Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 40
40 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is
Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök?
SÝND Í SAMBÍÓ
KRINGLUNNI
/ KRINGLUNNI
300 kl. 8 - 10:10 - 10:30 B.i. 16 ára DIGITAL
NORBIT kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ
MUSIC & LYRICS kl. 8 LEYFÐ DIGITAL
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 LEYFÐ
300 kl. 6:30 - 9 - 10:40 B.i. 16 ára
BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 -10:15 B.i. 12 ára
LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 B.i. 16 ára
BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára
DREAMGIRLS kl. 5:30
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS
Í BANDARÍKJUNUM
eeee
V.J.V.
BREAKING AND ENTERING
HORS DE PRIX ísl. texti kl. 5:40 - 8 - 10:20
TELL NO ONE (NE LE DIS A PERSONE) kl. 8 - 10:20
PARIS, JE T'AIME kl. 5:40
ALLIANCE FRANÇAISE, Í SAMVINNU
VIÐ PEUGEOT OG BERNHARD, KYNNA:
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL
,,TÍMAMÓTAMYND"
eeeee
V.J.V. - TOPP5.IS
Í FYRNDINNI sá undirritaður
Spartverjana 300, ég hallast þó að
því að það hafi frekar verið í bíó-
mynd en raunveruleikanum því
Richard Egan fór fyrir köppunum.
Hann var örugglega ekki forn-
grískur bardagamaður heldur B-
myndaleikari í Hollywood, líkt og
Gerard Butler. Annað eiga mynd-
irnar, sem gerðar eru með 40 ára
millibili, ekki sameiginlegt.
300 er byggð á teiknimyndasögu
Franks Miller og er farið frjálslega
með sögulegar heimildir en átökin
færð í ofbeldisfullan og frjálslegan
búning hasarblaðasagnaheims höf-
undar. Flutningurinn á tjaldið hefur
tekist vel á sinn hátt. 300 er vitstola,
blóðidrifin, brellumhlaðin
rússíbanareið, en með réttu hug-
arfari má hafa af henni stund-
argaman.
Sögutíminn er um 500 f.Kr.,
Leónídas (Butler), konungur hins
öfluga smáríkis Spörtu, heldur
ásamt einvalaliði 300 bestu stríðs-
manna sinna til móts við innrásarlið
Persa. Þetta er ójafn leikur, óvina-
fjöldinn telur á þriðja hundrað þús-
unda, en Leónídas hyggst sjá við
liðsmuninum með því að verjast í
Laugahliði, hömrumgirtu einstigi
við sjó fram.
Skynsamlegast er að skilja sögu-
kunnáttuna eftir heima, jafnvel
minni rykfallinna B-mynda. 300 er
engu öðru lík en verkum Millers,
einkum hinni eftirminnilegu mynd
Sin City. Að þessu sinni notast
Snyder leikstjóri við leikara af holdi
og blóði en bakgrunnurinn er að
mestu leyti stafræn tölvugrafík.
Útkoman er þrjúbíó fyrir full-
orðna, spennandi, fyndið og fárán-
lega ofbeldisfullt að hætti Millers.
Leikararnir eru með á nótunum,
Snyder hefur tínt til mismunandi lítt
þekkta en karlmannlega tréhesta úr
röðum B-mynda- og aukaleikara.
Skellt þeim í klæðispjötlur og búið
morðvopnum síns tíma og allir
skemmta sér hið besta. Setja á sig
ygglibrúnir og þylja textaruglið líkt
og Shakespeare í Old Vic. Það er
óviljandi ferlega fyndið og hugvits-
samleg, tölvuunnin bardagaatriðin
eru engu lík sem þið hafið áður séð.
Auk fáklæddra karlmannskropp-
anna gefur að líta slangur af
ófreskjum og afstyrmum að hætti
Lúkasar í Stjörnustríðum. Santoror
klæðir Xerex Persakonung úrkynj-
uðum yndisþokka og feiknalegar
vinsældir myndarinnar geta hugs-
anlega fært hinum tígulega og þol-
inmóða vonbiðli frægðarinnar Lenu
Headey (Waterland) uppskeru erf-
iðis síns. En vonandi ekki fram-
haldsmynd.
Endalok í Laugaskarði
Rússibanareið Gagnrýnandi segir 300 vera vitstola, blóðidrifna, brellum-
hlaðna rússíbanareið sem megi hafa gaman að með réttu hugarfari.
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó
Leikstjóri: Zack Snyder. Aðalleikendur:
Gerard Butler, Lena Headey, Dominic
West, David Wenham, Rodrigo Santoro.
118 mín. Bandaríkin 2007.
300 Sæbjörn Valdimarsson
REGGÍSVEITIN Hjálmar
kom aftur saman um helgina í
fyrsta skipti í sjö mánuði. Á
föstudaginn lék sveitin fyrir
Akureyringa en á laugardag
hélt sveitin tónleika á
skemmtistaðnum NASA. Tón-
leikarnir á laugardag voru vel
sóttir og þrátt fyrir að með-
limir sveitarinnar staðhæfi að
hún sé hætt er ljóst að hún á
sér ennþá heilmarga aðdá-
endur sem kunna að meta
þjóðlega reggíhljóma þessarar
íslensk-sænsku hljómsveitar –
eins þversagnakennt og það
getur hljómað. Eins og sjá má
af myndunum var stemmn-
ingin góð á NASA og óskandi
að fleiri „óstarfandi“ hljóm-
sveitir tækju sér Hjálma til
fyrirmyndar.
Upprisa Hjálmanna
Ánægð Ingimar Örn Gylfason og Harpa Hrund Njáls-
dóttir voru ánægð með endurkomu Hjálma.
Morgunblaðið/Eggert
Hættir Hjálmar segjast vera hættir en gripu tækifærið og blésu til tónleika
þegar sænski armur hljómsveitarinnar kom til landsins í heimsókn.
NASA Mikil og góð stemning myndaðist á tónleikunum
eins og við er að búast þegar Hjálmar eiga í hlut.
Baksviðs Sammi úr Jagúar heilsaði upp á Hjálma baksviðs eftir tónleikana.