Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 55

Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 F 55 Sérbýli á höfuðborgarsvæð-inu lækkaði um rúm 5½%að raungildi síðastliðna tólfmánuði, skv. upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Nafn- verðshækkun var hins vegar 1½%, en verðbólguhraði m.v. vísitölu neysluverðs í febrúar var 7,4%. Hækkun nafnverðs í fjölbýli á árs- grundvelli var 6,3%, en í heild hækkaði vísitala íbúðaverðs á höf- uðborgarsvæðinu um 5% og hélt því ekki í við verðbólgu. Þetta þýð- ir að eigið fé þeirra sem keyptu íbúð fyrir ári síðan hefur rýrnað sem nemur raunverðslækkuninni, þar sem verðtryggð íbúðalán hækka í takt við verðbólguna, en húsnæði hefur ekki gert það á þessu tímabili. Tökum dæmi af hjónum sem keyptu sérbýli á 30 millj. kr. í febr- úar í fyrra. Miðað við hækkun vísi- tölu sérbýlis hefur húsið hækkað um 450 þús. kr. Ef húsið er fjár- magnað með 80% verðtryggðu íbúðaláni að fjárhæð 24 millj. kr. á 4,3% raunvöxtum til 40 ára, þá næmu áfallnar verðbætur 1.759 þús. kr. og eftirstöðvar íbúða- lánsins væru því 25,5 millj. kr. eftir greiðslu ársins. Eigið fé hjónanna hefur því lækkað úr 6 milljónum króna í 4,9 millj. kr. á einu ári. Þetta hlýtur að vera niðurdrepandi fyrir hjónin að sjá verðbólguna éta upp eigið fé sitt. Verðbólga og erlend lán Verðbólga í mars lækkaði veru- lega og var 5,9% á ársgrundvelli sem er samt enn töluvert frá verð- bólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Langvarandi verðbólga þreytir hús- næðiskaupendur, sem eru að greiða 11% nafnvexti af íbúðalánum þegar verðbólguþátturinn er reiknaður inn í 4,75% raunvexti. Á meðan húsnæðislánavextir í Evrópu eru frá 3% til 6% eftir því í hvaða landi lánið er tekið og í hvaða mynt. Einnig er fjölbreytileikinn mikill þegar kemur að tegundum íbúð- arlána, en ein tegund slíkra lána er nýjasta útspil Kaupþings banka í íbúðalánum fyrir ungt fólk. Von- andi er verðbólgan á niðurleið og gerir það að verkum að húsnæð- islán í íslenskum krónum verði ódýrara en það hefur verið und- anfarin misseri. Margir eru hins vegar þreyttir á íslensku krónunni, en skv. vefriti fjármálaráðuneytisins hafa geng- isbundin lán heimilanna aukist úr 26,8 milljörðum kr. frá því í janúar í fyrra í 67,5 milljarða kr. sem er aukning um rúm 150%. Til að setja þessa tölu í samhengi, þá er rétt að taka fram að heildarskuldir heim- ilanna voru um 1.325 milljarðar kr. í árslok 2006, því eru gengisbundin lán langt frá því að vera stór hluti heildarskuldanna. Hins vegar er þetta áhugaverð þróun. Það er eðli- legt að fólk í íbúðakaupum horfi á vaxtamuninn milli Íslands og ann- arra landi og freistist til að taka erlend lán, en það er ekki án áhættu. Erlend lán eru áhættusöm Eins og flestir vita og er ljóst skv. dæminu hér að ofan um hjón- in, þá bera verðtryggð lán í ís- lenskum krónum verðbólguáhættu, sem flestir landsmenn hafa fundið fyrir. Á sama hátt eru erlend lán áhættusöm, sérstaklega nú um stundir þegar gengi íslensku krón- unnar er sérstaklega sterkt vegna hins mikla vaxtamunar við útlönd og mikilla fjárfestinga. Geng- isvísitala íslensku krónunnar er nú í kringum 121 sem er nálægt tíu ára meðaltali (frá miðjum mars 1997 til mars 2007) sem er 119,5, en á því tímabili fór gengisvístalan lægst (erlendir gjaldmiðlar ódýrir) í 100,6 og hæst (erlendir gjald- miðlar dýrir) í 151,5. Ef krónan myndi falla um 10% á einum sólar- hring myndi tíu milljón kr. mynt- körfulán hækka um eina milljón kr. Hins vegar kæmi vaxtamunurinn lántakanum til góða og einnig ber að horfa til þess að verðbótaþáttur innlendra lána myndi líka hækka vegna þess að vægi innfluttrar vöru í vísitölu neysluverðs er rúmlega þriðjungur. Margir búast við að gengi krón- unnar veikist þegar líður á árið. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að meðalgildi gengisvísitölunnar verði um 129 stig og 130 stig árið 2008, sem er um 7½% veiking krónunnar, en ef það gengur eftir hækka gengisbundin lán sem því nemur. Á að taka erlent lán? Það er kostur sem best væri að skoða ef krónan veikist eitthvað. Almennt er best að taka erlent lán ef viðkomandi lánþegi er ekki mjög skuldsettur, á afgang af ráðstöf- unartekjum sínum um hver mán- aðamót og á einhverjar erlendar eignir, t.d. erlend verðbréf. Að lokum Hvernig þróast íbúðaverð? Það er ólíklegt að fasteignaverð gefi verulega eftir, einfaldlega vegna sæmilegs hagvaxtar, kaupmáttar og aukins lánsfjármagns. Það er hins vegar áhyggjuefni hversu mik- ið framboð er enn í pípunum af íbúðarhúsnæði í byggingu sér- staklega utan höfuðborgarsvæð- isins. Mikið framboð ætti undir venjulegum kringumstæðum að leiða til verðlækkunar að minnsta kosti svæðisbundið. Sjá kort. Hugtök  Verðbólguáhætta er sú áhætta sem lántakandi ber á vísitölu- tryggðu íbúðarláni vegna hækk- unar almenns verðlags sem leggst sem verðbætur við höf- uðstól lánsins.  Vaxtaáhætta þýðir að í tilfelli lántakenda erlendra húsnæð- islána er hætta á því að vextir taki óvæntum breytingum, en nafnvextir húsnæðislána í er- lendri mynt eru breytilegir. Vextirnir taka mið af alþjóð- legum millibankavöxtum sem geta tekið örum breytingum, en þess má geta að bæði skamm- tíma- og langtímavextir hafa far- ið hækkandi í helstu við- skiptalöndum Íslands.  Gengisáhætta er í raun mjög einfalt hugtak, þ.e.a.s. mögu- legur ávinningur eða tap vegna breytinga á gengi gjaldmiðla. Ef gengi krónurnar fellur enn frek- ar þá munu lán í erlendri mynt hækka sem nemur gengisfallinu. Sérbýli lækkar að raungildi MARKAÐURINN Magnús Árni Skúlason Höfundur er hagfræðingur MSc og MBA. reconomics@gmail.com Morgunblaðið/Kristinn Lækkun Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hafa lækkað um rúm 5,5% að raungildi sl. 12 mánuði. Suðurlandsbraut 20 — Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 — Sími 565 8000 Nýjustu eignirnar á www.hofdi.is Lómasalir - 3ja herb. Sérlega glæsileg 3ja herb. 103,6 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi, ásamt stæði í bílageymslu. Vandaðar innréttingar úr kirsuberjaviði. Þvottahús innan íbúðar. Svalir úr stofu í suð-vestur. Innangengt í bílskýli. Falleg íbúð á góðum stað. Verð 23,9 millj. Gautavík - Jarðhæð Falleg og vel skipulögð 103 fm 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús inn í íbúðinni. Falleg eldhúsinnrétting. Stutt í alla þjónustu. Sér garður, afgirtur. Góð aðkoma, bílastæði malbikuð. Verð 23,9 millj. Laugarnesvegur - Jarðhæð Glæsileg 86 fm, 2ja herbergja, endaíbúð á 1.hæð í nýlegu húsi á þessum eftirsótta stað. Sérinngangur. Stæði í lokaðri bílageymslu. Fallegar innréttingar og hurðar úr eik. Gólfefni eru parket og flísar. Verð 26,9 millj. Berjarimi - Jarðhæð Skaftahlíð - Sérhæð Vorum að fá í sölu sérlega fallega og vel skipulagða 119 fm 4ra herbergja íbúð á 3.hæð í fall- egu 4ra íbúða húsi á þessum eftirsótta stað. Tvennar svalir. Laus strax. Verð aðeins 28,9 millj. Ársalir - “Penthouse” Stórglæsileg 3-4ra herb. 122,3 fm. "penthouse" íbúð á 10. hæð í lyftuhúsi. Ótakmarkað útsýni til suðurs og vesturs. Íbúðin er öll sérlega vönduð og íburðarmikil. Mikil lofthæð er í stofum og eldhúsi, ásamt innb. lýsingu í loftum. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Verð 31, 9 millj. Ægissíða - Parhús Parhús sem er tvær hæðir og kjallari, ásamt bílskúr, alls 165,6 fm. Skiptist m.a. í eldhús og tvær samliggjandi stofur, tvö herb. í kjallara m/sér snyrtingu. Parket á gólfum. Eign með ýmsa möguleika. Verð 34,5 millj. Glæsileg 130,5 fm 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð, þ.a. er 35,4 fm stæði í bílageymslu. Rúmgott eldhús, falleg innrétting. Björt stofa, útgengt út á stóran sólpall. Þvottahús innan íbúðar. Stutt í skóla og leikskóla. Opið leiksvæði með leiktækjum fyrir framan húsið. Verð 27,6 millj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.