Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MARGIR sjúkraliðar skrifa í
Morgunblaðið til að lýsa yfir
ánægju með brúarnámið og segjast
hissa á því að við hinir sjúkralið-
arnir séum óánægðir með námið.
Eðlilegt er að fólk skrifi með brúar-
náminu á sama hátt og við hin sem
erum á móti því.
Margrét Auður Óskarsdóttir, for-
maður Suðurlands-
deildar, getur ekki
orða bundist eftir öll
þessi skrif og skilur
ekki hvernig nýút-
skrifaður sjúkraliði
(desember ’05) getur
talið sig hafa betri
skilning á því hvað
sjúkraliðastéttinni sé
fyrir bestu. Hún hvet-
ur sjúkraliða til að
standa vörð um félagið
og ekki megi rífa niður
það sem hefur verið
byggt upp árum sam-
an með fórnfúsu starfi
og minnist á að félagið
vanti fleiri félaga.
Margrét Þóra Óla-
dóttir óskar okkur
gleðilegra jóla en í
sömu grein er hún
orðlaus yfir þeim níð-
skrifum og þeirri
gagnrýni sem fram
kemur þegar brúar-
námið er annars vegar. Henni
finnst við ekki til sóma fyrir stéttina
og að við ættum að fara að slíðra
sverðin.
Birki Egilssyni finnst grátlegt
hvernig einangraður hópur leggist
gegn brúarnáminu með illa rök-
studdum yfirlýsingum og sé með
leynifundi. Í sömu grein veit við-
komandi ekki hvort brúin er 60 eða
80 einingar.
Guðmunda Steingrímsdóttir er
ánægð með að vera líkt við kríu og
skrifar fjálglega um það, en ánægj-
an er meðal annars fólgin í því að fá
samlíkingu við kríu vegna þess að
hún flýgur lengst allra fugla, hjálp-
ar öðrum og ver svæðið sitt. Í ann-
arri grein sakar hún okkur um að
senda núverandi og verðandi starfs-
félögum okkar nöturlegar kveðjur.
Kristín formaður Suðurlands-
deildar skrifar að andstæðingar
brúarnámsins séu með rógburð og
áróður í garð sitjandi forystu.
Ég útskrifaðist í desember 2005.
Margrét Auður getur ekki skilið
hvernig ég get haft skoðanir á brú-
arnáminu, nýútskrifuð. Það eitt og
sér að vera nýbúin að taka 120 ein-
inga námið og vita þýðingu og mik-
ilvægi allra þeirra áfanga sem tekn-
ir eru út í brúarnáminu setur mig í
þá stöðu að geta gagn-
rýnt brúarnámið af
þekkingu. Ég þarf ekki
að standa vörð um fé-
lagið, ég hef fólk í
vinnu við það, hins
vegar þarf ég að mæta
á fundi til að reyna að
hafa áhrif á það að
eitthvað verði ekki
samþykkt sem ég er
óánægð með. Varðandi
það að ekki megi rífa
félagið niður vegna
fórnfúsra starfa er fá-
ránlegt, það er fortíðin
sem er liðin og löngu
búið að þakka það sem
gert var og ekki hægt
að rífa niður það sem
hefur dugað okkur
hingað til. Ef Margrét
á við brúarnámið þá
fer ég ekki í grafgötur
með mínar skoðanir
eða á leynifundi og
mun gera allt sem ég
get til að bola því burt. Brúarnámið
hefur sterk niðurrifsáhrif á félagið
og mun ekki verða því til fram-
dráttar.
Takk fyrir jólakveðjurnar, Mar-
grét Þóra. Þú ert orðlaus, en getur
samt ekki látið vera að skrifa harð-
orða grein, skreytta með hlýlegum
kveðjum. Í fyrri greinarskrifum
okkar felst heilbrigð gagnrýni og
túlkun sjónarmiða okkar. Níðskrif
og gagnrýni eru orð sem hafa ólíka
merkingu. Níðskrif eru ærumeið-
andi í eðli sínu og ekki er verið að
nota orð á þann máta í okkar skrif-
um. Enda kann ég vel að greina
milli málefnis og persónu. Ég fæ því
ekki skilið hvernig viðkomandi túlk-
ar skrif mín/okkar sem níðskrif og
mun ég ekki slíðra sverðin því ég er
ekki hneisa á stéttinni, ég er sómi
fyrir hana og er að berjast fyrir
bættri framtíð sjúkraliða.
Aldrei hef ég lagt það á mig að
innritast í leynifélög til að geta
komið skoðunum mínum á fram-
færi. Sjúkraliðar sem eru á móti
brúarnáminu skipta hundruðum,
þeir eru ekki í leynifélagi og eru því
ekki einangraður hópur með leyni-
fundi. Ég bendi Birki á að það færi
betur að kynna sér hóp okkar og
samsetningu áður farið er með stað-
hæfingar. Grátlegt er Birkir, að þú
sért ekki búinn að kynna þér ná-
kvæmlega einingafjölda brúarnáms-
ins áður en þú skrifar um það, en
brúarnámið er 60 einingar.
Ánægja mín felst ekki í því að
vera borin saman við kríu, þær eru
allar eins, sammála og syngja sama
sönginn „krí krí“, en fyrst samlík-
ingin er til staðar þá mundi ég eftir
einkunnarorðum sjúkraliða sem
hafa hljómað samróma hingað til,
þau hljóma svo: Sjúkraliðar! Sam-
staða er afl sem enginn fær staðist.
Sjúkraliðar í dag eru ekki sammála
og syngja ekki lengur sama slag-
orðs-sönginn nema þeir sem eru
ánægðir með brúarnámið. Þar af
leiðandi eru einkunnarorð, sem einu
sinni áttu vel við þegar samstaða
ríkti innan stéttarinnar, orðin hjóm
eitt. Mér finnst skrýtið að margir
skrifa þessi einkunnarorð undir
greinar sínar í fyllstu alvöru, ég hef
aftur á móti notað þetta í kald-
hæðni, t.d, undir einni af mínum
greinum. Núverandi starfsfélagar
mínir eru gott fólk sem mér lyndir
vel við og hef ekki sent þeim með-
vitað nöturlegar kveðjur. Verðandi
samstarfsfélagar eru óskrifað blað,
ef málið snýst um brúarnemana þá
hef ég ekkert við þá að sakast, þeir
eru ekki námið.
Sá sem hyggur á stjórnunar- eða
forystuhlutverk getur alltaf búist
við að fá neikvæða eða jákvæða
gagnrýni á þau störf sem viðkom-
andi innir af hendi. Ef viðkomandi
finnst það vera áróður í garð sitj-
andi forystu er viðbúið að viðkom-
andi forystumanneskja sé ekki
vandanum eða starfinu vaxin. Krist-
ín má alveg búast við því að fólk tjái
sig sín á milli og opinberlega um
stjórnina og forystu hennar.
Leynifélag sjúkraliða
Dagbjört Ósk Steindórsdóttir
fjallar um málefni sjúkraliða.
Dagbjört Ósk
Steindórsdóttir
Höfundur er sjúkraliði.
» Brúarnámiðhefur sterk
niðurrifsáhrif á
félagið og mun
ekki verða því
til framdráttar.
Þ
ótt ég sjái ekki fram á
að hafa nokkurntíma
ráð á að flytja þangað
sjálfur skal ég við-
urkenna að mér fannst
flott – næstum því spennandi –
skipulagshugmyndin sem fjallað
var um á baksíðu Morgunblaðsins
á miðvikudaginn og sýndur upp-
dráttur af. Þannig að kannski eru
eftirfarandi pælingar bara til orðn-
ar vegna þess að ég er bitur yfir
því að eiga enga möguleika.
Hugmyndin er altso að á uppfyll-
ingu við Örfirisey verði til eins-
konar Miami Beach, með sex til
átta hæða blokkum og einbýlis-
húsum sem rísa „beint upp úr sjón-
um“. Innan um yrðu svo eflaust
skemmtibátahafnir.
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
starfshóps borgarinnar um framtíð
Örfiriseyjar, sagði í blaðinu að
þetta væri spennandi tillaga sem
byði upp á „flotta stemningu“. Og
Oddur Víðisson, framkvæmdastjóri
Þyrpingar, sem lagði tillöguna
fram, sagði að þarna skipti nálægð-
in við hafið öllu.
En spurningin er hvort sú ná-
lægð verði kannski einum of mikil,
og þá á ég ekki við ölduna sem get-
ur orðið svo kraftmikil þarna að
hún brýtur reglulega malbikaða
göngustíginn meðfram grandanum
og eys þangað hnullungum neðan
úr fjöru.
Það sem ég á við eru öllu heldur
tíðindin sem Morgunblaðið og allir
aðrir helstu fjölmiðlar heims –
nema í Kína, fréttist síðar – voru
uppfullir af aðeins tveim dögum
síðar, það er að segja skýrsla vís-
indanefndar Sameinuðu þjóðanna
(IPCC) um hlýnunina í andrúms-
lofti jarðar og hugsanlegar afleið-
ingar hennar. Ein af þessum afleið-
ingum, sem reyndar hefur verið
mikið rædd lengi, er hækkun yf-
irborðs sjávar.
Tölurnar sem vísindamenn hafa
verið að leggja fram um þessa
hækkun eru allt frá því að vera
slíkar að maður ypptir bara öxlum,
yfir í einhverja metra. Á föstudag-
inn, þegar IPCC-skýrslan var lögð
fram, var haft eftir loftslagsfræð-
ingi að ef ekki yrði dregið úr losun
gróðurhúsalofttegunda hlyti svo að
fara að Grænlandsjökull bráðnaði
og þá myndi yfirborð sjávar hækka
um einhverja metra.
Þá myndi ég ekki vilja eiga
heima í Hólma-hverfinu í Örfirisey.
Loftslagsfræðingurinn sem vitnað
var í í fréttinni nefndi að afleið-
ingar hlýnunarinnar gætu orðið al-
varlegar fyrir láglendi á borð við
Flórída og Manhattan, mörg svæði
í Vestur-Evrópu og Bangladesh,
svo dæmi væru tekin.
Í sömu frétt frá AP var haft eftir
öðrum vísindamönnum sem sátu í
IPCC að eftir aðeins eina öld yrði
yfirborð jarðar mjög frábrugðið því
sem það er núna, allt vegna hlýn-
unar andrúmsloftsins, sem væri
svo eindregin að það væru engar
líkur á að hún myndi stöðvast.
Á föstudaginn birti The Guardi-
an frétt um rannsókn sem birt var
skömmu áður en skýrsla IPCC þar
sem breskir loftslagsfræðingar
héldu því fram að spár nefnd-
arinnar um hækkun sjávarborðsins
væru sennilega of jákvæðar. Rann-
sóknin sýndi að frá 1993 til 2006
hækkaði yfirborðið um 3,3 milli-
metra á ári að meðaltali, en í
skýrslu IPCC frá 2001 var spáð
hækkun um tæpa tvo millimetra.
Samkvæmt þessu megi búast við
því að fram til aldamóta geti hækk-
un sjávarborðsins numið allt að 88
sentímetrum. IPCC hefur aftur á
móti aðeins spáð í mesta lagi 43
sentímetra hækkun. Í frétt Guardi-
an kemur fram að verði hækkun
sjávarborðsins svona mikil steðji
hætta að bæði London og New
York. Ættum við að bæta Reykja-
vík á listann?
En þetta hljómar alltsaman eitt-
hvað svo fjarstæðukennt. Eru
þetta ekki bara ýkjur í vís-
indamönnum sem vilja vekja at-
hygli á sér og fá að verða frægir í
sínar fimmtán mínútur? Ættu þess-
ir „vísindamenn“ ekki frekar að
snúa sér að því að skrifa vís-
indaskáldsögur? Og eru það ekki
bara stælar að fara að gera lítið úr
glæsilegum hugmyndum um fram-
tíðarskipulag Reykjavíkur með því
að draga þær inn í loftslagshlýn-
unarþvargið?
Ég skal viðurkenna að kannski
er ég að mála með helst til breiðum
pensli, en ég held samt að úr þess-
um tveim fréttum sem birtust í
sömu vikunni – um hugmyndirnar
um framtíðarskipulag Örfiriseyjar
og um skýrslu IPCC – megi þó lesa
það, að hérna á litla Íslandi gengur
lífið sinn vanagang líkt og við telj-
um að fréttirnar um það sem
fjallað er um í skýrslunni séu okk-
ur jafn óviðkomandi og fréttirnar
um átökin fyrir botni Miðjarð-
arhafs.
Vissulega hafa allir íslenskir fjöl-
miðlar samviskusamlega fjallað um
skýrsluna eftir að hún kom út, og
loftslagsbreytingaspár hafa verið
reglulega í fréttum um árabil, þar
á meðal umfjöllun um spár um
hækkun yfirborðs sjávar. En hér-
lendis hefur þetta eingöngu verið
umræða – tal. Fjölmiðlar hafa al-
farið haft málið á sinni könnu, og
aðrir verið lausir allra mála, þar á
meðal þeir sem sjá um skipulags-
mál.
Með öðrum orðum, umræðan um
loftslagsbreytingarnar – sem eru
ekki bara einhver „framtíð-
armúsík“ heldur þegar byrjaðar –
hefur enn ekki verið tekin alvar-
lega hérlendis. Spár um hækkandi
hitastig og áþreifanlegar breyt-
ingar því samfara eru ekki teknar
með í langtímaskipulagningu ís-
lensks veruleika, og kannski verður
Hólma-hverfið við Örfirisey alveg
óvart líkara Feneyjum en Miami
Beach þegar fram líða stundir.
En ég verð samt sem áður að
viðurkenna að mér finnst þetta
flott skipulagshugmynd, og ég væri
alveg til í að flytja til Feneyja Ís-
lands. En því miður held ég að það
sé beinlínis rangt hjá Oddi hjá
Þyrpingu að svona hverfi verði
„ekki bara fyrir fólk yfir fimmtugu
með peninga“. Kannski ekki bara
fyrir fólk yfir fimmtugu, en þetta
verður alveg örugglega bara fyrir
fólk með peninga.
Feneyjar
Íslands
»Ættu þessir „vísindamenn“ ekki frekar að snúa sér að því að skrifa vísindaskáldsögur?
Og eru það ekki bara stælar að fara að gera lítið
úr glæsilegum hugmyndum um framtíðarskipulag
Reykjavíkur með því að draga þær inn í
loftslagshlýnunarþvargið?
BLOGG: kga.blog.is
VIÐHORF
Kristján G. Arngrímsson
kga@mbl.is
GREIN þessi er skrifuð af tilefni
þess að iðnaðarráðherra er um þess-
ar mundir að kynna aðgerðir til að
gera bílaflota okkar vistvænni.
Stjórnvöld hljóta að vilja hvetja til
notkunar á vistvænu
eldsneyti, enda er mik-
ið í húfi. Alþjóðasamn-
ingar sem Íslendingar
hafa undirritað kveða á
um takmörkun á losun
á gróðurhúsaloftteg-
undum og litlu má
skeika ef við eigum að
geta staðið við okkar
hlut. Mengun af öllu
tagi, auk gróðurhúsa-
áhrifa, er sívaxandi
vandamál um heim all-
an. Verð á jarðefnaolíu
fer vaxandi og lítil von
er til þess að það lækki ef frá eru
taldar tímabundnar verðsveiflur.
Á Orkustofnun er í gangi verkefnið
Vettvangur um vistvænt eldsneyti.
Viðfangsefni Vettvangsins er hvað-
eina er lýtur að því að gera Íslend-
inga síður háða innfluttu eldsneyti en
nú er, hvort sem það er með sparnaði
í eldsneytisnotkun eða þróun nýrra
orkubera sem gera það kleift að nýta
innlenda orku í stað innfluttrar. Meg-
inhlutverk verkefnisins er að afla
stjórnvöldum þekkingar og aðstoða
þau við stefnumótun og æskilega for-
ystu á þessu sviði og gera tillögur þar
að lútandi. Fyrir verkefninu fer
stýrihópur með fulltrúum sex ráðu-
neyta, fjármála-, iðnaðar-, sam-
göngu-, sjávarútvegs-, umhverfis- og
utanríkisráðuneytis. Undirrituð er
verkefnisstjóri þessa verkefnis.
Um áramótin kom út áfanga-
skýrsla Vettvangsins. Í
henni er fjallað um stöð-
una í orkumálum heims-
ins, einkum hvað jarð-
olíu varðar, og um leið
um notkun Íslendinga á
innfluttu eldsneyti. Í
öðru lagi er farið yfir
nokkra tæknilega
möguleika til að knýja
bifreiðar með öðru en
innfluttu eldsneyti ein-
vörðungu. Og í þriðja
lagi eru reifaðar hug-
myndir og gerðar til-
lögur um aðgerðir
stjórnvalda til að stuðla að þróun í þá
átt að minna verði notað af jarð-
efnaeldsneyti en nú er og að inn-
lendar orkulindir geti leyst það af
hólmi.
Megintillögur hópsins eru þær að
mótuð verði stefna um að endur-
skoða í heild opinber gjöld af öku-
tækjum með það að markmiði að
dregið verði úr notkun á jarð-
efnaeldsneyti. Gjöld fyrir notkun á
vegakerfinu og önnur þjónusta við
umferð verði skilgreind og afmörkuð
(þ.e. veggjöld) og öll önnur gjöld af
stofnkostnaði, árlegri notkun og
eldsneytisnotkun verði alfarið tengd
við losun á koltvísýringi. Af bíl sem
ekkert losar greiðist því engin slík
gjöld. Jafnframt verði innbyrðis sam-
setning gjaldanna með þeim hætti að
þau leiði til sem mests samdráttar í
losun á koltvísýringi og annarri
mengun.
Það er von mín að stjórnvöld fari
eftir þessum tillögum og hefji taf-
arlaust þá vinnu sem þarf til þess að
útfæra þær nánar og hrinda þeim í
framkvæmd. En fyrir okkur sem
langar til að keyra um á vistvænum
bílum, er ekki eftir neinu að bíða.
Sparneytnir bílar eru vistvænni en
bensínhákar, nýir dísilbílar eru al-
mennt vistvænni en bensínbílar og
tvinnbílar og fjölorkubílar eru þegar
á markaði. Við getum strax í dag
spurt sölumenn í umboðunum: Er
hann vistvænn?
Tillögur um aðgerðir stjórnvalda
varðandi vistvænt eldsneyti
Ágústa Loftsdóttir fjallar
um vistvænt eldsneyti.
Ágústa Loftsdóttir
» Sparneytnir bílareru vistvænni en
bensínhákar, nýir
dísilbílar eru almennt
vistvænni en bens-
ínbílar og tvinnbílar
og fjölorkubílar eru
þegar á markaði.
Höfundur starfar á Orkustofnun.