Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 44
44 F MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Híbýli Fasteignasala
SUÐURGÖTU 7, 101 REYKJAVÍK
www.hibyli.is, hibyli@hibyli.is, sími 585 8800, fax 585 8808
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Ingibjörg Þórðardóttir,
löggiltur fasteignasali.
BALDURSGATA - STÚDÍÓ-
ÍBÚÐ
Nýuppgerð stúdíóíbúð í miðbænum. Sérinn-
gangur. Parket og flísar á gólfum. Íbúðin er
laus við kaupsamning. Verð 13,5 millj. Áhv.
8 millj. á 4,15% vöxtum.
HJÁLMHOLT - SÉRHÆÐ
MEÐ BÍLSKÚR
Afar vönduð og glæsileg 5 herb. 144 fm efri
sérhæð í tvíbýlishúsi ásamt 28 fm bílskúr,
alls 172 fm. Eikarparket og flísar á gólfum.
Tvennar svalir. Verð 44,9 millj. EIGN Í SÉR-
FLOKKI
MIÐVANGUR - RAÐHÚS
Mjög fallegt og mikið endurnýjað 226 fm tví-
lyft raðhús með 38 fm innb. bílskúr. Á neðri
hæð eru stórar saml. stofur með suðurgarði
þar útaf, rúmgott eldhús, forstofa og gesta-
snyrting. Á efri hæð eru fjögur svefnherb.
auk stórrar sjónvarpsstofu sem nýlega var
byggð ofan á bílskúrinn. Baðherbergi nýlega
endurnýjað og flísalagt í hólf og gólf. Eikar-
parket og flísar á gólfum.
REYNIGRUND - RAÐHÚS
126,6 fm tvílyft raðhús úr timbri á þessum
eftirsótta stað. Húsið skiptist í saml. stofur
með suðursvölum, 3 svefnherbergi, eldhús,
baðherb. og snyrtingu. Timburpallur og gró-
inn garður. Gott geymslupláss. FRÁBÆR
STAÐSETNING VIÐ FOSSVOGSDALINN,
RÓLEGT UMHVERFI. STUTT Í FALLEGAR
GÖNGULEIÐIR, GRUNNSKÓLA, LEIK-
SKÓLA OG VERSLUN. HÚSIÐ ER LAUST Í
MARS.
ÁSBRAUT - MEÐ BÍLSKÚR
Mjög góð 4ra herb. 86 fm endaíbúð á 3.
hæð í góðu fjölbýlishúsi ásamt 25,2 fm bíl-
skúr. Íbúðin skiptist í saml. stofur með stór-
um suðursvölum útaf, tvö svefnherb. bað-
herb. og eldhús með nýlegri, vandaðri inn-
réttingu. Glæsilegt útsýni úr allri íbúðinni.
Verð 23,8 millj.
KLAPPARSTÍGUR - GLÆSIÍBÚÐ
Vorum að fá í sölu sérlega fallega og vand-
aða 79 fm 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í
nýlegu lyftuhúsi auk stæðis í bílageymslu.
Íbúðin skiptist í borð- og setustofu með
svölum þar útaf. Eldhús með vandaðri inn-
réttingu úr kirsuberjaviði. Tvö svefnher-
bergi og baðherbergi, flísalagt í hólf og
gólf. Massíft parket á gólfum. Í kjallara er
góð geymsla. Íbúðin getur selst með öllum
húsbúnaði. Allar frekari uppl. á skrifstofu.
NÝBÝLAVEGUR - EFRI SÉRHÆÐ
BJÖRT OG FALLEG 5 HERB. 152 FM EFRI SÉRHÆÐ Í ÞRÍBÝLISHÚSI ÁSAMT 31 FM
BÍLSKÚR, ALLS 183 FM. Eikarparket á allri íbúðinni. Fjögur svefnherbergi. Innbyggður
bílskúr. Fjögur sérbílastæði fylgja. Mikið útsýni. Tvennar suðursvalir. Áhv. hagstæð
langtímalán, 27 millj. m/4,15% vöxum. LAUS STRAX.
SKÓLABRAUT - ELDRI BORGARAR
Vorum að fá í sölu eina af þessum eftir-
sóttu íbúðum í húsi eldri borgara á Sel-
tjarnarnesi. Íbúðin er 58 fm 2ja herbergja á
3. hæð auk geymslu. Góð stofa, stórt eld-
hús, svefnherbergi og baðherbergi. Vand-
aðar innréttingar og parket úr beyki. Bað-
herbergi með sturtuklefa og góðri innr., t.f.
þvottavél. Stórar suðaustursvalir. Mikil
sameign á jarðhæð, þar sem m.a. er hægt
að fá hádegismat, þjónustu hjúkrunarfr.
o.fl. Hús nýviðgert og málað að utan.
Íbúðin er til afh. strax. Nánari uppl. á
skrifst.
SÓLVALLAGATA - 5 HERB.
Afar falleg og björt 104 fm 5 herb. íbúð á 2. hæð í fjórbýli. Samliggjandi stofur. Þrjú
svefnherb. Baðherb. endurnýjað og flísalagt í hólf og gólf. Massíft parket og flísar á
gólfum. Suðursvalir. Sérlega góð eign á frábærum stað í Vesturbænum. Verð 31,5 millj.
EIÐISTORG - TVÍSKIPT EIGN
Vorum að fá í sölu 111,4 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi sem skiptist í tvær einingar, þ.e.
3ja herb. 76,5 fm íbúð sem er stór stofa með sólstofu í suður og góðar svalir þar útaf,
eldhús opið við stofuna, baðherbergi með sturtu og góðri innréttingu og tvö svefnher-
bergi og 27,1 fm einstaklingsíbúð á hæðinni fylgir, þ.e. stórt íbúðarherbergi með eld-
húskróki og sérbaðherbergi með sturtu. Geymsla í kjallara fylgir. Sameiginlegt þvotta-
hús með vélum á hæðinni. Öll þjónusta við hendina.
GRANDAVEGUR - MEÐ BÍLSKÚR
Vorum að fá í sölu sérlega fallega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja 90 fm íbúð á 2.
hæð í góðu fjölbýlishúsi ásamt 25 fm bílskúr. Íbúðin skiptist í saml. stofur með vestur-
svölum útaf, eldhús með nýrri og vandaðri innréttingu, tvö góð svefnherbergi og bað-
herbergi, flísalagt í hólf og gólf. Nýlegt parket á íbúð. Þvottahús á hæðinni. Geymsla á
jarðhæð fylgir. MJÖG GÓÐ STAÐSETNING, STUTT Í ALLA ÞJÓNUSTU.
FLYÐRUGRANDI - 5 HERB.
Vorum að fá í sölu eina af þessum eftir-
sóttu íbúðum með sérinngangi við Flyðru-
granda. Íbúðin, sem er 131,5 fm auk
geymslu í kj., skiptist í stórar, saml. stofur,
eldhús, þvottahús þar innaf, baðherbergi
og þrjú svefnherbergi. Stórar suðursvalir
útaf stofu. Sérlóð útaf hjónaherb. í vestur.
Stutt í alla þjónustu, skóla o.fl. Frekari
uppl. á skrifst.
HRAUNBÆR - 5 HERB.
Mjög falleg og rúmgóð 5 herb. 124,4 fm
endaíbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli í Hraun-
bænum. Fjögur svefnherbergi. Íbúðin er
töluvert endurnýjuð, s.s nýlegt parket, ný
eldhúsinnrétting, tæki o.fl. Suðursvalir. Verð
24,9 millj.
SUÐURGATA - 101 RVK
Mjög rúmgóð 3ja herb. 106 fm íbúð á 2.
hæð í góðu fjölbýli með lyftu. Eldhús m. ný-
legri viðarinnr. Stór og björt stofa. Baðherb.
marmaraflísar. Suðaustursvalir. Sérgeymsla
í kj. og sameiginlegt þvottahús á jarðhæð.
Nánari uppl. á skrifstofu.
HRINGBRAUT - M. BÍLSKÝLI
Mikið endurnýjuð 80 fm 2ja-3ja herb. íbúð
auk stæðis í bílageymslu. Gegnheilt eikar-
parket í stofu. Eldhús með vandaðri eikar-
innréttingu og stáltækjum. Hjónaherbergi,
fataskápur. Baðherbergi flísalagt í hólf og
gólf, vönduð innrétting, hornnuddbaðkar
með sturtu, t.f. þvottavél.
Alaskaösp erein algeng-asta trjáteg-und sem
ræktuð er á Íslandi
en færri vita að um
ýmsar gerðir er að
ræða og geta þær verið mjög breyti-
legar í vaxtarformi. Oftast eru hinar
mismunandi gerðir, eða yrki eins og
vanalega er talað um meðal rækt-
enda, valdar til að geta orðið beinvax-
in bolmikil tré og gjarnan með
granna krónu, þessháttar yrki henta
til að mynda vel til skógræktar. Til
garðræktar eru tré gjarnan valin út
frá öðrum forsendum, eins og að þau
hafi fallega og mikla krónu, en ekki
endilega hávaxin. Ræktendur velja
gjarnan út eitt eða fleiri yrki og gefa
hverju þeirra heiti til aðgreiningar
frá öðrum, t.d. alaskaösp ‘Haukur’,
‘Pinni’, ‘Iðunn’ eða ‘Jóra’.
Í Laugardalnum, nánar tiltekið á
mjóum göngustíg sem liggur um bir-
kilund neðan við húsin á Laug-
arásvegi, er stórt og margstofna tré,
sem dóttir mín vísaði mér á og kallaði
„klifurtréð“. Tré þetta er myndarleg
alaskaösp, líklega einir 10 metrar,
sem hefur myndað margstofna krónu
í um 1,5 metra hæð með mörgum
sterkum greinum.
Það er ósjaldan þegar við feðgin
göngum um dalinn að komið er við
hjá „klifuröspinni“ góðu og henni
gerð skil; hún klifrar í trénu en ég
dáist að vaxtarlagi þess.
Skógræktarmenn myndu ekki velja
þessa ösp sem yrki í nytjaskógrækt
sína, en ég er búinn að taka nokkra
sprota til ræktunar og ætla að rækta
af þeim nokkrar klifuraspir við sum-
arbústaðinn sem að vonandi barna-
börn mín geta leikið sér í þegar tímar
koma.
Sveitarfélög gætu komið sér upp
klifurtrjám hér og hvar á grænum
svæðum sínum, klifursólgin börn
framtíðarinnar yrðu þakklát fyrir
framtakið. Vert er þó að benda fram-
bjóðendum á að ekki er hægt að
rækta klifurtré á einu kjörtímabili, til
þess þarf mun lengri tíma, jafnvel
marga áratugi. Það er kannski margt
líkt með ræktun klifurtrjáa og „rækt-
un“ góðra samfélaga; það krefst tíma,
þekkingar og síðast en ekki síst al-
úðar og vissu um örugga framtíð.
BLÓM VIKUNNAR
Eftir Samson B. Harðarson
606. þáttur
Klifurösp
Mynd: Samson Bjarnar Harðarson
Laugardalur Þórdís Lilja og Katrín María í klifuröspinni góðu.
Greinarhöfundur er Samson B. Harð-
arson landslagsarkitekt og varaformaður
GÍ.