Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 4

Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is I-LISTI Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands fengi 5,2% kjörfylgi ef kosið yrði nú samkvæmt niðurstöð- um könnunar Gallups sem gerð var vikuna 21.–27. mars. Fylgi annarra flokka er svipað og í síðustu könn- un nema VG sem tapar 3,6 pró- sentustigum frá síðustu könnun og Frjálslynda flokksins sem tapar 1,3 prósentustigum. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn 36,7% atkvæða, en fékk 36,2% í síðustu könnun Gallups fyrir viku. VG fengi 24% en framboðið fékk 27,6% í síðustu könnun og tapar því 3,6 prósentustigum frá síðustu könnun. Eftir sem áður eru þeir næststærsti flokkurinn, eins og þeir hafa verið í þessum vikulegu könnunum Gallups undanfarnar fimm vikur. Samfylkingin fær 19,9% fylgi og eykur fylgi sitt lítillega frá síðustu könnun. Framsókn fær 8,3% og tapar lítillega og Frjálslyndi flokk- urinn fær 5,3% fylgi og tapar 1,3 prósentustigum frá könnuninni fyr- ir viku. Þegar fylgi við einstök framboð er skoðað eftir kyni kemur í ljós að hlutfallslega mun fleiri konur en karlar styðja Samfylkinguna og VG en Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn og hlutfallslega mun fleiri karlar styðja Frjáls- lynda flokkinn og Sjálfstæðisflokk- inn en konur. Þannig er fylgi karla við Sjálfstæðisflokkinn 42,6% en fylgi kvenna mælist 29,5%. Rúm 32% kvenna styðja VG en 20% karla og tæp 24% kvenna styðja Samfylkinguna og rúm 16% karla. Þá er fylgi meðal karla við Frjáls- lynda flokkinn 8,4% en 3,4% meðal kvenna. Hlutfallslega minni munur er á stuðningi kynjanna við Fram- sóknarflokkinn, en 9,3% karla styðja flokkinn og 7,8% kvenna. Könnunin leiðir einnig í ljós að flokkstryggð er mest meðal sjálf- stæðismanna og vinstri grænna, en tæp 90% þeirra sem studdu VG í síðustu kosningum ætla að kjósa flokkinn aftur og 84% sjálfstæð- ismanna. Hins vegar ætla 48% þeirra sem studdu Framsókn í kosningunum að kjósa flokkinn aft- ur nú. Sambærilegt hlutfall er 45,6% hjá Frjálslynda flokknum og tæp 58% hjá Samfylkingunni. Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna í nýrri skoðanakönnun en VG og Frjálslyndir tapa þó fylgi Íslandshreyfingin mælist með 5,2% fylgi hjá Gallup                                                ! "#$ %!#  !%&      '                       (  ")    UM 63% fólks telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um nátt- úruauðlindir í þjóðareign hafi dregið mikið eða nokkuð úr trausti fólks á ríkisstjórninni. 19% telja að frumvarpið hafi aukið traust á ríkisstjórninni nokkuð eða mikið en 18% segja að það hafi hvorki aukið né dregið úr trausti á ríkisstjórninni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gall- ups sem gerð var vikuna 21.–27 mars og náði til 1.210 manns sem valdir voru með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá, en svörunin var tæp 62% og 65% tóku afstöðu. Framsóknarmenn skera sig úr Fleiri konur en karlar telja að frumvarpið hafi veikt traust á rík- isstjórninni eða 66% kvenna sam- anborið við 61% karla. Þá er það einungis meirihluti stuðnings- manna Framsóknarflokksins sem telja að frumvarpið hafi aukið traust á ríkistjórninni. 51,4% eru þeirrar skoðunar en tæp 26% sjálf- stæðismanna eru þeirrar skoð- unar. Hins vegar telur 81% stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnar að frumvarpið hafi veikt traust á rík- istjórninni og 77% stuðningsmanna VG. Frumvarpið veikti traust YFIRVÖLDUM borga og bæja á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki gengið sem skyldi að tengja saman skipulagsmál einstakra bæjarfélaga og sameiginlega vatnsverndarhags- muni. Þetta kom fram í erindi sem Páll Stefánsson, hjá Heilbrigðiseft- irliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis, flutti á málþingi um vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu. Páll sagði að neysluvatn á höfuð- borgarsvæðinu væri gott. Styrkur umhverfisgerla væri mjög lítill og nánast óþekkt að óæskilegir gerlar mældust í vatninu. Styrkur upp- leystra efna væri sömuleiðis lægri en almennt gerðist í Evrópu. Vandi vatnsveitna og eftirlitsaðila væri fremur fólginn í því að tryggja að til- skilinn fjöldi sýna væri tekinn en að sýnin uppfylltu ekki gæðakröfur. Páll sagði einnig nóg til af vatni á svæðinu og að gefnum tiltekn- um forsendum nýttum við tæp- lega 10% vatns- forðans. Vatns- tökustaðir væru hins vegar dreifð- ir og ekki lægi fyrir vitneskja um mögulegt nýting- arhlutfall. Framkvæmdagleði og vatnsvernd Páll benti á að „þensla og fram- kvæmdagleði [hefði] ráðið ferðinni á kostnað vatnsverndarsjónarmiða undanfarin ár og misseri. Innan bæj- arkerfa virðist vilji fyrir að aflétta vatnsvernd af stórum svæðum innan lögsögu þeirra eða a.m.k. að horfa framhjá áhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda sem þar er verið að áforma. Opnun á aðra landnýtingu en nú er samþykkt ógnar vatnsvernd á svæð- inu þegar til lengri tíma er litið og verði vernd aflétt gætu viðkvæm vistkerfi, s.s. vatnasvið Elliðavatns einnig verið í hættu“. Páll sagði að ýmis fyrirtæki og fé- lög sæktu nú um afnot af svæðinu. Þessi áform gengju þvert á hags- muni vatnsverndar. „Það er brýnt að áður en frekari breytingar verða á skipulagi vatnsverndarsvæðisins verði fyrst farið í nauðsynlegar rann- sóknir svo að hægt sé að leggja mat á hvort breytingar á mörkum svæðis- ins eða notkun þess geti haft í för með sér skert öryggi,“ sagði Páll. Opnun á aðra landnýt- ingu ógnar vatnsvernd Frekari rannsóknir nauðsynlegar áður en lengra er haldið Páll Stefánsson HRAFN Jökulsson, forseti skák- félagsins Hróksins, fylgdi þremur erindrekum Hróksins úr hlaði er þeir héldu til Grænlands fyrir helgi til að kynna skáklistina fyrir íbúum Ittoqqortoormiit á austur- hluta Grænlands. Þetta er fyrsta ferð Hróksins til Scoresbysunds en skákfélagið hef- ur haldið uppi reglubundnum ferðum til annars bæjar á þessum slóðum, Ammassalik. Ferðalang- arnir, Ólafur Guðmundsson og Arnar Valgeirsson, halda á tafl- borði á myndinni, Íris Ragnars- dóttir er þeim á vinstri hönd en þremenningarnir munu dvelja eina viku á Grænlandi, kenna börnum í skólunum í Ittoqqortoormiit skák og gefa þeim skáksett svo að allir ættu að kunna að tefla er þau halda heim. Útrásin heldur áfram Morgunblaðið/Kristinn HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir hættulegar líkamsárás- ir. Annar mannanna, Steindór Hreinn Veigarsson, hlaut 4 ára fangelsi og meðákærði, Kristján Halldór Jens- son, 2 ára fangelsi. Voru þeir auk refs- ingar dæmdir til að greiða einum brotaþola sinna tæpa 1,1 milljón í miskabætur en þeir klipptu af honum litla fingur með garðklippum. Steindór Hreinn var að auki dæmdur til að greiða tveimur mönn- um, sem hann réðst á, samtals tæpa milljón kr. í bætur og nærri 1,1 millj- ón kr. í sakarkostnað. Kristján Hall- dór var dæmdur til að greiða tæpa hálfa milljón í sakarkostnað. Tveir menn aðrir voru einnig ákærðir fyrir aðild að líkamsárásum og húsbroti. Var annar sýknaður en hinum ekki gerð sérstök refsing. Alvarlegasta brotið sem þeir Stein- þór Hreinn og Kristján Halldór voru fundnir sekir um var framið í maí á síðasta ári en þá ruddust þeir inn í íbúð á Akureyri, kýldu mann í andlitið svo hann kinnbeinsbrotnaði, og slógu annan mann í hnakkann með hafna- boltakylfu. Þá spörkuðu þeir ítrekað í manninn liggjandi og Steinþór Hreinn klippti síðan litla fingurinn af honum með garðklippum. Mennirnir tveir eru báðir á þrítugs- aldri. Steindór Hreinn hefur frá 1999 þrettán sinnum verið dæmdur til refs- ingar. Hann var m.a. dæmdur í 18 mánaða fangelsi í mars 2006 fyrir tvær líkamsárásir, hótanir, fíkniefna- lagabrot, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum. Kristján Halldór hefur frá 1998 níu sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir brot á almennum hegningarlögum, fíkniefnalöggjöf- inni, vopnalögum og áfengislögum. Málið dæmdi Freyr Ófeigsson dómstjóri. Verjandi Steindórs Hreins var Sigmundur Guðmundsson hdl. og verjandi Kristjáns Halldórs Arnar Sigfússon hdl. Sækjandi var Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjór- ans á Akureyri. Klipptu litla fingur af manni með garðklippum Tveir karlmenn á þrítugsaldri í fangelsi fyrir líkamsárásir Í HNOTSKURN » Steindór Hreinn Veig-arsson hefur verið dæmd- ur í 4 ára fangelsi fyrir hættu- legar líkamsárásir og meðákærði, Kristján Halldór Jensson, í 2 ára fangelsi. » Í alvarlegasta brotinuruddust þeir inn í íbúð og m.a. spörkuðu ítrekað í mann og klipptu af honum fingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.