Morgunblaðið - 06.02.2007, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Fjóla GuðrúnÞorvaldsdóttir
fæddist á Eskifirði 1.
nóvember 1931. Hún
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut 27.
janúar 2007. Fjóla
Guðrún, eða Fjóla
eins og hún var köll-
uð, var dóttir Ólafar
Bjargar Guðjóns-
dóttur og Þorvalds
Þórarinssonar.
Fjóla giftist 6.
september 1955 Þór-
arni Inga Þorsteinssyni, f. 24. febr-
úar 1930, d. 23. mars 2006. Sonur
þeirra er Þorsteinn Skúli tölv-
unarfræðingur, f. 28. júlí 1960.
Fjóla ólst upp á Eskifirði, heima
hjá móðursystur sinni Guðrúnu
Guðjónsdóttur og Ólafi Her-
mannsyni kaupmanni. 16 ára flutti
hún til Reykjavíkur og vann á stof-
unni hjá Halli Hallssyni tannlækni.
Einnig vann hún margvísleg störf
hjá tengdaforeldrum sínum og eig-
inmanni hér á landi og erlendis.
Meðal annars í versluninni Everest
og á prjónastofu á Akranesi og
naglaverksmiðju í Borgarnesi áð-
ur en fjölskyldan
flutti utan. Hún bjó
fyrst í Englandi um
árabil þar sem hún
var húsmóðir, en
fluttist síðan til Afr-
íku, þar sem hún bjó
meðal annars í Tan-
saníu, á Mauritius og
í Nairobí í Kenía þar
sem hún aðstoðaði
eiginmann sinn m.a.
í störfum aðalræð-
ismanns Íslands.
Fjóla fluttist síðan
aftur til Íslands til að
sinna veikri tengdamóður (Þóru)
sinni. Þær voru mjög nánar. And-
aðist Þóra nokkrum árum síðar.
Fjóla var mjög virk í góðgerða-
starfsemi í Afríku, og hekluðu og
prjónuðu Fjóla og Þóra kjóla á
munaðarlaus börn þar. Vegna
stöðu Inga í stórfyrirtækinu Natex
(National Textiles) var mikið um
samkvæmi á heimili þeirra, og
skipulagði Fjóla þessar uppá-
komur og var mjög vinsæll gest-
gjafi.
Útför Fjólu verður gerð frá Nes-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Hvernig lýsir maður dýrlingi? Með
tímanum hefur mér virst fólk glata
allri hógværð, umburðarlyndi, þolin-
mæði og góðmennsku. Leyfið mér að
segja frá ótrúlegri manneskju sem
átti nóg af þessu öllu og meira til,
henni móður minni.
Fjóla Guðrún Þorvaldsdóttir var
fædd á Eskifirði 1. nóvember 1931 og
faðir hennar var Þorvaldur Þórarins-
son og móðir Ólöf Björg Guðjónsdótt-
ir. Þetta voru erfiðir tímar og til 16
ára aldurs dvaldi Fjóla hjá Guðrúnu
Guðjónsdóttur (systur Ólafar) og eig-
inmanni hennar Ólafi Hermannsyni
sem er sagður hafa verið eini kaup-
maðurinn á svæðinu á þeim tíma.
Fjóla og Magnea Magnúsdóttir
fóru frá Eskifirði 16 ára í leit að æv-
intýrum og vinnu í Reykjavík. Þar
var Fjóla í vist hjá Halli Hallssyni
tannlækni í 3 ár. Fjóla var þjálfuð á
tannlæknastofunni þar sem hún vann
sem „clinic dama“ í fleiri ár. Þetta
voru góðir tímar og fannst henni
þetta svo virðulegt starf að hún
minntist þess alla sína ævi.
Eftir að hafa hitt framtíðareigin-
mann sinn, Inga Þorsteinsson, flutti
hún í herbergi hans, heima hjá fram-
tíðartengdaforeldrum sínum, það
voru þau Þóra Guðrún Einarsdóttir
og Þorsteinn Tómas Þórarinsson vél-
stjóri, í Faxaskjóli 24, Reykjavík.
Sagt er „heima er þar sem hjartað
er“ og það er þar sem hjarta hennar
myndi vera alla hennar ævi. Fjóla og
Ingi áttu sér einn son sem heitir Þor-
steinn Skúli Ingason.
Fjölskyldan var ákaflega samrýnd,
og hver einstakur ýtti svo vel undir
jákvæði hjá hinum að þegar Inga datt
í hug að fara til Englands til að bæta
menntun sína varðandi klæða- og
vefnaðarvöruframleiðslu fór öll fjöl-
skyldan með honum.
Til að læra ensku töluðu þau öll það
mál heima fyrstu mánuðina. Ingi fór í
starfsnám hjá klæðaverksmiðju og
Þorsteinn yngri fór í barnaskóla.
Fjóla og tengdaforeldrarnir voru
saman í húsinu sem þau leigðu, og
sterk bönd mynduðust milli þeirra í
ókunnugu landi, sem myndu endast
alla þeirra ævi.
Þau voru eins og foreldrarnir sem
hún átti aldrei.
Þau voru eins og foreldrarnir sem
við myndum öll vilja eiga.
Það var alltaf létt andrúmsloft á
heimilinu. Þorsteinn eldri eldaði
stundum sitt „fræga“ Irish Stew og
þau sátu í kringum arininn og sögðu
hvert öðru það sem á dagana hafði
drifið. Þorsteinn eldri hafði verið vél-
stjóri á skipi og ferðast víða og hafði
frá mörgu að segja. Þannig myndað-
ist kjarni fjölskyldunnar.
Fjóla átti eins auðvelt með að hlýða
á og að halda uppi góðum samræðum.
Fólki þótti gaman að tala við hana og
hún var spennt fyrir frásögnum þess.
Hún átti létt með að gera það yndi að
tala við hana, þar sem hún ýtti undir
samræður með jákvæðum undirtekt-
um og uppbyggjandi skoðunum á um-
ræðu annarra.
Dag nokkurn kom Ingi með fréttir
sem hann sagði frá með varkárni:
Honum hafði boðist starf … en það
var í Afríku! Í kjölfarið var fjöl-
skyldufundur, sem endaði með því að
öll fjölskyldan fór til Dar-es-Salaam, í
Tansaníu, og var þar í fimm ár. Þau
dvöldu öll á Kilimanjaro-hóteli fyrstu
mánuðina, en svo útvegaði Natex
(National Textiles) fyrirtækið loft-
kælt hús fyrir þau öll.
Á meðan karlarnir fóru út að vinna
(og í skóla) sá Fjóla um heimilið, sem
samanstóð af kokki, ráðsmanni, garð-
manni, varðmanni og bílstjóra. Kokk-
urinn sá um að kaupa inn og matbúa
úr öllu þessu furðulega hráefni sem
þau höfðu aldrei bragðað áður. Ráðs-
maðurinn sá um allt innanhúss og
garðmaðurinn leit eftir öllu utan
dyra. Starfsmennirnir tóku sitt hlut-
verk mjög alvarlega og voru ekki
ánægðir ef einhver fór að gera eitt-
hvað á verksviði þeirra.
Þau voru ekki vön því að hafa
svona margt fólk inni á heimili sínu
en að lokum þróaðist þetta út í að
vera eins og fjölskyldan hefði bara
stækkað allt í einu. Það var einfald-
asta leiðin fyrir þau öll að búa saman.
Þess utan hafði hver sín eigin per-
sónueinkenni og sögu og urðu þau
mjög nánir vinir fjölskyldunnar.
Fjóla kom frá nægjusömu umhverfi
sjálf, og þar með kom hún eins fram
við allt fólk. Hún var glöð að vera
þarna sjálf og gerði aðra ánægða með
að vera þar sem þeir voru líka. Hún
var ekki sem einhver yfirmaður
þeirra, frekar eins og ný „móðir,“
sem komin var til að búa hjá þeim.
Hún var einhvern veginn alltaf þann-
ig. Þú vissir að þú varst öruggur hjá
henni, þannig að hún varð nokkurs
konar móðir fyrir aðra. Hvort var um
að ræða þjónustufólkið eða ríkt og
valdamikið fólk, allir vildu eiginkonu/
móður eins og hana.
Hluti af starfi forstjóra Natex var
að halda veislur reglulega í garðinum
heima, með afrískum dönsum og
léttri skemmtun. Þó að sjálf drykki
Fjóla ekki áfengi var hún alltaf dá-
ðasti gestgjafinn í þessum boðum.
Eftir 5 ára dvöl gerði stefna rík-
istjórnar Tansaníu það nauðsynlegt
að endurskoða veru þeirra þar. Að
lokum varð niðurstaðan að flytja til
Mauritius, sem er paradísareyja í
Indlandshafi, mitt á milli Ástralíu og
Afríku. Staðsetning eyjarinnar gerði
það auðvelt að fara á milli þessara
staða ef þörf var á. Í Mauritius settist
fjölskyldan að við St. Jean Street, að-
algötuna í Quatre Bornesn, í húsi sem
hét „Shangri-la“ og urðu allir fjótt
vinir nágrannanna. Þóra eldaði og
Fjóla sá um húsið og aðstoðaði hana.
Um helgar fóru þau iðulega á strand-
hótel víðsvegar um eyjuna, og á
kvöldin spilaði Þorsteinn yngri á gít-
ar úti á svölum fyrir þau, og nóttin
leið hratt. Eins og lífið.
Húsið í Quatre Bornes var mjög
stórt og flott og þungum hlerum var
hægt að renna fyrir gluggana til að
skýla fyrir hvirfilvindum sem fóru yf-
ir eyjuna frá janúarmánuði fram í
apríl á hverju ári. Rafmagn fór af er
upprifin tré skullu á rafmagnslínur,
og öflugur vindur hristi húsin. Hitinn,
rakinn og myrkrið minnti helst á
martröð en alltaf var það Fjóla sem
gekk á milli fólks til að athuga hvort
allt væri í lagi. Það var mikill léttir að
hafa slíka móður hjá okkur.
Þegar komu upp vandræði milli
fólks í nærliggjandi húsum kom fólk
oft til Fjólu til að ræða málin. Hún
hafði einstakt lag við að róa reiði
manna.
Eftir 6 ára dvöl í Mauritius flutti
fjölskyldan til Kenýa, þar sem Þor-
steinn eldri dó á þriðja degi (1981).
Svo flutti fjölskyldan til Spring Vall-
ey í hvítt hús með stórum garði. Fjólu
þótti afar gaman að vinna við blóm.
Flestar myndir af henni frá þessu
húsi eru í garðinum, með ljúf angandi
blómin.
Þegar Þóra, tengdamóðir Fjólu,
greindist með heilaæxli fluttu Fjóla
og Þorsteinn yngri heim til Íslands til
að líta eftir henni. Fjóla gaf sig alla í
að sinna tengdamóður sinni þar til
hún dó. Þær voru nánari en mæðgur,
þær voru orðnar bestu vinir. Það var
þungt högg þegar þau, sem höfðu
alltaf verið 5 voru skyndilega orðin 3.
Svo önnum kafin hafði Fjóla verið
að líta eftir tengdamóður sinni að hún
hafði ekki sinnt sinni eigin heilsu og
nú galt hún fyrir það. Hún greindist
með krabbamein í öðru nýranu og
læknar sögðu að hún ætti tvö ár ólif-
uð. Hún var skorin upp á Landakoti
og þeir töldu sig hafa náð öllu mein-
inu. Það kom henni því þægilega á
óvart að hún skyldi lifa í 13 ár eftir
þetta.
Ingi flutti heim aftur og fór að
vinna hjá hugbúnaðarfyrirtæki. Árið
2006 fékk hann sýkingu og andaðist
eftir að hafa verið meðvitundarlaus í
heilan mánuð á gjörgæslu Landspít-
alans í Fossvogi. Þetta hafði í för með
sér flóknar aðstæður sem höfðu mjög
slæm áhrif á Fjólu. Í framhaldinu
blossaði krabbameinið aftur upp og
nú var það illkynja og búið að dreifa
sér um lungu hennar, skjaldkirtil og
höfuð.
Eins og Fjóla hafði sinnt tengda-
móður sinni, sinnti sonur Fjólu henni.
Hún var eini ættinginn sem hann átti
eftir! – Frá því hann mundi eftir sér
hafði fjölskyldan alltaf verið saman.
Tæpu ári eftir að Ingi lést, kl. 6 27.
janúar 2007, dó Fjóla í örmum sonar
síns.
Hún var í miklu uppáhaldi hjá fólki
úti um allan heim, sem var svo heppið
að hafa þekkt hana, og upplifað aðlað-
andi persónuleika hennar og góð-
mennsku. Hún mun aldrei gleymast.
Heimurinn verður ekki eins án henn-
ar.
Ég þakka þér fyrir að lesa þessa
grein og deila smábroti af lífi þess-
arar merkilegu konu með mér.
Þorsteinn Ingason.
Jæja, Fjóla mín, þá ertu farin eftir
hetjulega baráttu við erfiðan sjúk-
dóm.
Lengi má manninn reyna og hver
segir að lífið eigi að vera dans á rós-
um. Óhætt er að segja að þú hafir átt
fjölbreytt líf og víða komið við á þinni
löngu og viðburðaríku ævi.
Þú giftist ung Inga Þorsteinssyni
og saman genguð þið í gegnum súrt
og sætt og reynduð meira en venju-
legt fólk þarf að gera á ævinni.
Ég fann á þeim mörgu samtölum
sem við áttum að þar var lífsreynd
kona á ferð sem vildi öllum vel og
hafði einstaklega fallegt og gott
hjartalag. Þú dæmdir aldrei neinn og
sást alltaf það góða í öllum, sama
hvað á gekk.
Milli þín og barna minna myndað-
ist sterk vinátta og var gaman að
fylgjast með hvað þú náðir góðu sam-
bandi við þau öll. Við munu koma til
með að minnast og sakna þín í kom-
andi framtíð. Ekki er að efa að þau
hafa lært mikið af því að kynnast
Fjóla Guðrún
Þorvaldsdóttir
LEGSTEINAR
Tilboðsdagar
Allt að 50% afsláttur
af legsteinum og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ALBERT SIGURÐSSON
(Alló rafvirki),
Skarðshlíð 12F,
Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
9. febrúar kl. 13:30.
Blóm vinsamlega afþökkuð en bent er á Sálarrannsóknarfélag Akureyrar.
Edith Þorsteinsdóttir,
Þórey Albertsdóttir, Páll Friðjónsson,
Jón Albertsson, Edda Una Þórisdóttir,
Stefán Jónsson, Filippía Jónsdóttir,
Anna Mary Jónsdóttir, Jón Trampe,
Þorsteinn Jónsson,
Sólveig Björk Jónsdóttir, Elías Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir minn og afi,
JÓN GUÐMUNDSSON,
lést fimmtudaginn 1. febrúar.
Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 16. febrúar kl. 15.00.
Kolbrún Jónsdóttir,
Jón Úlfur Hafþórsson.
✝
Maðurinn minn,
DAVÍÐ DAVÍÐSSON
prófessor,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
sunnudaginn 4. febrúar.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ester Helgadóttir.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR EINAR ÞÓRÐARSON
viðskiptafræðingur,
Klukkurima 93,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn 2. febrúar.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn
6. febrúar, kl. 11.00.
Hulda Theódórsdóttir,
Elín Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson,
Pálína R. Sigurðardóttir, Kristján G. Kristjánsson,
Brynja Guðmundsdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir, Eyþór K. Guðjónsson,
Eyvindur Ívar Guðmundsson, Eyrún Steinsson,
Eyrún Ýr Guðmundsdóttir, Ari Rafn Vilbergsson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, afi, tengdafaðir og bróðir,
HALLDÓR SNORRASON,
Baldursgötu 37,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi mánudaginn 5. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Guðbjartsdóttir (Kristín G. Magnús),
Magnús Snorri Halldórsson, Adine B. Storer,
Dóra Halldórsdóttir, Haraldur Arngrímsson,
Sigurlaug Halldórsdóttir, Pálmi Gestsson,
f.h. barnabarna og systkina hins látna.