Morgunblaðið - 19.03.2007, Blaðsíða 38
38 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
Epic Movie kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
Epic Movie LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10
Norbit kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20
The Number 23 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Ghost Rider kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára
Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 4 og 4:45 STUTTMYND
Night at the Museum kl. 3:30 og 5.40
Epic Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 7 ára
Norbit kl. 6 og 8
Smokin´ Aces kl. 10 B.i. 16 ára
- Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir
JIM CARREY
eee
V.J.V. - TOP5.IS
eee
S.V. - MBL
700 kr fyrir fullorðna
og 500 kr fyrir börn
eeee
K.H.H. - FBL
eeee
S.V. - MBL
Hefur þú einhvern tímann gert
mjög stór
mistök?
HÚN ER STÓR...
VIÐ MÆLDUM
UPPLIFÐU MYNDINA
SEM FÉKK ENGIN
ÓSKARSVERÐLAUN!
eee
SV, MBL
eee
VJV, TOPP5.IS
BÓKIN Draumalandið eftir Andra
Snæ Magnason sló virkilega í gegn
þegar hún kom út á síðasta ári en
fáum hafði þá dottið að hún gæti ver-
ið efni í leiksýningu. Í fyrsta lagi
flokkast hún ekki sem skáldsaga
heldur sem „sjálfshjálparbók“ og í
öðru lagi eru því engar skáldsagna-
persónur í henni. Svo vantar hana
einnig hefðbundinn söguþráð og
spyrja má hvort það sé hægt að búa
til leikrit án söguþráðs? Hilmar
Jónsson sem sá um leikgerðina
ásamt Þórdísi Bachmann sagði í
Fréttablaðinu fyrir nokkrum dögum
að dramatík í bókinni væri ekki fyrst
og fremst á milli ákveðinna persóna,
heldur á milli ólíkra sjónarmiða, s.s.
sjónarmiða þeirra sem styðja álver
og virkjanir og þeirra sem eru á móti
þeim. Í leikgerðinni er þetta er fram-
kvæmt aðallega með því að deila
skoðunum á milli sex leikenda, en
einnig með því að sýna okkur í mynd-
um, öðru sjónrænu efni og tónlist
hvernig þjóðin hugsar um framtíð
sína og lands síns.
Þessi dramatík tveggja sjón-
armiða er lífleg og skemmtileg.
Stemmningin í salnum var létt alveg
frá upphafi. Sviðið sjálft er ekki reist
á palli og er án leiktjalda.. Leik-
ararnir klæðast búningum sem eru
einfaldir og líkjast mest náttfötum,
en í stað þess að látast ekki sjá okkur
brostu þeir til okkar eða náðu sam-
bandi á annan hátt eins og við þekkt-
umst vel öll saman. Leikstjórinn hef-
ur greinilega talið rétt að hafa
andrúmið ekki of hátíðlegt og leyfa
einhverjum tengslum að myndast á
milli áhorfenda og leikara. Ein-
hverjum kann að þykja þetta óþægi-
leg tilhugsun, en það er engin ástæða
til þess að óttast —áhorfendur eru
aldrei beðnir að taka þátt í sýning-
unni. Andrúmsloftið var meira að
segja svo afslappað að þótt einhverjir
leikarar mismæltu sig eða eitthvað í
sýningunni færi ekki alveg eins og til
var ætlast skipti það engu máli. Slík-
ir smáhnökrar féllu í skuggann af
skilaboðum verksins.
Já, Draumalandið er afar óvenju-
legt fyrirbæri – bók og núna leikrit
með boðskap og í þessu tilfelli er
hann mjög skýr: stór hluti þjóð-
arinnar er algjörlega mótfallinn því
að virkja ár og auka framleiðslu á áli,
ef það þýðir sóun og frekari eyðilegg-
ingu, hvort sem er á landsbyggðinni,
á hálendinu eða í þéttbýli. Þarf áhorf-
andinn að vera annaðhvort með eða á
móti „stóriðju“ til að skemmta sér á
þessari sýningu? Ég held ekki. Það
er einmitt málið. Andri Snær, Hilmar
og félagar hefðu sennilega aldrei
nennt þessu öllu ef það hefði þýtt að
predika aðeins yfir þeim sem eru
sammála. Með miklum húmor og
skemmtilegu innsæi inn í þankagang
okkar og af hverju við höfum stund-
um tilhneigingu að hugsa alls ekki,
tekst þessari sýningu að hlæja bæði
að þeim sem eru með og þeim sem
mótmæla stóriðjuvæðingu Íslands.
Ekki það að við vitum ekki hvorum
megin Andri Snær stendur – það er
alveg ljóst – en eins og leikstjórinn
orðar það „fá allir sína pillu“. Eðli
efnisins sýnir okkur stundum eitt-
hvað vísindalegt eða leiðir okkur í
gegnum tölfræðilega hagfræði. Á
stundum eru þau atriði svolítið lang-
dregin. Lesandi bókarinnar getur
alltaf tekið sér smá pásu ef hann er
ekki alveg upplagður í að velta fyrir
sér slíkum hlutum, en leikhúsáhorf-
andinn getur varla yfirgefið sæti sitt
og beðið frammi þangað til hann er
kominn aftur í stuð. Það að höfund-
urinn sé búinn að sjá fyrir þessi við-
brögð þegar hann ávarpar lesandann
með eftirfarandi yfirlýsingu: „stund-
um þarf að skilja leiðinlega hluti,“
hjálpar sumpart en kannski ekki
nægilega mikið. En að mestu leyti
tekst þeim Hilmari Jónssyni og Þór-
dísi Bachmann að blanda saman al-
vöru og fyndni – sem er að mínu mati
erfiðara verkefni fyrir þau en fyrir
höfundinn.
Efnið í bókinni er skorið verulega
niður (sýningin stendur í tæpa tvo
tíma) og henni er deilt niður á sex
leikara í senum af mismunandi lengd.
Hilmar og Þórdís fá hrós bæði fyrir
að stytta efni bókarinnar á sannfær-
andi hátt og fyrir að finna leið til að
vefja nokkur þemu saman frekar en
að reyna að fylgja frásögninni of ná-
kvæmlega. Um leið virðist skiptingin
vera þannig að allir leikararnir fá
jöfn tækifæri til að sýna hvað í þeim
býr. Þau Erling Jóhannesson, Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson, Hjálmar
Hjálmarsson, Magnea Björk Valdi-
marsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Sól-
veig Arnarsdóttir standa sig öll mjög
vel. Tónlistin eftir Hilmar Örn Hilm-
arsson passar allsstaðar vel inn í
sýnginuna en leikmyndin, búning-
arnir og ljósahönnun falla saman vel
við leikgerðina.
Á meðan Illugi Jökulsson er að
skamma Sjálfstæðisflokkinn fyrir
meðferð hans á þjóðareign auðlinda,
Alcan að segja okkur í blaðaauglýs-
ingum að það sé „gott“ að byggja
áfram og einhverjir aðrir eru að
halda því fram að Vinstri græn hafi
þrefaldað fylgi sitt er Draumalandið
enn „heitara“ en nokkru sinni. Það er
ekki oft sem við erum beðin um að
endurskoða álit á svona málum á
leiksýningu og getum haft gaman af
því – notið tækifærið, segi ég.
Ísland – martröð eða draumur – þitt er valið
Morgunblaðið/G.Rúnar
Heitt Draumalandið hefur aldrei verið „heitara“ að mati gagnrýnanda.
LEIKLIST
Hafnarfjarðarleikhúsið
Leikgerð (byggð á bók eftir Andra Snæ
Magnason): Hilmar Jónsson og Þórdís
Elva Þorvaldsdóttir Bachmann. Leik-
stjórn: Hilmar Jónsson. Aðstoðarleik-
stjóri: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bach-
mann. Leikmynd: Ásdís Guðmundsdóttir.
Búningar: Ása Sif Gunnarsdóttir. Ljósa-
hönnun: Garðar Borgþórsson. Tónlist:
Hilmar Örn Hilmarsson. Leikendur: Erling
Jóhannesson, Guðmundur Ingi Þorvalds-
son, Hjálmar Hjálmarsson, Magnea Björk
Valdimarsdóttir, Sóley Elíasdóttir og Sól-
veig Arnarsdóttir.
Draumalandið
Martin Regal
LEIKARAPARIÐ Brad Pitt og Angel-
ina Jolie bættu í vikunni nýjum lauk í
fjölskyldugarðinn sinn þegar þau ætt-
leiddu þriggja ára dreng frá Víetnam.
Sá heitir Pham Quang Sang en hin
nýja móðir hans hefur ákveðið að gefa
honum nafnið Pax Thien, sem tengir
saman latneska orðið yfir frið og víet-
namska orðið yfir himnaríki. Fyrir eiga
þau Pitt og Jolie börnin Zahara Marley,
Maddox Chivan og Shiloh Nouvel.
Í kjölfar nafngiftarinnar er tilvalið að
rifja upp nokkur af þeim framúrstefnu-
legu nöfnum sem stjörnuhrúgan í Holly-
wood hefur gefið börnunum sínum.
Leikarinn Nicolas Cage á soninn Kal-
el en það er einmitt skírnarnafn Súper-
manns sjálfs.
Erykah Badu og Andre Benjamin úr
Out Cast eiga saman soninn Seven
Sirius en fyrir á Badu dótturina Puma.
Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver á
dæturnar Poppy Honey og Daisy Boo og
tvö af fimm börnum Sylvester Stallone
heita Sage Moonblood og Seargeoh.
Þá á Frank heitinn Zappa dæturnar
Moon Unit og Diva Muffin.
Vinninginn eiga þó trúlega þau Bob
Geldof og Paula heitin Yates sem skírðu
dætur sínar þrjár Fifi Trixibelle, Peach-
es Honeyblossom og Little Pixie. Þess
má geta að Yates átti fyrir dótturina
Heavenly Hiraani Tiger Lily með Mich-
ael Hutchence.
Mannanafnanefnd ætti kannski að
opna útibú í Hollywood.
Friður Himna-
ríki Bradsson
Með mömmu í Víetnam Angelina Jolie tók stóra bróðurinn Maddox með til Víetnam að sækja litla bróður.
Reuters