Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 21

Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 21 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Fyrir tveimur árum komumst við að þvíað engin okkar hafði lengur áhuga áþví að vinna einsömul og okkur lang-aði líka til að vinna á stað þar sem að- staðan væri eins og okkur dreymir um. Við ákváðum því að slá til og byggja okkar eigin dýralæknamiðstöð,“ segir Ellen Ruth Ingi- mundardóttir dýralæknir sem er ein þeirra þriggja kvenna sem hafa ráðist í það stórvirki að byggja 300 fermetra dýralæknamiðstöð í Grafarholtinu þar sem eingöngu verður hugað að smádýrum. Hinar tvær eru þær Steinunn Geirsdóttir og Sif Traustadóttir. „Þegar við höfðum fundið lóðina þá var næsta skref að finna arkitekt og við leituðum ekki langt yfir skammt, því kona nokkur sem er eigandi hunds sem Steinunn hefur verið að hlúa að, er arkitekt og tók að sér verkið. Annar hundaeigandi reddaði okkur smiðum og sá sem lagði gólfefnið er með hesta í Keflavík sem ég hef mikið sinnt. Grafíski hönnuðurinn sem hannaði lógóið, heilsufarsbækur og annað tengt miðstöðinni, er kona með hunda og hesta sem við höfum sinnt. Dýrin hafa því leitt okkur til margra þeirra sem vinna að byggingunni og það er auðvitað hið besta mál. Þetta er fólk sem hefur fullan skilning á þörfum dýra.“ Hundar og kettir ekki hlið við hlið Þær Ellen, Sif og Steinunn skoðuðu teikn- ingar af dýralæknamiðstöðvum á bandarískum heimasíðum til að fá hugmyndir, en Sif kynntist góðum aðstæðum þar í landi á námsárunum. „Síðan suðum við saman nokkrar teikningar til að fá út draumaaðstöðuna. Við vildum til dæmis hafa skoðunarherbergi fyrir hverja og eina okkar til að geta allar á sama tíma tekið sjúk- linga inn til okkar. Við ætlum líka að vera með sérherbergi fyrir ketti og sérherbergi fyrir hunda sem verða hvort í sínum endanum á hús- inu,“ segir Ellen og bætir við að þær hafi hann- að dýralæknamiðstöðina með áherslu á það að viðskiptavinirnir fari helst ekki inn fyrir skoð- unarherbergin. „Eigendurnir koma auðvitað með dýrunum inn í fyrstu grunnskoðun en bæði skurðstofan og aðstaða fyrir skítugri aðgerðir eins og að tæma graftarkýli og annað í þeim dúr, verður alveg sér.“ Frjóar og fullar af hugmyndum Þær ætla líka að vera með góða verslun í dýralæknamiðstöðinni, til að þjónusta við- skiptavinina með sjúkrafóður og þar verður einnig fullt af nýjum gæludýravörum sem ekki fást annarsstaðar. Og þar sem þær eru allar fjölskyldumanneskjur, þá lögðu þær í hönnun húsnæðisins áherslu á aðstöðu fyrir börnin sín. „Við verðum með gott fjölskylduherbergi þar sem verður eldhús, sófi, matarborð og útgengt út á pall til að leika eða sitja úti í góðu veðri. Við viljum ekki láta börnin okkar dúsa í einhverju kaffihorni heldur viljum við að þau geti verið í friði með sitt dót og hafi gaman að því að vera hjá okkur í vinnunni, þegar við þurfum að taka þau með okkur, sem óhjákvæmilega gerist stundum,“ segir Ellen og bætir við að það hafi verið mjög skemmtilegt að hanna dýralækna- miðstöðina, því þær séu allar mjög frjóar og enginn skortur hafi verið á hugmyndum. Tannlækningar dýra og atferlisfræði Ellen segir ástæðu fyrir því að þær ákváðu að sinna eingöngu smádýrum á nýja spít- alanum. „Þá verður þetta allt saman snyrtilegra og fólk verður minna vart við okkur, það verða ekki hestar og kýr á lóðinni, enda ekki pláss fyrir stór dýr á 300 fermetrum, og ekki aðstaða fyrir þau heldur. Við völdum þessa staðsetn- ingu líka vegna þess að það er hvorki dýralækn- ir í Grafarvogi né Grafarholtinu, þannig að þar er þörf fyrir þessa þjónustu. Gæludýrum hefur líka fjölgað mikið á Reykjavíkursvæðinu.“ Þær hafa skapað sér nokkra sérstöðu með því að sérmennta sig á óvenjulegum sviðum. „Ég hef sérhæft mig í tannsjúkdómum smá- dýra og er að bæta við það núna og við verðum líka með mjög góða aðstöðu til tannaðgerða. Sif er að sérmennta sig í atferlisfræði dýra með at- ferlismeðhöndlun þeirra í huga og Steinunn hefur bætt við sig menntun í sjúkdómum hunda og katta.“ Allar eiga þessar kjarnakonur sjálfar gælu- dýr, Ellen á hund og hesta, Sif á bæði ketti, hunda og naggrís en Steinunn lætur ennþá duga að eiga fiska. Engar kýr eða hross á lóðinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Tannhreinsun Steinunn hreinsar tennurnar hennar Tinnu. Til stendur að opna Dýralæknamiðstöðina um næstu mánaðamót og þá verður kynning- ardagur þar sem fólki verður boðið að líta á aðstöðuna. www.dyrin.is Dýrakonur Tíkin Snotra, hundurinn Brósi og kötturinn Snæfríður í heimsókn hjá dýralæknunum Ellen, Sif og Steinunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.