Morgunblaðið - 17.01.2007, Síða 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 17. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Norðaustan og
austan 8–15 metr-
ar á sekúndu og él
norðan- og aust-
anlands. Kaldast inn til
landsins. » 8
Heitast Kaldast
-2°C -15°C
SAMHERJI er nú að vinna að kaupum á
frystitogara frá Noregi. Um er að ræða
fimm ára gamlan togara, sem er 55 metrar
að lengd og 12,2 metrar að breidd. Hann
er með 4.000 hestafla aðalvél, er búinn til
að draga tvö troll í einu og er með heil-
frystingu um borð.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, staðfestir að verið sé að vinna
að kaupunum, en vill ekki tjá sig frekar
um málið.
Togarinn heitir Andenesfisk II og er frá
Vesterålen í Noregi. Það er Andenes hav-
fiskselskap sem á skipið ásamt öðrum.
Framkvæmdastjóri félagsins segir í norsk-
um fjölmiðlum að það sé rétt að verið sé að
selja skipið og það verði selt án aflaheim-
ilda. Það sé hins vegar ekki frágengið
hvort flytja megi kvótann á hitt skip fé-
lagsins, eða geyma hann, og hvort leyfi fá-
ist til endurnýjunar á skipinu. Þetta þurfi
að liggja fyrir til að hægt sé að ganga end-
anlega frá sölunni.
Samherji að
kaupa togara
Nýtt skip Togarinn Andenesfisk II sem
Samherji er að kaupa frá Noregi.
NÝTT lyf gegn offitu er nú komið á mark-
að hérlendis en það virkar á aðra viðtaka
en offitulyf, sem hingað til hafa verið not-
uð við meðferð offitusjúklinga. Lyfið heit-
ir Acomplia og hefur verið í þróun í tutt-
ugu ár. Það hlaut samþykki íslensku
Lyfjastofnunarinnar í nóvember sl.
Acomplia blokkerar viðtaka í svoköll-
uðu innankannabínoíðakerfi. Það tekur
þátt í að viðhalda orkujafnvæginu, stjórn-
ar matarlyst og líkamsþyngd, blóðfitu- og
blóðsykursefnaskiptum.
„Það er alltaf spennandi þegar fram á
sjónarsviðið koma ný lyf, enda er offitu-
vandamálið stórt. Þetta er hins vegar eng-
in töframegrunarpilla nema jafnframt sé
tekið á lífsstílsþættinum,“ segir Karl
Kristjánsson, endurhæfingarlæknir á
Grensásdeild, um lyfið. Lúðvík Á. Guð-
mundsson, formaður Félags fagfólks um
offitu, segir lyfið óskrifað blað. „En ég
legg áherslu á að svona lyf muni ekki
gagnast ef ekki er samhliða lögð vinna í
grunnvandamálið sem er atferlisvandi við-
komandi sjúklinga,“ segir hann.
Offita hefur aukist á Íslandi bæði meðal
barna og fullorðinna. | 20
Nýtt offitulyf
„ÞETTA er náttúrulega svakalega kalt en það
er mjög stillt þannig að það er ofboðslega fal-
legt veður. Það er sól og allt kyrrt og fögur
fjallasýn. Þetta er mjög fal-
legt gluggaveður,“ sagði
Sigurlína Tryggvadóttir,
íbúi í Svartárkoti í Bárð-
ardal, í samtali við Morg-
unblaðið í gærdag, en þar
fór frostið í rúmar 29 gráð-
ur. Svartárkot er í rúmlega
400 metra hæð yfir sjáv-
armáli og ábúendur þar því
vanir köldum vetrum. Sig-
urlína segir að á dögunum
hafi frostið þar mælst um
20 gráður og nokkrir dagar undanfarið því ver-
ið verulega kaldir, en enginn þó jafn kaldur og
dagurinn í gær. Hún segir að klæði fólk sig vel
sé lítið mál að bregða sér út fyrir dyr þótt kalt
sé í veðri, ef veður sé stillt eins og var í gær. Í
slíkum kulda kjósi heimafólkið þó heldur að
halda sig inni við og sinna heimilisstörfum.
Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, segir að kaldast hafi und-
anfarið verið fyrir norðan og austan, en engin
kuldamet hafi þó fallið. Mesti kuldi sem mælst
hefur á landinu er 38 gráða frost á Gríms-
stöðum og Möðrudal 22. janúar 1918.
Hiti í Vestmannaeyjum
Ekki var þó alls staðar frost á landinu í gær.
Í Vestmannaeyjum mældist um hálfrar gráðu
hiti á hádegi, að sögn Björns Sævars. Mun-
urinn á mesta hita og kulda á landinu í gær var
því nálægt 28 gráðum, en Björn Sævar segir
það í sjálfu sér ekki óvenjulegt. Oft sé mikill
hitamunur milli staða sem ekki sé ýkja langt á
milli. „Það getur oft verið ansi skemmtilega
mikill hitamunur milli Dalatanga og Egils-
staða,“ nefnir hann sem dæmi.
Björn Sævar segir útlit fyrir að kalt verði
áfram á landinu á næstunni og muni norð-
austlægar áttir og svali í veðri ráða ríkjum.
29 stiga frost í Svartárkoti
Sigurlína
Tryggvadóttir
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
SAMKOMULAG milli Spalar ehf. og
Vegagerðarinnar sem tryggir 250
milljónir króna til undirbúnings
framkvæmda við tvöföldun þjóðveg-
arins á Kjalarnesi og gerð nýrra
ganga undir Hvalfjörð var undirritað
í síðustu viku. Sérstök samstarfs-
nefnd verður sett á fót til að fjalla um
tilhögun verkefna og framgang.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra fól Vegagerðinni að taka upp
viðræður við Spöl í kjölfar fundar
með fulltrúum stjórnar fyrirtækisins
þar sem þeir kynntu hugmyndir um
hvernig koma mætti undirbúningi
nýrra Hvalfjarðarganga og vegabót-
um á Kjalarnesi á dagskrá á þessu
ári. „Það er alveg ljóst að framundan
er það verkefni að auka afkastagetu
jarðganganna og ég taldi nauðsyn-
legt að gera samkomulag við stjórn
Spalar um næstu skref,“ segir Sturla
sem gerir jafnframt ráð fyrir að sam-
komulagið flýti fyrir vegabótum á
Vesturlandsvegi.
Aðspurður hvort framkvæmdirn-
ar feli einnig í sér að byrjað verði á
fyrirhugaðri Sundabraut að norðan-
verðu segir Sturla að til þess verði lit-
ið. „Sundabrautin mun væntanlega
tengjast inn á Vesturlandsveginn og
það verður horft til þess.“
Klukkan farin í gang
Gísli Gíslason, stjórnarmaður
Spalar, segir að með samkomulagi
Spalar og Vegagerðarinnar hafi
fengist fjármagn til hönnunar og
einnig sé ætlunin að kaupa land sem
þörf er á vegna tvöföldunar þjóðveg-
arins á Kjalarnesi og Hvalfjarðar-
ganga. Gísli taldi að undirbúningur
verkefnisins tæki þetta ár og fram á
næsta ár. „Nú er klukkan farin í
gang,“ sagði Gísli.
Fyrstu skref í átt að nýj-
um Hvalfjarðargöngum
Samkomulag milli Spalar og Vegagerðarinnar tryggir fé til undirbúnings
Í HNOTSKURN
»Í samkomulaginu milliSpalar og Vegagerð-
arinnar er kveðið á um að
Spölur geri upp 150 milljóna
kr. skuld sína við Vegagerð-
ina í september 2007.
»Þeim fjármunum verðurvarið til undirbúnings
fyrirhugaðra framkvæmda,
auk þess sem Vegagerðin
leggur að minnsta kosti fram
100 milljónir kr. á árunum
2007 og 2008 í sama skyni.
„ÉG BERST á fáki fráum fram um veg, mót
fjallahlíðum háum hleypi ég.“ Þannig orti
Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra landsins, í
ljóði sínu Fákum. Þessum hestamönnum, sem
þeystu um á fákum sínum í Mosfellsdal, hefur
kannski komið í hug þetta ljóð þjóðskáldsins.
Aðstæður til hestamennsku eru góðar um
þessar mundir þó frekar kalt sé í veðri. Menn
þurfa bara að klæða sig vel.
Morgunblaðið/ÞÖK
„Ég berst á fáki fráum fram um veg …“
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ og greiningar-
deild Kaupþings gera ráð fyrir að hagvöxtur á
þessu og næsta ári verði meiri en þessir aðilar
gerðu ráð fyrir í októbermánuði síðastliðnum.
Spá greiningardeildar Kaupþings um hag-
vöxt er nokkru hærri en spá fjármálaráðu-
neytisins sem skýrist að hluta til að minnsta
kosti af því að bankinn gengur út frá því að
nýr áfangi í stóriðjuframkvæmdum hefjist í
Hafnarfirði með stækkun á álveri Alcans.
Fjármálaráðuneytið gerir ekki ráð fyrir nýj-
um stóriðjuframkvæmdum í þjóðhagsspá
sinni.
Spáir 4,1% hagvexti
Þetta kom fram í gær en þá kynnti grein-
ingardeild Kaupþings spá um efnahagshorfur
á næstunni og fjármálaráðuneytið kynnti end-
urskoðaða þjóðhagsspá sína. Fjármálaráðu-
neytið gerir nú ráð fyrir 2,2% hagvexti í ár og
3,1% hagvexti árið 2008 en í eldri spá, frá því í
október, var spáð 1,0% hagvexti á þessu ári og
2,6% hagvexti á árinu 2008.
Kaupþing spáir því að hagvöxtur á þessu ári
verði 3,4%. Í október í fyrra spáði bankinn því
að landsframleiðslan, þ.e. hagvöxturinn,
myndi dragast saman um 0,2% á þessu ári. Þá
gerir bankinn nú ráð fyrir 4,1% hagvexti á
næsta ári en í eldri spá var spáð 3,1% hag-
vexti.
Töluverður munur er á verðbólguspá Kaup-
þings og fjármálaráðuneytisins á næsta ári.
Þá gerir bankinn ráð fyrir 4,0% verðbólgu en
ráðuneytið reiknar með því að verðbólgan
verði þá komin undir 2,5% verðbólgumarkmið
Seðlabankans og muni þá mælast 2,3%. | 13
Spá nú hærri hagvexti
en gert var í október