Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 13

Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 13
● GENGIÐ hefur verið frá kaupum Glitnis á 68,1% hlut í finnska fjár- málafyrirtækinu FIM Group af ellefu stærstu hluthöfum félagsins. Áform- ar Glitnir að gera yfirtökutilboð í eft- irstandandi hluti í FIM í byrjun næsta mánaðar. Aðalfundur FIM Group var haldinn í Helsinki fyrir helgi. Þar var kosin ný stjórn en hana skipa Bjarni Ármanns- son, forstjóri Glitnis, Frank Ove Reite, Sverrir Örn Þorvaldsson, Nikl- as Geust og Vesa Honkanen. Í tilkynningu frá Glitni er haft eftir Bjarna að ánægja sé ríkjandi með að þessum hluta kaupanna sé lokið. Haldið verði áfram með framgang viðskiptanna eins og lagt hafi verið upp með. Gerir Bjarni ráð fyrir að yf- irtökutilboð komi fyrir páska þegar gerð tilboðsgagna sé lokið og sam- þykki viðeigandi yfirvalda liggi fyrir. Kaupin í FIM Group gengin í gegn MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF *Nafnávöxtun í ISK, EUR, USD og GBP á ársgrundvelli fyrir tímabili› 31/01/07-28/02/07. Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R Ávaxta›u betur - í fleirri mynt sem flér hentar Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a Kaupflings í ISK, EUR, USD og GBP. Haf›u samband vi› rá›gjafa í síma 444 7000. 5,4%* ávöxtun í evrum 8,5%* ávöxtun í dollurum 15,8%* ávöxtun í krónum 7,1%* ávöxtun í pundum VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ... NIÐURSTÖÐUR Íslensku ánægju- vogarinnar 2006 voru kynntar ný- verið en í áttunda sinn var könnuð ánægja viðskiptavina með þjónustu þeirra fyrirtækja sem taka formlega þátt í mælingunni. Úrtakið var tæp- lega 35 þúsund manns úr þjóðskrá á aldrinum 15 til 75 ára. Íslenska ánægjuvogin er félag sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa að. Á vef Samtaka iðnaðarins er greint frá niðurstöðunum en þar segir m.a. að mælingin sé talin mikilvæg þar sem rannsóknir hafi sýnt að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækja séu, því betri afkomu geti þau gert sér vonir um. Spurt var um sjö flokka fyrirtækja og hæstu einkunnina yfir alla flokka fékk SPRON með 75,1 stig, líkt og sparisjóðurinn hefur gert undanfar- in sjö ár. Hann var því efstur í flokki fjármálafyrirtækja. Í flokki tryggingafélaga var Tryggingamiðstöðin efst annað árið í röð, með 71,9 stig. Vodafone var efst í flokki farsímafyrirtækja með 64,5 stig, Hive var efst í hópi netveitna með 68,5 stig og Ölgerðin Egill Skallagrímsson endaði í fyrsta sæti í flokki gosdrykkjaframleiðenda með 72,2 stig, lækkaði þó milli ára um nærri fjögur stig. Hitaveita Suðurnesja varð efst í flokki rafveitna fimmta árið í röð, með 71,3 stig, og í flokki smásölufyr- irtækja varð Byko efst með 66,9 stig og velti ÁTVR úr sessi. Þessi flokkur nær eingöngu til byggingavöruversl- ana, olíufélaga og ÁTVR. Enn varð SPRON efst í ánægjuvoginni Ánægja Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem urðu efst í sínum flokki með viðurkenningar Íslensku ánægju- vogarinnar 2006. Íslenska ánægjuvogin 2006 Efstu fyrirtæki í hverjum flokki SPRON 75.1 Ölgerðin 72.2 Tryggingamiðstöðin 71.9 Hitaveita Suðurnesja 71.3 Hive 68.5 BYKO 66.9 Vodafone 64.5 ÍBÚÐAVERÐ á höfuðborgarsvæð- inu hækkaði í febrúar um 0,3% frá fyrri mánuði samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Fasteignamat ríkisins birtir. Sl. þrjá mánuði nemur hækkunin um 1,9% og nemur 12 mánaða hækkun um 5%. Sérbýlishús lækkuðu um 2,2% en fjölbýlishús hækkuðu aftur á móti um 1,1%. Íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu á síðustu þremur mánuðum hefur hækkað að meðal- tali um 0,6% milli mánaða. Hækkar líka á landsbyggðinni Fram kom í hálffimmfréttum Kaupþings, að miðað við undirvísi- tölu húsnæðisliðar í vísitölu neyslu- verðs, sem Hagstofa Íslands birti á mánudaginn, nemi hækkun fast- eignaverðs fyrir landið í heild um 1% að meðaltali síðustu þrjá mánuði. Miðað við ofangreindar niðurstöður bendi allt til þess, að húsnæðisverð á landsbyggðinni hafi hækkað sam- hliða hækkun á höfuðborgarsvæð- inu. Engar upplýsingar liggja hins vegar fyrir um verðþróun í öðrum landshlutum það sem af er ári. Greiningardeild Kaupþings segist telja, að allt útlit sé fyrir að umsvif á fasteignamarkaði aukist á næstu misserum í ljósi auðveldari aðgangs að lánsfé sem eins gæti leitt til auk- innar eftirspurnar á markaði og þar með sett þrýsting til hækkunar fast- eignaverðs á landinu öllu. Fasteigna- verð hækkar KAUPÞING banki mun leggja 26,2 milljarða króna í nýjan sjóð, Kaup- thing Capital Partners II, sem fjár- festa mun í óskráðum félögum og er fyrsti slíki sjóðurinn sem Kaup- þing banki stofnar ásamt utanað- komandi fjárfestum. Jafnframt hefur bankinn safnað 39,3 milljörðum króna frá utanað- komandi fjárfestum. Kaupþing mun því eiga 40% í sjóðnum en stærð hans verður alls 65,5 milljarðar króna, eða 500 milljónir punda. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að hinir utanað- komandi fjárfestar séu einkum fjárfestingarfélög, lífeyrissjóðir og efnaðir einstaklingar. Kaupþing hugðist upphaflega safna á bilinu 13 til 26 milljörðum króna frá fjár- festum en vegna umframeftir- spurnar var sú fjárhæð hækkuð í 39 milljarða króna. Stefnt er að því að loka sjóðnum á næstu vikum. Fjárfestingar Kaupþings í óskráðum félögum munu framvegis fara inn í sjóðinn en honum verður stýrt af Kaupthing Principal In- vestments, sem er það teymi bank- ans sem sérhæfir sig í fjárfest- ingum í óskráðum félögum. Þær eignir bankans í óskráðum félögum sem bankinn átti um síðastliðin áramót verða ekki færðar inn í sjóðinn. Aukið gagnsæi Í tilkynningunni segir að stofnun sjóðsins muni auka gagnsæi og gera stefnu bankans varðandi fjár- festingar í óskráðum félögum skýr- ari og fastmótaðri. Sjóðurinn muni auðvelda Kaupþingi að taka þátt í fleiri og stærri verkefnum en áður, auk þess sem búast megi við því að tilkoma sjóðsins skapi aukin verk- efni hjá öðrum tekjusviðum bank- ans. Kaupþing stofnar Capital Partners II ● BIRTÍNGUR útgáfufélag, sem keypti útgáfurétt allra tímarita Fróða í september sl. og í lok árs útgáfu- félagið Fögrudyr, hagnaðist um átta milljónir króna síðustu fjóra mánuði ársins 2006 sem félagið var starf- andi. Rekstrartekjur á þeim tíma námu 249 milljónum króna og EBITDA-hagnaður var 14 milljónir. Birtíngur flutti starfsemi sína í nóv- ember sl. frá Höfðabakka 9 á Lyng- háls 5 og er nú öll starfsemi félags- ins undir einu þaki. Gefur félagið út tímaritin Nýtt Líf, Séð & heyrt, Mann- líf, Gestgjafann, Hús & Híbýli og Vik- una, auk Ísafoldar, sem Fögrudyr hófu útgáfu á, og í febrúar sl. hóf Birtíngur útgáfu á Sögunni allri, tíma- riti um Íslands- og mannkynssöguna. Í tilkynningu frá Birtíngi segir að saga tímaritaútgáfu á Íslandi und- anfarin ár hafi verið „vörðuð erf- iðleikum og gjaldþrotum“ og því sé ánægjulegt að félagið skuli sýna hagnað strax á fyrsta starfsári, sem þó náði aðeins yfir fjóra mánuði. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Birtíngs DÓMARI í Kaliforníu í Bandaríkj- unum hefur fellt niður allar ákærur á hendur Patriciu C. Dunn, fyrrver- andi stjórnarformanni tölvufyr- irtækisins Hewlett-Packard (HP), í máli sem kom upp á síðasta ári og sneri að meintum njósnum um starfsmenn fyrirtækisins. Dunn sagði af sér sem stjórn- arformaður HP ásamt þremur öðr- um háttsettum yfirmönnum fyr- irtækisins þegar upp komst að einkaspæjarar höfðu verið ráðnir til þess að kanna leka úr stjórn HP til fjölmiðla. Málið rataði alla leið inn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem lét skammir sínar dynja á þess- um fyrrverandi yfirmönnum HP fyrir að brjóta á rétti starfsmanna. Þremenningarnir sem sögðu af sér með Dunn verða einnig lausir allra mála gagnvart dómstólum í Kaliforníu þegar þeir hafa skilað af sér 96 klukkustunda vinnu í þágu samfélagsins. Þetta njósnamál vakti mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum síðastliðið haust. Fyrrverandi stjórnarformað- ur HP sleppur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.