Morgunblaðið - 06.02.2007, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólafur Theo-dórsson fram-
reiðslumaður fædd-
ist 28. júní 1951.
Hann lést á heimili
sínu 29. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Erla
Magnúsdóttir, f. 27.
september 1927 og
Theodór Lárus
Ólafsson, f. 18. nóv-
ember 1923, d. 11.
febrúar 1965.
Systkini Ólafs eru:
1) Magnús, f. 16.
apríl 1949, maki Ástríður Inga-
dóttir, f. 30. nóvember 1948.
Börn þeirra eru Erla, f. 17. ágúst
1971, Gunnar, f. 9. september
1977 og Lárus Ingi, f. 22. febrúar
1979, d. 28. júní 1979. 2) Björg, f.
22. júlí 1959. Dætur hennar eru
Erla María, f. 8. júlí 1983 og Hel-
ena Rún, f. 15. nóvember 1992.
Fyrri kona Ólafs er Ásthildur
Kristjánsdóttir, f. 23. janúar
1955. Börn þeirra eru: 1) Theo-
dór, f. 8. janúar 1972, maki Mona
K. Stenbakken, f. 19. september
1975. 2) Kristín Ásta, f. 27. ágúst
1975, maki Óli Ragnar Kolbeins-
son, f. 17. sept-
ember 1978. Börn
þeirra eru Daníel
Dagur, f. 17 sept-
ember 2000 og
Svanhvít Eva, f. 27.
nóvember 2005.
Seinni kona Ólafs
er Kristín Gunn-
arsdóttir, f. 22.
október 1953. Þau
hófu sambúð árið
1991 og giftu sig 2.
desember 2006.
Börn hennar eru: 1)
Andvana fædd dótt-
ir 5. febrúar 1969. 2) Haukur
Pálsson, f. 22. júní 1974, maki
Rakel Dögg Sigurðardóttir, f. 31.
október 1979. Dætur þeirra eru
Helga Lind, f. 6. október 1997 og
Guðríður Ylfa, f. 29. ágúst 2002.
3) Una Guðný Pálsdóttir, f. 31.
nóvember 1975, maki Signar
Kári Hilmarsson, f. 12. ágúst
1975. Börn þeirra eru Máni, and-
vana fæddur 6. október 2000 og
Gunnhildur Ósk, f. 10. desember
2001.
Útför Ólafs verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku pabbi.
Það er erfitt að vera komin hér
saman, systkinin, til að skrifa minn-
ingargrein um föður okkar, ungan
mann sem tekinn var frá okkur allt of
snemma.
Þær eru margar góðar minning-
arnar sem upp koma þegar við sitj-
um hér og rifjum upp okkar tíma
saman. Við minnumst þá sérstaklega
ferðalaganna, reiðtúranna og ófáu
sumarbústaðarferðanna sem við fór-
um saman á yngri árum. Það var allt-
af gaman þegar við fórum upp í bú-
stað en eitt af því skemmtilegasta
var þegar þú fórst með okkur í
göngutúra á kvöldin að leita að álf-
um. Álfum sem þú hefur ætíð getað
séð og talað við. Það þótti okkur allt-
af spennandi.
Já, pabbi, þú varst ávallt einn
glæsilegasti þjónn landsins, og þótt
víðar væri leitað. Að eiga pabba sem
var þjónn þótti okkur gaman, því þá
fengum við iðulega að fara út að
borða á hinum ýmsu veitingastöðum
bæjarins. Við munum líka hvað okk-
ur þótti alltaf gaman þegar þú áttir
að sjá um eldamennskuna heima. Já,
þó fáir réttir hafi verið til á þínum
matseðli tókst þér alltaf að matreiða
uppáhaldið okkar, soðnar pylsur og
mjólk í aðalrétt og prins póló í eft-
irrétt, alltaf jafn gott.
Elsku pabbi. Við vitum að þú ert
nú kominn á betri stað, að þér líður
betur, því þú varst svo friðsæll og fal-
legur og allar þjáningar þínar horfn-
ar. Við kveðjum þig með margar góð-
ar, hlýjar minningar í hjarta. Við
vitum að þú vakir yfir okkur og
verndar.
Minning um góðan föður lifir.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Þín
börn,
Theodór og Kristín.
Nú ert þú dáinn, elsku Óli, á besta
aldri. Þú sem aldrei varðst veikur og
kvartaðir aldrei ef eitthvað bjátaði á.
Enginn hefði trúað því fyrir nokkr-
um vikum að eitthvað myndi gerast.
Þú varst ávallt hress og til staðar.
Enda tók það á okkur öll að heyra
hversu veikur þú varst. Aðeins níu
vikur liðu frá fregn um að þessi
hörmulegi sjúkdómur hefði náð völd-
um á þér þar til þú varst farinn. Bar-
áttan og viljinn til að sigrast á þessu
var ávallt til staðar. Þú varst ákveð-
inn að ná bata fyrir vorið svo að þú
gætir farið að huga að vellinum. En
innst inni vissir þú hversu alvarlegt
ástandið var en barst höfuðið hátt
fyrir okkur. Þessar vikur eru mér
ógleymanlegar og dýrmætar stundir
sem ég mun ávallt hafa efst í huga
mér – þar sem ég gat verið til staðar
fyrir þig eins og þú varst alltaf fyrir
mig. Auðvitað áttum við erfiða daga
og stundum tímabil en hvernig sem
við fórum að því þá tókst okkur alltaf
að greiða úr málunum. Eins og þér
var líkt passaðir þú upp á að góðu
minningarnar stæðu upp úr.
Mér er minnisstæðast þegar þú
hringdir í mig og sagðir mér að þú
hefðir keypt þér nýtt grill, spenning-
urinn var svo mikill þar sem þér
fannst svo skemmtilegt að halda
grillveislur að ég varð að koma og
skoða gripinn. Þetta var engin smá-
smíði, og ekki leið á löngu þar til þú
baðst mig að leggja hellur undir grip-
inn þar sem þér fannst ekki fara
nógu vel um grillið.
Þú varst dætrum mínum góður afi
og viljinn ávallt til staðar að taka þær
með í Víkina hvort sem það var á leiki
eða annað. Víkin var þitt annað heim-
ili. Á sumrin eyddir þú öllum stund-
um á vellinum. Ógleymanleg stund
var hjá þér þegar draumur þinn
rættist og þú fékkst golfbílinn, þú
keyrðir stoltur um völlinn og börnin
slógust um að fá að sitja í hjá þér.
Alltaf var maður velkominn í Víkina í
kaffi, ekki síður en heima hjá ykkur
mömmu.
Við munum verða til staðar fyrir
mömmu og halda í þá hefð að halda
grillveislur reglulega.
Elsku mamma, þó að Óli sé farinn
þá veistu að heimili okkar er þér
ávallt opið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Haukur Pálsson og fjölskylda.
Mig langar að minnast bróður
míns Ólafs Theodórssonar sem lést
29. janúar síðastliðinn.
Við Óli bróðir minn vorum alltaf
mjög náin og góðir vinir.
Þegar ég fæddist var Óli 8 ára, og
þegar mamma sagði honum að barn-
ið væri fætt og það væri stelpa, þá
leit hann á mig, varð svekktur að
barnið væri ekki strákur og taldi
best að ég færi í öskutunnuna. Stuttu
seinna kom hann til mömmu og
sagði: „Stelpan er falleg og ég vil
ekki henda henni.“ Alla tíð síðan hef-
ur hann reynst mér vel.
Æskuminningar okkar úr Langa-
gerði 12 eru góðar þrátt fyrir að hafa
misst pabba okkar ung að aldri. Við
vorum þrjú systkinin, Magnús elst-
ur, síðan Óli og svo ég. Við áttum allt-
af gott heimili, því mamma sá um það
og stendur enn þétt við hlið okkar.
Ég minnist margra góðra stunda
með Óla því hann var léttur í lund og
ákaflega mikið snyrtimenni. Mér
þótti vænt um að vera hjá honum síð-
ustu dagana og stundirnar.
Óli bróðir minn mun alltaf eiga
sérstakan stað í mínu hjarta.
Blessuð sé minning hans.
Björg systir.
Elsku bróðir og mágur.
Okkur finnst reyndar ótímabært
að setjast niður og skrifa minning-
argrein um þig. Margs er að minnast
gegnum tíðina. Við bræður vorum
ungir að árum þegar faðir okkar féll
frá úr sama sjúkdómi og felldi þig,
elsku vinur.
Þú varst hvers manns hugljúfi. Ég
minnist þess ekki að þú hafir nokk-
urn tímann komið óorði á nokkurn
mann. Þú gekkst í sömu fótspor og
faðir okkar og lærðir til framreiðslu-
starfa á Hótel-Sögu. Það voru fjörug
ár svo ekki sé meira sagt.
Ungur gekkstu í hjónaband og
eignaðist tvö indæl börn Theodór og
Kristínu Ástu og voruð þið alla tíð
miklir vinir. Þið fluttust til Noregs
þar sem þú stundaðir þína iðn. Á
sama tíma bjuggum við í Svíþjóð og
urðu heimsóknir nokkuð tíðar. Síðan
liðu árin og þið Ásthildur skilduð og
þú bjóst hjá okkur Ástu um tíma. Á
þeim tíma gekkstu upp og niður
misháar brekkur, en niður á sléttuna
komstu og hittir þína núverandi konu
Kristínu.
Þú hófst störf hjá Knattspyrnu-
félaginu Víkingi sem húsvörður og
síðar vallarstjóri og get ég sagt með
mikilli vissu að þér hafi aldrei liðið
betur í starfi. Víkingur og það fólk
sem þú umgekkst þar átti hug þinn
allan. Þú fylgdist ætíð mjög vel með
fjölskyldu okkar Ástu Erlu og henn-
ar stór-fjölskyldu og Gunnari sem
starfaði hjá Víkingi í nokkur ár og á
milli ykkar myndast mikil vinátta og
trúnaður og þú fylgdist ávallt með
honum og mun hann sakna þín, kæri
vinur, eins og við öll í fjölskyldunni.
Við vitum að vel er tekið á móti
þér.
Guð blessi þig, elsku vinur.
Magnús og Ásta.
Það voru í rauninni ekki óvæntar
fréttir þegar Björg frænka mín
hringdi í mig og sagði að Óli bróðir
hennar væri dáinn, sáru fréttirnar
komu átta vikum áður, þegar Óli
greindist með krabbamein. Ég fylgd-
ist með stríði hans þessar vikur, ró
hans og æðruleysi með fjölskyldu
sína styrka í kringum sig. Ég og
Kiddý systir fórum til hans nokkrum
dögum áður en hann dó, hann vissi
hvert stefndi og með sínum rólegu
augum kvaddi hann mig og sagði
„svona er bara lífið, Steinunn mín,
það veist þú vel“. Já, ég veit það og
veit líka að tvíburabræðurnir feður
okkar taka vel á móti honum. Við
systkinabörnin hittumst í haust og
ákváðum að koma á ættarmóti næsta
sumar þar sem afkomendur okkar
myndu hittast. Óli var mjög áhuga-
samur um að þetta tækist og talaði
um það hvað hann hlakkaði til þess
tíma. Já, ég held að Óli hafi ekki farið
svo langt að hann verði ekki með
okkur næsta sumar ef okkur lánast
að gera það sem hann langaði svo til
að tækist.
Elskulega fjölskylda, ég veit að
sorg ykkar er yfirþyrmandi sár, ég,
systkini mín og mamma vottum ykk-
ur öllum okkar dýpstu samúð og biðj-
um algóðan Guð að styrkja ykkur öll
Nú kveðjum við þig kæri vinur, bróðir
og kæri faðir, sem að okkur ann.
Við þökkum Guði grátandi og hljóðir
fyrir góðan dreng og mann.
Við syrgjum þig með tregafullum tárum
en tárin eru lækning Guði frá.
Við biðjum þess að sviðinn hverfi úr sárum
er sælustunda minnast má.
Í blíðri bæn og von og trú
við biðjum Drottinn Jesú nú,
að heyra hjartans bænamál
að breiða blítt út faðminn sinn
og bera þig í himin inn.
Þar hittumst við, með helgan frið, í okkar sál.
(M.M og J.H.)
Steinunn Steinþórsdóttir.
Ólafur Theodórsson systursonur
minn lést hinn 29. janúar eftir stutt
en erfið veikindi, aðeins 55 ára gam-
all.
Hann Óli var næstelstur barna-
barna foreldra minna en eldri er
Magnús bróðir hans.
Foreldra Óla, Erla systir mín og
Teddi, mágur minn og vinur, hófu
búskap í Mávahlíð 35 og þar fæddust
þeir bræður Magnús og Óli.
Ég og foreldrar mínir bjuggum þá
í Drápuhlíð 7 og var mikill samgang-
ur á milli heimilanna. Ég passaði þá
frændur mína þó nokkuð og stundum
gistu þeir hjá okkur. Komu þeir þá
gjarnan gangandi frá Mávahlíðinni
yfir í Drápuhlíðina og oft með sína
sængina hvor (vel vafða) undir hand-
leggnum. Þetta var skemmtilegur
tími.
Seinna flutti fjölskyldan í Langa-
gerði 12 í hús sem þau reistu sjálf og
þar fæddist litla systir, Björg, árið
1959.
Það var mjög kært með þeim
systkinum, Magnúsi, Óla og Björgu.
Fjölskyldan varð fyrir mikilli sorg er
Teddi dó í blóma lífsins aðeins 42 ára
gamall árið 1965.
Er ég hugsa til baka, til ársins
1951, þá var það að 28. júní fæddist
Óli minn, þann 19. ágúst fæddist Örn
sonur Kiddýjar og Andrésar og þann
31. ágúst voru þeir frændur skírðir,
sama dag og Bíbí systir og Bjarni
giftu sig. Það var yndisleg veisla í
Drápuhlíðinni þennan dag, veisla að
hætti húsmóðurinnar ömmu Guð-
bjargar.
Óli lærði til þjóns á Hótel Sögu og
starfaði þar í mörg ár. Síðustu árin
vann hann hjá Knattspyrnufélaginu
Víkingi.
Hann frændi minn var ákaflega
ljúfur og góður drengur og mér,
Addý frænku, fannst hann yndisleg-
ur.
Elsku Kristín, elsku Teddi og
Kiddý mín, elsku Erla, Björg, Magn-
ús og Ásta og fjölskyldur ykkar allra.
Ég og börnin mín, Guðmundur, Auð-
ur og Guðbjörg, vottum ykkur inni-
lega samúð okkar. Minningin um
góðan eiginmann, föður, son og bróð-
ur mun lifa með ykkur um ókomna
tíð.
Ég kveð hann Óla frænda með
þessari bæn,
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Hrafnhildur Magnúsdóttir.
Með fátæklegum orðum langar
mig að minnast Óla frænda og um
leið þakka honum fyrir þær stundir
sem við áttum saman í gegnum árin.
Símtalið sem ég vonaðist eftir að
kæmi ekki á meðan ég var úti í
Þýskalandi kom mánudaginn 29. jan-
úar. Móðir mín tilkynnti mér að Óli
frændi hafði tapað baráttunni við
þennan illvíga sjúkdóm sem hann
hafði barist við síðan í nóvember.
Ég og Óli vorum búnir að vera
mjög nánir eftir að hann byrjaði að
vinna sem húsvörður í Víkinni. Ég
var að þjálfa handboltalið Víkings í
nokkur ár og þá hittumst við nánast á
hverjum degi. Það voru margar góð-
ar gleðistundir sem við áttum saman
á þessum árum. Óli var mikill Vík-
ingur og var hann því mjög ánægður
að getað starfað fyrir sitt félag. Á
sumrin var hann vallarstjóri og var
hann alltaf stoltur af sínu starfi.
Hann var ákaflega vel liðinn í Víkinni
og eignaðist hann fjölmarga vini í
kringum Víking. Það var ávallt gott
samband á milli Óla og þjálfara og
leikmanna því Óli var alltaf tilbúinn
að redda öllu sem til þurfti. Óli fylgd-
ist alltaf vel með meistaraflokkum fé-
lagsins og missti hann sjaldan af leik,
hvort sem það var í handbolta eða
fótbolta. Ef við vorum að spila á úti-
velli þá reyndi hann að breyta vakt-
inni sinni til að hann kæmist á leik-
inn. Ef við vorum að spila úti á landi,
þá hringdi hann alltaf reglulega í
íþróttahúsið þar sem við vorum að
spila og athugaði stöðuna, ef leikur-
inn vannst, þá leið ekki á löngu þar til
maður fékk hamingjuóskir með sms-
skilaboðum frá honum.
Óli var gull af manni og eftir að
hann veiktist þá hafði hann miklu
meiri áhyggjur af öllum öðrum en
sjálfum sér. Við áttum saman marg-
ar góðar stundir síðustu vikur og að
sjálfsögðu ræddum við mest um Vík-
ing. Ég er mjög þakklátur þeirri
stund sem við áttum saman er ég
heimsótti hann á spítalann áður en
ég fór til Þýskalands. Ég mun aldrei
gleyma þeirri stund er ég kvaddi
hann í síðasta skiptið.
Það verður skrýtið að koma í Vík-
ina og sjá hvergi Óla koma og taka á
móti manni.
Eftir standa dýrmætar minningar
um góðan mann, það hjálpar manni í
sorginni að núna veit ég að honum
líður vel. Hann er kominn á annan
stað þar sem honum er örugglega
ætlað stórt hlutverk. Ég veit að afi og
Lárus Ingi taka vel á móti honum. Ef
ég þekki Óla rétt á hann eftir að taka
þá félaga með sér á völlinn.
Elsku Kristín, Kiddí og Teddi,
megi góður Guð styrkja ykkur í sorg-
inni.
Gunnar Magnússon.
Kveðja frá Knattspyrnu-
félaginu Víkingi
Góður vinur, samstarfsmaður og
félagi er látinn langt fyrir aldur
fram.
Ólafur ólst upp í Smáíbúðahverf-
inu þegar það var að byggjast upp
eftir miðja síðustu öld.
Á fyrstu uppvaxtarárum Ólafs var
Knattspyrnufélagið Víkingur að
móta starfsemi sína á nýju fé-
lagssvæði við Hæðargarð eftir flutn-
ing starfseminnar úr miðbæ Reykja-
víkur. Víkingur öðlaðist nýtt líf á
þessum árum í nýju borgarhverfi,
sem byggt var upp af ungu fólki með
mikinn barnafjölda.
Ólafur og fjöldi annarra drengja
stunduðu íþróttir af kappi á nýju fé-
lagssvæði Víkings við Hæðargarð og
mynduðu með sér félagsskap og vin-
áttu og um leið óbilandi áhuga á
framgangi Víkings sem hefur haldist
æ síðan.
Ólafur lærði síðar til þjóns og vann
á því sviði stóran hluta starfsævinn-
ar.
Ólafur réðst til starfa hjá Víkingi
árið 1999 og starfaði við húsvörslu og
umsjón á vallarsvæðum í Víkinni allt
þar til hann kenndi veikinda sinna
fyrir 9 vikum. Þessi nýja samleið
Víkings og Ólafs hefur verið sérlega
farsæl og ánægjuleg.
Ólafur sinnti störfum sínum af
mikilli samviskusemi og hafði vak-
andi áhuga á hvernig mætti gera
meira og betur í þeim mörgu verk-
efnum sem tilheyra starfi félagsins.
Hann var í þessum efnum tillögu-
góður, sannsýnn og framkvæmda-
samur svo af bar.
Á stað þar sem saman kemur fjöldi
ærslafullra og þróttmikilla ung-
menna og oft þarf að beita aga en
jafnframt lagni svo allt fari vel fram,
var Ólafur í essinu sínu, þar fór hann
létt með að bregða sér í hlutverk lög-
reglustjórans, sáttasemjarans og
leiðbeinandans, allt eftir því hver
þörfin var.
Ólafs verður því sárt saknað í Vík-
inni.
Víkingar þakka Óla samfylgdina
og senda eiginkonu hans, móður
hans og fjölskyldu hugheilar samúð-
arkveðjur.
Þór Símon Ragnarsson
formaður.
Ólafur Theodórsson
Elsku afi. Þú varst svo góður
afi. Ég veit að þú horfðir á
handboltann með mér þegar
Danmörk vann.
Ég sakna þín.
Þinn
Daníel Dagur.
HINSTA KVEÐJA
Fleiri minningargreinar
um Ólaf Theodórsson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Sveinabandið;
Kjartan Hjaltested; M.fl. kvenna
Víkings í handbolta.; Ragnheiður,
Guðlaug, Hjalti, Una, Halldór og
Örn, starfs-félagar í Víkinni.