Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A B CD E FG OPQRSTU ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Með ABC-kortinu færðu 10% afslátt í verslunum Hans Petersen um land allt og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VERKLOK við endurbætur Gríms- eyjarferjunnar eru nú áætluð 25. maí næstkomandi, að sögn Krist- ínar H. Sigurbjörnsdóttur, fram- kvæmdastjóra stjórnsýslusviðs Vegagerðarinnar. Upphaflega átti að taka ferjuna í notkun í byrjun nóvember 2006. Kristín sagði að áætlaður heild- arkostnaður við ferjuna væri nú um 350 milljónir króna. Það er nokkru meira en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Kaupverð skipsins var 102 milljónir og upphaflegt samnings- verð vegna endurbóta um 117 millj- ónir. Við það bættist lestunar- og losunarbúnaður fyrir um 54 millj- ónir, eða samtals 273 milljónir kr. Þar vantar eftirlitskostnað en hann er meðtalinn í 350 milljónunum. Kristín taldi að kostnaðurinn hefði m.a. hækkað vegna breytinga sem gerðar voru á ferjunni að beiðni Grímseyinga. Eins tíndist ýmislegt til sem ekki var í útboðinu. Í upphafi var gerð áætlun um kostnað við ný- smíði Grímseyjarferju og var talið að hún myndi kosta 700–800 millj- ónir króna. Mun umfangsmeira verk Samningur um endurbætur á Grímseyjarferjunni var undirrit- aður 6. apríl í fyrra milli Ríkiskaupa og Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. í Hafnarfirði. Eiríkur Ormur Víglundsson framkvæmdastjóri sagði viðgerðina hafa byrjað í maí í fyrra en verkið reynst mun um- fangsmeira en útboðsgögn gáfu til kynna. Hann sagði að breytingar hefðu orðið á öllum liðum tilboðsins og að skipið væri nánast end- ursmíðað frá grunni. Eiríkur telur að áætluð verklok 25. maí nk. standist, svo fram- arlega sem ekki verði bætt við verkþáttum. Hann sagði að allri meiriháttar stálsmíði væri nú lokið og verið að fara í málningu og inn- réttingavinnu. Eiríkur taldi að nokkuð hefði vantað á að ferjan væri í því ásigkomulagi sem selj- endur héldu fram og það ætti sinn þátt í því hve endurbæturnar urðu umfangsmiklar. „Ég fullyrði að skipið verður eins og nýtt þegar það er búið og örugglega ódýrara en nýtt,“ sagði Eiríkur. Hann sagði og að skipið hefði verið strípað niður í beran skrokk og allar fimm vélar þess teknar upp frá grunni. Eiríkur taldi aðspurður að skipið hefði ver- ið vel smíðað í upphafi. Heldur meira skip en Sæfari Garðar Ólason, hreppsnefnd- armaður í Grímsey, sagði að Grímseyingum þætti ekki gott að ferjunni seinkaði. „En við höfum Sæfara og hann þjónar okkur ágætlega eins og er,“ sagði Garðar. „Við vonum bara að hún verði þeim mun betri þegar við fáum hana.“ Nýja ferjan mun ekki vera styrkt til siglinga í ís, en Garðar taldi það litlu skipta. Búið væri að bæta miklu stáli í skipið, m.a. peru- stefni, og það væri allt úr þykkara stáli en var fyrir. „Ef það kemur hafís þá fara þessi skip ekkert í hann. Þá bara lokast þetta,“ sagði Garðar. Hann fór nýlega að skoða skipið og taldi að það yrði ágætt þegar verkinu lyki. Þetta yrði heldur meira skip en Sæfari og metranum breiðara. Umfangsmeira verk en útboð gerði ráð fyrir Morgunblaðið/RAX Endurbætur Stálsmíði er að mestu lokið og vinna að hefjast við málningu og innréttingar nýju Grímseyj- arferjunnar. Skipið verður eins og nýtt að sögn framkvæmdastjóra Vélsmiðju Orms og Víglundar. Nýja Grímseyjarferjan á að vera tilbúin 25. maí næstkomandi GRÍMSEYJARFERJAN Sæfari uppfyllir ekki leng- ur þau skilyrði sem sett eru fyrir farþegaferjur hér á landi. Ferjan sem leysa mun Sæfara af hólmi var smíðuð í Írlandi 1992 og keypt notuð þaðan. Hún er svipuð að stærð og Sæfari en um metra breiðari og gangmeiri. Með komu hennar styttist siglingartím- inn um klukkustund og verður tvær og hálf stund í stað þriggja og hálfrar. Nýja ferjan á að geta tekið 150 farþega í sæti og uppfylla þær kröfur sem nú eru gerðar til farþegaferja. Sæfari heldur nú uppi áætlunarferðum milli Dal- víkur, Hríseyjar og Grímseyjar. Ferjan siglir til Grímseyjar þrisvar í viku og flytur bæði farþega og farm. Höfð er um þriggja stunda viðdvöl í Grímsey áður en ferjan siglir til baka sam- dægurs. Sæfari var byggður í Noregi 1978. Þar hét ferjan Bremnes og sigldi á milli Bergen og Stavanger með viðkomu á minni stöðum. Ferjan var keypt hingað til lands 1990 og fékk heimahöfn í Hrísey. Þótti mikil framför að komu hennar, bæði hvað varðaði farmflutninga og far- þegaflutninga, því gamla ferjan Sævar annaði ekki lengur flutnings- þörfinni. Kom stundum fyrir að Sævar væri ofhlaðinn Sæfari mælist 367 brúttótonn og ganghraði skipsins um 10 sjómílur á klukkustund. Landflutningar-Samskip annast rekstur ferjunnar samkvæmt samningi við Vegagerðina. Ný ferja leysir Sæfara af hólmi síðar á þessu ári Sæfari við bryggju í Grímsey. VIÐ flutning orku frá Hellisheiði til stækkaðs álvers Alcan í Straumsvík hefur verið lagt til grundvallar að velja ódýrustu og hagkvæmustu flutningsleiðina. Þórður Guðmunds- son, forstjóri Landsnets, sagði að Landsnet væri hins vegar meðvitað um umræður um að raflínur yrðu lagðar í jörðu og fyrirtækið myndi setja fram kröfur um það ef skýr skilaboð kæmu um að gera það. Þórður sagði viðræður milli Landsnets og Alcan um lagningu raflína vegna stækkunar álversins í Straumsvík væru langt komnar. Gengið væri út frá því að lagður yrði jarðstrengur á Hafnarfjarðarsvæð- inu. Þessu fylgdi umtalsverður kostnaður sem gert væri ráð fyrir að Alcan borgaði. Sömuleiðis væri gert ráð fyrir að jarðstrengur yrði lagður á Hellisheiði, en þar væri þó ekki gengið eins langt og Orkuveita Reykjavíkur væri að krefjast núna. Skipulagsstofnun hefur kynnt matsskýrslu um þessar framkvæmd- ir. „Skýrslan er sett fram til að kalla eftir afstöðu samfélagsins til þessara verkefna og ef Skipulagsstofnun tek- ur þá ákvörðun að við skulum ganga lengra þá gerum við það. Við höfum hins vegar talið rétt og eðlilegt að leggja fram þá lausn sem við teljum ódýrasta og hagkvæmasta, en erum tilbúnir til að fara lengra ef skila- boðin eru skýr um það. Við erum fyllilega meðvitaðir um það að and- inn er í þá átt að fara meira í strengs- lausnir og höfum út af fyrir sig fullan skilning á því.“ Von er á niðurstöðu Skipulags- stofnunar um miðjan þennan mánuð. Samkvæmt upplýsingum frá Al- can liggur ekki fyrir hvaða afstöðu fyrirtækið mun taka varðandi hugs- anlegar kröfur um lagningu jarð- strengja. Í matskýrslu um línulögn vegna stækkunar álversins í Straumsvík kemur fram að það er um þrisvar sinnum dýrara að leggja 245 kV línu sem flytja þarf rúm 300 MVA í jörðu en að flytja rafmagnið með loftlínu. Þegar flutningsgetan er orðin 1000 MVA er verðmunurinn orðinn sex- faldur. „Til viðbótar við mikinn verð- mun koma síðan ýmis tæknileg vandkvæði sem fylgja jarðstrengja- kerfum á hárri spennu. Líftími jarð- strengja er jafnframt minni en loft- lína og sveigjanleiki til breytinga og aðlögunar flutningskerfisins að breyttum þörfum er mun minni þar sem um er að ræða jarðstrengi en loftlínur,“ segir í matsskýrslu um orkuflutning til Alcan. Ódýrasta og hagkvæmasta leiðin lögð til grundvallar Landsnet og Alcan hafa ekki lokið viðræðum um raflínur FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKIL ásókn er í stera hér á landi ef marka má það magn sem lögregla hefur lagt hald á að undanförnu. Fyrir liðna helgi var fyrrverandi formaður Kraftlyftingasambands Íslands handtekinn með þrjátíu þúsund steratöflur og í janúar sl. fundu tollverðir um þrettán þúsund töflur í vörusendingu sem skipað hafði verið upp í Reykjavík. Þrátt fyrir hættuna sem því fylgir virðast margir nota stera í sannkölluðum risaskömmtum til að byggja upp vöðvamassa. Í litlum skömmtum geta þeir hins vegar reynst vel í læknisfræðilegum tilgangi. Skipta má sterum í tvo flokka, vefaukandi karlkynsstera og barkstera, en steri er í raun ekkert annað en kolvetnahringur í mismun- andi lífefnasamböndum í líkamanum. Vefauk- andi sterar eru t.a.m. notaðir til að byggja upp líkamann þegar einstaklingur hefur fengið ill- vígan sjúkdóm, s.s. alnæmi eða krabbamein. Þeir eru jafnframt misnotaðir, s.s. af íþrótta- mönnum. Barksterar eru hins vegar notaðir gegn bólgusjúkdómum í líkamanum. Þeir eru bann- aðir til almennrar inntöku en eru notaðir t.a.m. við astma, liðagigt og ristilsjúkdómum svo fátt eitt sé nefnt. Ekki til langframa nema um alvarlegan sjúkdóm sé að ræða „Aukaverkanir eru gjörólíkar eftir því hvaða sterar eru teknir,“ segir Birgir Guðjónsson, læknir og fyrrum formaður íslensku lyfja- nefndarinnar, og nefnir sem dæmi um auka- verkanir við notkun barkstera bólgu í andliti, hærri blóðþrýsting, beinþynningu, vöðvarýrn- un og geðtruflanir. „Þeir eru ekki gefnir til langtíma nema í raun sé um alvarlega bólgu- sjúkdóma að ræða, það eru sérstaklega lungnasjúkdómar og vissar æðabólgur.“ Skammtímanotkun þeirra í formi inntökulyfja eða stungulyfja er hins vegar fremur hættulítil en ávallt verður að stilla notkun í hóf og fylgj- ast vel með sjúklingum sem fá steralyf til með- ferðar. Líkamleg áhrif vefaukandi stera eru hins vegar helst á hjartað og æðakerfið, s.s. æða- kölkun. „Þetta er eiginlega öldrun í kerfinu, fitusamsetningin í blóðinu breytist alveg. Svo verður lifrarskaði ef notkun er til langframa.“ Skammtar hundraðfaldir Á vefsvæði Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) segir að flestir telji sér trú um að þeir noti skammta sem séu undir hættumörkum. Sannleikurinn er hins vegar sá að flestir sem nota stera til að byggja upp vöðvamassa taka jafnvel hundraðfalda þá skammta sem líkaminn getur þolað og auka- verkanir eru því margar mjög alvarlegar. Gjörólíkar aukaverkan- ir eftir stera- tegundum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.