Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 1

Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 1
Í HNOTSKURN »Fyrir ári var stofnað undirbúnings-félag um byggingu hálendisvegar milli Norður- og Suðurlands yfir Kjöl. »Með lagningu nýs Kjalvegar myndileiðin milli Akureyrar og Reykjavík- ur styttast um 47 km. FRÉTTASKÝRING Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SVARA þarf þeirri grundvallarspurningu hvernig Íslendingar vilja að hálendið þróist. Ekki er sjálfgefið að aðgengi að því verði gert auðvelt með malbikuðum vegum. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og formaður umhverfisnefndar Al- þingis. Norðurvegur ehf. vill leggja nýjan veg um Kjöl í einkaframkvæmd. Hann yrði tekinn í notkun árið 2010, en undirbúningur hæfist sem fyrst. Stjórnmálamenn sem Morgunblaðið spurði álits um málið gagnrýna þessi áform en benda einnig á kosti við framkvæmdina. Hugmyndir um uppbyggða vegi yfir hálendið eru ekki nýjar af nálinni, þótt hingað til hafi þær ekki komist til framkvæmda. Auk vegar um Kjöl hefur verið rætt um að leggja veg yfir Sprengi- sand. Þessir tveir vegir voru teknir inn í grunn- net Vegagerðarinnar sem var ákveðið með sam- gönguáætlun árið 2003. Á grunnnetinu eru jafnframt tveir aðrir fjall- vegir, Kaldidalur og Fjallabaksleið nyrðri, sem liggur úr Skaftártungum og norður með Sigöldu. Nýtt færi á að njóta hálendisins Guðlaugur Þór segir kosti hugmynda um Kjalveg m.a. þá að þungaflutningar gætu farið um veginn og fólki gæfist færi á að njóta hálend- isins með auðveldari hætti. Málið þurfi hins veg- ar að ræða, enda yrði með nýjum vegi um Kjöl hleypt mikilli umferð inn á svæði sem hingað til hefði að mestu fengið að vera í friði. Einnig þurfi að skoða áhrif vegstæðisins á umhverfið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, hefur mikl- ar efasemdir um hugmyndirnar. Hraðbrautir eigi ekki heima á hálendinu, þær valdi því að það tapi sérkennum sínum. Hann efast einnig um gagnsemi þess að beina umferð upp á miðhá- lendið að vetri, þar geti verið allra veðra von. Hér sé farið út í alveg nýja tegund einkafram- kvæmdar, þar sem einkaaðilinn hyggist ekki að- eins reka veginn meðan hann borgar sig upp heldur jafnvel um aldur og ævi. Anna Kristín Gunnarsdóttir, sem situr í sam- göngunefnd fyrir Samfylkinguna, segir að í stefnu flokksins, Fagra Ísland, sé gengið út frá því að náttúrusvæði landsins séu rannsökuð og metið hver skuli vernda og hver nýta, hvort sem sé undir vegi eða virkjanir, áður en ákvörðun sé tekin um framkvæmdir. Það eigi við í þessu máli. Þá telji Samfylkingin það ekki geta átt við að nýi vegurinn verði í einkaeign framvegis, líkt og fram hafi komið. | 2 Efasemdir um nýjan Kjalveg Segja það ekki sjálfgefið að auðvelda aðgengi að hálendi Íslands með malbikuðum vegum Guðlaugur Þór Þórðarson Anna Kristín Gunnarsdóttir Steingrímur J. Sigfússon STOFNAÐ 1913 36. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SNÖGG OG STERK SYSTKIN OG BRÆÐUR SKIPA HELMING BADMINTONLANDSLIÐSINS >> 19 JÓN B.K. RANSU STÓRHNEYKSLAÐUR ENDURGERÐ MYNDLISTARIÐNAÐUR >> 35 www.si.is Sjá nánari upplýsingar á Nám styrkir stoðir Auglýst er eftir umsækjendum um styrki til viðbótarnáms á sviði húsgagna- og innréttingasmíði en frestur rennur út 1. mars nk.FRÁBÆR árangur íslenska landsliðsins í handbolta í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni í Þýskalandi hafði víða já- kvæð og skemmtileg áhrif. Skömmu áður en keppnin hófst eignaðist tík í Kópavogi þrjá hvolpa og áttu eigend- urnir eftir að nefna þá þegar riðlakeppnin hófst. „Við vorum sem límd við sjónvarpið þegar landslið Íslands spilaði og hrifumst af strákunum,“ segir Rósa Gísladóttir. „Við vorum sérstaklega spennt yfir sigurleiknum gegn Frökk- um og þá sagði ég að ég vildi nefna mína stráka eftir þessum fallegu og frábæru strákum og því nefndum við hvolpana Guðjón Val, Markús Mána og Snorra Stein.“ Morgunblaðið/RAX Nefndir eftir landsliðshetjum Sókn Ragnar Reynisson með handboltahvolpana sína. Frá vinstri: Snorri Steinn, Markús Máni og Guðjón Valur. SALA á nýjum fólksbílum dróst sam- an um nær 36% í janúar síðastliðnum miðað við janúar í fyrra; fór úr 1.479 bílum niður í 1.084 bíla. Samdráttur- inn er þó minni en bifreiðaumboðin höfðu reiknað með, að því er talsmenn þeirra segja Morgunblaðinu. Sölumet var slegið á fyrstu þrem mánuðum síðasta árs og því var viðbúið að salan yrði mun minni á fyrsta fjórðungi þessa árs. Verð á bílum hefur hækkað um 14% sl. 12 mánuði, samkvæmt undirlið neysluvísitölunnar um bílakaup, en gengi krónunnar er skráð 20% lægra nú en í janúar í fyrra. „Við spáum 26% samdrætti í sölu á nýjum fólksbílum í ár, en hlutfallslega verður samdrátturinn mun meiri fyrstu þrjá mánuði ársins,“ segir Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar. „Fyrstu þrír mánuðirnir í fyrra komu öllum á óvart, því menn voru búnir að spá samdrætti miðað við árið 2005. Í apríl hófst svo samdrátt- urinn sem allir höfðu reiknað með og síðustu níu mánuðina dróst salan sam- an um rúm 20%. Samdrátturinn yfir árið í heild var hins vegar ekki nema 4% milli ára, vegna þess hve árið byrj- aði af miklum krafti,“ segir Egill. Talsmenn umboðanna segja mark- aðinn hafa breyst að því leyti, að kaup- endur séu nú mun meðvitaðri um eldsneytiseyðslu. „Dísilbílar eru mun vinsælli en áður,“ segir Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu. „Til að mynda seljum við fleiri Skoda-fólks- bíla með dísilvél en bensínvél, en það hefur ekki gerst áður.“ Enn dregur úr bílasölu Bifreiðaumboð spá 26% samdrætti í sölu á nýjum fólksbílum á árinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.