Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 15 MENNING VALGERÐUR Andrésdóttir píanóleikari heldur einleiks- tónleika í Salnum annað kvöld kl. 20. Efnisskrá Valgerðar er forvitnileg, en þar er að finna verk tónskáldanna Toru Take- mitsu frá Japan og Sofiu Gu- baidulinu frá Rússlandi, auk pí- anósónötu eftir Franz Mixa, sem á árunum eftir 1930 starf- aði mjög að tónlistarmálum á Íslandi og markaði spor í tón- listarsögu okkar. Þá leikur Valgerður einnig pí- anósónötu KV 576 eftir Mozart og Dante- sónötuna eftir Franz Liszt. Valgerður starfar við Tónlistarskólann í Hafnarfirði. Tónlist Gubaidulina, Mixa og Mozart í Salnum Valgerður Andrésdóttir SKÁLDSPÍRURNAR eru iðn- ar við kolann, og í kvöld rennur upp hið áttugasta og fyrsta Skáldspírukvöld frá upphafi. Linda Vilhjálmsdóttir ljóð- skáld verður skáld kvöldsins. Hún les úr nýjustu ljóðabók sinni, Frostfiðrildunum, en einnig úr fyrri ljóðabókum. Rætt verður við Lindu um verk hennar og þróun í listinni. Að vanda er aðgangur er ókeypis, en rétt er að minna enn á að spírurnar hafa fundið sér nýjan samastað, sem er á efstu hæð bókaverslunar Eymundssonar í Austur- stræti, fyrir ofan Te og kaffi. Ljóðlist Linda ljóðar á skáldspírurnar Linda Vilhjálmsdóttir LJÓSMYNDUN sem listgrein og samtímaljósmyndir verða viðfangsefni Péturs Thomsens á fyrirlestri í Opna listaháskól- anum í hádeginu á morgun, eða kl. 12.15. Hann segir frá verki sínu, Aðfluttu landslagi, sem byggt er á ljósmyndum frá virkj- anasvæðinu við Kárahnjúka. Pétur Thomsen er menntaður í Frakklandi, hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði heima og erlendis, og haldið einkasýningar í Sviss, í Sýrlandi og í Rússlandi. Opni listaháskólinn er í húsnæði í LHÍ, Skip- holti, stofu 113, og þangað eru allir velkomnir. Fyrirlestur Aðflutt landslag Péturs Thomsens Pétur Thomsen Fjöruverðlaunin veitt í fyrsta sinn Til að efla sam- stöðu kvenskálda Morgunblaðið/Sverrir Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SEX konur, Þorgerður Jörund- ardóttir, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir, Anna Cynthia Lepla- ir, Margrét Tryggvadóttir, Kristín Steinsdóttir og Hélene Magnússon, hrepptu í gær Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, er þau voru veitt í fyrsta sinn, á Góugleði, bókmenntahátíð kvenna. Forsaga þess að efnt er til Góu- gleðinnar og bókaverðlaunanna er sú, að í október sl. komu saman um tuttugu konur innan Rithöfunda- sambands Íslands sem fannst kom- inn tími til að efla tengsl sín á milli og standa saman að uppákomu sem tengdist konum og ritstörfum. Há- tíðin hófst með málþingi þar sem meðal annars var spurt hvernig styrkja mætti stöðu kvenrithöfunda á Íslandi; hvort íslenskar skáldkon- ur hefðu jafngreiðan aðgang að tækifærum og skáldkarlar og hvernig konunum farnast í jóla- bókaflóðinu. Hápunktur Góugleð- innar var útnefning „höfunda bóka- fjörunnar“. Að sögn aðstandenda Góugleð- innar verða þær raddir sífellt há- værari sem segja að jólabókaflóðið og þær markaðsaðferðir, sem þá ráða ferðinni, gefi ekki rétta mynd af þeirri fjölbreyttu flóru rita sem gefin er út á Íslandi. Margar áhugaverðar bækur nái sér ekki á flot í flóðinu og drukkni jafnvel með öllu. Telja ýmsir að bókum eftir konur sé sérlega hætt við þessum örlögum. Með þetta í huga var skipuð valnefnd sem í áttu sæti Hrefna Haraldsdóttir, Vilborg Dag- bjartsdóttir og Þorgerður E. Sig- urðardóttir. Nefndarkonur gengu fjöruna eftir jólabókaflóðið, tíndu upp bækur eftir konur sem út komu á síðasta ári og ekki hlutu verðskuldaða athygli og völdu þá fimm titla sem þeim þótti skara fram úr. Fjöruverðlaunin Hélene Magnússon tekur við verðlaununum í gær; Vilborg og Inga Huld fylgjast með. BANDARÍSKIR tónlistargagnrýn- endur hafa eins og fleiri gagn- rýnt Fílharmóníusveitina í Berlín fyrir að vera trega til að ráða konur í sveitina, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Ekki er langt síðan fyrsta konan var ráðin til að spila þar. Stórveldið í Berlín hefur svar- að fyrir sig og spyr á móti hvern- ig Bandaríkjamönnum gangi að ráða blökkumenn og aðra minni- hluta í sínar hljómsveitir. Af sjö- tíu og einum hljóðfæraleikara Fílharmóníusveitar Long Island er einn blökkumaður og tveir af suður-amerískum uppruna. Svo má böl bæta … Ólafía eftir Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur: Ævisaga Ólafíu Jó- hannsdóttur – sérlega vönduð og vel unnin ævisaga stórmerkilegrar og einstakrar konu, hér er sérstöku lífs- hlaupi og persónueinkennum hennar gerð góð skil og bókin varpar skýru ljósi á samtíma Ólafíu. Rósaleppaprjón í nýju ljósi eftir Hélene Magnússon: Hér er farið yfir sögu hins forna íslenska rósaleppa- prjóns, og birtar nýjar prjónaupp- skriftir og hugmyndir um það hvern- ig hægt er að nýta rósaleppaprjón í hönnun dagsins í dag. Afar falleg og vel hönnuð bók. Mitt er betra en þitt eftir Þorgerði Jörundsdóttur (hún er einnig höf- undur mynda): Skemmtileg blanda af fantasíu og raunveruleika sem allir kannast eflaust við, bæði börn og full- orðnir. Textinn er skemmtilegur og vel skrifaður og myndirnar sérlega fallegar og frumlegar. Skoðum myndlist eftir Önnu Cynthiu Leplar og Margréti Tryggvadóttur: Sérlega falleg bók sem opnar heim myndlistar fyrir börn og vekur áhuga þeirra á að beita eigin aðferðum við skoðun mynd- listar. Með þessari bók er verið að vinna mikilvægt brautryðjendastarf. Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur: Hér segir frá ekkjunni Sigþrúði sem er komin á efri ár. Á yf- irborðinu er sagan létt og skemmtileg saga konu sem er á jaðri mannfélags- ins – en undir yfirborðinu er átak- anleg saga konu sem lífið hefur leikið grátt frá bernsku. Bækurnar fimm og brot úr umsögn dómnefndar Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞETTA er jákvætt,“ segir Hekla Dögg Jóns- dóttir, en hún er ein sjö íslenskra myndlista- manna sem sýna nú í Trygve Lie galleríinu í Norsku sjómannakirkjunni í New York. „Hér eru allir af vilja gerðir og hafa mikinn áhuga á að sýna verk okkar Íslendinganna.“ Þau sem sýna eru Aron Reyr Sverrisson, Birta Guðjónsdóttir, Davíð Örn Halldórsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hlaðgerður Íris Björnsdóttir, Óli G. Jóhannsson og Vala Haf- stað Enard. Síðast Færeyingar, nú Íslendingar Að sögn Heklu Daggar var það Laufey Vil- hjálmsdóttir Bustany, annar sýningarstjór- anna, sem kom til Íslands og valdi verk, en galleríið sérhæfir sig í að sýna norræna mynd- list. „Síðasta sýning var með verkum fær- eyskra listmanna, en nú var komin röðin að Ís- landi. Galleríið hefur ekki oft verið með samsýningar ungra listamanna, en Elfi von Kantzow, sem er komin á níræðisaldur, og bú- in að vera sýningarstjóri við safnið í fjölda- mörg ár og setja upp mörg hundruð sýningar, hefur þó mikinn áhuga á ungum listamönnum. Hér er mjög þægilegt fólk að vinna með og ég er sátt við sýninguna. Hún er mjög ólík því sem venjulega er hér. Hér eru til dæmis ekki oft sýnd verk í nýjum miðlum, frekar hefð- bundin myndlist.“ Trygve Lie galleríið er ekki stórt, og því eru ekki nema eitt til tvö verk eftir hvern ís- lensku listamannanna á sýningunni. „Þetta eru svolítil sýnishorn af okkar list,“ segir Hekla Dögg. Hún undirstrikar að fjölbreyti- leiki verkanna sé mikill, og hafi Bandaríkja- menn áhuga, þá sé einfalt mál að leita ferskari upplýsinga um listamennina og verk þeirra. Á sýningunni eru fimmtán listaverk; málverk, ljósmyndaverk, skúlptúr, hljóð- og mynd- bandsverk. Aðspurð hvað hún telji Bandaríkjamenn geta lesið úr sýningunni um myndlist á Ís- landi, segir Hekla Dögg það vera ýmislegt. „Það einkennir til dæmis verk Íslendinganna að þeir eru ekkert uppteknir af hefðinni.“ Í Ameríku getur allt gerst – segja sumir, og víst er draumur margra að hljóta þar frægð og frama. Spurningin er hverju lítil sýning í litlu galleríi í þessari risaborg myndlist- arinnar geti áorkað í þágu sýnendanna. „Allar sýningar geta verið til gagns – maður veit aldrei, sem betur fer. Í mínu tilfelli, þá tók ég þátt í sýningunni vegna áhuga gallerísins, sem vill reyna að kynna unga listamenn. Mér finnst maður þurfa að sýna gott viðmót þegar fólk sýnir manni áhuga og er tilbúið að leggja á sig vinnu fyrir það sem við erum að gera. Laufey fór til dæmis aftur og aftur í gegnum verk til að velja saman þann hóp sem þeim fannst koma best út fyrir galleríið. Ég hugsa ekki endilega um það hvort sýning komi mér sjálfri vel, það að sýna skapar ákveðin sam- skipti við samfélagið.“ Það var Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra og fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sem opnaði sýninguna að við- stöddum um 200 gestum. Að sýna skapar samskipti við samfélagið Sjö íslenskir myndlistarmenn sýna í Trygve Lie galleríinu í New York »Mér finnst maður þurfaað sýna gott viðmót þeg- ar fólk sýnir manni áhuga og er tilbúið að leggja á sig vinnu fyrir það sem við er- um að gera. Fjölbreytt Skuggi heitir þessi mynd eftir Hlað- gerði Írisi Björnsdóttur á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.