mótorhjólanámskeið þessa dagana. Áður hafa Ewan og Charley ferðast frá London til New York með viðkomu í Mongólíu, Síberíu og Alaska. THE Power of Love sver sig í ætt leiksýninga sem eðli- legast er að kenna við Hellisbúann. Eintöl þar sem karl- ar – og konur – útmála á skoplegan hátt afstöðu sína til hins kynsins. Þetta eru nokkurs konar varnarræður, verða stundum dálítið MORFÍS-legar, og á köflum ákaf- lega hvimleiðar. The Power of Love er ekki hvimleið sýning. Hún er einlæg, nokkuð frumleg og skemmtileg úttekt á því hvernig það horfir við ungri konu að vera nánast ekki til nema eins og hún birtist körlunum sem hún vill (eða tel- ur sig verða) að nálgast. Sýningin samanstendur af laustengdum atriðum sem sameina dansleikhús, látbragð og trúð, stundum á nokk- uð ómarkvissan hátt, stundum frábærlega, aldrei leið- inlega. Textinn er lítill sem enginn, en þegar persónan fær loks málið talar hún eingöngu í klisjulegum tilvitn- unum í popptexta, og vekur þannig til umhugsunar um hvað grunnhyggni og sölumennska er nánast allsráðandi í umfjöllun um ástina, sem á hinn bóginn er sífellt mærð sem dýpsta og dýrmætasta kennd okkar. Halldóra Malin hefur mikinn sviðssjarma og kann að nota hann. Hún var frá fyrsta andartaki í sambandi við salinn, þótt sýningin byrjaði á atriði þar sem tærnar á henni voru í aðalhlutverki. Líkamspartar léku reyndar stórt hlutverk sýninguna út í gegn, tær, fingur, augu, (óæskilegt) hár. Þetta var á köflum óborganlegt. Sumt var að vonum klisjulegt. Tepruviðbrögð við myndum í kynlífskennslubók eru gömul saga. Margt af því var á móti útfært á frumlegan og skemmtilegan hátt í takt við tónlistina. Hin spennta bið við símann var dæmi um ferska nálgun á þreytt viðfangsefni. Og gaman hvernig hún nýtir hið trúðska augnaráð út í salinn, sem stöðugt biður um viðurkenningu. Því það á sér augljósa hliðstæðu í því hlutskipti kvenna að finnast þær knúnar til að uppfylla óorðuð og illa skilgreind við- mið til að vera gjaldgengar í augum okkar sem á þær glápum. Mest var þó gaman að lokaatriðinu, þar sem persónan lokkar til sín mann á stefnumót. Þar tókst sýningin á flug, í líkingamáli sínu, í snjallri notkun á leikmunum og í krafti leikkonunnar. Þá var nú gaman. Sýning af þessu tagi er í eðli sínu í stöðugri þróun, og það er ýmislegt sem mætti skerpa. Umgjörðin er tæt- ingsleg, og þó svo það kunni að vera með vilja gert þá hjálpar það ekki erindi hennar. Meiri nákvæmni væri af hinu góða, svo lengi sem aginn gengur ekki af persón- unni dauðri. Og svo má lengi skipta út atriðum fyrir önn- ur betri eftir því sem hugmyndirnar kvikna. Halldóra Malin er í þann veginn að halda í leiklistarhátíðavíking með sýninguna. Sjáið hana endilega áður en hún fer, og svo aftur þegar hún snýr heim. Kella í helli Morgunblaðið/Kristinn Sjarmerandi á sviði „Halldóra Malin hefur mikinn sviðssjarma og kann að nota hann,“ segir m.a. í dómi. LEIKLIST Brilljantín og Ismedia Höfundur, leikstjóri og leikari: Halldóra Malin Pétursdóttir. Aust- urbær 14. janúar 2007. THE POWER OF LOVE Þorgeir Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.