Morgunblaðið - 19.03.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.03.2007, Blaðsíða 39
Skrautleg Verka Serdjuchka þykir í meira lagi lífleg á sviði. ÞAÐ VERÐA að minnsta kosti tvær dragdrottn- ingar með í Evróvisjón-keppninni sem fram fer í Helsinki í ár. Fyrst völdu Danir lagið „DQ“ með Drama Queen sem sitt framlag og nú hafa Úkra- ínumenn valið Verka Serdjuchka (Andrej Da- nilko) sem sinn fulltrúa með lagið „Danzing“. Verka þessi, sem flytur reyndar flest sín lög á rússnesku, er mikil stjarna í Úkraínu og Rúss- landi. Lög hennar eru fjörug og myndbönd henn- ar skrautleg, eins og listamaðurinn sjálfur. Verka komst næstum því í lokakeppni Evró- visjón árið 2005, en margir halda því fram að að- standendur keppninnar í Úkraínu hafi guggnað á síðustu stundu. Kannski ekki að furða þar sem margir þar í landi hafa mótmælt þátttöku Verku og krafist þess að „Danzing“ verði dregið út úr keppninni. Myndbönd með lögunum má finna á netsíðunni youtube.com með því að slá inn nöfn keppend- anna. Tvær drag- drottningar í Evróvisjón MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 39 Sími - 551 9000 Epic Movie kl. 6, 8 og 10 B.i. 7 ára Venus kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Last King of Scotland kl. 5.30, 8 og 10.35 B.i. 16 ára Notes on a Scandal SÍÐUSTU SÝN. kl. 8 B.i. 14 ára Pan´s Labyrinth SÍÐUSTU SÝN. kl. 10 B.i. 16 ára Litle Miss Sunshine SÍÐUSTU SÝN. kl. 5.50 B.i. 7 ára * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * - Verslaðu miða á netinu Sýnd kl. 6, 8 og 10Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 7 ára -bara lúxus Sími 553 2075 HÚN ER STÓR....VIÐ MÆLDUM UPPLIFÐU MYNDINA SEM FÉKK ENGIN ÓSKARSVERÐLAUN! Milljón dollarar. Sjö leigumorðingjar. Eitt skotmark. Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15 B.i. 16 árawww.laugarasbio.is eee SV, MBL eee VJV, TOPP5.IS Hefur þú einhvern tímann gert mjög stór mistök? eeee H.J. - MBL eeee LIB - TOPP5.IS eeee O.R. - EMPIRE eee H.J. - MBL eee Ó.H.T. - RÁS 2 SÍÐUSTU SÝNINGAR eeeee LIB, TOPP5.IS eeeee HGG, RÁS 2 eeeee HK, HEIMUR.IS SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR eeee „Frábær skemmtun!“ - S.V., Mbl „Óvænt kvikmyndaperla sem enginn má láta fram hjá sér fara.“ - Sigríður Pétursdóttir, Rás 1 eeee „Frábær leikur og eftirminnileg mynd!“ - B.S., Fréttablaðið DAN DUNNES (Gosling), er vel látinn sögukennari og körfubolta- þjálfari gagnfræðaskóla í niðurníddu úthverfi í New York. Dunnes er gamall hugsjónamaður sem upplifir draumana breytast í tálsýnir án þess að fá rönd við reist. Þess í stað drabbast hann æ dýpra niður í eitur- lyfjaneyslu og einangrast frá um- heiminum – ef undan er skilin nem- andi hans, hin 13 ára gamla Drey (Epps). Þau gera vanmáttugar til- raunir til bjargar hvort öðru. Það vakti nokkra furðu þegar Gosling var tilnefndur til Óskars fyrr á árinu, en ekki lengur. Hans er ekki minnst fyrir leiksigra, en fer óaðfinnanlega með erfitt hlutverk geðþekks manns sem eitrið er að yf- irbuga. Dunnes vill hjálpa en finnur að hann er ófær til þess. Nafn mynd- arinnar, sem er heiti á óvinnandi glímutaki í fjölbragðaglímu, vísar til kókaínsins, vanmáttar og uppgjafar í hörðum heimi. Epps túlkar hlut- verk sitt af skilningi og óvenjulegum þroska hjá svo ungri leikkonu. Í sameiningu blása þau óvæntum lífs- krafti í kunnuglegt en óvenju vel skrifað félagslegt og pólitískt efni með óvæntri tilfinningafléttu sem gerð eru eftirminnileg skil. Óvænt tilfinningaflétta Mynddiskur Drama Bandaríkin 2006. Myndform. DVD (105 mín.) Bönnuð yngri en 14 ára. Leikstjóri: Ryan Fleck. Aðalleikarar: Ryan Gosling, Shareeka Epps. Fantatak – Half Nelson  Sæbjörn Valdimarsson Half Nelson Ryan Gosling leikur sögukennara og körfuboltaþjálfara. ENDURGERÐ klassískrar hroll- vekju frá 1973 nær ekki settu marki og hefur engu við að bæta. Söguþráð- urinn er í stórum dráttum sá sami, ut- an að sögusviðið er flutt vestur um haf frá Skotlandi. Lögreglumaður fær beiðni um neyðaraðstoð frá gam- alli kærustu sem býr á eyju við Kyrrahafsströndina, engu er líkara en jörðin hafi gleypt dóttur hennar. Gamla myndin er undarleg og ógleymanleg lýsing á einangruðu, snargeggjuðu samfélagi þar sem haldið er í heiðna siði sem þola illa nærskoðun umhverfisins. Cage er þéttur sem friðarspillirinn sem lendir í hremmingum lífsins en ógnina vant- ar sárlega. Leikstjórinn grípur í sí- fellu til draumfara, endurhvarfa, of- sjóna og annarra ómerkilegra klisja sem verða hvimleiðar. Eina umtals- verða andlitslyftingin í endurgerðinni tilheyrir gömlu, góðu Brennan, sem orðin er óþekkjanleg og eina sjokkið í The Wicker Man. Sæbjörn Valdimarsson The Wicker Man Endurgerð frá ’73. Tágamaðurinn – The Wicker Man  Bandaríkin 2006. Myndform. VHS (97 mín.) Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Neil LaBute. Aðalleikarar: Nicolas Cage, Ellen Burstyn. Hrollvekja Mynddiskar Án ógnar Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@simnet.is Á SÍÐASTA ári voru gefnar út tvær eigulegar öskjur með níu af bestu verkum hins snjalla, franska leikstjóra sem naut engan veginn þeirrar athygli né vinsælda sem hann átti skilið. Með mynd- diskaútgáfunni er talsvert bætt úr skák. Malle lést árið 1995, aðeins 63 ára, með glæsilegan vinnudag að baki. Hálfrar aldar, rösklega 30 mynda ferill, hófst fyrir alvöru með Ascenseur pour l’échafaud (’58) og lauk með Vanya on 42. Street, frumlegri kvikmyndagerð leikrits Chekhovs (’95). Malle giftist leikkonunni Candice Bergen árið 1980, og flutti vestur um haf þar sem hann starfaði um hríð við lítinn fögnuð landa sinna. Eftir heimkomuna gerði Malle önd- vegisverkið Au revoir les enfants, og var aftur tekinn í sátt. Myndin er í öskjunni Louis Malle Collection (Vol. 2), sem inniheldur auk henn- ar, Black Moon (1975), Milou En Mai (1990), Lacombe Lucien (1974) og Le Souffle Au Coeur (Murmur Of The Heart) (1971). Þetta er frá- bær pakki, ekki síður við hæfi þeirra sem lítið þekkja til leikstjór- ans og tryggir ólæknandi Malle- bakteríu. Í öskjunni Louis Malle Collection (Vol. 1), er efni fyrir lengra komna: Ascenseur Pour L’Echafaud / Elevator to the Gallows, frumraun leikstjórans með Jeanne Morau í aðalhlutverki og frægri tónlist Mil- es Davis. Hinar þrjár, Les Amants (1958), Zazie Dans Le Metro (1960) og Le Feu Follet (1963), eru for- vitnileg undirstöðuverk frá fyrri hluta ferils eins merkasta leikstjóra 20. aldarinnar. Útgáfa í mars Í hverjum mánuði koma út hér- lendis u.þ.b. 40 titlar, uppistaðan myndir sem búnar eru að ganga í kvikmyndahúsunum. Í þeim hopi er m.a. að finna, Casino Royale (26), með stálnaglanum Daniel Craig, nýjasta og að margra áliti besta Bond sögunnar, og Mannsbörn - Children of Men (8). Magnaður framtíðartryllir eftir Mexíkóann Alfonso Carón, með Clive Owen – manninum sem vildi ekki leika Bond, í aðalhlutverki. Af öðrum forvitnilegum myndum má nefna teiknimyndirnar Barnyard (15) og Fima fætur – Happy Feet (29); Factotum með Matt Dillon (15), sem opnaði kvikmyndahátíðina IIFF í fyrra og All the King’s Men (7), með Sean Penn og The Wicker Man (8), með Nicolas Cage, sem báðar fara beinu leiðina á DVD. Góðir pakkar með verkum Louis Malle MYNDDISKAR» Malle Leikstjórinn franski gerði rúmlega 30 myndir á ferlinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.