Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Við erum víst bara svo litlar telpur að þeir sjá okkur ekki. VEÐUR Guðrún Ögmundsdóttir alþing-ismaður tjáði sig um gagnrýni Jóns Baldvins Hannibalssonar á Samfylkinguna í samtali við Morg- unblaðið í fyrradag.     Guðrún sagði:„Þetta með Jón Baldvin er spurning um það, hvort hann hafi næg verk- efni eftir að hann hætti sem sendi- herra, sem spegl- ast nú í ákefð hans um lands- málin.“     Hvernig er þetta með Samfylk-inguna? Þarf hún ekki á hverj- um liðsmanni að halda um þessar mundir? Fylgið er að hrynja af flokknum í skoðanakönnunum og álitamál hvor er stærri flokkur nú, Samfylking eða Vinstri grænir.     Guðrún sjálf segir að allt undir32% í kjósendafylgi sé óvið- unandi og hefur þar með sett þann mælikvarða, sem Samfylkingin verður borin saman við þegar at- kvæði hafa verið talin í vor.     Nú er Samfylkingin með u.þ.b.20% fylgi, svo að flokkurinn þarf að bæta við sig miklu fylgi fram að kosningum til þess að ná því marki, sem Guðrún hefur sett honum. Allt sem er minna en 32% fylgi verður hér eftir talið ósigur fyrir Samfylkinguna og vinkonu Guðrúnar, Ingibjörgu Sólrúnu.     Þess vegna hlýtur spurningin aðvera sú, hvort Samfylkingin þurfi kannski á „ákefð“ Jóns Bald- vins Hannibalssonar að halda.     Eða vill flokkur samræðustjórn-málanna kannski losna við allar samræður við Jón Baldvin? Svip- mesta leiðtoga jafnaðarmanna á Ís- landi undir lok 20. aldarinnar? STAKSTEINAR Jón Baldvin Hannibalsson „Ákefð“ Jóns Baldvins SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. ( -- -' / 0 +.1 +'- +( +-2 -. 3! 4  4  3! ) % 5 3! ) %      5 3! ) % 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +- +-- ' ' / 0 . ' . ( +. 3! % * 3! 5 3! 3! 3! 3! 5 3! 3! 3!  !5 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) +. +2 +6 +/ +/ +2 +. 0 ' +' . 5 3! 5 3! 5 3! 3! 5 3! 5 3!      3! 5 3! 3!  !5*%   9! : ;                       !     "   # $%$&  #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   78    = 7- >         <6  9 * : !   ;  <   :   3!   ;  4   )3    < 9 (+-.    !   :   )   !  =   : )*        9 (+-07 5;  : )  % 5 3!  >     :   -0  %   ?; *3  *@    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" '/' //2 1:0 1:. (/6 -1/' --/ 002 -01. -2-1 A06 -'-- '-1( '.1A -.'0 -(.- 60/ -1-. 60A 6'2 -2.- -2'' -21/ -A02 -6.0 .:( ':1 -:1 -:6 1:A 1:. 1:' 1:. .:A -:2 -:- -:( 1:'            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Elísabet Ronaldsdóttir | 4. febrúar Fordómar til sölu Jóhanna Sigurðar og Jónína Ben brilleruðu í Silfrinu meðan það var skelfilegt að hlusta á Jón frjálslynda. Ekki tekst honum að telja mér trú um að laun- unum okkar stafi hætta af erlendu vinnuafli. […] Ekki var það erlent vinnuafl sem settu launafólk í þá stöðu sem það er í á Íslandi í dag? […] Mér finnst það meiri háttar óábyrgt ef Frjálslyndir ætla að selja fordóma sína sem syndaaflausn fyrir ríkisstjórnina. Meira: betaer.blog.is Heiða | 4. febrúar 2007 Á þing og í Júróvisjón Þetta hafðist, og hélt ég þó að við myndum ekki ná inn… Nú er bara að vinna hina keppnina og syngja svo fyrir hönd Íslands í Júróvisjón sama kvöld og alþingiskosningar eru á Ís- landi, og ég í 3. sæti í Suður- kjördæmi fyrir Vinstri Hreyfinguna – Grænt framboð. Ef það gerist í al- vörunni, held ég að það hljóti að verða skráð á spjöld Eurovision- sögunnar. Meira: heida.blog.is Sigurlín M. Sigurðardóttir | 5. febrúar Nú verður textað Ég las frétt á ruv.is að setja eigi nefskatt á hvert nef að borga fyr- ir RÚV. Enginn verður undanþeginn frá greiðslu, en áður var miðað við að bara þeir sem greiddu tekjuskatt greiddu nef- skattinn. […] Verður það svona? Sé svo þá er vissulega tími fyrir mig og aðra heyrnarlausa/heyrnarskerta að hlakka til framundan. Textun verður stórefld og þeir þættir sem nú eru ekki textaðir verða textaðir. Meira: sms.blog.is Guðmundur Steingrímsson | 5. febrúar Vinstri menn eru vond- ir og borða börn Rakst á tilkynningu í Mogga í dag um að Hannes Hólmsteinn ætli að flytja fyrirlestur um heimildaþáttagerð á morgun. Ofsa spenn- andi. […] Ég þarf hins vegar ekki að mæta. Ég þykist nefnilega þegar vita hverj- ar eru 10 grunnreglur Hannesar við gerð heimildarmynda. Þær eru þess- ar: 1. Davíð Oddsson var mesti stjórn- málamaður 20.aldarinnar. 2. Hannes Hafstein var næstbestur og var líka skáld eins og Davíð. 3. Kalda stríðið er búið og Banda- ríkjamenn og Davíð Oddsson unnu. 3. Ólafur Ragnar er kommúnisti sem hefði betur átt að sleppa því að segja að Davíð hefði skítlegt eðli. 4. Jón Ólafsson og Baugur eru glæpamenn. Davíð er góður og reyndi að stöðva þá. Við tónlist- arval skal gæta þess að spila alltaf mafíutónlist (Godfather etc) þegar myndir af Jóni og Baugi birtast, en hetjulega eða fagra tónlist (Chariots of Fire) þegar Davíð birtist. 5. Davíð lækkaði verðbólguna þegar hann tók við, með Þjóðarsáttinni, þótt hann tæki reyndar ekki við fyrr en ári eftir að henni var komið á. (Afturvirk stjórnmál). 6. Davíð er hægri maður og góður. Vinstri menn eru vondir, trúlausir, hækka alltaf skatta, afnema eigna- rétt og borða börn. 7. Stefán Ólafsson og Svanur Krist- jánsson hafa alltaf rangt fyrir sér. Davíð hefur alltaf rétt fyrir sér. (Spila skal viðeigandi tónlist sam- kvæmt þessu, sbr. lið 4. […]). 8. Davíð kom á viðskiptafrelsi. Inn- ganga í EES kom því máli ekki við. Að hún skuli hafa borið upp á sama tíma er óheppileg tilviljun, sem hefur villandi áhrif á um- ræðuna (leggja ber á þetta sér- staka áherslu). 9. Tilraunir vinstri manna í gegnum tíðina, til þess að fella ríkisstjórnir Davíðs og Sjálfstæðisflokksins ber að kalla valdarán (Þetta kallar einnig á viðeigandi tónlist, t.d. lag Svarthöfða úr Star Wars). 10. Ingibjörg Sólrún er bæði kona og frekja. Líklega mannæta líka. Meira: gummisteingrims.blog.is BLOG.IS „MÉR finnst almennt talað það skjóta svolítið skökku við að við skul- um vera að tala um að fylla lönd út í opið haf,“ sagði Magnús Jónsson veðurstofustjóri þegar hann var spurður út í hugmyndir um landfyll- ingu við Örfirisey. Magnús sagðist ekki efast um að hægt væri að gera landfyllingu við Örfirisey þannig að þar færi ekki allt á flot. Hann sagði að það væri ekki sami hlutur að fylla í opnar eyrar í lokuðum fjörðum þar sem brim verða lítil og sjaldan og að búa til landfyllingar fyrir opnu hafi. Hann sagði að við ákveðna vindátt væri Reykjavík fyrir opnu hafi. „Mér finnst það dálítið skrítið að hér á Ís- landi sé ekki nóg land öðru vísi en að fara með það í sjó fram fyrir opnu hafi.“ Magnús sagði að Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur hefði bent á í Morgunblaðinu í gær að land hefði aðeins örlítið verið að síga. Síð- an væru að koma fram sífellt sterk- ari vísbendingar um að yfirborð sjávar væri að hækka. „Allt þetta skiptir máli þannig að ef það verða flóðaðstæður þá verða flóðin alvar- legri. Það eru vissulega orðin 200 ár frá því að Seltjarnarnes flæddi frá Reykjavík, en það er ekkert sem segir að það geti ekki gerst oftar. Það er einnig vert að vekja athygli á því að eitt af því sem menn eru að spá er að ef eitthvað er verði óveður tíðari og veður harðari í þessu breytta loftslagi,“ sagði Magnús. Magnús sagði að þeir sem kæmu til með að búa á hugsanlegri landfyll- ingu við Örfirisey yrðu að taka tillit til þess að þar yrði umtalsvert særok í vondum veðrum. Reynslan sýndi mönnum einnig að þang og grjót gæti borist á land við stöndina. Landfyllingin er fyrir opnu hafi Í HNOTSKURN »Þyrping hefur kynnt borg-aryfirvöldum hugmyndir um 4.500 manna byggð á landfyll- ingu við Örfirisey. »Um er að ræða blöndu af ein-býlis- og parhúsum, litlum blokkum sem rísa myndu beint upp úr vatni. Lausnin? Hugmyndir eru uppi um landfyllingu við Örfirisey.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.