Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 29

Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 29
svona einstakri konu eins og þér. Sú viska og reynsla mun verða þeim gott veganesti inn í komandi framtíð. Í lokin vil ég láta fylgja fallegt kvæði Einars Benediktssonar og mun ég ávallt hafa hjartahlýju og fal- legt bros þitt í minningunni. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. En takk fyrir það sem þú hefur gert fyrir okkur og við vottum fjöl- skyldu þinni dýpstu samúð. Kjartan P. Sigurðsson, Kristín Dögg Kjartansdóttir, Grétar Már Kjartansson, Ómar Pétur Kjartansson, Sigurður Kjartansson. Nú þegar mín yndislega móður- systir, Fjóla Guðrún Þorvaldsdóttir, hefur kvatt þessa jarðvist reikar hug- urinn og ég minnist allra góðu stund- anna og símtalanna sem við áttum saman, en Fjóla passaði vel upp á að rækta tengslin við sitt fólk símleiðis þar sem heilsan síðustu árin var kannski ekki eins og best verður á kosið, fyrir utan hvað hún var heima- kær. Heimili hennar var þó alltaf opið gestum og gangandi hvað sem öllu leið og ef eitthvað bjátaði á mátti hringja í hana að nóttu sem degi. Það er mikil gæfa að hafa kynnst Fjólu og átt hana að í gegnum árin, stundum hefur hvarflað að mér að þar væri á ferðinni engill í manns- mynd, slík var manngæskan. Og um- burðarlyndið og þolinmæðin sem hún hafði til að bera var eiginlega ofar skilningi okkar hinna. Hún helgaði sig fjölskyldu sinni og setti velferð hennar ofar öllu. Það sýndi sig ekki síst best í því að snemma á 9. ára- tugnum flutti Fjóla heim til Íslands eftir margra ára veru í Afríku í þeim tilgangi að hugsa um tengdamóður sína, Þóru, sem þá var orðin nokkuð fullorðin og heilsuveil, en Þorsteinn tengdafaðir hennar lést 1981. Einnig sinnti hún Ólöfu móður sinni eftir bestu getu en hún lést í febrúar 1986. Hún bjó með Þóru þar til hún lést snemma árs 1993 og lagði sig alla fram um að Þóru liði sem best í sínum veikindum. Þær voru afar nánar og miklar vinkonur og mikill missir fyrir Fjólu þegar Þóra lést. Sama ár greindist Fjóla með krabbamein í nýra sem var fjarlægt um sumarið. Í september sama ár lést Gígja (Guðný), sammæðra systir Fjólu, úr krabbameini, en eins og nærri má geta hafði Fjóla verið henni stoð og stytta í gegnum tíðina og reyndist henni ákaflega vel þegar halla tók undan fæti. Undanfarið ár reyndist Fjólu sér- lega erfitt, Ingi maðurinn hennar veiktist í febrúar og lá alvarlega veik- ur á gjörgæsludeild Landspítalans í rúman mánuð uns hann lést. Fljót- lega eftir það kom í ljós að Ingi átti aðra fjölskyldu í Englandi þar sem hann hafði búið og starfað um árabil. Sú fjölskylda birtist á Íslandi eftir að Ingi lagðist banaleguna. Þrátt fyrir áfallið og særindin sem það olli henni sat Fjóla hjá honum meðvitundar- lausum á hverjum degi og sá til þess að tímanum væri skipt til jafns á milli fjölskyldnanna, þannig að hin konan og sonur gætu líka verið hjá honum. Þarna sáum við sem á horfðum hvernig Fjóla brást við á aðdáunar- verðan hátt, hún hafði fulla samúð með hinni fjölskyldunni og eftir að Ingi lést lagði hún ríka áherslu á að þessi óskilgetni sonur hans yrði við- urkenndur sem erfðaaðili auk Þor- steins og hennar. Aldrei hefur fallið styggðaryrði af hennar vörum gagn- vart Inga eða hinni konunni. Hafi ég litið upp til Fjólu áður, þá gerði ég það meir en nokkurn tíma fyrr eftir þetta, því ég held að fáum, ef nokkr- um, sé gefið að sýna jafnmikið göf- uglyndi og hjartagæsku við slíkar að- stæður og hún gerði. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að gera gott úr hlutunum, vildi að allir kæm- ust óskaddaðir frá þessu. Nokkrum mánuðum eftir að Ingi lést tók krabbameinið sig upp aftur og lagði hana að velli hinn 27. janúar sl. Þegar komið er að leiðarlokum er ég fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa átt Fjólu að, hafa notið hennar við í gegnum árin, geta leitað til henn- ar í gleði og sorg með kvartanir og kveinstafi, tuð og fjas, og alltaf fengið blíðar móttökur hjá þessari einstöku konu með stóra hjartað. Konu sem hefur mátt reyna margt í lífinu eins og gengur, en ekki látið erfiðleika eða óréttlæti spilla neinu í sínu fari, held- ur varðveitt alla þá góðu kosti sem hún hafði til að bera, og reyndar fleiri en flest okkar, að mínu mati. Ég mun ætíð minnast hennar sem einstaklega hlýrrar, jákvæðrar og góðrar konu sem vildi öllum vel. Það eru mikil við- brigði að heyra ekki rödd hennar lengur á hinum enda línunnar og sakna ég þess sárt. Ég kveð Fjólu nú með þeim orðum sem hún kvaddi mig alltaf með: „Guð blessi þig alltaf, bless elskan mín“. Ólöf Á. Sigurðardóttir (Addý) Fáir hafa markað jafn djúp spor og Fjóla Þorvaldsdóttir í minningum okkar og lífsviðhorfum. Fyrir tíu árum fluttum við mæðg- inin í Faxaskjól 24 og var það mikið happaskref því það varð upphaf kynna okkar við Fjólu Þorvaldsdótt- ur. Við bjuggum í gula húsinu næstu 6 árin og á því tímabili var mikil sam- gangur á milli hæða. Síðan höfum við hist reglulega og talast við í síma. Fjóla var heilsutæp og hélt sig því mest heimavið en var sannarlega heimskona í einu og öllu. Í afrískum slopp með uppsett hárið, með dimma rödd og dillandi hlátur, gat hún sagt frá því þegar hún ólst upp á Eskifirði, frá fyrstu kynnum af eiginmanni sín- um Inga Þorsteinssyni, tengdafor- eldrunum sem henni þótti afskaplega vænt um og síðast en ekki síst, æv- intýralegum árunum í Afríku. Eins gat hún sagt án nokkurrar biturðar frá þeim hluta ævi sinnar sem flestir hefðu talið dimman, árunum eftir að hún kom ein heim til Íslands með veika tengdamóður sína, Þóru, sem hún hjúkraði í nokkur ár, og eins langvarandi eigin veikindum. Fjóla hafði einstaka frásagnargáfu og mik- ið skopskyn. Hún hafði líka hæfileik- ann að hlusta og gefa góð ráð. Hún var trúuð og lagði áherslu á kærleika og fyrirgefningu. Og það er margt sem Fjóla fyrirgaf sem hefði reynst flestum öðrum harla erfitt. Drengjunum mínum tveimur reyndist hún sem besta amma. Hún tók gjarnan á móti Sigursteini þegar hann kom heim úr skólanum og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Sigurður sat oft hjá henni og þau áttu til að teikna og spila, eða bara rabba saman. Fjóla sá einnig alltaf til þess að Ingi keypti eitthvað í Fríhöfninni handa þeim bræðrum þegar hann kom frá London. Fjóla fylgdist vel með fréttum og hélt miklu sambandi við vinkonur sín- ar og ættingja, mest símleiðis. Og svo, sem kom mér einhvern veginn spánskt fyrir sjónir, var hún eldheit- ur áhugamaður um íþróttir, ekki síst fótbolta ef mig misminnir ekki. Það var helst þegar heimsmeistarakeppn- in í fótbolta eða Ólympíuleikar stóðu yfir, að við gátum ekki gengið að Fjólu alveg vísri. Annars sagði hún alltaf „Ragnheiður mín, þú manst, það er 24 tíma vakt á sólarhring!“ Á lífsleiðinni mætir maður endrum og sinnum fólki sem gerir mann að rík- ari og betri manneskju. Fjóla var sannanlega í þeim hópi. Þegar Sig- ursteinn var 6 ára skrifaði hann rit- gerð í skólanum um hvað hús þyrftu að hafa og þetta var lýsingin: „Það þarf að hafa stromp, það þarf að hafa glugga, það þarf að hafa Fjólu“. Með þessum orðum kveðjum við okkar góðu vinkonu. Þakka þér fyrir allt, elsku Fjóla, megi Guð geyma þig og blessa Þor- stein og aðra ættingja á þessum sorg- artíma. Þínir vinir, Ragnheiður, Sigursteinn og Sigurður. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 29 ✝ Sigríður Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 23. janúar 1911. Hún andaðist á Elliheimilinu Grund laugardaginn 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Steinunn Brynjólfs- dóttir, f. í Reykjavík 2. janúar 1883, d. 21. júní 1941 og Bjarni Sverrisson frá Klauf í Meðallandi, f. 13. maí 1879, d. 20. mars 1974. Systkini Sigríðar eru: Sverrir, f. 1903, Ragnar Júlíus, f. 1904, Sæmundur, f. 1906, Rannveig Kristjana, f. 1909, Ásta Lóa, f. 1920 og Sverrir Ragnar, f. 1927. Ásta Lóa og Sverrir Ragnar lifa systkini sín. Sigríður giftist ekki, en eignaðist fjóra syni með Guðbrandi Jónssyni, f. 30. september 1888, d. 5. júlí 1953, þeir eru 1) Jón dýralæknir á Selfossi, f. 18. mars 1929, kvæntur Þórunni Einarsdóttur frá Lækj- arhvammi í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Berta Sigrún sjúkraliði, f. 22. maí 1953, gift Pétri Guðjónssyni rafmagnsverkfræðingi, þau eiga sex börn. b) Sigríður bóndi og bú- fræðingur, f. 5. janúar 1955, gift Hjörleifi Þóri Ólafssyni bónda og rafvirkja, þau eiga fimm börn og fjögur barnabörn. c) Einar trésmið- ur, f. 28. janúar 1958, kvæntur Guð- finnu Elínu Einarsdóttur tækni- fræðingur, f. 2. október 1960, í sam- búð með Guðnýju Freyju Pálma- dóttur sjúkraliða. Guðbrandur var áður giftur Valdísi Andersen, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. c) Unnur Inga sjúkraliði, f. 20. ágúst 1965, gift Sveinbirni Svein- björnssyni, löggiltum endurskoð- anda, þau eiga tvö börn. Unnur bjó áður með Ásgeiri Rúnarssyni og eiga þau eitt barn. 3) Logi hæsta- réttarlögmaður, f. 29. september 1937, kvæntur Kristrúnu Krist- ófersdóttur snyrtifræðimeistara, f. 31. desember 1941. Með fyrri konu sinni, Helgu Karlsdóttur, f. 22. maí 1936, d. 3. janúar 1978, eignaðist Logi fjögur börn, þau eru: a) Karl læknir, f. 28. júní 1962, kvæntur Jó- hönnu Magnúsdóttur leikskóla- kennara, þau eiga þrjú börn, b) Hrafn iðnverkamaður, f. 8. mars 1967, c) Áshildur efnafræðingur, f. 30. júní 1972, gift Sune Rastad Bahn eðlisfræðingi, þau eiga þrjú börn, og d) Sigrún Birna, innan- hússarkitekt og byggingafræð- ingur, f. 6. mars 1974. 4) Ingi Stein- ar, vélvirki í Reykjavík, f. 23. ágúst 1942, kvæntur Theodóru Hilm- arsdóttur, f. 16. janúar 1943. Dóttir þeirra er Hildur Elísabet, f. 8. ágúst 1975, gift Árna þór Erlendssyni, f. 15. maí 1976, dóttir þeirra er Sóldís Lilja, f. 14. desember 2003. Sigríður ólst upp með foreldrum sínum í Reykjavík. Eftir að móðir hennar dó hélt hún heimili með föð- ur sínum, en vann alla tíð utan heimilisins á meðan kraftar leyfðu. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. febrúar og hefst athöfnin klukkan 15. teiknara, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. d) óskírð- ur drengur, f. 8. mars 1960, d. 9. mars 1960. e) Ragnhildur þroska- þjálfi, f. 8. mars 1961, gift Antoni S. Hart- mannssyni kjötiðn- aðarmanni, þau eiga þrjú börn. f) Guð- brandur trésmiður, f. 28. febrúar 1962, kvæntur Guðrúnu Eddu Haraldsdóttur hárskera, þau eiga þrjú börn. g) Ing- ólfur Rúnar landfræðingur, f. 29. september 1963, kvæntur Svan- borgu B. Þráinsdóttur geislafræð- ingi, þau eiga þrjú börn. h) Sveinn Þórarinn pípulagningameistari, f. 10. september 1965, kvæntur Selmu Sigurjónsdóttur húsmóður, þau eiga þrjú börn. i) Brynhildur, félagsliði og þroskaþjálfanemi, f. 8. júlí 1969, gift Guðjóni Kjartanssyni símsmið, þau eiga þrjár dætur. í) Matthildur búfræðingur, f. 11. janúar 1976, í sambúð með Hirti B. Halldórssyni, búfræðingi og viðskiptafræðingi, þau eiga tvö börn. 2) Bjarni, pípu- lagningameistari í Reykjavík, f. 17. nóv. 1932 kvæntur Guðrúnu G. Ingv- arsdóttur, f. 26. september 1932. Börn þeirra eru: a) Kristín Karólína verslunarmaður, f. 22. maí 1955, gift Helga Sigurbjartssyni húsasmíða- meistara, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. b) Guðbrandur tölvu- Elsku amma, mig langar að kveðja þig með þessum sálmi sem kom í huga mér þegar ég frétti af andláti þínu: Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig, ég er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að græðir mig, minnst, mildingur, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramur, ríklyndur og framur, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helzt hverja stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, öll er hjálp af þér, í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason) Guð blessi minningu hennar. Brynhildur og fjölskylda. Amma á Bjargarstígnum er dáin. Oft situr maður sorgbitinn og hrjáð- ur yfir andláti ástvinnar en þegar við fréttum að amma Sigríður Bjarna- dóttir væri dáin var það ekki sorg heldur gleði sem fyllti hugann. Gleði að loksins eftir öll þessi ár hefði hún fengið hvíldina. Amma náði því að verða 96 ára en hún var fædd 23. jan- úar 1911. Síðustu ár ævi sinnar bjó hún á elliheimilinu Grund. Líkam- lega var hún hraust en hugurinn var farinn frá okkur fyrir löngu. Bestu minningar okkar um ömmu voru þegar hún bjó á Bjargarstíg 6 í Reykjavík. Þegar við fengum að koma þangað og gista og það er svo skrítið að þegar við hugsum til baka finnst okkur alltaf hafa verið sólskin á Bjargarstígnum. Amma var alltaf glöð og hlátur- mild og vildi allt fyrir okkur gera. Eitt af því sem við báðum hana alltaf um var að lesa Andrés önd sem hún og gerði en fljótlega fór að síga á hana svefn við lesturinn. Var þá allt- af mikil spenningur að vita hvort hún sofnaði alveg eða hvort henni tækist að klára söguna, ef okkur fannst við vera að missa hana inn í drauma- heima var hnippt í hana, hún hrökk upp og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Í húsinu á Bjargarstígnum bjuggu fleiri fjölskyldur, Bjarni faðir henn- ar, sem hún annaðist um á elliárum hans, Rannveig systir hennar og fjöl- skylda, Sverrir bróðir hennar og fjöl- skylda og seinna Bjarni sonur henn- ar og fjölskylda og einnig litli strákurinn hennar, hann Ingi. Amma eignaðist fjóra syni með Guðbrandi Jónssyni rithöfundi. Jón, Bjarna, Loga og Inga. Oft hefur lífið verið einstæðri móð- ur erfitt en við teljum að það að búa í faðmi stórfjölskyldunnar hafi veitt henni þann stuðning sem til þurfti til að lífið gæti gengið sinn vanagang. Amma var stolt af strákunum sín- um og helgaði þeim allt sitt líf þótt hún hefði ekki um það mörg orð frek- ar en um annað í sínu lífi og þannig var hún dul en hjartahlý og verndaði þá sem í kringum hana voru. Við erum stoltar af því að vera skyldar þessari konu. Megi minning- in um hana lifa með afkomendum hennar um ókomna tíð. Sigríður og Ragnhildur Jónsdætur. Sigríður Bjarnadóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, EBBA THORARENSEN, Efstaleiti 10, Reykjavík, andaðist föstudaginn 26. janúar. Útför hennar fór fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 1. febrúar. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Jónína Ebenezerdóttir, Böðvar Valgeirsson, Ragnheiður Ebenezerdóttir, Stefán Friðfinnsson, Ásgeir Ebenezersson og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVAVARS SVAVARSSONAR múrarameistara, Austurvegi 16, Grindavík. Sæbjörg M. Vilmundsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Hallur Gunnarsson, Lárus Svavarsson, Svavar Þór Svavarsson, barnabörn og barnabarnabarn.  Fleiri minningargreinar um Fjólu Guðrúnu Þorvalds- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Amala Paroomal, Frakklandi., Steinunn H. Yngvadóttir og Sandra Dögg, Benedikt og Jónína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.