Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 32
32 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Handavinnustofan opin frá kl.
9–16.30. Viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 9–11.
Boccia og spænska kl. 10. Félagsvist kl. 14.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handav. kl. 9– 12.
Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl.
10.30, Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, morg-
unkaffi/dagblöð, bútasaumur, fótaaðgerðir, sam-
verustund, hádegisverður, bútasaumur, kaffi.
Uppl. í síma 535 2760.
Dalbraut 18–20 | Mánudaga myndlist, leikfimi,
brids. Heitt á könnunni og meðlæti.
FEBÁ, Álftanesi | Litlakot kl. 13–16. Unnið við
kertagerð undir leiðsögn Vilborgar. Kaffi að
hætti hússins. Akstur annast Auður og Lindi, s.
565 0952.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa fé-
lagsins í Gullsmára 9 er opin mánudaga og mið-
vikudaga kl. 10–11.30, en í félagsheimilinu í Gjá-
bakka á miðvikudögum kl. 13–14. Félagsvist í
Gullsmára á mánudögum kl. 20.30 en í Gjábakka
á miðvikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13.
Kaffitár kl. 13.30. Danskennsla Sigvalda, línudans
kl. 18. Samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og
framhald kl. 20.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 9, leið-
beinandi til kl. 12. Boccía kl. 9.30. Gler- og
postulínsmálun kl. 9.30 og kl. 13. Lomber og Ka-
nasta kl. 13.15. Kóræfing kl. 17. Skapandi skrif kl.
20.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9.05 postu-
línsmálun, kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður,
kl. 13 handavinna, kl. 13 Bridsdeild FEBK, kl.
20.30 félagsvist FEBK.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi
kl. 9, 9.50 og 10.45, bókband og málun kl. 10,
glerskurður og málun kl. 13 í Kirkjuhvoli. Vatns-
leikfimi kl. 12 í Mýri. Bingó í boði ungra sjálf-
stæðismanna Garðabergi kl. 14, bíósýning fellur
niður.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa-
vinnustofan í Hlaðhömrum er opin virka daga
eftir hádegi. Fjölbreytt föndur, t.d. skart-
gripagerð, postulínsmálun og margt fleira.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 opnar
vinnustofur. Kl. 9.50 sund og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug. Frá hádegi er spilasalur opinn.
Kl. 14.20 er kóræfing hjá Gerðubergskór. Á
morgun kl. 10.30 er létt ganga um nágrennið.
Uppl. um starfsemina á staðnum, s. 575 7720
og www.gerduberg.is. Strætisvagnar S4, 12 og
17 stansa við Gerðuberg.
Hraunbær 105 | Kl. 9–16.30 handavinna. Kl. 10–
10.30 bænastund. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13.30–
14.30 dans (frítt). Kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–16,
keramik, taumálun og kortagerð. Jóga kl. 9–11,
Sóley Erla. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun
fyrir hádegi. Fótaaðgerðir.
Hæðargarður 31 | Tölvukennsla þriðjud. og
miðvikud. kl. 13–15. Hvernig væri að mæta í
morgunsopa einhvern morguninn kl. 9, kynna
sér málin og kíkja í dagblöðin? Allir velkomnir.
Sími 568 3132. asdis.skuladottir@reykjavik.is.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Í dag kl. 15 verður
söngur og harmonikkuleikur með Böðvari Magn-
ússyni. Sögustund kl. 10.30. Handavinnustofur
kl. 13. Kaffiveitingar kl. 14.30. Uppl. í síma
552 4161.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 10 boccia, kl. 13–
16 postulínsmálning. Opin fótaaðgerðastofa s.
568 3838.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaað-
gerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10
boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg-
isverður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bók-
band kl. 9–13, morgunstund kl. 9.30, boccia kl.
10–11, handmennt, alm., kl. 9–16.30, glerbræðsla
kl. 13–17, frjáls spil kl. 13–16.30.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 félagsráðgjafi (annan
hvern mánudag). Kl. 13 opinn salurinn. Kl. 13.15
leikfimi (frítt).
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Vímulaus æska kl. 20. Stuðn-
ingshópur aðstandenda.
Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með morg-
unsöng á Dalbraut 27 kl. 9.30 í dag.
Grafarvogskirkja | TTT fyrir 10–12 ára börn í
Grafarvogskirkju kl. 17–18, TTT fyrir 10–12 ára
börn í Húsaskóla kl. 17–18, Æskulýðsfélag fyrir
unglinga í 8.–10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20.
Lesið úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturs-
sonar. Í dag kl. 18 les Halldór Blöndal.
Hallgrímskirkja | Bænastund kl. 12.15.
Hjallakirkja | Tíu til tólf ára starf kl. 16.30–
17.30. Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20–21.30.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUK þriðjudag-
inn 20. mars kl. 20 á Holtavegi 28. Lofgjörðar-
og fyrirbænastund í umsjá Þórdísar K. Ágústs-
dóttur og Ragnhildar Gunnarsdóttur. Kaffi eftir
fundinn. Allar konur velkomnar.
Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58–60.
Samkoma miðvikudaginn 21. mars kl. 20. „Nýtt
líf“. Ræðumaður Þorgeir Arason. Fréttir frá Omo
Rate: Bjarni Gíslason. Magnús Þ. Baldvinsson
syngur. Kaffi eftir samkomuna. Allir velkomnir.
Þjónustumiðstöðin Víðilundi | Víðilundi 22. Ag-
low-fundur í kvöld kl. 20. Ræðumaður kvöldsins
verður Sheila Fitzgerald. Allar konur velkomnar.
60 ára afmæli. Í dag,mánudaginn 19 mars,
verður sextug Jónína Unnur
Gunnarsdóttir (Unnur). Af því
tilefni ætlar hún að taka á
móti ættingjum og vinum,
laugardaginn 17. mars, á Kaffi
Reykjavík, eftir klukkan 20.
100 ára afmæli. Í dag,mánudaginn 19.
mars, er hundrað ára Ástríður
Eyjólfsdóttir frá Laxárdal í
Dalasýslu. Ástríður er hress í
dag og býr á Hrafnistu í
Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga fyrir-
vara virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir sunnu-
dags- og mánudagsblað.
Samþykki afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistilkynning-
um og/ eða nafn ábyrgðar-
manns og símanúmer.
Hægt er að hringja í síma 569-
1100, senda tilkynningu og
mynd á netfangið ritstjorn-
@mbl.is, eða senda tilkynningu
og mynd í gegnum vefsíðu
Morgunblaðsins, www.mbl.is,
og velja liðinn „Senda inn efni“.
Einnig er hægt að senda vélrit-
aða tilkynningu og mynd í
pósti. Bréfið skal stíla á
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.
dagbók
Í dag er mánudagur 19. mars, 78. dagur ársins 2007
Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I.Kor. 8, 3.)
Gísli Sigurðsson íslenskufræð-ingur er gestur fyrirlestr-araðar SagnfræðingafélagsÍslands á morgun, þriðjudag.
Þá flytur hann erindið Arfur og miðlun:
Hugmyndafræði og nýjar rannsóknir, í
fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins kl.
12.05.
„Viðfangsefni fyrirlestrarins er
hvernig val okkar á viðfangsefnum,
hvað við skráum úr samtímanum og
hvað við rannsökum úr fortíðinni, mót-
ast alltaf af einhverri hugmyndafræði,“
segir Gísli. „Rannsóknir eru háðar fjár-
mögnun, og þó vísindamenn vilji telja
sig hafa töluvert vísindalegt frelsi
reynast störf þeirra mjög bundin við
það hvaða verkefni eru fjármögn-
unarhæf. Sama gildir um miðlun fræða
til almennings, hvort heldur er t.d. með
bókaskrifum, heimildarmyndagerð eða
sýningum – slík verkefni eru það dýr í
framkvæmd að illmögulegt er að gera
þau að veruleika án þess að töluverður
almennur eða pólitískur áhugi sé á við-
fangsefninu.“
Gísli spyr þeirrar spurningar hvort
fræðimenn geti komið til móts við
þennan áhuga, en um leið miðlað sinni
eigin fræðilegu sýn á efnið: „Ég tek
dæmi af tveimur sýningum sem ég hef
sett upp í Þjóðmenningarhúsinu, um
landnámið og Vínlandsferðir með Sig-
urjóni Jóhannssyni árið 2000 og um
handritaarfinn með Steinþóri Sigurðs-
syni árið 20002,“ segir Gísli. „Bæði efn-
in eru miðlæg í þjóðernisvitund Íslend-
inga, og byggist sjálfsmynd
þjóðarinnar að miklu leyti á sögum um
víkingahetjur. Hins vegar má deila um
hvort það sem við hreykjum okkur af
sé réttmætt; að segja víkinga hafa
fundið lönd sem voru löngu numin af
frumbyggjum Norður-Ameríku, eða
segjast vera þjóð komin af norrænum
höfðingjum á meðan við erum í raun
fjölþjóðleg blanda frá ýmsum svæðum
Norðvestur-Evrópu. Fræðimaður sem
fær tilboð um að gera sýningu um þetta
efni neyðist til að kljást við þessar mít-
ur, og fjalla um efnið með þeim hætti
að sú fræðilega hugsun sem er efst á
baugi komist til skila og flysjað sé utan
af ranghugmyndum, án þess þó að
menn móðgist.“
Aðgangur að fyrirlestraröð Sagn-
fræðingafélagsins er ókeypis og öllum
heimill.
Sagnfræði | Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu á þriðjudag kl. 12.05
Fræði og fjármögnun
Gísli Sigurðsson
fæddist í Reykja-
vík 1959. Hann
lauk BA-prófi í ís-
lensku og bók-
menntafræði frá
HÍ 1983, M.phil.-
prófi frá Univers-
ity College Dublin
1986 og doktors-
prófi í íslenskum fornbókmenntum frá
HÍ 2002. Gísli var gistidósent við Há-
skólann í Winnipeg 1988. Árið 1990
hóf Gísli störf sem sérfræðingur við
Árnastofnun, nú rannsóknarprófess-
or, 2002. Gísli er kvæntur Guðrúnu
Hólmgeirsdóttur og eiga þau tvær
dætur.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Faðmur – Sálm-
ar um von. Kirstín Erna Blöndal,
söngkona, Örn Arnarson, gítar,
Gunnar Gunnarsson, píanó og
Jón Rafnsson, kontrabassi flytja
sálma vonar og huggunar í djass-
útsetningum í Hallgrímskirkju kl.
17 sun. 25. mars. Tónleikarnir eru
á vegum Listvinafélags Hall-
grímskirkju. Miðaverð er 1500 kr.,
500 kr. f. nemendur.
Salurinn, Kópavogi | Valgerður
Andrésdóttir píanóleikari kemur
fram þriðjudag 20. mars kl. 20.
Efnisskrá: Péteris Vasks: Haust-
músík T.Takemitsu: Rain Tree
Sketch F. Mixa: Píanósónata Moz-
art: Píanósónata KV 576 F.Liszt:
Dante-sónata. Miðaverð: 2000/
1600 í s. 570-0400 og á sal-
urinn.is
Myndlist
Anima gallerí | Ingólfsstræti.
Anima Myndlistarmenn til 24.
mars. Opið kl. 13-17, þriðjud. til
laugard.
Artótek Grófarhúsi | Tryggva-
götu 15. Huglendur - Kristín Þor-
kelsdóttir myndlistarmaður sýnir.
Kristín er einkum þekkt fyrir ljóð-
rænar landslagstengdar vatns-
litamyndir auk þess að hafa starf-
að sem grafískur hönnuður um
árabil. Sjá http://www.artotek.is
Café Mílanó | Faxafeni 11. Jórunn
Kristinsdóttir sýnir 14 olíu-
málverk. Opið kl. 9-23.30 alla
daga, nema sunnudaga kl. 12-18.
Sýningin stendur til 14. apríl nk.
Gallerí 100° | í höfuðstöðvum
Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1. Sam-
keppni um útilistaverk. Sýning á
innsendum tillögum um gerð úti-
listaverks við Hellisheiðarvirkjun.
Opið alla virka daga frá kl. 8.30-
16. Sjá nánar www.or.is/gallery
Gallerí BOX | Hlynur Hallsson
opnar sýninguna Ljós - Licht -
Light laugardaginn 10. mars kl.
16. Allir velkomnir. Sýningin
stendur til 25. mars.
Gerðuberg | Óður til íslenskrar
náttúru. Alþýðulistakonan Guð-
laug I. Sveinsdóttir sýnir málverk
og vefnað í Boganum í Gerðu-
bergi. Sýningin stendur til 29.
apríl og er opin virka daga kl. 11-17
og um helgar kl. 13-16. Sjá
www.gerduberg.is
Gerðuberg | RÚRÍ: Tími - Afstæði
- Gildi. Sýning frá glæstum list-
ferli. Opin virka daga frá kl. 11-17
og um helgar frá kl. 13-16. Sýn-
ingin stendur til 15. apríl.
Uppákomur
Austurbær | Í kvöld kl. 20 efna
staðfastir stríðsandstæðingar til
baráttusamkomu í Austurbæ, þar
sem hernámi Íraks verður mót-
mælt og þess krafist að íslensk
stjórnvöld axli ábyrgð vegna hins
svívirðilega stuðnings við ólög-
legt árásarstríð. SHA, MFÍK,
Þjóðarhreyfingin, Ung VG, Ungir
Jafnaðarmenn.
Fyrirlestrar og fundir
Eirberg | Málstofa Rann-
sóknastofnunar í hjúkrunarfræði
í dag kl. 12.10-12.50, stofu 201,
Eirbergi, Eiríksgötu 34. Oddný
Gunnarsdóttir flytur erindi um af-
drif sjúklinga sem koma á bráða-
móttöku. Erindið nefnist: Bráða-
móttakan á
Landspítala-háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut. Allir velkomnir.
BANDARÍSKA söngdívan Can-
dice Ivory frá New York heldur
tónleika á Domo bar, Þingholts-
stræti 5 í kvöld klukkan 21.30.
Með henni spila Birkir Rafn
Gíslason gítarleikari, Erik Qvick
trommuleikari, Matthías V. Bald-
ursson hljómborðsleikari og hinn
virti bassaleikari Paul Steinbeck,
sem kemur með Ivory frá New
York. Hefur hann mikið spilað og ferðast með dívunni.
Almennur aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 krónur
fyrir námsmenn.
Tónlist
Candice Ivory djassar eig-
in lög og annarra á Domo
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistar-
sýningar
• Leiksýningar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðrir mann-
fögnuðir
Auglýstu
atburði
á þínum
vegum
hjá okkur