Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.02.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR                                                                                                                 !"   #" $%  & %'#   % ( ) * %!"  #" %  $    # +  %! $  &  , % -% *"  .      #/ 0  12# #/ 0  12#  #/ 0  12#        !"    #" %% $%'  & $    % ( ) 0 ! !   $!   $   $ ! !  34           !   !   !    " !  TEYMI þriggja sérfræðinga frá Sjávarútvegsskóla SÞ og Háskól- anum á Akureyri heimsækir um- dæmisskrifstofu Þróunarsam- vinnustofnunar á Sri Lanka nú í byrjun febrúar. Tilgangur ferðar- innar er að kanna þörf fyrir nám- skeið í gerð verkefnisáætlana og verkefnisstjórnunar hjá sjávarút- vegsráðuneyti landsins og stofn- unum þess. „Hugmyndin að þessu vaknaði í kjölfar námskeiðs um gæðastjórnun og öryggismál í höfnum á Sri Lanka, sem Þróun- arsamvinnustofnun og sjávarút- vegsskóli Sameinuðu þjóðanna á Íslandi stóðu fyrir á Sri Lanka síð- astliðið haust og þótti takast mjög vel,“ segir Árni Helgason umdæm- isstjóri ÞSSÍ á Sri Lanka. Haf- rannsóknarstofnun Sri Lanka, NARA, var samstarfsaðili við und- irbúning og framkvæmd gæða- námskeiðsins og Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins á Íslandi lagði til sérfræðiþekkingu í gæðamálum. Viðskiptadeild Háskólans á Akur- eyri starfar með Sjávarútvegs- skóla SÞ við framkvæmd rekstr- artengdra námskeiða hjá Sjávar- útvegsskólanum. Námskeið og verkefnisgerð „Þess vegna eru þeir kallaðir til sem líklegir samstarfsaðilar á stuttu námskeiði um verkefnisgerð og verkefnisstjórnun hér á Sri Lanka,“ segir Árni. „Stjórnunar- stofnun ríkisins á Sri Lanka verð- ur væntanlega í samstarfi við okk- ur um námskeiðið en þátttakendur yrðu stjórnendur og sérfræðingar hjá ýmsum stofnunum sjávarút- vegsráðuneytisins. Í ferðinni verð- ur einnig kannað hvort áhugi og þörf sé fyrir fræðslu um arðsemis- útreikninga og rekstraráætlana- gerð í fyrirtækjum tengdum sjáv- arútvegi, bæði einkafyrirtækjum og ríkisfyrirtækjum,“ bætir hann við. Verkefnin eru liður í aukinni samvinnu Þróunarsamvinnustofn- unar og Sjávarútvegsskóla SÞ en samstarfið hefur reyndar verið mikið um árabil, því árlega eru nemendur á vegum ÞSSÍ við nám í Sjávarútvegsskólanum. Að sögn Árna verður í ferðinni einnig kannaður grundvöllur fyrir sér- hæfðu námskeiði um gagnaþörf í vistvænni fiskveiðistjórnun. Sjáv- arútvegskóli SÞ stóð fyrir slíku námskeiði á Fiji-eyjum í nóvem- ber. Þátttakendur í sendinefndinni til Sri Lanka verða Tumi Tómasson, forstöðumaður Sjávarútvegsskóla SÞ, Ögmundur Knútsson og Bjarni Eiríksson, báðir sérfræðingar og kennarar við Háskólann á Akur- eyri. Geir Oddsson verkefnisstjóri fiskimála á aðalskrifstofu ÞSSÍ í Reykjavík verður einnig á Sri Lanka á sama tíma og kemur að undirbúningi. Af „heimamönnum“ verða Árni Helgason umdæmis- stjóri og Ingólfur Arnarson sér- fræðingur í sjávarútvegsmálum hluti af hópnum að ógleymdum fjölda sérfræðinga frá sjávarút- vegsráðuneyti Sri Lanka. Í lok ferðarinnar mun hópurinn taka þátt í Vísindaráðstefnu Hafrann- sóknarstofnunar Sri Lanka sem haldin er af tilefni 25 ára afmæli hennar. Sérfræðingateymi í sjáv- arútvegi til Sri Lanka ÚR VERINU Á ÞRIÐJA hundrað mótmælabréf höfðu borist Hæstarétti, í tölvupósti, um miðjan dag í gær vegna dóms í kynferðisbrotamáli sem kveðinn var upp sl. fimmtudag. Þá lækkaði rétt- urinn refsingu karlmanns á fimmtugs- aldri úr tveimur árum í átján mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá Þor- steini A. Jónssyni, skrifstofustjóra Hæstaréttar, voru bréfin komin yfir tvö hundruð fyrir hádegið og enn voru að berast bréf þegar Morgunblaðið náði tali af honum. Þorsteinn segir flest bréfin afritun af texta sem birt- ur er á vefsvæði Hrafns Jökulssonar en Hrafn hefur farið mikinn og skor- að á fólk að mótmæla dómnum. Bréfunum ekki svarað Þorsteinn segir ekki tilefni til að svara bréfunum og vildi ekki tjá sig um hvernig farið yrði með bréfin inn- an Hæstaréttar. „Það er innan- húsmál, hvernig þau eru meðhöndl- uð, sem ég sé ekki ástæðu til að ræða,“ sagði Þorsteinn. Mótmælabréf berast Hæstarétti ÞEGAR þessi dularfulli „hann“, sem stýrir veður- farinu, herðir frostið – líkt og undanfarna daga – stökkva smáfuglar á hverja matarlús sem fellur af borðum mannskepnunnar. Það hljóp hins vegar á snær- ið hjá einum góðum skógarþresti sem sat að veisluborði á Ingólfstorgi á þorranum. Morgunblaðið/G. Rúnar Þröstur í þorraveislu HALLDÓR Blöndal þingmaður gagnrýndi í gær Steingrím J. Sigfús- son, formann Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og flokksbróður hans Ögmund Jónasson vegna um- mæla þeirra um leynisamninga stjórnvalda við Bandaríkin vegna varnarsamningsins frá árinu 1951. „Ég gagnrýndi það á Alþingi í dag [í gær] sérstaklega að Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson skyldu tala um leynisamninga,“ seg- ir Halldór. „Á þeim tíma sem Stein- grímur var samgönguráðherra gerði ríkisstjórnin þrjá samninga við varn- arliðið. Sá fyrsti vissi að gerð vatns- veitu, annar að umhverfismálum og þriðji að lagningu ljósleiðara um landið. Varnarliðið skuldbatt sig til að greiða kostnað að vissu marki en fékk í staðinn afnot að ljósleiðaran- um, sem það þurfti á að halda til notkunar í ratsjárstöðvum. Steingrímur var samgönguráð- herra á þessum tíma og hafði þess vegna yfirumsjón með þessari fram- kvæmd. Hann vissi af henni en hún var aldrei lögð fyrir utanríkismála- nefnd og þess vegna var um leyni- samninga að ræða í þeirra skilningi. Steingrímur bar ábyrgð á þessari framkvæmd.“ „Fjarstæðukennd“ gagnrýni Aðspurður um þessi ummæli Hall- dórs sagði Steingrímur J. að utan- ríkisráðuneytið, undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkis- ráðherra, hefði aldrei kynnt þessa samninga fyrir ríkisstjórninni. „Ég hef flett öllum fundargerðum og þetta er á hreinu,“ segir Stein- grímur. „Þetta var ekki leyndarmál á nokkurn hátt og algjörlega ósam- bærilegt við leynisamninga ríkis- stjórnarinnar við Bandaríkin 1951 og 2006. Það er hlægilegt að formað- ur utanríkismálanefndar skuli setja málið fram með þessum hætti. Að líkja þessum samningum sem gerðir voru fyrir opnum tjöldum í ráðherratíð Jóns Baldvins við leyni- samninga um afsal á lögsögu er bók- staflega fjarstæðukennt.“ Gagnrýnir ummæli um leynisamninga Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞAÐ ER sjálfsagt ekki annað hægt að gera en auka hlut trygginganna þannig að hann verði nær raunkostn- aði en það er rétt að þetta bil hefur verið að aukast,“ segir Matthías Hall- dórsson landlæknir um gagnrýni sem haldið hefur verið uppi í kjölfar þess að birtar voru niðurstöður um tann- heilsu barna og ungmenna á Íslandi. Þar kom fram að um 20% barna og ungmenna mæta ekki í reglubundið eftirlit hjá tannlækni og er orsökin m.a. talin vera hversu bilið á milli raunkostnaðar við tannlækningar og endurgreiðslu frá Tryggingastofnun sé orðið stórt. Deildarstjóri hjá heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu segir að vegna samningsleysisins hafi hugsanlega ekki verið nægilegur þrýstingur á um hækkun viðmiðun- argjaldskrár TR, en gjaldskráin hef- ur ekki hækkað síðan í nóvember 2004. Aðspurður hvort landlæknisemb- ættið ætli að beita sér vegna niður- staða rannsóknarinnar segist Matth- ías telja vandamálið almenna vitneskju en hins vegar sé spurningin frekar varðandi pólitík og vilja vanti til breytinga. „Manni finnst vera lag núna þegar fjármál ríkisins ganga vel, að þetta sé eitt af því sem æski- legt er að leggja fjármagn í.“ Hann telur að semja þurfi við tann- lækna, auk þess sem neyslustýring ætti að koma til greina. „Við eigum, að ég held, heimsmet í gosdrykkja- þambi og ég er eiginlega hlynntur því að hærri skattur sé á óhollari vörum yfirhöfuð. Ég held að við eigum ekki að vera feimin við neyslustýringu, en það verður að vera óbeint.“ Hagkvæmast að flúorbæta vatnið „Það voru miklar aðgerðir þegar tannheilsa barna og ungmenna var fyrst athuguð árið 1986, og sást þá hversu slæmt ástandið var,“ segir Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, sem stýrði rannsókninni MUNNÍS. „Þá voru mjög hertar aðgerðir til að taka á því, s.s. tannlækningar end- urgreiddar að fullu og forvarnarað- gerðir teknar inn sem hafði ekki ver- ið gert aftur. Ástandið batnaði þá mjög mikið og við höfum í kjölfarið kannski slakað óþarflega mikið á klónni,“ segir Helga og telur jafnvel þjóðhagslega hagkvæmast til að bæta tannheilsu að flúorbæta drykkjarvatnið. Það myndi þá nýtast jafnt ungum sem öldnum. Semja verður við tannlækna Matthías Halldórsson Landlæknir segir vilja vanta til breytinga Helga Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.