Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 F 49 SMÁRAFLÖT Eitt af þessum einstaklega vel staðsettu einbýlishúsum neðst á Flötunum í Garðabæ. Umhverfis húsið er fallegur og skjól- sæll garður í mikilli rækt með fjölbreyttum trjá- gróðri. Tvöfaldur bílskúr. Hiti er í stéttum og inn- keyrslu að bílskúr. Húsið og bílskúrinn eru sam- tals 243 fm að stærð. Lóð hússins er mjög stór 1.224 fm og býður upp á mikla möguleika. FÍFUSEL Björt 4 herbergja 101 fm íbúð á 3. hæð í Seljahverfinu. 3 svefnherbergi eru í íbúðinni, góð stofa, eldhús með borðkrók og þvotthúsi inn af. Baðherbergi með sturtu og baðkeri ásamt góðu miðjuholi. Sérlega barnvænt umhverfi með leiktækjum á lóð. Stutt er í alla þjónustu, skóla og verslanir. ÁLFKONUHVARF Glæsileg 3ja - 4ra her- bergja, 110 fm, endaíbúð á 3. hæð í vönduðu lyftuhúsi ofarlega í hverfinu með tvennum svölum og fallegu útsýni til austurs og suðurs. Allur frá- gangur innréttingar og tækja er vandaður. Íbúð- inni fylgir gott stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, tvær stofur, eldhús og bað- herbergi. SÓLEYJARIMIGlæsileg 3ja - 4ra herbergja, 107 fm, endaíbúð með sérinngangi. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Húsið er einangrað að utan og klætt með báraðri álkæðningu. Stutt er í alla þjónustu. 4 - 6 HERBERGJA ÞÓRÐARSVEIGUR Ný glæsileg 4ra her- bergja, 114 fm, endaíbúð á efstu hæð í nýju húsi við Þórðarsveig í Reykjavík. Íbúðinni fylgir gott stæði í bílageymslu rétt við stigaganginn. Aukin lofthæð er í stofu ásamt stórum gluggum sem gefur íbúðinni skemmtilegt yfirbragð. Mikið út- sýni er úr íbúðinni. Allar innréttingar eru úr eik og nýtt eikarparket er á gólfum. Íbúðin er til af- hendingar við kaupsamning. STRANDVEGUR Stórglæsileg 3ja herbergja, 100 fm, íbúð á efstu hæð í góðu lyftuhúsi með bílastæðakjallara við Strandveg í Garðabæ. Auk- in lofthæð er í íbúðinni, glæsileg gluggasetning með gólfsíðum gluggum og samstæðum eikar- innréttingar og gólfefnum. Fallegt útsýni og sjar- merandi hverfi. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. ÁLFKONUHVARF Mjög falleg og björt 3ja herbergja, 102 fm, íbúð í góðu lyftuhúsi. Íbúðin er rúmgóð og nýtist sérlega vel enda öll hin glæsi- legasta með vönduðum innréttingum og fallegum gólfefnum. Íbúðinni fylgir stæði bílageymslu og góð geymsla. HRAUNBÆR Rúmgóð 3ja herbergja, 84 fm, íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Suðvestur gafl húss- ins hefur verið klæddur. Snyrtileg sameign og sérlega barnvæn lóð er framan við húsið þar sem er sameiginlegur leikvöllur fyrir börnin. Stutt er í verslun, skóla, leikskóla, sundlaug og íþróttir. Ný eldvarnarhurð út á stigagang. Íbúðin skiptist í miðjuhol, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. 3 HERBERGI REYKJAVÍKURVEGUR – LITLI SKERJAFJÖRÐUR Björt og vel skipulögð 3ja herbergja, 77 fm íbúð við Reykjavíkurveg í Reykjavík. Íbúðin er ákaf- lega vel staðsett og með glæsilegu útsýni. Hún er með aukinni lofthæð (4-5 m undir mæni) í stofu og eldhúsi en hún er á efstu hæð í litlu, vel viðhöldnu, fjölbýli. Stutt er í miðbæ Reykjavíkur og þá er einnig stutt niður að strönd og ekki langur gangur t.d. niður í Nauthólsvík. Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnher- bergi og baðherbergi. Verð: 24,9 milljónir. FROSTAFOLD – GOTT SKIPULAG Rúmgóð og vel skipulögð 3ja herbergja, 85 fm íbúð á 2. hæð í vel staðsettu húsi í Grafarvogin- um. Íbúðin skiptist í 2 góð svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpskrók og baðherbergi. Stutt er í alla þjónusta, skóla og verslanir. Verð: 20,7 millj- ónir. STRANDVEGUR - SJÁLANDSHVERFI Sérstaklega falleg íbúð í Sjálandshverfinu sem vísar á móti suðri. Björt og falleg 3ja herbergja, 98 fm íbúð á efstu hæð, (3ju) í góðu viðhaldsfríu lyftuhúsi með stæði í bílageymslu. Íbúðin er sér- staklega vel skipulögð með fallegri gluggasetn- ingu og góðum herbergjum. LINDARBERG – FALLEGT ÚTSÝNI Falleg og sérstaklega vel staðsett eign á þess- um frábæra stað í Hafnarfirði. Húsið er staðsett í rólegri götu með frábæru útsýni til suðurs og vesturs. Allur frágangur að utan er til fyrirmynd- ar og garðurinn er í góðri rækt. Að innan er hús- ið sérlega snyrtilegt og vel skipulagt. Íbúðin er 155 fm með 4 svefnherbergjum, auk 26 fm bíl- skúrs. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttir. ÁLFHEIMAR – LAUGARDALURINN Góð, vel skipulögð, 5 herbergja, 120 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli við Álfheimana. 3 svefnher- bergi eru í íbúð og eitt í kjallara sem leigja má út. Stofan er rúmgóð og björt. Tengi er fyrir þvotta- vél í eldhúsi en sameiginlegt þvottahús er í kjall- ara. Sameignin er öll nýlega standsett en meðal annars var skipt um hurðir, málað og teppalagt. Laugardalurinn er í næsta nágrenni með öllum þeim útivistarmöguleikum sem hann býður upp á. Stutt er í alla þjónustu, skóla og verslanir. ÁSVALLAGATA – 101 REYKJAVÍK Glæsileg 4ra herbergja, 135 fm íbúð á 1. hæð í góðu steinhúsi á eftirsóttum stað. Með íbúðinni fylgir rúmlega 17 fm forstofuherbergi. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð að innan. Baðher- bergið hefur verið allt endurnýjað, ný gólfefni og listar, nýjar ofnalagnir og ofnar að hluta og raf- magn að hluta. Öll rými íbúðarinnar eru rúmgóð. Íbúðin er frábærlega staðsett m.t.t. miðbæjar Reykjavíkur. GRÓFARSEL – ENDARAÐHÚS 4-5 herbergja, 176 fm raðhús á 3-4 pöllum á góð- um stað í Seljahverfi. Stórar suðursvalir og stór suðurverönd. Garðurinn er stærri en gengur og gerist á svæðinu. 21 fm bílskúr er beint fyrir neð- an við húsið. Að innan er kominn tími á breyting- ar á gólfefnum og hugsanlega innréttingum. Hverfið er kyrrlátt og gróið. Falleg eign með mikla möguleika. SKÚLAGATA Hlýleg og vel skipulögð 2ja her- bergja, 67 fm íbúð á 7. hæð í góðu lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri. Íbúðinni fylgir stæði í bíla- geymslu. Öryggishnappar eru í íbúðinni bein- tengdir við Securitas. Þá er góð sameign, m.a. matsalur og sauna í húsinu sem íbúar geta nýtt sér. Sameign sem og húsið sjálft er í góðu standi. Íbúðin skiptist í gang, sjónvarpshol, stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og þvotta- hús/geymslu. BRAGAGATAGlæsilegt lítið einbýli, 94 fm, við Bragagötuna í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum ásamt risi. Á neðstu hæð er gott eldhús og baðherbergi. Á miðhæðinni er falleg stofa með arni en svefnloft er í risi. Eigninni hefur verið vel við haldið og er því sérstaklega snyrtileg. TJARNARBREKKA Stórglæsileg og einstak- lega vel staðsett 265 fm og 295 fm einbýlishús á einni eða tveimur hæðum við Tjarnarbrekku á Álftanesi. Húsin tvö verða afhent tilbúin til inn- réttinga. Alls eru 7 eða 8 herbergi fyrirhuguð í húsunum tveimur og þar af eru 4 svefnherbergi og 3 baðherbergi í þeim báðum. Húsin eru sér- staklega glæsileg ásýndum og eru ákaflega vel staðsett með tilliti til samgangna og útsýnis en samt sem áður í mikilli nálægð við náttúruna. SÉRBÝLI Hafnarfjörður - Hraunhamar var að fá í einkasölu vandað 262 fm einbýli á góðum stað í Hafnarfirði, með auka íbúð og innbyggðum bílskúr. Lýsing efri hæð: Forstofa með flís- um á gólfi. Rúmgott svefnherbergi ásamt 3 góðum herbergjum. Bað- herbergi með baðkari, flísalagt í hólf og gólf, eldri innrétting en til er ný innrétting sem er ekki uppsett. Úr einu herbergjanna er gengið út á góða verönd með heitum potti. Rúm- góð stofa/borðstofa með fallegum arni, loft í stofu er með halogenlýs- ingu. Gott eldhús með vandaðri hvítri Alno innréttingu, granítborð- plata, vönduð gaseldavél, góður borðkrókur. Á efri hæð er plankap- arket á gólfum frá Agli Árnasyni. Neðri hæð: ágætis stigi er til neðri hæðar. Gott herbergi með parket á gólfi. Gangur með ágætis vinnuaðstöðu. Rúm- gott þvottahús flísa- lagt. Frá gangi er innangengt í góðan bílskúr með dyraopn- ara. Íbúð neðri hæð: Góður inngangur í forstofu. Opið rými stofa og eldhús með vandaðri innréttingu. Rúmgott svefn- herbergi. Snyrtilegt baðherbergi með sturtu, gólf flísalagt. Í dag er opið á milli íbúða. Sélega vandað einbýli/tvíbýli, með möguleikum á góðum leigu- tekjum. Góð staðsetning og fallegt útsýni. Tilboða er óskað í eignina. Keldu- hvammur 10 Tilboð Hraunhamar er með í sölu þessa 262 fm eign í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.