Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 21
úr bæjarlífinu
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 21
„SÆNSKA LEIÐIN“
Eru Svíar til fyrirmyndar í skatta-
og velferðarmálum?
Fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16.00
í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á www.rse.is og www.hr.is
Sænski hagfræðingurinn Dr. Fredrik Bergström flytur erindi um áhrif
sænska skatta- og velferðarkerfisins á lífskjör meðal- og lágtekjufólks
í Svíþjóð, fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16.00 í Háskólanum
í Reykjavík, Ofanleiti.
Í erindinu mun Dr. Bergström m.a. fjalla um niðurstöður bókar sinnar,
sem kom út árið 2004, Sverige versus USA: En analys av tillväxtens
betydelse, þar sem m.a. voru borin saman lífskjör í Svíþjóð og
Bandaríkjunum. Ennfremur mun Dr. Bergström kynna nýja bók sína
Till 40% fri – en medelklassfamiljs uppvaknande, sem gefin verður
út í Svíþjóð í febrúar.
Dr. Fredrik Bergström er forstöðumaður
Rannsóknarseturs verslunarinnar í Stokkhólmi
(www.hui.se).
Sveitarstjórnir hér á svæðinu
hafa mikinn áhuga á að fá fram-
haldskóla hér í héraðið og eru nú
að vinna að áætlanagerð um slíkt.
Staðið hafa yfir viðræður um mál-
ið og hafa aðilar skoðað mögu-
leikana, meðal annars um sam-
starf við Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Taldar eru góðar lík-
ur á að þetta verði að veruleika í
framtíðinni og skólinn verði stað-
settur á Hellu. Vonandi verður
þessu fylgt eftir af þunga á næstu
vikum og mánuðum, en til þarf að
koma áhugi og velvilji stjórnmála-
manna og stuðningur mennta-
málaráðuneytis til að af þessu
verði.
Virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár
eru að verða að veruleika. Nú eru
hafnar samningaviðræður við
landeigendur um bætur fyrir það
land sem fer undir vatn eða tekið
er til annarra nota við virkj-
anirnar. Finnst sumum það von-
um seinna, en virkjanamenn segja
ekki hægt að semja um slíka hluti
fyrr en hönnun og ákvarðanataka
liggur fyrir varðandi landnýtingu.
Margir binda vonir við að sam-
göngur stóreflist á svæðinu milli
uppsveita Árnessýslu og Rang-
árvallasýslu með tilkomu brúar-
mannvirkja yfir Þjórsá. Og auðvit-
að segir það sig sjálft að
möguleikar ferðaþjónustu á svæð-
inu munu eflast við bættar sam-
göngur. En við skoðun á vef
Landsvirkjunar um þessar virkj-
anir virðist ekkert sjálfgefið að
brúarmannvirki verði hluti af
þjóðvegakerfinu í framtíðinni,
heldur er það orðað þannig að það
geti hugsanlega orðið. Vonandi
munu sveitarstjórnarmenn og
landeigendur vinna að því að þessi
mál verði farsællega til lykta leidd
varðandi bættar samgöngur.
Ævintýraþráin er mörgum í blóð
borin en fæstir láta eftir sér að
sinna henni að nokkru marki.
Tvær stúlkur um tvítugt frá Hellu
og nágrenni eru að láta eftir sér
að ferðast um Suður-Ameríku
þessa dagana og verða næstu
mánuði í sinni ævintýraleit, eins
og kom fram hér í blaðinu fyrir
stuttu. Það er gaman að fylgjast
með þessu ferðalagi þeirra en þær
blogga á slóðinni http://lasmoc-
hileras.blog.is , „Life is a journey
– enjoy it“. Vonandi gengur þeim
allt í haginn og þær fá bestu
kveðjur frá heimaslóðum.
Þróunarverkefni á sviði jarðvegs-
bóta (alþjóðlegur landgræðslu-
skóli) er verkefni sem utanrík-
isráðherra stofnaði til í vetur og
er framlag Íslendinga til baráttu
gegn eyðimerkurmyndun í heim-
inum á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna. Landgræðslan í Gunn-
arsholti í samstarfi við
Landbúnaðarháskóla Íslands mun
væntanlega taka á móti völdum
hópi fagfólks í sumar, sem kemur
hingað til náms og starfsfræðslu í
jarðvegs- og uppgræðslufræðum.
Magnús H. Jóhannsson á Hellu
sem starfar í Gunnarsholti, mun
hafa veg og vanda af móttöku
hópanna og segir að Land-
græðslan vænti mikils af þessu
verkefni sem fer í gang nú þegar
100 ár eru liðin frá setningu laga
um landgræðslu hér á landi.
Presturinn í Odda, sr. Guðbjörg
Arnardóttir, hóf sinn embætt-
isferil hér á síðasta ári og er al-
menn ánægja með hennar störf og
hún virðist finna sig vel í hér-
aðinu. Má meðal annars nefna að
þau hjón lentu í þorrablótsnefnd
þetta árið, en það skiptist á götur
á Hellu og bæi á Rangárvöllum að
sjá um blótin ár frá ári. Er prest-
urinn nýttur sem skemmtana- eða
leikstjóri nefndarinnar og leikur á
als oddi að sögn annarra nefnd-
armanna. Blótið verður haldið
næsta laugardag og verður fróð-
legt að vanda að sjá afraksturinn.
HELLA
Óli Már Aronsson fréttaritari
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Ævintýraþrá Unnur Lilja Bjarna-
dóttir og Írena Sólveig Stein-
dórsdóttir.
Á heimasíðu Atla Harðarsonarheimspekings eru þrjár vís-
ur sem hann yrkir undir brag-
arhætti sem hann nefnir „ljóða-
þvögu“.
Þetta er ein af mörgum
skemmtilegum rímþrautum, en
lesa má vísurnar lárétt eða lóð-
rétt eins og krossgátu.
Skáldin lofa ljóða þvögu,
lofa góðan þokka háttar.
Ljóða þokka þjóðir unna.
Þvögu háttar unna skáldin.
Vindar grösin grænu strjúka
grösin bærast, stráin líka,
grænu stráin, störin bláa
strjúka líka bláa tinda.
Fluga suðar sætum rómi,
suðar löngum rómi þýðum.
Sætum rómi rausar fluga.
Rómi þýðum fluga suðar.
VÍSNAHORNIÐ
Krossgáta í
bundnu máli
pebl@mbl.is
Allt er nú til. Í þorpinu Talmey El’Azar í Ísr-
ael er boðið upp á afar frumlegt slökunar-
nudd. Þegar viðskiptavinurinn er búinn að af-
klæðast og koma sér notalega fyrir á nudd-
bekknum er snákum sleppt lausum á líkama
viðkomandi. Eigandi nuddstofunnar, Ada
Barak, segir að þegar fólk sé komið yfir
hræðsluna sé afar slakandi að finna snákana
liðast um líkamann.
Notalegt Eigandi nuddstofunnar fullyrðir
að snákanuddið sé afslappandi.
Snákanuddið
vinsælt
Reuters
Kjarkur Ekki er víst að allir hafi kjark í að skella sér í snákanudd.
daglegt líf