Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 19
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 19
Eldri borgarar eru aðalborgarar þessa lands. Við höfum haft þá
ánægju að taka á móti fjölda þeirra í Fossatúni. Þeir muna tímann
fyrir Borgarfjarðarbrúna þegar farið var Dragann norður og þekkja
aðeins til í héraðinu. Fáir hafa samt komið áður á þann stað sem
veitingahúsið Tíminn og vatnið stendur á og það er undan-
tekningarlaust mikil upplifun fyrir þessa víðförlu ferðalanga.
Við bjóðum eldri borgara velkomna
● Staðarhaldari tekur á móti fólki og segir frá forsendum ferðaþjónustunnar og breyttum
búskaparháttum á staðnum.
● Frábærar ljósmyndir Mats Wibe Lund af þekktum og áhugaverðum stöðum Íslands sem
skreyta veggi veitingahússins, vekja athygli og ánægju.
● Tónmilda Ísland, hin einstaka sýning um samspil íslenskrar tónlistar og náttúru, hefur
fengið sérlega góð viðbrögð eldri borgara.
● Yndisleg nálægð við náttúruna dregur að. Góðar aðstæður eru á útipöllum
veitingahússins og einstakt útsýni yfir Tröllafossa með tignarlegt Skessuhornið í bakgrunni.
● Skemmtilegt er að skreppa út á leikjastéttina og spila Skriðkringlu. Auðlært, auðspilað
og skemmtilegt. Nú, eða taka skák á útitafli eða þá rúlla í í útikeilu.
● Tilvalið að kasta kveðju á tröllkonuna sem kaus að eyða eilífðinni á þessum fallega stað.
Veitingar á öllum tímum, hvort heldur er heimabakað kaffimeðlæti,
matarmikil súpa í hádegisverð eða þríréttuð kvöldmáltíð.
Allt saman ferskt og gott.
Reykjavík - Fossatún 88 km eða um 1 klst. akstur.
Beygt er út af þjóðvegi 1 áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni
inn á veg nr. 50 - Borgarfjarðarbraut, sem liggur að Hvanneyri,
Reykholti og Húsafelli. Fossatún er í um 18 km fjarlægð eftir að beygt er
og blasir við þegar farið er yfir brúna á Grímsá.
Nánari upplýsingar í s. 433 5800 - www.steinsnar.is - www.fossatun.is
!"
!" #
!" !
!"
$%
& '#( (!""
!"# $%&'()(*
+# +, - ()) "( ..!*
! " #$!"!%
&'( " !)*% ! + !( $$%
, - " % .!%
! "## $ # % # & '
#
()
*
(
+,
-
fólk gæði sér á lostgæti
á borð við súkkulaði
endrum og eins. Hann
hlakkar t.a.m. til
páskanna og ætlar þá
að bragða á páskaeggi
með dætrum sínum.
Slíkar stundir eru að-
eins af hinu góða svo
fremi sem fólk getur
hætt að belgja sig út og
fellur ekki fyrir þeirri
freistingu að halda
áfram að háma í sig
góðgætinu dag eftir
dag.
Matvæli geta líka
verið varasöm, einkum
þegar þau eru úr sykri,
hveiti, óhollri fitu og öðrum hráefn-
um sem kalla alltaf á meira og
meira.
Hafi fólk oft farið í megrun án ár-
angurs, borði fólk látlaust til að tak-
ast á við streitu eða vanlíðan og geti
fólk ekki hætt að háma í sig mat og
sælgæti ætti það e.t.v. að leita sér
hjálpar hjá GSA-samtökunum.
Sumir telja kannski þessar að-
ferðir full harkalegar en Víkverji
getur ekki annað en dáðst að fólki
sem leggur sig svona fram og vigtar
matinn sinn samviskusamlega á
árshátíðum, þorrablótum og í öðrum
veislum og kippir sér ekki upp við
það þótt aðrir reki upp stór augu.
Víkverji dagsinskynntist nýlega
konu sem hefur átt við
matarfíkn að stríða.
Hún er tágrönn og
geislar af heilbrigði og
fegurð. Víkverja hefði
aldrei grunað að hún
hefði verið matarfíkill
fyrr en hann komst að
því að hún vigtar og
mælir hverja einustu
máltíð alla daga ársins.
Víkverji dáist að því
hvernig hún hefur los-
að sig úr viðjum mat-
arfíknarinnar með
óbilandi staðfestu.
Konan er í sam-
tökum sem nefnast Grey Sheeters
Anonymous (GSA). Starf þeirra
byggist á tólf spora kerfi AA-
samtakanna og Gráu síðunni svo-
nefndu. Megintilgangur félaganna
er að halda sig frá hömlulausu ofáti
með því að borða þrjár vigtaðar og
mældar máltíðir á dag, ekkert á milli
mála nema svart kaffi, te eða syk-
urlaust gos. Hægt er að lesa sér til
um samtökin á vefsetri samtakanna:
www.gsa.is.
x x x
Víkverji er annálaður fyrir hóf-semi á öllum sviðum nema tuði
og sér ekkert athugavert við það að
Víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
LÍKAMSRÆKT er ekki bara góð
fyrir kroppinn. Nýjar rannsóknir
benda til að þær séu líka góðar
fyrir toppstykkið.
Vefsíða CNN greinir frá rann-
sóknum bandarískra vísinda-
manna sem hafa komist að því að
þegar líkamsæfingar eru stund-
aðar fjölgi heilafrumum á heila-
svæði sem tengt er minni og
minnistapi.
Rannsóknir vísindamannanna
leiddu í ljós að æfingar fjölguðu
ákveðnum heilafrumum hjá mús-
um. Notast var við segulómskoð-
unartæki við að mæla blóðflæðið
í heila þeirra auk þess sem heil-
arnir voru skoðaðir að æfingum
loknum. Vísindamennirnir rann-
sökuðu einnig heila fólks og seg-
ulómskoðun gaf skýrt til kynna
að sama ferli ætti sér stað hjá
mönnum og músum við æfingar.
Ellefu fullorðnir einstaklingar
tóku þátt í rannsókninni sem
gekk út á að þeir stunduðu stífa
þolfimi í þrjá mánuði. Líkt og hjá
músunum juku æfingarnar blóð-
flæðið á því heilasvæði sem tengt
er minni enda jókst súrefnisinn-
taka viðkomandi eftir því sem
hann varð þróttmeiri.
Vísindamennirnir telja þetta
benda til þess að æfingar geti
gagnast við að styrkja minn-
isstöðvarnar í mannfólki.
Líkamsrækt
fyrir kropp
og topp
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111