Morgunblaðið - 19.03.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Atvinnuauglýsingar
Rennismiðir/
járnsmiðir/nemar
óskast
Vélvík ehf. óskar að ráða rennismiði, vélvirkja
og nema í rennismíði. Í boði eru góð laun á
afar vel búnu verkstæði þar sem verkefni eru
fjölbreytt. Tækifæri fyrir vandvirka menn með
metnað.
Vélvík ehf., Höfðabakka 1, 110 Reykjavík,
sími 587 9960, netfang: velvik@velvik.is
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Krabbameinsfélagsins Framfarar verður
haldinn þriðjudaginn 27. mars nk. kl. 17:30 í
Skógarhlíð 8 (hús Krabbameinsfélagsins).
Dagskrá:
1. Dr. Unnur Anna Valdimarsdóttir heldur erindi
um krabbamein í blöðruhálskirtli og
lýðheilsurannsóknir.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Húsnæði óskast
70-100 fm húsnæði óskast
fyrir félagasamtök
Óskum eftir um 70-100 fm húsnæði á jarðhæð
með góðu aðgengi fyrir félagasamtök.
Æskileg staðsetning í póstnr. 103,104,105 eða
108. Staðgreiðsla í boði.
Nánari upplýsingar veitir:
Fasteignamarkaðurinn ehf.
Óðinsgötu 4, s. 570-4500.
Félagslíf
GIMLI 6007031919 I
HEKLA 6007031919 IV/V
IOOF 10 1873198 III
I.O.O.F. 19 1873198
MÍMIR 6007031919 III
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
✝ Sigurrós Lár-usdóttir fæddist
31.5. 1921. Hún lést
7. mars síðastliðinn.
Sigurrós Lár-
usdóttir var dóttir
hjónanna Lárusar
kaupmanns Björns-
sonar og Sig-
urbjargar Sig-
urvaldadóttur, konu
hans. Þegar hún
fæddist bjuggu for-
eldrar hennar á
jörðinni Vatnshól í
V-Húnavatnssýslu.
Sigurrós fæddist í nágrannabænum
Hvammstanga.
Hún flutti með foreldrum sínum
til Reykjavíkur þriggja ára gömul
og bjó hjá þeim til tvítugs, tók þá
saman við Anton Bjarnason, sem
síðar varð málarameistari. Með
Antoni eignaðist hún fimm börn á
sambúðarárunum, Þorstein sem
varð rithöfundur og býr í Hvera-
gerði, Sigríði Eygló, húsfreyju í
Reykjavík, Grétar Örn, tæknifræð-
ing í Noregi, og Ívar Hauk mat-
reiðslumann sem lést 6. september
2004. Sigurrós var elst fjögurra
barna þeirra Sigurbjargar og Lár-
fjörð vestanverðan frá smábarns-
árunum uns hann flutti suður um
tvítugt.
Björn, faðir Lárusar, var lengst
af bóndi í Hnausum í Húnaþingi.
Hann var sonur Kristófers Finn-
bogasonar á Stóra-Fjalli í Borg-
arfirði og konu hans Helgu Blön-
dal. Móðir Lárusar hét Ingibjörg
Þorvarðardóttir og var Vestur-
Húnvetningur í báðar ættir. Sig-
urbjörg kona Lárusar og móðir
Sigurrósar var Sigurvaldadóttir
Þorsteinssonar frá Gauksmýri í
Línakradal og Ólafar Sigurð-
ardóttur, húsfreyju þar.
Anton og Sigurrós slitu sam-
vistum 1948 og skildu lögskilnaði
1949. Nokkrum árum síðar tóku
þau saman aftur og eignuðust eftir
það synina Grétar Örn og Ívar
Hauk. En Sigurrós hafði eignast
Kolbrúnu Lilju í millitíðinni. Hún er
myndlistarkona.
Sigurrós stundaði ýmsa lausa-
vinnu um ævina en var einkum hús-
móðir. Hún var engin hversdags-
manneskja og var alla tíð leitandi
sál. Hún var smágerð og hin glæsi-
legasta á vöxt og ásýnd þegar hún
var upp á sitt besta. Hún var stjórn-
söm og stríðin.
Útför Sigurrósar fer fram frá
Grafarholtskirkju í dag, mánudag-
inn 19. mars, og hefst athöfnin kl.
13.
usar, næst í röðinni
var Ingibjörg Kristín,
svo Sigurvaldís Guð-
rún, yngst var Hulda
Birna sem búsett var
fullorðinsár sín í Los
Angeles og átti þar
fjölskyldu. Hinar
þrjár voru Reykvík-
ingar. Valdís lifir nú
ein systra sinna.
Eftir komuna suð-
ur bjuggu foreldrar
Sigurrósar fyrst við
Túngötu. Lárus gerð-
ist þá mjólkurpóstur.
Hann kom sér upp kúabúi í Vatns-
mýrinni og tók að framleiða mjólk í
atvinnuskyni. Lárus missti fjósið og
hlöðuna í bruna. Í framhaldi af
þeim umskiptum eignaðist hann
verslun á horni Freyjugötu og
Njarðargötu þar sem hann verslaði
næstu áratugina með nýlenduvörur
eins og það var þá kallað. Þau Lár-
us og Sigurbjörg fóstruðu Þorstein,
fyrsta barn Sigurrósar og Antons.
Anton fæddist á heimili foreldra
sinna og systkina í Hólkoti í Hegra-
nesi, Skagafirði, árið 1914, en ólst
upp hjá föðurbróður sínum, Jó-
hanni Oddssyni, á Hóli við Siglu-
Elsku amma.
Núna ertu búin að kveðja okkur og
ég veit að þú ert hvíldinni fegin. Þú
sagðir mér alltaf að þú vildir fá að deyja
áður en þú yrðir þannig að þú gætir
ekki séð um þig sjálf. Þér varð ekki al-
veg að ósk þinni og fékkst 5 ár inni á
elliheimili. Flest af þeim góð, þrátt fyrir
mikinn heilsubrest hjá þér. Ég hefði
svo innilega viljað að þú hefðir fengið
inni á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, þá
hefði verið svo lítið mál að heimsækja
þig en því var ekki við komið. Þar sem
þú vildir ekki dvelja á Grund þá varstu
skikkuð til að velja þér elliheimili út á
landi. Þetta er auðvitað alveg forkast-
anlegt elsku amma en svona er víst
komið fram við eldra fólk á Íslandi. Bið-
listarnir eru svo langir að fólk verður
bara að grípa það pláss fegins hendi
sem að því er rétt. Einstaklingsfrelsið
er algjörlega vanvirt, eða frelsið til að
velja á hvaða elliheimili maður lendir.
Þú fékkst inni á Dvalarheimilinu
Klausturhólum á Kirkjubæjarklaustri,
og fluttir þangað árið 2002. Kirkjubæj-
arklaustur er fallegur staður og þar leið
þér vel. Síðan varstu flutt nær okkur
haustið 2005 eða inn á Hjúkrunarheim-
ilið á Víðinesi.
Það var mikil sorgarsaga þegar þú
varst skorin upp vegna gruns um
krabbamein í lungum. Þú reyndist
bara vera með gamlan steingeldan
berklablett sem var hjúpaður varnar-
vef, frá því að þú varst krakki. Þú tal-
aðir í 20 ár um að það hefðu verið gerð
læknamistök á þér. Þú varst uppfull af
reiði vegna þessa. Enda var þessi
lungnaaðgerð þér dýrkeypt. Þú náðir
þér aldrei almennilega á strik eftir
hana. Þú sagðir að málið hefði verið
þaggað niður.
Elsku amma, þú varst góð kona en
alls ekki allra og á undan þinni samtíð.
Ég var þitt fyrsta barnabarn. Þú varst
ekkert spennt fyrir því að ég kallaði
þig ömmu þannig að ég kallaði þig „hí-
ros“ eða þangað til að þú gafst mér
leyfi til að kalla þig ömmu.
Það var alltaf soldið spes að koma á
Bjarkargötuna til þín. Glæsileg húsa-
kynni sem hæfðu glæsilegri konu eins
og þér. Þar voru alltaf einhverjir út-
lendingar á ferðinni og spes lykt. Þú
hafðir unun af reykelsi.
Ég var oft mjög stolt barn stand-
andi á stól við þakgluggann að horfa á
lífið í kringum Tjörnina og fannst mér
mikill heiður að því að þú skyldir
treysta mér til að halda á kíkinum þín-
um. Þú treystir mér snemma amma
og talaðir alltaf við mig eins litla full-
orðna, ég er þakklát fyrir það.
Þú varst margslunginn karakter.
Það eru ekki allar konur sem reykja
vindla, en það gerðir þú við sérstök
tækifæri. Þú varst alltaf glæsileg til
fara og barst þig alltaf sem drottning.
Þú hafðir ekkert gaman af veisluhöld-
um. Það fannst mér eiginlega vera
þinn helsti ókostur. Þannig að það
voru engin jólaboð hjá þér eins og öðr-
um ömmum. En þannig varstu bara.
En hvernig varstu þá? Þú barst hag
þeirra sem minna máttu sín fyrir
brjósti hvort sem þeir voru á Íslandi
eða erlendis. Greiddir t.d. fé í neyð-
arsöfnun félags Íslands-Palestínu fyr-
ir 20 árum.
Gamli tíminn átti ekki við þig. Þessi
karllægi heimur. Dansa þétt upp að
karlmanninum og láta hann stjórna í
þrengri og víðari merkingu þess orðs,
það átti ekki við þig, ég veit það. Enda
kaustu að búa ein eftir skilnaðinn við
afa þar til að þú misstir heilsuna.
Við áttum mörg heimspekileg sam-
töl, amma, það eru mínar bestu minn-
ingar um þig. Hafðu mínar bestu
þakkir fyrir.
Þegar ég var unglingur sagðirðu
mér að þú værir ekki í þjóðkirkjunni.
Ég var ekki sátt. En þá svaraðir þú að
bragði: „Guð er ekki í kirkjunni meira
en annars staðar. Guð er alls staðar
og ég trúi ekkert frekar á kristinn
guð, heldur en Búdda eða íslamskan
guð.“ Þú trúðir á karma og endur-
holdgun. Elsku amma, takk fyrir
þessa jarðvist. Sjáumst í næsta lífi.
Lucinda S. Árnadóttir.
Afi var einn sá yndislegasti maður
sem ég hef kynnst. Hann var ráða-
góður, tillitssamur, góður og hrein-
lega fyrsta flokks afi! Helgi afi var tíð-
ur gestur heima hjá mér og spiluðum
við mikið saman. Oftast spiluðum við
ólsen ólsen, en þó líka stundum önnur
spil. Í hvert sinn sem hann vann hrós-
aði hann sigri með háværum og smit-
andi hlátri og með að hrópa: „Yess!
Yess!“ þannig að maður gat ekki ann-
að en brosað. Mér finnst ég enn heyra
hláturinn og ég sé hann enn brosandi
fyrir mér. Ég var heppin að fá að
þekkja svona yndislegan mann.
Jóhanna Helga.
Í vissum skilningi má segja að Sig-
urrós Lárusdóttir hafi verið fóstra
mín hér á árum áður. Við Grétar son-
ur hennar, vorum skólafélagar í Mið-
bæjarskólanum og leikfélagar að
auki. Síðar átti ég eftir að leigja her-
bergi hjá Sigurrós á Bjarkargötu 10,
reyndar þrisvar sinnum. Þetta voru
skemmtilegir tímar og nokkuð ljóð-
rænir, eftir á að hyggja.
Sigurrós var ekki þessa heims; hún
var nefnilega álfkona. Hún var svo
skilyrðislaus frelsisunnandi að allt
annað varð að víkja. Í því sambandi
rifjast upp gömul saga.
Það var einn góðviðrisdaginn að
Sigurrós átti leið fram á stigagang.
Hittir hún þar fyrir mann nokkurn í
reiðileysi. Henni þótti hann nokkuð
flóttalegur til augnanna og heldur
svona umkomulaus. Dreif hún mann-
inn því inn í eldhús og færði honum
kaffi og meðlæti. Komumaður var
stöðugt að líta út um gluggann, líkt og
einhvers ills væri að vænta að utan.
Þegar hann hafði drukkið kaffið og
hesthúsað brauðið, stóð hann upp og
skundaði til dyra. Sigurrós fylgdi
honum til dyra og kvaddi hann á
tröppunum. Sá hún það síðast til
hans, að hann tók á rás og hljóp suður
Bjarkargötu í átt að Gamla-Garði.
Skömmu síðar bar lögregluna að
garði. Spurðu laganna verðir Sigur-
rós, hvort hún hefði orðið vör óvenju-
legra mannaferða. Ekki neitaði hún
því. Lýstu þeir þá fyrir henni manni,
sem greinilega var sá hinn sami og
setið hafði til borðs í eldhúsi hennar
skömmu áður. Reyndist þetta þá vera
strokufangi frá fangelsinu á Skóla-
vörðustíg 9.
Ég þykist vita, að þegar hér var
komið sögu, hefðu flestir þeirra sem
leggja eitthvað upp úr því að kallast
sómakærir borgarar, sagt lögreglu-
þjónunum skilmerkilega í hvaða átt
maðurinn hefði haldið. En þar eð Sig-
urrós var fremur af kyni álfa en
manna hugsaði hún málið í eigin sam-
hengi. Hún spurði því laganna verði
hvers sök þessa strokufanga væri.
Hún reyndist harla smá. Sigurrós sá
því að skaðlaust væri þótt maðurinn
fengi að njóta frelsisins nokkra stund;
þess yrði hvort sem er tæpast langt
að bíða þar til lögreglan hefði hendur í
hári hans. Því benti hún til norðurs og
sagði manninn hafa hlaupið í þá átt-
ina, þveröfugt við það sem rétt var.
Skilyrðislausari virðingu fyrir rétti
manna til frelsis er tæpast að finna.
Þegar Sigurrós var um sextugt,
seldi hún íbúð sína á Bjarkargötu og
flutti á Vesturgötuna. Síðar, þegar
hún fann ellina sverfa að, lagði hún
land undir fót og settist að á elliheim-
ilinu á Kirkjubæjarklaustri. Þangað
átti hún engar rætur að rekja, enda
Húnvetningur að kyni. En austur á
Klaustri búa álfar í klettum og þar
gerast ævintýr. Á slíkum stað var hún
fóstra mín á heimaslóðum. Atvikin
höguðu því á þann veg að hana bar
aftur suður að Faxaflóa. Síðustu
misserin dvaldi hún á elliheimilinu á
Víðinesi.
Ég óska fóstru minni og vinkonu
góðrar ferðar inn í þá kletta, þar sem
ljósið ríkir og ævintýri gerast í ríki
frjálsborinna álfa.
Pjetur Hafstein Lárusson
Og æskunnar menjar það meinlega ber sem
mitt var hið dýrasta og eina
um síðuna þá, sem þar óskrifuð er,
ég ætla ekki að metast við neina:
mig langar, að sá enga lýgi þar finni sem
lokar að síðustu bókinni minni.
(Þorst. Erlingss. Úr ljóðinu Bókin mín.)
Ég hitti Sigurrósu fyrst er ég kom í
björtu íbúðina á Vesturgötu með elsta
syni hennar, í byrjun árs 2001, og þáði
kaffisopa. Hún var fínleg falleg kona,
seig, farin að eldast. Það kom að því
að hún gat ekki búið ein og að eigin
ósk og með hjálp barna sinna fór hún
alla leið að vistheimilinu Klausturhól-
um á Kirkjubæjarklaustri, þar sem
ég átti eftir að heimsækja hana með
syni og nokkrum barnabörnum henn-
ar, nokkur skipti. Þakklæti og gleði
skein þá úr augum hennar. Mér var
fljótlega sagt að það þýddi ekki að
færa Sigurrósu afskorin blóm, hún
vildi frekar sjá blómin á völlunum og
hesta í haga. Náttúrubarn mikið.
Þegar heilsan fór að gefa sig meir
vildi hún vera nær fjölskyldu sinni og
fluttist að Víðinesi (Hrafnistu) á Kjal-
arnesi.
Þessi ár sem ég hef þekkt Sigur-
rósu dáðist ég að því hvað hún var fín,
vildi vera vel til fara og lagði mikið
upp úr því að litir færu saman, kjóll,
peysa og hálsfesti, silfurlitt hárið vel
greitt.
Saga Sigurrósar var sérstök, áttaði
ég mig á, hún var ekki allra, annt um
fólk, eignaðist vini, erlenda sem inn-
lenda, m.a sem hún leigði húsnæði um
tíma og héldu tryggð við hana. Hafði
ferðast töluvert. Hafði áhuga á listum
og dulspeki, leitandi. Tvö afkvæma
hennar hafa gert að lífsstarfi sínu
myndlist og ritlist, að hluta arfur frá
hvetjandi móður. Eftirminnilegt var
að sjá í Víðinesi vatnslitamyndir sem
mæðgur tvær höfðu gert í samein-
ingu (Sigurrós og Lilja), blómlegar
sumarmyndir, í hreinum tærum lit-
um, og þar voru einnig margar ljós-
myndir af fjölskyldu og barnabörn-
um;
brúðkaupsmynd, stúdentamyndir.
Minnist ferða okkar saman að sjá
hestana í Mosfellsdal, og síðast liðið
sumar þegar setið var í sólinni á þeim
fallega útsýnisstað þar sem Víðines-
heimilið er. Ŕósiń eins og hún var
stundum kölluð sem barn, var orðin
hvíldinni fegin, lézt að kvöldi dags 7.
marz, eftir stutt veikindi. Ég sendi
börnum hennar, Eygló, Grétari, Lilju
og Þorsteini, barnabörnunum ellefu,
eftirlifandi systur og vinum
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurrósar
Lárusdóttur. Hvíl í friði.
Norma.
Sigurrós Lárusdóttir