Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Bolir með kraga ermalausir og stutterma             Sími 567 7776 - Opið frá kl. 12-18 Höfum opnað LAGERÚTSÖLU í Síðumúla 3-5 MIKILL AFSLÁTTUR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is NÝ vefgátt hefur verið opnuð þar sem safnað hefur verið saman miklu magni landfræðilegra upplýsinga handa almenningi, skólum og sér- fræðingum. Vefurinn ber heitið landakort.is og er hannaður af Þor- valdi Bragasyni. Nánar tiltekið er um að ræða vef- gátt þar sem birtir eru tenglar í vef- síður sem sýna kortagögn og annað landfræðilegt efni innanlands sem utan. Vefsíðunum er raðað eftir völd- um efnisflokkum sem aðgengilegir eru á forsíðu, en stutt skýring fylgir hverri skráningu. Jafnframt eru birtar fréttir um það helsta sem er að gerast hér á landi í útgáfumálum korta og landupplýsingaþjónustu á Netinu. Þorvaldur Bragason hóf að leggja drög að vefnum í meistaranámi sínu við Háskóla Íslands sem lauk í febr- úar sl. en í meistaraverkefni sínu fjallaði hann um miðlun upplýsinga um landfræðileg gögn á Íslandi. Við rannsóknir sínar viðaði hann að sér miklum heimildum og tilvísunum á vefnum sem honum fannst full ástæða til að flokka og setja í að- gengilegt form á einn stað. Var þetta gert til hliðar við meistaraverkefnið. „Með því móti sá ég kost á því að geta miðlað öðrum gríðarlegu efni með skipulögðum hætti,“ bendir hann á. „Ég er áhugasamur um að birta upplýsingar um kort og land- fræðileg efni á Netinu og tók ákvörð- un um að láta efnið spanna breitt svið. Í upphafi velti ég fyrir mér hvernig flokkun efnisins ætti að fara fram og varði nokkrum tíma í þá vinnu. Á síðari stigum fór vefurinn að taka á sig mynd þegar ég fann hugbúnað sem hentaði til framsetn- ingar og naut ég aðstoðar Garðars Garðarssonar netráðgjafa í þeim efnum. Að lokum var vefurinn kom- inn í endanlegt horf og orðið tíma- bært að opna hann. Þeir notendur sem geta haft gagn af efni vefjarins eru í raun allir þeir sem hafa áhuga á að finna landakort á Netinu. Vefurinn mun án efa nýt- ast öllum almenningi og skólakerfinu sömuleiðis. Einnig munu sérfræð- ingar í mörgum greinum geta nýtt sér vefinn. Þarna er um að ræða mik- ið efni sem er samankomið á einum stað og það vita þeir sem til þekkja hversu vinnusparandi það er að fara inn um eina vefgátt í leit að tilteknu efni.“ Ferðamál og kortavefsjár Á landakort.is er efnið flokkað í 12 meginflokka sem síðan er skipt upp í 38 undirflokka. Í meginflokkum eru m.a. ferðamál, kortavefsjár, söfn og fjarkönnun. Meðal undirflokka má nefna kortavefi og -verslanir, gervi- tunglamyndir, loftmyndir, korta- og landfræðisöfn svo fátt eitt sé nefnt. Þorvaldur segist stefna að því að stækka vefinn umtalsvert í náinni framtíð, þó með þeim fyrirvara að efnið standist ákveðnar kröfur. „Ég vil fjölga tenglunum sem fara inn á vefinn og jafnframt vil ég hafa tæki- færi til að búa til efnisorðakerfi til að efla leit í vefgáttinni. Ég sé ýmsa möguleika á áframhaldandi þróun t.d. í samstarfi við ýmis fyrirtæki.“ Þorvaldur segir að við vinnslu vefjarins hafi það komið honum tölu- vert á óvart hversu mikið landfræði- legt efni sé tiltækt á Netinu, bæði ís- lenskt efni og erlent. „Þegar saman fór sú staðreynd að gífurlegt efni var að finna á Netinu og áhugi minn á miðlun þessara upplýsinga var nán- ast sjálfgefið að vefur af þessu tagi myndi líta dagsins ljós,“ segir Þor- valdur sem ætlar að halda áfram að bæta vefinn. Kort og landfræðilegar upplýsingar á nýrri vefgátt Morgunblaðið/Kristinn Netið Vefurinn heitir landakort.is og er hannaður af Þorvaldi Bragasyni. TENGLAR .............................................. landakort.is FULLTRÚAR úr Átakshópi ör- yrkja, þeir Arnór Pétursson, Arn- þór Helgason og Hannes Sigurðs- son, hafa sent frá sér fréttatilkynningu. Þar segjast þeir hafa afþakkað samstarf við Bar- áttusamtök eldri borgara og ör- yrkja vegna framboðs til Alþingis í vor. „Við teljum að ekki muni nást sú breiðfylking sem þarf til þess að slíkt framboð skili árangri, enda hafa ýmis samtök aldraðra og ör- yrkja beinlínis tekið afstöðu gegn slíku framboði. Við teljum þessa af- stöðu ámælisverða og hörmum að stjórnir samtakanna skuli ekki bera gæfu til þess að styðja með einum eða öðrum hætti við framboðið,“ segir m.a. í tilkynningunni. Fulltrúarnir úr átakshópnum spyrja hvort það geti verið að for- ráðamenn samtakanna séu svo bundnir eða háðir þeim stjórnmála- flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi að það móti þessa „óskiljanlegu af- stöðu“. Meiri áhersla á aldraða Þeir telja einnig að umræðan vegna framboðs eldri borgara og öryrkja hafi orðið til þess að flestir stjórnmálaflokkar leggi nú meiri áherslu á málefni lífeyrisþega en áður. Þó halli mjög á fatlaða í um- ræðunni. Þá óska þeir Baráttuhópn- um góðs gengis og hvetja fatlað fólk til að skoða vandlega þá kosti sem verða í boði í vor. Afþakka samstarf við Baráttu- samtökin HINN 20. mars nk. fer fram ráð- stefna á Grand Hotel um breyttar áherslur í þjónustu aldraðra. Meðal framsögumanna verða þær Angela Joel Anderson og Mary Lonergan, framkvæmdastjórar White Oak í Ástralíu, en fyrirtækið býður upp á alhliða umönnun í heimahúsum. Morgunblaðið ræddi við aðra þeirra, Angelu Anderson, en hún er iðju- þjálfi að mennt og hefur mikla reynslu á sviði heilbrigðis- og örygg- isráðgjafar; hefur sinnt einkarekstri í áratug og er varaformaður félags smáfyrirtækja í Ástralíu. „Við erum lítið, einkarekið fyrirtæki sem brúar bilið milli spítala og heimilis. Starf okkar miðar aðallega að því að gefa einstaklingum sem hafa verið á sjúkrahúsi tækifæri til að komast fyrr heim en ella, auk þess sem við bjóðum öldruðum sem þarfnast minniháttar aðstoðar upp á þann val- kost að dvelja heima hjá sér í stað þess að fara á hjúkrunar- eða elli- heimili,“ segir Angela. Hún kveður tilgang heimsóknarinnar fyrst og fremst þann að sýna Ís- lendingum fram á hvernig einkafyr- irtæki geti stuðl- að að eflingu hins opinbera heil- brigðiskerfis. „Tökum okkur sem dæmi: Við erum lítil og skilvirk eining með fagfólk í hverri stöðu. Við erum sveigjanleg sökum smæðarinnar og ég tel að þegar allt kemur til alls sé það alls ekki kostnaðarsamara fyrir ríkið að verja fjármunum í einkaaðila á borð við okkur, þar sem opinberar stofn- anir eru oft á tíðum mjög ósveigjan- legar og skriffinnskan þar yfirþyrm- andi.“ Angela segir að með einkarekstri á þessu sviði minnki álag á sjúkrahúsum og hjúkrunar- heimilum til muna auk þess sem ánægja sjúklinga með heilbrigðis- kerfið aukist, þar sem þeir geta valið milli þess að vera á stofnun eða fá þá hjálp sem þeir þarfnast heima við. Þjónustan í fyrirrúmi Að sögn Angelu er umræðan um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu oft á tíðum lituð af því viðhorfi fólks að einkafyrirtæki svífist einskis við að hámarka eigin hagnað og það komi niður á gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er. „Okkar markmið er alls ekki að stórgræða á þessu, umönnunin er alltaf í fyrsta sæti og við förum eftir ákveðnum stöðlum og siðareglum,“ segir Angela. Að sögn Angelu hafa viðtökur Ástrala við þjónustu White Oak verið mjög góðar, ekki bara hjá þeim sem nýta sér þjónustuna, held- ur einnig aðstandendum þeirra, sem geti nú varið auknum tíma með sín- um nánustu án þess að vera föst í umönnunarhlutverkinu. Brúa bilið milli spítala og heimilis Áströlum boðið upp á einkarekna umönnunarþjónustu Angela Joel Anderson UM hundrað manns tóku þátt í vor- maraþoni Félags maraþonhlaupara í Reykjavík um helgina. Hlaup- ararnir, konur og karlar á öllum aldri, hlupu hálft eða heilt mara- þon. Keppnin hófst við gamla Raf- veituhúsið í Elliðaárdal og hlaupið var eftir hitaveitustokknum inn Fossvogsdalinn, út á Ægissíðuna og til baka. Þeir sem þreyttu heilt maraþon hlupu leiðina tvisvar sinn- um. Þrátt fyrir snjóinn sem kyngt hafði niður fór hlaupið fram í blíð- skaparveðri, lygnt var og hitinn um 1,4 gráður á Celsíus. Morgunblaðið/Sverrir Vormaraþon í mjöll og rjómablíðu „HINIR staðföstu stríðsandstæðing- ar“ er heiti á hópi félagasamtaka sem eiga það sameiginlegt að hafa alla tíð andæft stríðinu í Írak og gera það enn. Í hópnum eru ungliðahreyfingar tveggja stjórnmálaflokka auk félaga sem látið hafa sig varða friðar- og af- vopnunarmál. Nú þegar fjögur ár eru liðin frá þessari hörmulegu innrás hefur heim- inum aldrei mátt vera betur ljóst hví- lík mistök voru þar gerð. Mistök þessi nutu fulltingis íslensku ríkisstjórnar- innar. Mánudagskvöldið 19. mars munu „hinir staðföstu stríðsandstæð- ingar“ efna til baráttusamkomu í Austurbæ, þar sem hernáminu verð- ur mótmælt og þess krafist að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins sví- virðilega stuðnings við ólöglegt árás- arstríð, segir í fréttatilkynningu. Dagskráin hefst kl. 20. Ávörp flytja: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar. Tónlistaratriði: XXX Rottweilerhundar, Ólöf Arnalds & Vilhelm Anton Jónsson. Upplestur: Bragi Ólafsson. Kynnir: Davíð Þór Jónsson. Hinir staðföstu stríðsand- stæðingar eru: Samtök hern- aðarandstæðinga, MFÍK, Þjóðar- hreyfingin – með lýðræði, Ung vinstri græn og Ungir jafnaðarmenn. „Stjórnvöld axli ábyrgð“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.