Morgunblaðið - 06.02.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 23
Umfang íslenskrar ferðaþjón-ustu á síðasta ári var meira ennokkru sinni áður. Aldrei hafafleiri erlendir ferðamenn kom-
ið til landsins og Íslendingar ferðast æ
meira um eigið land. Þetta sést á auknum
fjölda gistinátta, meiri gjaldeyristekjum
og meiri nýtingu í ferðaþjónustu utan há-
annatíma.
Bætt rekstrarumhverfi
Eðlilegt er að velta fyrir
sér hvað liggur að baki því
að við náum hlutfallslega
meiri árangri en nágranna-
lönd okkar. Þarna kemur
margt til. Ég hef lagt mikla
áherslu á að fyrirtækin í at-
vinnugreininni fái for-
sendur til aukins vaxtar
með því að skapa nauðsyn-
legt rekstrar- og lagalegt
umhverfi. Þess vegna hefur
verið unnið skipulega að
hagsmunamálum ferða-
þjónustunnar, sett ný lög
um skipan ferðamála og
fjölmargt verið gert und-
anfarin ár til að auka sam-
keppnishæfni fyrirtækj-
anna rekstrarlega.
Mikilvægar aðgerðir á vett-
vangi samgönguráðuneyt-
isins beinlínis í þágu ferða-
þjónustunnar eru til
dæmis:
Framlög til fram-
kvæmda á fjölförnum
ferðamannastöðum hafa
hækkað úr 15 milljónum
árið 2000 í 60 milljónir
2006.
Verulegir styrkir hafa
verið veittir til upplýs-
ingamiðstöðva og
Ferðamálasamtaka Ís-
lands.
Endurskipulagning al-
menningssamgangna með styrkjum
og útboðum í flugi, ferjurekstri og sér-
leyfum hefur eflt ferðaþjónustuna.
Settar hafa verið fram tillögur um
heilsutengda ferðaþjónustu og menn-
ingartengda ferðaþjónustu.
Ferðamálaáætlun 2006 til 2015.
Styrkir til verkefnisins Iceland Nat-
urally vegna landkynningar og mark-
aðsaðgerða.
Uppbygging vegakerfisins samkvæmt
samgönguáætlun.
Fjarskiptaáætlun sem tryggir bætta
síma- og fjarskiptaþjónustu um landið
allt og samband við útlönd.
Allt þetta hefur orðið og verður til þess
að ýta undir uppbyggingu í greininni og
styrkja samkeppnisstöðu gagnvart helstu
samkeppnislöndum.
Ferðamálaáætlun á að
leiða til uppbyggingar
Fyrir sex árum setti ég af stað um-
fangsmikla vinnu við undirbúning að gerð
fyrstu ferðamálaáætlunar af hálfu stjórn-
valda hér á landi. Horft var til annarra
áætlana á vegum samgönguráðuneytisins
við undirbúninginn sem gefið höfðu góða
raun. Þessi vinna leiddi til þess að vorið
2005 var samþykkt á Alþingi þingsálykt-
un um ferðamálaáætlun 2006-2015 sem
unnið hefur verið eftir síðan. Ferða-
málaáætlun tryggir hvernig fjár-
framlögum ríkisins sé best varið svo að
vöxtur ferðaþjónustunnar í landinu megi
verða sem mestur. Vandað hefur verið til
verka og ljóst að öll sú vinna hefur skilað
sér.
Öflugir innviðir
forsenda framfara
Ein meginforsenda til vaxtar ferða-
þjónustu er að innviðir hennar séu sem
bestir, samgöngur, fjarskipti og aðrir
þættir sem greiða fyrir ferðalögum og ör-
yggi ferðamanna. Það er svo fyrirtækj-
anna í ferðaþjónustu að nýta það um-
hverfi sem stjórnvöld búa þeim. Það hafa
íslensk ferðaþjónustufyrirtæki gert með
hugmyndaauðgi og krafti. Nýsköpun má
sjá á öllum sviðum, ný vara er þróuð í
samræmi við þarfir neytenda og mark-
aðssett á hefðbundnum mörkuðum jafn-
framt því sem starfsemi er hafin á nýjum
mörkuðum og fleiri hlið opnuð til lands-
ins.
Verðmæt ímynd byggð
upp á löngum tíma
Ímynd smárrar þjóðar út á við er við-
kvæm og mikilvægt að Íslendingar standi
vörð um hana. Heildarímynd lands og
þjóðar sker úr um samkeppnishæfni
hennar. Í rúmlega 40 ár hafa því íslensk
stjórnvöld komið að fjármögnun skipu-
lagðrar almennrar land-
kynningar og ímyndarsköp-
unar. Fénu hefur að mestu
verið veitt til Ferða-
málaráðs (nú Ferða-
málastofu) til ýmissa verk-
efna í samræmi við áherslur
ferðamálaáætlunar. Árang-
urinn og aðferðafræðin
hafa vakið athygli annarra
þjóða sem hafa sent mark-
aðsfólk hingað í kynn-
isferðir undanfarin misseri
til að leita ráða. Hags-
munaaðilar ferðaþjónust-
unnar hafa á sama tíma ver-
ið óþreytandi við að kynna
land og þjóð um víða veröld
og notað til þess verulega
fjármuni.
Fjárfest í markaðs-
aðgerðum
Árið 1999 ákváðu stjórn-
völd að auka verulega op-
inbert fjármagn til ímynd-
arsköpunar og almennrar
landkynningar. Það var gert
með tímabundnum fimm ára
samningi við hagsmunaaðila
í ferðaþjónustu um þátt
þeirra. Hliðstætt sam-
komulag var gert 2001 þegar
stofnað var til samstarfsins,
,,Iceland Naturally“ þar sem
fjöldi fyrirtækja ákvað að
koma faglega og fjárhags-
lega að ímyndarvinnu og al-
mennri kynningu á Íslandi í
Norður-Ameríku. Þetta samkomulag var
endurnýjað árið 2006 og um leið hliðstætt
verkefni sett af stað í Evrópu. Á vegum
samgönguráðuneytisins hefur verið veitt
nálægt 1.600 milljónum króna til sam-
starfsins á árunum 1999-2006 og 600
milljónir hafa komið frá fyrirtækjum.
Verðmætasköpun og jaðaráhrif
Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands, sem unnin var fyrir samgöngu-
ráðuneytið 2004, er bent á mikilvægi
ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið. Þar kem-
ur fram að stofnunin gerir ráð fyrir að
einungis virðisaukaskattstekjur þjóð-
arinnar 1999-2004 séu um 20 milljarðar
króna vegna erlendra gesta, án þess að
tekið sé tillit til óbeinna áhrifa. Á síðasta
ári áttu rúmlega 400.000 erlendir gestir
viðskipti við fyrirtæki í ferðaþjónustu fyr-
ir um 45 milljarða. Þegar litið er til ársins
2007 virðist ákveðin bjartsýni ríkja um
áframhaldandi vöxt. Nægir þar að nefna
nýjar fjárfestingar fyrirtækja í ferða-
þjónustu, aukið framboð ferða þeirra til
landsins og aukið starf á nýjum mörk-
uðum. Miðað við þær áætlanir, sem gerð-
ar hafa verið, eru vonir bundnar við að á
þessu ári muni íslensk ferðaþjónusta afla
yfir 50 milljarða króna í gjaldeyristekjur.
Þá hafa stjórnvöld nú skapað enn frekari
forsendur til bættrar samkeppnisstöðu
greinarinnar með lækkun virðisauka-
skatts á gistingu og veitingasölu 1. mars
næstkomandi.
Áfram í sókn
Það er því mikið í húfi að íslensk ferða-
þjónusta, með aðkomu yfirvalda ferða-
mála, haldi áfram á sömu braut við upp-
byggingu ímyndar, varðveislu hennar á
erlendum mörkuðum og með gæðaþjón-
ustu. Markvissar aðgerðir skila sér í
bættri ímynd og þjónustu við ferðamenn.
Skipulagðar markaðsaðgerðir og sam-
starf opinberra aðila við fyrirtæki í ferða-
þjónustu er nauðsynlegt til að áhrifin
verði meiri. Sameiginlegt kynningarstarf
eykur kraftinn og margfaldar áhrifin.
Með samstilltu átaki höldum við áfram að
stuðla að auknum gæðum og vexti ferða-
þjónustu í landinu.
Ferðaþjónustan bætir
ímynd landsins og stór-
eykur verðmætasköpun
Eftir Sturlu Böðvarsson
Sturla Böðvarsson
Höfundur er samgönguráðherra.
» Það er þvímikið í húfi
að íslensk ferða-
þjónusta með
aðkomu yf-
irvalda ferða-
mála haldi
áfram á sömu
braut við upp-
byggingu
ímyndar, varð-
veislu hennar á
erlendum mörk-
uðum og með
gæðaþjónustu.
rna myndast ákveðið
okkur og viðskiptavinina
na þjónustu til að dreifa
rur hraðar á markaði eða
utan úr heimi,“ segir
nar ekki með að þetta kalli
gningu á flutningum á
é fremur um að ræða stór-
u landleiðina, aukna val-
kosti og tækifæri. Eimskip þurfi að stilla
saman siglingakerfi sín og flutningakerfi
innanlands til að gera þessa nýju mögu-
leika áhugaverða fyrir viðskiptavini í inn-
og útflutningi.
Sjö fyrirtæki buðu í verkefnið
Helsti keppinautur Eimskips um
samninginn var kanadískt fyrirtæki sem
vinnur fyrir Alcoa víða erlendis, en sjö
fyrirtæki þóttu tilboðshæf. Fimm voru
valin til að gera tilboð og Eimskip var
valið hæfast. Um er að ræða útboð á allri
starfsemi í Mjóeyrarhöfn, flutningum
innan athafnasvæðis Alcoa Fjarðaáls.
Samningurinn felur í sér lestun og losun
á um 17.000–20.000 gámaeiningum á ári
og verður gámahöfnin í Reyðarfirði önn-
ur stærsta höfn landsins, en um hana
munu fara um 1,3 milljónir tonna af
vörum á ári. Samkvæmt samningnum
mun Eimskip sjá um skipaafgreiðslu fyr-
ir Alcoa Fjarðaál í Reyðarfirði. Um 3.500
tonn verða flutt daglega um höfnina eða
um 1,3 milljónir tonna á ári. Til sam-
anburðar má geta þess að um tvær millj-
ónir tonna fara árlega um Reykjavík-
urhöfn og 900 þúsund tonn um
Grundartangahöfn.
Rúmlega 30 ný störf skapast á svæð-
inu til viðbótar þeim 40 störfum sem þeg-
ar eru til staðar hjá Eimskipi á Austur-
landi en þessi störf koma öll til vegna
álversframkvæmda Alcoa Fjarðaáls.
Höfnin á eftir að stækka mikið
Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarða-
byggðar, segir þetta vera enn eina stað-
festinguna á þeim auknu umsvifum sem
eigi sér stað í Fjarðabyggð. „Við fögnum
þeim styrk sem þessi ákvörðun Eimskips
hefur í för með sér. Þetta kallar á aukna
þjónustu á svæðinu og við gerum ráð fyr-
ir að vel verði gert við bæði fólk og fyr-
irtæki,“ segir Helga og bætir við að hún
vonist til þess að setið verði um þau tæki-
færi sem nú bjóðast til að þjóna nýju fólki
á svæðinu.
Ljóst þykir að Mjóeyrarhöfn verður
mikilvæg í framtíðinni vegna nálægðar
hennar við Evrópu. Höfnin hefur gott
landrými og litið er til möguleika á mikilli
uppbyggingu við hana. Tómas Már Sig-
urðsson segir Eimskip hafa lýst yfir að
fyrirtækið hafi áhuga á að þjónusta miklu
stærra svæði frá Mjóeyrarhöfn og því sé
hún spennandi kostur til framtíðar.
Eimskip stefnir að frekari uppbygg-
ingu á Reyðarfirði en félagið hefur sótt
um lóð fyrir flutningatengda starfsemi
við Mjóeyrarhöfn. Framtíðaráform Eim-
skips eru að byggja upp þjónustumiðstöð
á Reyðarfirði sem mun þjóna Austur-
landi.
Eimskipafélagið veltir yfir 100 millj-
örðum árlega og þar af eru 20% tengd Ís-
landi. Verðmæti samningsins við Alcoa
Fjarðaál er ríflega tveir milljarðar
króna.
Reyðarfirði mun
harða samkeppni
ldur Örn Guðnason og Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar,
ndi möguleikana í stinningskulda á hafnarbakkanum í gær.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
as Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, staðfestu samning um
r telja báðir að samningurinn opni mikla möguleika fyrir höfnina.
ggis-
a ör-
a nú
eim-
il að
ösk-
andi
litlu
breytt ef nokkru. Í einhverjum til-
fellum hafa lögin einfaldlega orðið
til þess að villimennskan ræður nú
ríkjum fyrir utan leikvanga og í
nærliggjandi götum.
Frá árinu 1962 hafa 12 menn
týnt lífi í átökum stuðningsmanna
á knattspyrnuvöllum Ítalíu. Iðu-
lega hefur öryggi leikmanna og
dómara verið ógnað.
Á Ítalíu eru fjölmargir knatt-
spyrnuleikvangar í eigu bæjar-
félaga. Knattspyrnufélögin greiða
leigu fyrir leikvangana og almennt
og yfirleitt eru þau treg til að
leggja í nauðsynlegar fjárfestingar
til að bæta öryggi vallargesta.
Bæjarfélögin kveðast á hinn bóg-
inn ekki hafa ráð á slíkum breyt-
ingum.
En vandinn er meiri en svo að
hann verði leystur með auknu eft-
irliti einu á knattspyrnuvöllunum.
Öfgamenn, svonefndir „ultras“,
eru áhrifamiklir í ítölsku knatt-
spyrnunni og því er haldið fram að
í mörgum tilfellum hafi hópar
þeirra í raun flest ráð félaganna í
hendi sér. Antonio Pulvirenti, sem
nú hefur sagt af sér sem forseti
Catania, segir að félagið hafi í raun
verið í gíslingu „ultras“ síðustu
þrjú árin. Hann lýsir þessum hóp-
um svo að hér ræði um „glæpalýð
og ofbeldisseggi“, raunverulega
„villimenn“, sem enginn kæri sig
um og fái útrás fyrir reiði sína í
garð samfélagsins með ofbeldi og
hótunum. Árið 2004 var leikur
nágrannaliðanna Roma og Lazio
blásinn af eftir að þrír „ultras“
höfðu brugðið sér inn á völlinn og
hótað fyrirliða fyrrnefnda liðsins
því að hann og félagar hans yrðu
drepnir héldi leikurinn áfram.
Leikið án áhorfenda
Ráðherrar og forystumenn í
ítölsku íþróttahreyfingunni fund-
uðu um málið í gærkvöldi og var
ákveðið að leikir fari fram án
áhorfenda á leikvöngum þeim
sem ekki standast ströngustu ör-
yggiskröfur. Mun bannið gilda
þar til úrbætur hafa verið gerðar.
Í ítölskum fjölmiðlum í gær-
kvöldi sagði að ákvörðun þessi
þýddi að áhorfendum yrði ein-
ungis hleypt inn á fjóra velli á
Ítalíu, ólympíuleikvangana í Róm
og Tórínó og heimavelli Sienna
og Palermo.
Ríkisstjórnin mun ákveða á
morgun hvenær keppni hefst á
ný. Þá verða kynnt áform um
hertar refsingar vegna óláta á
fótboltavöllum og flýtimeðferð
slíkra mála.
slingu villimanna
færu um óákveðinn tíma nær allir fram án áhorfenda
tuðningsmanna liða á Sikiley um liðna helgi
Reuters
ti við útför hans. Til vinstri eru for-
a, sonurinn Alessio og dóttirin Fabiana.