Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Á YSTU NÖF
Skýrsla vísindanefndar Samein-uðu þjóðanna um loftslags-breytingar, sem birt var á
föstudag, er mjög afdráttarlaus. Þar
segir að enginn vafi leiki á hlýnun
loftslags og skaðlegra áhrifa muni
gæta næstu aldir. „Þetta er raun-
verulegt, þetta er raunverulegt,
þetta er raunverulegt,“ þrítók Rich-
ard Alley, einn af höfundum skýrsl-
unnar og prófessor við ríkisháskól-
ann í Pennsylvaníu, þegar hann
kynnti hana. Þetta er fjórða skýrsla
vísindanefndarinnar frá því hún var
stofnuð 1988. Vísindamenn frá 13
löndum unnu hana og embættismenn
frá meira en 100 löndum fóru yfir
orðalag útdráttar úr henni. Niður-
staðan er að enginn vafi geti leikið á
því að loftslagsbreytingar undanfar-
inna 50 ára séu af mannavöldum,
frekar en náttúrulegum, og sérstak-
lega megi rekja þær til brennslu á
kolum, olíu og gasi. Enn ein skýrslan
um hlýnun loftslags, hugsa margir og
segja sem svo að þarna komi ekkert
nýtt fram. En raunin er sú að jafnt og
þétt verður erfiðara að vefengja nið-
urstöðurnar og aðgerðaleysi þjóða
heims í umhverfismálum vekur þá
spurningu hvað þurfi eiginlega til að
þær taki við sér. Fögur orð og fyr-
irheit duga ekki lengur. Ekki er nóg
að skrifa undir Kyoto-sáttmálann ef
ekki fylgja aðgerðir til að standa við
hann. Ekki þýðir heldur fyrir einstök
ríki að segja að þau séu ekki nema lít-
ill hluti af vandanum miðað við allan
heiminn, eins og Sam Bodman, orku-
málaráðherra Bandaríkjanna gerði.
Íslendingar eru heldur ekki stikkfrí.
Miðað við þá hreinu orkugjafa, sem er
að finna á Íslandi, er með ólíkindum
hvað þessari 300 þúsund manna þjóð
tekst að menga. Skipa-, flugvéla- og
bílafloti Íslands er drjúgur. Hér er
kvartað undan háu eldsneytisverði, en
það hefur ekki leitt til breyttra neyslu-
hátta eða kaupa á sparneytnari bílum.
Bensínsvelgirnir eru sívinsælir og á
meðan svo er má spyrja hvort nokkur
ástæða sé til að þrýsta á um lægri álög-
ur á eldsneyti. Hvernig ætla íslensk yf-
irvöld að taka á umhverfisvandanum?
Sett hefur verið á stefnuskrána að
gera Ísland að vetnissamfélagi. Hefur
nægur kraftur verið lagður í það verk-
efni?
Ljóst er að lífskjör á jörðinni geta
gerbreyst eftir því sem líður á öldina.
Ef ekkert verður að gert gæti farið
svo að stórir hlutar jarðarinnar yrðu
óbyggilegir. Til að koma í veg fyrir
það þurfa allar þjóðir heims að taka
höndum saman. En það þýðir ekki að
bíða eftir því að nágranninn hefjist
handa. Hver og einn verður að axla
sína ábyrgð, hvort sem það eru ein-
staklingar, fyrirtæki eða ríkisstjórn-
ir. Maðurinn hefur tilhneigingu til að
leika sér að eldinum – smíði kjarn-
orkuvopna er besta dæmið – en hefur
hingað til getað numið staðar áður
hann hefur hrapað fram af hengiflug-
inu. Enn er maðurinn kominn fram á
ystu nöf. Þó er tækifæri til að bregð-
ast við áður en það verður um seinan,
en það stendur ekki lengi.
AUÐLINDAGJALD OG AUÐLINDASJÓÐUR
Í frumvarpi Jóns Sigurðssonar iðn-aðarráðherra, sem lagt hefur verið
fram á Alþingi, er gert ráð fyrir að
meginreglan verði sú að tekið verði
gjald fyrir afnot auðlinda í jörðu og
vatnsafls, sem er í eigu almennings,
þ.e. í þjóðlendum og á jörðum í rík-
iseigu. Þetta er merkur áfangi í að við-
urkenna það grundvallarsjónarmið,
sem núorðið ríkir um nokkuð almenn
sátt, að þeir sem nýti auðlindir í al-
menningseigu greiði fyrir þau afnot.
Auðlindagjald í sjávarútvegi hefur
verið innleitt, þótt enn sé það afar lágt.
Ef Alþingi samþykkir frumvarp iðn-
aðarráðherra á það sama við um
vatnsafl, jarðhita og aðrar auðlindir í
jörðu, sem eru í eigu almennings.
Þetta er í samræmi við tillögur auð-
lindanefndar forsætisráðherra, sem
skilaði skýrslu árið 2000. Sú skýrsla
var ekki sízt mikilvæg vegna þess að
hún lagði grunn að sátt um gjaldtöku í
sjávarútvegi. Það skref, sem iðnaðar-
ráðherra stígur nú, styrkir þá sátt enn
frekar, því að sjávarútvegurinn á að
sjálfsögðu heimtingu á að aðrar at-
vinnugreinar, sem nýta sameiginlegar
auðlindir, sitji við sama borð.
Enn hefur löggjafinn hins vegar
ekki fengið færi á að taka afstöðu til
þeirra tillagna auðlindanefndarinnar
að taka eigi gjald fyrir aðgang að tíðni-
sviði til fjarskipta og sjónvarps- og út-
varpssendinga. Enn er sömuleiðis
óklárt hvernig á að verðleggja aðgang
að umhverfisgæðum í víðum skilningi,
t.d. í þágu ferðamennsku, eins og um
var fjallað í skýrslu auðlindanefndar-
innar.
Auðlindanefndin velti á sínum tíma
upp þeim möguleika að auðlindagjöld
yrðu lögð í „sjóð sem almenningur eigi
aðild að og varið yrði til að efla þjóð-
hagslegan sparnað og uppbyggingu.“
Umræður um slíkan sjóð hafa farið
vaxandi að undanförnu. Fyrir
skömmu lagði Víglundur Þorsteinsson
iðnrekandi til að allar sameiginlegar
auðlindir þjóðarinnar yrðu lagðar í
slíkan sjóð, sem almenningi yrði út-
hlutað hlutabréfum í. Sjóðurinn myndi
síðan greiða arð út til hluthafanna.
Jón Sigurðsson ræddi svipaðar hug-
myndir í ræðu sinni á svokölluðu
Sprotaþingi í síðustu viku og vitnaði,
eins og Víglundur, til fordæma frá
Alaska. „Ég tel að auðlindasjóður eigi
að geta tekið virkan þátt í eflingu þess
nýsköpunar- og sprotakerfis sem ís-
lenska þjóðin þarf á að halda. Þá væri
arðinum af auðlindum Íslendinga var-
ið til að byggja hér undir framtíðar-
árangur, og auk þess geta beinar
greiðslur til almennings, þegar þannig
ber undir, orðið öflug samfélagsstoð,“
sagði iðnaðarráðherra.
Það er full þörf á umræðum um
þessi mál og of snemmt að kveða upp
úr um það hver eigi nákvæmlega að
vera verkefni auðlindasjóðs. Mestu
máli skiptir að þessar umræður fara
fram á grundvelli víðtækrar samstöðu,
sem orðið hefur til um að arðurinn af
auðlindum þjóðarinnar renni til henn-
ar sjálfrar.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
Við erum að tífalda umsvif okkará Austurlandi í skipaafgreiðsluog -þjónustu,“ sagði BaldurÖrn Guðnason, forstjóri Eim-
skips, í gær þegar hann og Tómas Már
Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls,
staðfestu einn stærsta skipaafgreiðslu-
samning sem gerður hefur verið hér á
landi. Eimskip tekur að sér að sjá um alla
flutningastarfsemi, þjónustu og upp-
byggingu henni tengda í stóriðjuhöfn Al-
coa Fjarðaáls, Mjóeyrarhöfn, og á at-
hafnasvæði álversins í Reyðarfirði.
„Við förum úr 150 þúsund tonnum í
eina og hálfa milljón tonna, fjárfestum í
aðstöðu og tengjum saman flutn-
ingaþjónustu innan Austurlands og við
aðra landshluta“ segir Baldur. „Nú verð-
ur til öflug höfn sem mun keppa við
Sundahöfn í Reykjavík um flutninga. Að-
staðan í Mjóeyrarhöfn mun draga til sín
auknar skipakomur og flutninga-
starfsemi á landi, sem aftur gerir að
verkum að hún getur keppt um þjónustu
inn- og útflytjenda og viðskiptavinir okk-
ar geta nú valið um að taka vörur í gegn-
um Reyðarfjörð eða Reykjavík.“
Tómas Már sagði samninginn, sem
gerður er til fimm ára, sýna að senn líði
að því að framleiðsla í álverinu hefjist.
Hann sé lykilsamningur í þeirri stefnu
Alcoa að vinna með fyrirtækjum á svæð-
inu og þeim aðilum sem geri hlutina best.
„Þjónusta sem við þurfum nýtist ekki að-
eins okkur heldur fleirum og er grund-
völlur frekari uppbyggingar á svæðinu,“
sagði Tómas Már.
Valkostur við Reykjavíkurhafnir
Eimskip horfir nú til þess að skipa upp
vörum á Reyðarfirði og dreifa þeim það-
an á Austurland og Norðurland og ásamt
því að auka landflutninga á þeim svæðum
hefur það áhrif á flutninga landleiðis milli
Reykjavíkur og Akureyrar.
Baldur segir að útflutningur allt frá
Sauðárkróki til Reyðarfjarðar muni í
framtíðinni geta farið í gegnum Mjóeyr-
arhöfn, en nú fari stór hluti af þeim flutn-
ingum út í gegnum Reykjavík. Hið sama
gildi um innflutning sem, hann geti allt
eins farið í gegnum Mjóeyrarhöfn eins og
Reykjavík. „Þa
tækifæri fyrir o
til að nýta aukn
vörum og fá vör
úr innflutningi u
Baldur og reikn
á endurskipulag
landi, heldur sé
aukna þjónustu
Mjóeyrarhöfn á R
veita Sundahöfn h
Samhugur Bal
ræddu óþrjótan
Í HNOTSKURN
»Reyðarfjarðarhöfn verður önn-ur stærsta höfn landsins. Um
3.500 tonn verða daglega flutt um
Mjóeyrarhöfn, eða um 1,3 milljónir
tonna á ári.
»Starfsmönnum Eimskips áAusturlandi verður fjölgað úr
40 í 70 og fjárfest verður í tals-
verðri aðstöðuuppbyggingu.
»Árlega verða flutt út um 340þús. tonn af áli, til álversins
700 þús. tonn af súráli og 220 þús.
tonn af rafskautum og tengdum af-
urðum.
»Fyrsti súrálsfarmurinn kemurtil hafnar í febrúar eða mars og
álverið verður gangsett í apríl.
Verðmæti samnings Eim-
skips við Alcoa Fjarðaál er
yfir tveimur milljörðum
króna. Hann hefur mikla
þýðingu í uppbyggingu
flutningaþjónustu á Aust-
urlandi og Norðurlandi.
Umsvif Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskips, og Tóma
skipaafgreiðslu á bakkanum í Mjóeyrarhöfn í gærdag. Þeir
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
AÐGERÐUM hefur áður verið
heitið enda er því iðulega haldið
fram að í raun ríki stríðsástand um
helgar á ítölskum knattspyrnuvöll-
um. En þrátt fyrir áköll og heit-
strengingar hafa umbætur látið á
sér standa. Nú sýnist hins vegar
ljóst að grípa á til aðgerða og
fylgja þeim eftir af fullum þunga.
Átök og skrílslæti stuðnings-
manna knattspyrnuliða í Catania,
næststærstu borg Sikileyjar, á
föstudag þykja svo yfirgengileg að
sjálf framtíð fótboltans á Ítalíu er
talin í húfi.
Þúsundir manna fylgdu í gær til
grafar lögregluþjóninum Filippo
Raciti, sem var drepinn í átökum
stuðningsmanna og lögreglu í Cat-
ania á föstudag. Átök brutust þá út
við Massimono-leikvanginn í borg-
inni á milli stuðningsmanna Cat-
ania og nágrannaliðsins Palermo.
Barist var inni á leikvanginum og í
nágrenni hans og þótt Ítalir séu
ýmsu vanir þykir villimennskan í
Catania um helgina slá öll eldri
met.
Í kjölfar óeirðanna var öllum
leikjum sem fram áttu að fara í
ítölsku knattspyrnunni um liðna
helgi aflýst og bann lagt við slíkum
viðburðum um óákveðinn tíma.
Raciti er ekki fyrsta fórnarlamb
knattspyrnuofbeldis á Ítalíu á nýja
árinu; helgina áður var Ermannao
Licursi, einn af stjórnendum
áhugamannaliðsins Sammaratin-
ese frá Calabria-héraði, drepinn
með sparki í höfuðið.
Síðbúin viðbrögð
Ráðamenn og forustusveit
knattspyrnumála á Ítalíu standa á
hinn bóginn engan veginn frammi
fyrir nýjum vanda. Ofbeldi og
skrílslæti hafa lengi sett mark sitt
á ítölsku knattspyrnuna. Á Ítalíu
hefur vissulega mátt greina við-
leitni til að bregðast við stöðu mála
en margir eru þeirrar skoðunar að
nauðsynlega hörku hafi skort í
þessu viðfangi.
Fyrir rúmu ári voru leiddar í lög
breytingar til að hefta ofbeldi á
ítölskum knattspyrnuvöllum. Sett-
ar voru reglur varðandi öryg
myndavélar og lágmarksfjölda
yggisvarða. Aðgöngumiðar eiga
að geyma nafn handhafa og he
ilt er að leita á vallargestum ti
koma í veg fyrir að þeir beri flö
ur og flugelda inn á viðkoma
leikvang. Nýju lögin hafa l
Ítölsk fótboltalið í gís
Ákveðið var í gærkvöldi að knattspyrnuleikir á Ítalíu f
eftir að lögregluþjónn var drepinn í hörðum átökum st
Sorg Fjölskylda Filippo Racit
eldrar hans, þá ekkjan, Marisa