Morgunblaðið - 06.02.2007, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hannes Arn-órsson skrift-
vélavirki fæddist á
Ísafirði 18. ágúst
1917. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 28. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Halldóra Bærings-
dóttir, f. 4. sept-
ember 1895, d. 30.
mars 1978, verka-
kona og húsmóðir,
og Arnór Jónsson, f.
13. ágúst 1892, d. 1.
febrúar 1919, sjómaður. Hálf-
bróðir Hannesar, sammæðra, er
Hafsteinn Ólafsson, f. 26. sept-
ember 1927.
Hinn 24. maí 1953 kvæntist
Hannes Guðlaugu Guðmunds-
dóttur, f. 5. maí 1912, d. 10. apríl
1974, frá Læk í Hraungerð-
ishreppi. Börn þeirra eru: 1) Guð-
mundur, f. 10. ágúst 1949, löggilt-
ur endurskoðandi, kvæntur Ester
Adamsdóttur. Börn þeirra eru:
Hannes Adam, f. 6. júlí 1982, og
Halldór Fannar, f. 13. mars 1988.
2) Arnór, f. 8. ágúst 1951, raf-
eindavirki, sambýliskona Aðal-
björg Úlfarsdóttir. Fyrri kona
hans heitir Stefaníu G. Guðmunds-
dóttir og börn þeirra eru: Guðlaug,
f. 25.2. 1977, og Hannes, f. 24.11.
1982. 3) Halldóra, f. 25. ágúst 1953,
sambýlismaður Karl Jensson.
Hannes fluttist til
Reykjavíkur 1925 og
ólst upp hjá móður
sinni og stjúpföður,
Ólafi Ólafssyni verk-
stjóra. Á sínum
yngri árum var hann
mikið í skákinni og
tók meðal annars
þátt í skákmótum og
vann til nokkurra
verðlauna. Hannes
stundaði nám við
Verzlunarskóla Ís-
lands og lauk námi
1939. Fyrst eftir út-
skrift vann hann sem verkamaður,
en síðan hóf hann störf hjá Rit-
símanum í viðgerðum og viðhaldi
tækja. 1949 hóf hann starf hjá
Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
og sá um viðgerðir og viðhald
tækja hjá þeim. Hann fór meðal
annars til Bandaríkjanna til að
læra lásamíði og opnun pen-
ingaskápa. Árið 1956 hóf hann
starf hjá G. Helgason & Melsted hf
og var hjá Olivetti verksmiðjunum
á Ítalíu í eitt ár. Hann var einn af
stofnendum Félags Íslenskra
skriftvélavirkja og var formaður
þess félags um nokkurra ára skeið.
Síðustu starfsár sín vann hann sem
vaktmaður hjá Eimskipafélagi Ís-
lands.
Hannes verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku besti afi minn, ég sakna þín
mjög mikið og mun alltaf gera, því þú
varst mér svo mikils virði. Minning-
arnar um þig hafa komið sterkt upp í
huga minn nú síðustu daga. Ég man
alltaf eftir ferðunum niður í bæ þegar
þú gafst mér pylsu og kók, þegar ég
var lítil. Minningar þegar þú lást á
gólfinu í herberginu mínu og last fyr-
ir mig bækurnar um Línu langsokk,
þegar ég var að fara að sofa á kvöld-
in. Ég gleymi ekki heimsóknunum til
þín í Borgarskálann eða þegar þú
kenndir mér að tefla.
Þú varst einstaklega duglegur og
góður maður sem kvartaði aldrei yfir
nokkrum hlut. Þú stóðst alltaf eins og
klettur við bakið á okkur eftir að
mamma og pabbi skildu. Ég gat alltaf
leitað til þín og aldrei sagðir þú nei
við mig, þú til dæmis hjálpaðir mér
við bókakaup og skólagjöld sem er
ómetanlegt. Þú varst svo stoltur af
okkur systkinunum, þú ljómaðir þeg-
ar við útskrifuðumst úr framhalds-
skóla og síðar meir úr háskóla.
Ég mun varðveita allar dagsferð-
irnar sem við fórum með þér. Það var
alltaf jafn gaman að fara á hverju
sumri til Þingvalla og síðan til Hvera-
gerðis, þar sem við fengum kaffi og
kökur. Minnisstæðasta dagsferðin er
þegar við fórum til Þingvalla og end-
uðum á pitsustað á Selfossi. Þú borð-
aðir pitsuna með bestu lyst.
Þú komst á hverjum degi heim í
hádeginu að heilsa upp á mömmu og
fékkst kaffi og eitthvað með því. Þú
byrjaðir að bera út Dagblaðið Vísi
fyrir okkur systkinin þegar ég var 13
ára og þú 73 ára og barst það út í 12
ár. Þú varst eins og klukka, fólk sagði
við mig að það hefði getað stillt
klukkuna eftir þér. Mamma spurði
þig þó nokkrum sinnum hvort þú
vildir ekki hætta að bera út blaðið, en
alltaf sagðir þú nei.
Laugardagskvöld eru góð í minn-
ingunni, því þú komstu svo oft til okk-
ar í mat og varst hjá okkur langt
fram eftir kvöldi, enda var stutt að
fara heim frá okkur, aðeins tveggja
mínútna gangur.
Gamlárskvöldin eru einkar minn-
isstæð þar sem við áttum yndislegar
stundir saman og var alltaf jafn gam-
an að vera með þér. Nýliðið gamlárs-
kvöld var með öðru sniði en vanalega,
þar sem við vorum búsett tímabundið
heima hjá móður mömmu og Sigríði.
Ég er mjög glöð að hafa getað verið
með þér gamlárskvöldið sem var að
líða og mun ég varðveita minninguna
um þig um ókomna tíð. Ég mun alltaf
muna hversu góður og hjálpsamur þú
varst við mig.
Mér þykir afskaplega vænt um þig
og mun ég sakna þín ákaflega.
Hvíl í friði, elsku afi minn.
Þín
Guðlaug.
Hannes frændi er fallinn frá. Að
lokinni langri lífsgöngu lagði hann í
ferðina skömmu áður en hann hefði
orðið níræður, sem hefði orðið á
næsta afmælisdegi Reykjavíkur, 18.
ágúst. Hannes var úr Furufirði á
Hornströndum í móðurætt og þaðan
liggja ættir okkar og skyldleiki sam-
an. Hannes var einhver nánasti vinur
föður okkar, Eyþórs Magnúsar Bær-
ingssonar, á meðan báðir lifðu enda
náskyldir og ólust upp saman eins og
bræður, fyrst á Faxastöðum í
Grunnavík og síðar á Skólavörðustíg
42 í Reykjavík. Samgangur var
löngum tíður á milli heimila okkar og
Hannes er og verður í minningu okk-
ar systkinanna þessi léttlyndi og sí-
káti frændi, sem átti auðvelt með að
sjá flestar hliðar lífsins með jákvæð-
um augum og ekki spillti einstakt
skopskyn hans fyrir þeirri lífssýn
sem hann bar með sér. Hann sat oft
að tafli með föður okkar þar sem þeir
æfðu skáklistina og ekki laust við að
ungviðið á heimilinu fengi einnig að
spreyta sig á hvítum reitum og svört-
um þegar best lét.
Hannes flutti ýmsar nýjungar með
sér. Hann lærði ungur skrifvélavirkj-
un og starfaði hjá G. Helgason og
Melsteð, sem versluðu með hinar
ítölsku Olivetti-vélar. Natni hans var
viðbrugðið þegar glíma þurfti við
flókin reikniverk hinnar mekanísku
tækni. Stilla margföldun og deilingu,
samlagningu eða frádrátt sem öll
byggðist á hreyfanleika einstakra
hluta í reiknivélinni. Hann var einnig
natinn við að stilla talnalása og
hyggjum við að hann hafi komið ýms-
um til hjálpar þegar talnalínan hafði
gleymst. Einbeitni hans og starfsvilji
urðu til þess hann var sendur til Sviss
og Ítalíu haustið 1956 til að kynna sér
skrifvélar. Á þeim tíma voru utan-
landsferðir fátíðari en nú og því mik-
ið ævintýri að fá tækifæri til takast
slíka ferð á hendur. Okkur þótti líka
nokkurt ævintýri að fá póstkort frá
honum frá svo fjarlægum löndum en
18. október skrifaði hann föður okkar
frá Ivrea á Ítalíu: „Nú snýst allt um
Hannes Arnórsson
✝ GuðmundurFriðriksson
fæddist í Seldal í
Norðfirði 24. júní
1913. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 31. janúar síð-
astliðinn. Hann var
sonur hjónanna
Guðríðar Guð-
mundsdóttur, f. á
Sveinsstöðum í
Hellisfirði 20.3.
1879, d. 13.10. 1939,
og Friðriks Jóns-
sonar, f. í Hamra-
gerði í Eiðaþinghá 6.9. 1874, d.
17. 6. 1920. Guðmundur var næst-
yngstur fimm systkina sem lifðu
en auk þessara fæddist þeim Guð-
ríði og Friðriki andvana dóttir
sem var frumburður foreldra
aðeins 6 mánaða gömul, þá Hulda
Elma skrifstofumaður sem býr í
Neskaupstað, hún tvö börn og
yngstur er Friðrik rafeindafræð-
ingur, kvæntur Þórheiði Ein-
arsdóttur flugfreyju, þau eiga
tvær dætur en fyrir átti Friðrik
tvo syni. Guðmundur og Oddný
slitu samvistir.
Guðmundur nam rafvirkjun hjá
Hannesi Jónssyni og tók próf í
þeirri grein frá Iðnskóla Austur-
lands sem var undanfari Verk-
menntaskóla Austurlands í Nes-
kaupstað og vann hann að
iðngrein sinni þar til hann hætti
störfum sakir aldurs.
Kveðjuathöfn um Guðmund
verður í Fossvogskirkju í dag og
hefst hún klukkan 15.
Jarðsett verður á Norðfirði
laugardaginn 10. febrúar.
sinna. Elst var Sig-
ríður, þá Gísli, næst
kom Jón, þá Guð-
mundur og yngstur
var Guðlaugur. Jón
er einn eftirlifandi
systkinanna og býr í
Neskaupstað á 96.
aldursári.
Guðmundur hóf
sambúð með Odd-
nýju Sigurjónsdóttur
á Norðfirði, 12. maí
1986. Hún var dóttir
Petrúnar Gísladóttur
og Sigurjóns Guðna-
sonar og eignuðust þau fjögur
börn. Elst er Jóhanna Ríkey, í
sambúð með Sigurliða Guðmunds-
syni rafvirkjameistara, þau búa í
Kópavogi, hún á fjögur börn,
næst var Hulda Guðrún sem lést
Elsku pabbi. Þá er þessu lokið,
allavega að sinni. Síðustu mánuðir
voru þér erfiðir, bæði andlega og lík-
amlega. Andlega af því að þú vildir
ekki vera upp á aðra kominn og lík-
amlega þar sem krabbameinið var
farið að láta þig finna fyrir sér. Þú
sem aldrei vildir vera upp á aðra
kominn og ekki láta hafa fyrir þér
varðst að sætta þig við það hlutskipti.
Pabbi var fæddur í Seldal í Norðfirði
24. júní árið 1913. Hann var næst
yngstur fimm barna hjónanna Guð-
ríðar Guðmundsdóttur og Friðriks
Jónssonar. Pabbi var aðeins 7 ára
þegar faðir hans dó og 14 ára var
hann farinn að vinna úti í þorpi við
beitningar. Það harðræði sem fylgdi
þeirri vinnu setti mark sitt á hann
alla tíð.
Pabbi vann alla almenna verka-
mannavinnu, hann var landformaður
á vertíðum í Sandgerði og á Horna-
firði og honum var skemmt þegar
hann var sæmdur heiðursmerki sjó-
mannadagsráðs Neskaupstaðar. „Ég
landkrabbinn,“ sagði hann „orðu á
sjómannadaginn“. Þarna vísaði pabbi
til þess að hann var afskaplega sjó-
veikur og þoldi vart við þegar hann
þurfti, eftir að hann varð rafvirki, að
vinna um borð í bátum, við bryggj-
una.
Já, pabbi dreif sig í Iðnskóla Aust-
urlands 35 ára að aldri og lærði raf-
virkjun. Seinna kenndi hann tíma-
bundið stærðfræði við sama skóla.
Pabbi var eftirsóttur í sínu fagi og
hann kunni ekki að segja nei. Því var
Guðmundur Friðriksson
✝
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRGVIN HANNESSON,
Suðurhlíð 38B,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Margrét Hallgrímsdóttir,
Ríkharður Sverrisson, Auður Pétursdóttir,
Magnús Björgvinsson,
Andrés Björgvinsson,
Ingveldur Björgvinsdóttir, Eyþór Eggertsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVAVAR JÓNSSON,
Öxl,
Austur-Húnavatnssýslu,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi miðviku-
daginn 31. janúar.
Útförin verður gerð frá Blönduóskirkju laugardag-
inn 10. febrúar kl. 14.00.
Jón Reynir Svavarsson,
Sigríður Bára Svavarsdóttir,
Ásdís Svavarsdóttir, Jörgen Inge Persson,
Guðmundur Jakob Svavarsson, Anna Margrét Arnardóttir,
Dröfn Svavarsdóttir, Torfi Gunnarsson,
Svavar Guðjón Eyjólfsson, Thelma Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
ALFONS GUÐMUNDSSON
vélstjóri,
andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn
4. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Anna Þorleifsdóttir,
Gunnar Jón Alfonsson,
Guðmundur Rúnar Alfonsson, Hildur Kristín Hilmarsdóttir,
Þorleifur Kristinn Alfonsson, Lovísa Agnes Jónsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og
frændi,
GUNNAR FRIÐRIK ÓLAFSSON,
Háholti 14,
Hafnarfirði,
sem lést 29. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnar-
fjarðarkirkju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 13.00.
Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir,
Hulda Ólafsdóttir Scoles, Dave Scoles,
Anna Ólafsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir, Adolf Örn Kristjánsson,
Friðjón Ólafsson, Erna Herbertsdóttir
og frændsystkini.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir,
tengdafaðir, afi og bróðir,
GARÐAR VIGFÚSSON,
Húsatóftum III,
Skeiðum,
lést á heimili sínu laugardaginn 3. febrúar.
Jarðsungið verður frá Skálholtskirkju laugardaginn
10. febrúar kl. 13.00.
Elín Ingvarsdóttir,
Helga Garðarsdóttir,
Ingvar Garðarsson,
Vigfús Garðarsson, Pascale Darricau,
Unnar Garðarsson, Elínborg Harðardóttir,
Sigríður Garðarsdóttir, Steinþór Guðjónsson,
Davíð Garðarsson, Hrafnhildur Jónsdóttir,
Hugrún Valgarðsdóttir, Sævar Valdimarsson,
barnabörn og systkini hins látna.