Morgunblaðið - 06.02.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2007 37
dægradvöl
Staðan kom upp á sterku alþjóðlegu
móti sem lauk fyrir skömmu í Gí-
braltar. Armenski stórmeistarinn Vla-
dimir Akopjan (2.700) hafði hvítt
gegn 16 ára kollega sínum Yuriy
Kuzubov (2.554) frá Úkraínu. 18.
Rxc6! Kxc6 19. Rd5! De8 svartur
hefði orðið mát eftir 19. … Bxd5 20.
exd5+ Kd7 21. Db5+. 20. Da6 Bf8
21. Dxa7 Bc5 22. b4 Dd7 23. Da6! og
svartur gafst upp enda fátt um fína
drætti í stöðu hans. Þetta var úr-
slitaskák mótsins þar sem eftir þenn-
an sigur í lokaumferðinni varð Akopj-
an einn efstur á mótinu með 7½
vinning af níu mögulegum. Íslensku
alþjóðlegu meistararnir Stefán Krist-
jánsson (2.485) og Jón Viktor Gunn-
arsson (2.419) fengu báðir fimm vinn-
inga á mótinu og lentu í 48.–72. sæti
af 176 keppendum.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik
100% leið.
Norður
♠KD105
♥ÁD
♦G953
♣K82
Vestur Austur
♠762 ♠943
♥K10654 ♥G97
♦K ♦10872
♣10754 ♣ÁG6
Suður
♠ÁG8
♥832
♦ÁD64
♣D93
Suður spilar 3G.
Út kemur hjarta og drottning blinds
á fyrsta slaginn. Sagnhafi horfir á sjö
slagi og þarf að búa tvo til í láglitunum.
Það virðist eðlilegt að spila strax tígli á
drottningu, en það er dýrt ef kóng-
urinn er blankur í bakhendi. Vestur
brýtur hjartað og sagnhafi hefur ekki
tíma til að sækja níunda slaginn á lauf.
Þetta er raunar aleina legan þar sem
svíningin kostar samninginn, en það er
óþarfi að taka áhættu þótt lítil sé.
Sagnhafi tryggir sig með því að spila
tígli á ásinn. Ef ekkert merkilegt gerist
fer hann inn í borð á spaða og spilar
næst tígli á drottninguna. Með því er
hann að verja sig gagnvart K10xx í
austur. Ef sú er legan og austur dúkk-
ar getur sagnhafi sótt sér slag á lauf.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 saggi, 4 deila, 7
heiðursmerkið, 8 báran,
9 nöldur, 11 grassvörður,
13 hæðir, 14 ákveðin, 15
listi, 17 jurt, 20 bók-
stafur, 22 eldstæði, 23
rotnunarlyktin, 24 japla,
25 fæddur.
Lóðrétt | 1 eklu, 2 hagn-
aður, 3 duglega, 4 snúra,
5 odds, 6 korns, 10 væn-
an, 12 skjót, 13 flóns, 15
vind, 16 rásar, 18 talaði
um, 19 kvendýrið, 20
egna, 21 nota.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hrakyrðin, 8 kofan, 9 tómur, 10 nón, 11 terta,
13 afræð, 15 skarf, 18 hraks, 21 jór, 22 árita, 23 elgur, 24
tillöguna.
Lóðrétt: 2 refur, 3 kenna, 4 rotna, 5 ilmur, 6 skot, 7 gráð,
12 Týr, 14 far, 15 smáð, 16 aðili, 17 fjall, 18 hregg, 19
angan, 20 sorg.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Jarðeðlisfræðingur hefur lýst efa-semdum um landfyllinguna í Ör-
firisey og reyndar víðar vegna hækk-
andi sjávarstöðu í framtíðinni. Hver er
það?
2Hvað heitir eiginkona BarackObama, hugsanlegs forseta-
frambjóðanda demókrata?
3 Sinfóníuhljómsveitin er að leggj-ast í ferðalög seinna í mán-
uðinum.
Hver er ferðinni heitið?
4Henrik Stenson sigraði á Dubai-meistaramótinu í golfi. Hvaðan
er hann?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Umdeildur dómur var kveðinn upp í
hæstarétti í kynferðisafbrotamáli gagnvart
ungum stúlkum. Eingöngu karldómarar
skipuðu dóminn en tvær konur sitja einnig í
Hæstarétti. Hverjar eru þær. Svar: Ingibjörg
Benediktsdóttir og Hjördís Hákonardóttir.
2. Félagsmenn í umhverfissamtökum hitt-
ust í vikunni sem leið til að ræða hugs-
anlegt þingframboð. Hvað nefnast sam-
tökin? Svar: Framtíðarlandið. 3.
Útgáfuréttur á bók Yrsu Sigurðardóttur,
Þriðja tákninu, hefur verið seldur til enn
eins landsins. Hvaða land er það? Svar: Ta-
ívan. 4. Chelsea hefur neitað að hafa átt í
viðræðum við ítalskan þjálfara um að taka
við liðinu af Jose Mourinho. Hvaða þálfara
er um að ræða? Svar: Marcelo Lippi.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
HVAÐA áhöfn getur verið ber-
skjaldaðri en fiðla og gítar? Sjálf-
sagt má hugsa sér fleiri, en trúlega
telst slíkt dúó þó með þeim við-
kvæmari – fyrir nú utan að spænski
gítarinn er meðal auðkæfðustu
hljóðfæra. Það fyndist því líklega
óvíða betri staður en suðaust-
urhornið í aðalsal Listasafns Ís-
lands fyrir dúó Laufeyjar Sigurð-
ardóttur og Páls Eyjólfssonar.
Ómfyllingin sem þar náðist á
fimmtudag var ótrúleg. Allt hljóm-
aði meira en venjulega, „larger than
life“ eins og Engilsaxar segja, og
sætti sömuleiðis undrum hversu
gott jafnvægi kom fram milli hljóð-
færanna.
Nafnlaust dúó þeirra Laufeyjar
hefur þegar starfað í 20 ár og mætti
því eins fara að huga að heiti, sbr.
orð skáldsins um að landslag væri
lítils virði ef það héti ekki neitt.
Fluttu þau þrjú íslenzk verk, öll
samin fyrir dúóið, og í lokin verk
eftir józk-færeyska tónskáldið
Kristian Blak. „Gefjun“ [9’] frá 2000
eftir Hilmar Þórðarson var fjöl-
breytt að áferð og með sterkum frá-
sagnarblæ, hvort sem vakað hafi
fyrir höfundi Selundarplæging
verndargyðju óspjallaðra meyja, út-
reið hennar í Lokasennu eða hvor-
ugt. Kenna mátti stöku sinni ávæn-
ing af frumi úr Liljulagi og Ár vas
alda í líflega samstilltri túlkun
þeirra félaga.
„Vapp“ [9’; 1993] eftir Þorkel Sig-
urbjörnsson kvað minna höfund á
„varfærnislegt vapp fugla, e.t.v. í
leit að ormi“. Stemmningarríkt
verkið minnti mig nú ekki síður á
hofferðugan mórískan ballett frá
Íberíuskaga, að ekki sé minnzt á
bóleró-hryninn í lokin, og var form-
rænt séð vel samtengt allt til enda
með íhugulu sex tóna einkennishex-
akorði. Tvíþætt Sónata [12’; 2006]
Tryggva M. Baldvinssonar var ekki
sízt sérkennileg fyrir leitandi svart-
hvítar stílandstæður sínar, þar sem
ýmist var slegið á eitilhvassa af-
strakta strengi eða látið líða áfram í
dreymandi valsfaðmlagi undir kinn-
roðalausum moll. Elegían (II) gat í
upphafi leitt hugann að ang-
urværum smelli Faurés, en fór óð-
ara annað.
„NADN“ [9’], þríþætt lokaverkið
eftir Blak frá 1988, bar hebreskt
hljómandi þáttaheitin „Nign“,
„Doina“ og „Oy Tate“. Það var til-
einkað eiginkonu hans Sharon
Weiss og samið undir áhrifum frá
gyðingatónlist. Mest þótti mér
spunnið í I, þar sem sama hryn-
frumið aðskildi mislíka efniskafla,
en öllu grynnra virtist yfir II og
III. Líkt og í fyrri verkum var leik-
ið af innlifaðri alúð, og stóðu tón-
leikarnir eftir sem notaleg ögur-
stund í þverrandi skammdegi.
Nafnlausa dúóið
TÓNLIST
Listasafn Íslands
Verk eftir Hilmar Þórðarson, Þorkel Sig-
urbjörnsson, Tryggva M. Baldvinsson og
Kristian Blak. Laufey Sigurðardóttir fiðla
og Páll Eyjólfsson gítar. Fimmtudaginn 1.
febrúar kl. 12.
Myrkir músíkdagar
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Ásdís
Nafnlaus Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari.