Morgunblaðið - 06.02.2007, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 17
SUÐURNES
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | Geysir Green
Energy ehf., nýtt og öflugt útrásar-
fyrirtæki í orkugeiranum, mun setja
höfuðstöðvar sínar upp í Reykja-
nesbæ. Fyrirtækið mun standa að
uppbyggingu orkuseturs sem bæjar-
yfirvöld hafa haft á stefnuskrá sinni.
Þá mun Reykjanesbær kaupa 2,5%
hlut í Geysi Green Energy. Viljayfir-
lýsing um samstarfið var undirrituð í
stöðvarhúsi Reykjanesvirkjunar í
gær.
„Það er langþráður draumur að
rætast, að hér verði miðstöð rann-
sókna á vistvænum orkugjöfum,“
sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, þegar samkomulagið
var staðfest og starfsemi Geysis
Green Energy ehf. kynnt.
Í nágrenni orkuveranna
Samkomulagið felur það í sér að
Reykjanesbær gerist hluthafi í Geysi
Green Energy ehf., kaupir 2,5% hlut
og leggur til um 175 milljónir króna.
Fyrirtækið hefur ákveðið að setja
höfuðstöðvar sínar upp í Reykja-
nesbæ. Ásgeir Margeirsson, forstjóri
Geysis, segir að með því muni fyrir-
tækið vonandi geta tengst þeirri sér-
fræðiþekkingu sem fyrir er á svæð-
inu, aðallega hjá Hitaveitu
Suðurnesja. Þá sé mikilvægt fyrir
fyrirtækið að vera nálægt jarðvarma-
virkjunum, til þess að geta sýnt gest-
um það brautryðjendastarf sem þar
fari fram. Segir hann að Geysir hafi
áhuga á að koma á samstarfi við Hita-
veitu Suðurnesja og Orkuveitu
Reykjavíkur í þessum tilgangi. Ekk-
ert hefur þó verið ákveðið í þeim efn-
um.
Geysir er að athuga með húsnæði
undir starfsemina í Reykjanesbæ og
mun auglýsa eftir starfsfólki á næstu
dögum. Ásgeir reiknar með að fljót-
lega verði þar þrír til fimm starfs-
menn. Framhaldið fari síðan eftir því
hvernig verkefni fyrirtækisins þróist,
hvað það þurfi marga starfsmenn.
Telur hann ekki ólíklegt að þeir verði
orðnir nálægt tíu í lok þessa árs eða á
næsta ári.
Árni bæjarstjóri segir að það sé af-
ar jákvætt að fá nýja og öfluga aðila
inn í atvinnulíf bæjarins. Það skapi
meiri fjölbreytni í störfum og stuðli að
uppbyggingu þekkingarsamfélags.
Geysir mun koma að uppbyggingu
orkuseturs í Reykjanesbæ í samvinnu
við bæjaryfirvöld og fleiri einkafyr-
irtæki. Árni Sigfússon vekur athygli á
því að hluti athafnasvæðis Hitaveitu
Suðurnesja sé í Reykjanesbæ og bær-
inn sé stærsti hluthafinn í fyrirtæk-
inu. Áhugi hefur verið á því að auka
rannsóknir á nýtingu jarðvarmans í
tengslum við þá starfsemi, og koma
upp orkugarði. Árni segir að sam-
komulagið við Geysi Green Energy sé
mikilvægur liður í því að koma upp
miðstöð í rannsóknum vistvænna
orkugjafa. Unnt sé að tengja saman
rannsóknir, orkuvinnslu og útrásar-
starfsemi með samvinnu þessara að-
ila. Með því móti sé hægt að koma upp
öflugu alþjóðlegu þekkingarsamfélagi
á þessu sviði.
Bæjarstjórinn sagði aðspurður að
ekki væri óeðlilegt að líta til fyrrum
varnarliðssvæðis við þessa uppbygg-
ingu en sagði ekkert ákveðið í þeim
efnum. Starfsemi slíks tæknigarðs og
hugsanleg alþjóðleg háskólastarfsemi
færi vel saman við alþjóðaflugvöllinn.
Hannes Smárason, forstjóri FL
Group hf. og stjórnarformaður
Geysis, segist hafa fundið fyrir þeim
góðu viðhorfum sem væru ríkjandi á
svæðinu gagnvart starfsemi Geysis.
Það væri ástæðan fyrir því að þetta
fyrsta skref væri tekið í samstarfi við
Reykjanesbæ og þau yrðu vonandi
fleiri og stærri í framtíðinni.
Höfuðstöðvar Geysis í Reykjanesbæ
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Samstarf Árni Sigfússon kynnir samstarf Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy. Við hlið hans standa Ásgeir
Margeirsson, forstjóri Geysis, Hannes Smárason stjórnarformaður og Einar Sveinsson, stjórnarformaður Glitnis.
Bærinn og Geysir
Green Energy ehf.
taka upp samstarf
Í HNOTSKURN
»Reykjanesbær kaupir 2,5%hlut í Geysi Green Energy.
»Geysir mun setja höfuð-stöðvar sínar upp í Reykja-
nesbæ.
»Fyrirtækið mun taka þátt íuppbyggingu orkuseturs í
samvinnu við Reykjanesbæ.
Eftir Hafþór Hreiðarsson
Húsavík | Fyrsta umferðin af sex í
WSA mótaröðinni í snjókrossi fór
fram á Húsavík um helgina. Mikla
snjóflutninga þurfti til svo keppnin
yrði að veruleika en brautin var á
uppfyllingu sunnan hafnarsvæð-
isins. Fjöldi fólks lagði leið sína á
staðinn til að horfa á keppnina sem
að sögn mótshaldara fór mjög vel
fram.
Studdu heimamanninn
Snjókrossið hefur notið vaxandi
vinsælda á undanförnum árum og
var búist við frábærri keppni á
Húsavík þar sem keppendur mættu
til leiks í enn öflugri keppnisliðum
en fyrr.
Húsvíkingurinn Eyþór Hemmert
Björnsson er núverandi Íslands-
meistari og hóf hann því titilvörn-
ina vel studdur af heimamönnum
sem fjölmenntu á keppnina.
Ólafsfirðingurinn sigraði
Það fór nú svo að Ólafsfirðing-
urinn Ásgeir Frímannsson stóð
uppi sem sigurvegari í meist-
araflokknum eftir mjög harða
keppni við Eyþór Hemmert í loka-
hítinu. Þriðji var Steinþór G. Stef-
ánsson. Keppnin í sportflokknum
var einnig hörð en í þessum flokki
voru flestir keppendur. Þar stóð
uppi sem sigurvegari Norðfirðing-
urinn Sæþór Sigursteinsson, annar
varð Kári Jónsson og þriðji Páll
Snorrason.
Í flokki unglinga þar sem kepp-
endur voru einungis þrír að þessu
sinni bar sigur úr býtum Baldvin
Þór Gunnarsson, annar varð Bjarki
Sigurðsson og þriðji Árni Ásbjarn-
arson.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Barátta Keppni Ásgeirs Frímannssonar og Eyþórs Hemmerts Björnssonar
í lokahítinu var hörkuspennandi. Hér er Ásgeir með Eyþór á hælunum.
Hart tekist á í fyrstu
snjókrosskeppni vetrarins
LANDIÐ
GEYSIR Green Energy ehf. var
stofnað í síðasta mánuði. Það er í
eigu FL Group, Glitnis og VGK
Hönnunar. Hannes Smárason sagði
í gær að FL Group væri tilbúið að
fjárfesta mikið í þessum geira á
næstu árum, nefndi 50 til 80 millj-
arða króna í eigin fé.
Fyrirtækið mun einbeita sér að
tækifærum í nýtingu jarðvarma
víðs vegar um heiminn, fjárfest-
ingum í þróun og byggingu jarð-
varmaorkuvera, annast yfirtöku á
jarðvarmaorkuverum og taka þátt í
einkavæðingu orkufyrirtækja þar
sem tækifæri gefast.
Fram kom í gær hjá Ásgeiri Mar-
geirssyni forstjóra að framundan
væri mikil aukning í eftirspurn eft-
ir vistvænni orku og að fyrirtækið
ætlaði sér að vera í miðju þeirrar
þróunar sem framundan er. Það
mundi nýta þau tækifæri sem gef-
ast víða um heiminn, ekki síst á
helstu háhitasvæðum.
Geysir á þegar aðild að þremur
verkefnum. Fyrirtækið á liðlega
fjórðung í útrásarfyrirtækinu
Enex, þriðjung í Enex Kína og lið-
lega helming í Exorku sem ma. rek-
ur Kalina-varmaorkuverið á Húsa-
vík.
Fjárfesta í sjálfbærri
orkuvinnslu víða um heim
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn