Morgunblaðið - 06.02.2007, Side 11

Morgunblaðið - 06.02.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR STJÓRNVÖLD stefna að því að verja 225 milljónum króna á næstu þremur árum til að tryggja sam- fellu í vetnisverkefnum á Íslandi. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra kynnti þetta á blaðamannafundi. Reiknað er með framlögum frá erlendum samstarfsaðilum, inn- lendum orkufyrirtækjum og ýmsum öðrum aðilum til verkefnisins. Hið nýja verkefni kallast SMART-H2 (Sustainable Marine and Road Transport, Hydrogen in Iceland). Markmið þess er m.a. að koma af stað rekstri á 20–30 vetn- isbílum og setja vetnisljósavél um borð í ferðamannabát á sjó. Jafn- framt er fyrirhugað að bera nið- urstöður rannsókna á vetnisbílum saman við hliðstæðar rannsóknir á öðrum vistvænum bílum. Út er komin áfangaskýrsla Vett- vangs um vistvænt eldsneyti. Meg- intillaga í skýrslunni lýtur að því að endurskoða reglur um opinber gjöld af ökutækjum til að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Gera Íslendinga síður háða innfluttu eldsneyti „Vettvangur um vistvænt elds- neyti er verkefni á vegum Orku- stofnunar og er viðfangsefni hans hvað eina er lýtur að því að gera Ís- lendinga síður háða innfluttu elds- neyti en nú er og nýta innlenda orku í staðinn. Að stjórn Vettvangs- ins koma sex ráðuneyti: iðn- aðarráðuneyti, utanríkisráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti, umhverfis- ráðuneyti, samgönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti,“ segir í tilkynn- ingu. Meginmarkmið þessara tveggja verkefna er að leita leiða til að nýta innlenda orkugjafa í stað innflutts jarðefnaeldsneytis í samgöngum landsmanna og draga um leið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Keppt er að því að fá niðurstöður um það hvers konar vistvæn tækni henti best í samgöngutækjum á Ís- landi. 225 milljónir í vetni Morgunblaðið/Sverrir Vetni Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti framhald vetn- isverkefnisins. Stefnt er að því að 20–30 vetnisbílar verði í umferðinni. Í HNOTSKURN »25 milljónir króna af fjár-lögum þessa árs fara í vetnisverkefnið. Seinni greiðslur verða til úthlutunar 2008 og 2009 samkvæmt nán- ari ákvörðun Alþingis. »Verkefnunum er ætlað aðafla stjórnvöldum þekk- ingar og aðstoða þau við stefnumótun og æskilega for- ystu á þessu sviði. ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja um 10 km langa metangasleiðslu frá hreinsistöð Sorpu bs. í Álfsnesi á Kjalarnesi að afgreiðslustöð Essó á Bíldshöfða og segir Björn H. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Metan hf., að Orkuveitan stefni að því að leiðslan verði tilbúin í haust. Fram- leiðsla metangass í Álfsnesi full- nægir þörf um 4.000 smærri öku- tækja á ári, en nú eru um 55 ökutæki hérlendis sem ganga fyrir metani að hluta eða öllu leyti. Björn Halldórsson segir að með leiðslunni sparist verulegur flutn- ingskostnaður. Nú sé gasið flutt í sérstökum gámum en aukin hagræð- ing skapist með leiðslunni og grund- völlur fyrir annarri afgreiðslustöð. Framleiðsla í áratug Gaskerfi Sorpu bs. í Álfsnesi var formlega tekið í notkun í desember 1996. Árið 1999 stofnaði Sorpa ásamt Aflvaka hf. fyrirtækið Metan til að þróa, framleiða og markaðs- setja orku úr hauggasi. Árið eftir var sett upp tilraunahreinsistöð í Álfs- nesi þar sem metan var skilið úr hauggasinu og hreinsað til notkunar sem eldsneyti á ökutæki. Sama ár voru fyrstu tvíorkubílarnir fluttir inn til landsins en fjölgun þeirra hef- ur verið mjög hæg og hafa þeir notað að meðaltali um 1% af metaninu sem kemur upp úr haugnum árlega. Árið 2005 komu hingað til lands fyrstu ökutækin sem eingöngu nýta metan sem eldsneyti, Þetta voru krókbíll, sorpbíll á vegum Reykja- víkurborgar og tveir strætisvagnar. Björn segir að Reykjavíkurborg stefni að því að allir sorpbílar borg- arinnar utan einn verði knúnir met- ani í ár eða alls níu bílar. Talsmenn Metans hafi ýtt undir það að fleiri strætisvagnar notuðu metan sem eldsneyti og eins hafi metan sér- staklega verið kynnt fyrir fyr- irtækjum sem séu með mikinn bíla- flota. Innlend framleiðsla Björn bendir á að notkun met- angassins sem eldsneytis á ökutæki breyti miklu. Framleiðslan hafi sýnt að hægt sé að framleiða eldsneyti innanlands. Um þessar mundir sé líka ákveðin vakning í gangi og menn sjái að metan sé vænlegur kostur enda mengunin margfalt minni mið- að við bensín. Ríkið veitir afslátt af vörugjöldum ökutækja sem ganga fyrir metani og segir Björn að smá- bílar sem noti metan kosti það sama og bílar sem noti annað eldsneyti. Hins vegar spyr hann hver hafi sagt að næsta eldsneyti yrði ódýrara en það sem nú sé mest notað. „Væri ekki búið að finna það upp og koma því á markað ef næsta lausn væri miklu ódýrari heldur en það sem við erum með í dag?“ Hann spyr líka hvernig meta eigi umhverfisáhrifin með vísan til þess að með því að nýta metan sem eldsneyti á ökutæki sparist sá útblástur sem hefði orðið vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti. Í fyrra tók Metan í notkun nýja hreinsistöð í Álfsnesi og getur hún annað því magni af metani sem ætl- að er að geti komið úr haugnum. Björn segir að auk þess sé möguleiki á að framleiða metan úr úrgangi og með ræktun á sérstökum plöntum. Þetta verði meðal annars rætt á ráð- stefnunni „Hvernig ökum við í átt að vistvænni framtíð? – Verður metan lykilorðið?“, sem Sorpa, Metan og Olíufélagið standi að á Grand hóteli á fimmtudag í tilefni tímamótanna. Geta framleitt metan fyrir um 4.000 bíla Um 55 ökutæki hérlendis ganga fyrir metani Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldsneyti Á sorphaugum Sorpu í Álfsnesi er unnið metangas úr úrgang- inum og er það meðal annars notað sem eldsneyti á bifreiðar. „MÉR finnst þetta mjög spennandi. Ég er nú búin að starfa á sveit- arstjórnarstiginu í fimm ár og það er búið að vera gífurlega lærdóms- ríkt þannig að það verður afar spennandi að starfa að sama mála- flokki á landsvísu,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, fráfarandi sviðsstýra umhverfissviðs Reykja- víkurborgar, sem ráðin hefur ver- ið forstjóri Umhverfisstofnunar. Ellý Katrín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School árið 1997. Hún starfaði áður hjá lagadeild Alþjóðabankans í Washington, DC, en tók við starfi forstöðumanns Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur þegar hún var stofn- uð 1. janúar 2002 og gegndi því starfi þar til stjórnkerfisbreyt- ingar voru gerðar hjá Reykjavík- urborg í ársbyrjun 2005 og tók hún þá við sem sviðsstýra Um- hverfissviðs Reykjavíkurborgar. Ellý Katrín mun taka til starfa sem forstjóri Umhverfisstofnunar í lok mars. Aðspurð hvort hún muni færa ný baráttumál með sér til Um- hverfisstofnunar segist Ellý ætla að skoða allar breytingar með starfsfólki stofn- unarinnar. „Ég sé fyrir mér Umhverfis- stofnun sem sterka og framsækna stofnun sem vinnur að framgangi umhverfismála í landinu og sú vinna verður mótuð með því ágæta fólki sem þar vinnur. Ég boða eng- ar róttækar breytingar fyrirfram,“ segir Ellý og bætir því við að tím- inn hjá borginni hafi verið sérlega góður. „Þetta er að sjálfsögðu til- hlökkun en um leið örlítilli tregi, því mér hefur liðið mjög vel hérna hjá Reykjavíkurborg, með frábært samstarfsfólk, bæði borgarfulltrúa og starfsmenn umhverfissviðs og Reykjavíkurborgar. En það verður gaman að fá tækifæri til að horfa á umhverfismálin á landsvísu.“ „Sé fyrir mér sterka og fram- sækna stofnun“ Ellý Katrín Guðmundsdóttir LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði um helgina átta öku- menn sem ekki höfðu réttindi til aksturs. Annað hvort var um að ræða ökumenn sem höfðu verið sviptir ökuleyfi eða menn sem aldrei höfðu öðlast réttindi til aksturs. Í einu tilviki á átján ára piltur yfir höfði sér tíu þúsund króna sekt fyrir að hafa lánað fimmtán ára stúlku bif- reið sína. Stúlkan var stöðvuð á Sæ- braut aðfaranótt sunnudags og hefur pilturinn játað að hafa gefið leyfi sitt fyrir akstrinum, en með því gerðist hann brotlegur gegn umferðarlög- um. Þar að auki má stúlkan búast við að fá jafn háa sekt fyrir að hafa ekið bifreið án réttinda. Verði hún uppvís að sama broti á nýjan leik mun sekt- in hækka upp í tuttugu þúsund kr. Fjórtán ökumenn alls voru stöðv- aðir vegna gruns um ölvun undir stýri, þar af ein kona. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var tæp- lega helmingur ölvaðra ökumanna þessa helgina í kringum tvítugt. Tíu þúsund króna sekt fyrir að lána bíl sinn FYRIRÆTLANIR flugfélagsins Iceland Express um að hefja innan- landsflug í samkeppni við Flugfélag Íslands eru í nokkru uppnámi í ljósi þess að félag- ið fær ekki inni á Reykjavíkurflug- velli vegna að- stöðuleysis. Flug- félag Íslands er einkaeigandi að- stöðunnar þar og tjáir Iceland Ex- press að vegna aðstöðuleysis sé ekki hægt að hleypa því inn í flugstöðina á Reykjavíkur- flugvelli. Að sögn Matthíasar Imsland, framkvæmdastjóra Iceland Express, hóf félagið að skoða innanlandsmark- aðinn fyrir nokkru og komst að þeirri niðurstöðu að sókn inn á hann væri fýsilegur kostur. Samstarfið gengið afbragðsvel „Við útveguðum flugvélar og fór- um að huga að framkvæmdinni. Við sendum í því skyni m.a. bréf til Flug- félags Íslands til að biðja um aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli,“ segir Matth- ías. „Við höfum fengið aðstöðu í sam- starfi við Flugfélagið á Egilsstöðum og Akureyri og það samstarf hefur gengið afbragðsvel. Við áttum því von á góðu, en var hins vegar tjáð að vegna aðstöðuleysis væri ekki hægt að þjónusta okkur í flugstöðinni í Reykjavík. Þó var bent á að í framtíð- inni væri stefnt að því að byggja meira og myndu forsendur breyt- ast.“ Matthías segir þessa niðurstöðu torvelda Iceland Express mjög að sækja inn á innanlandsmarkaðinn og félagið hafi leitað annarra leiða til að hefja innanlandsflugið. Ljóst er þó að málsatvik eru þeim ekki í hag að svo komnu máli. „Þetta flækir málið al- veg gríðarlega,“ bendir Matthías á. „En við förum samt ekki á taugum þótt málið tefjist í eitt ár eða svo,“ bætir hann við. Iceland Express gerði samning um að fá tvær flugvélar frá útlöndum sem áttu að annast innanlandsflugið fyrir félagið og stóð til að þær yrðu staðsettar á Akureyrarflugvelli. Jafnvel var farið að ræða möguleika á að fljúga líka til Ísafjarðar, sem fjórða áfangastaðar. Matthías segist gera sér grein fyr- ir því að á Reykjavíkurflugvelli sé að- staðan ekki sem best, en eigi að síður telur hann að unnt hefði verið að finna „smáhorn“ fyrir starfsemi Ice- land Express. „Samstarf okkar við Flugfélag Íslands hefur verið með ágætum,“ segir hann en ýjar að því að e.t.v. hafi flugfélaginu þótt keppi- nauturinn fullfrekur til fjörsins. Komast ekki í innanlandsflugið Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Matthías Imsland

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.