Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is I-LISTI Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands fengi 5,2% kjörfylgi ef kosið yrði nú samkvæmt niðurstöð- um könnunar Gallups sem gerð var vikuna 21.–27. mars. Fylgi annarra flokka er svipað og í síðustu könn- un nema VG sem tapar 3,6 pró- sentustigum frá síðustu könnun og Frjálslynda flokksins sem tapar 1,3 prósentustigum. Samkvæmt niðurstöðum könnun- arinnar fengi Sjálfstæðisflokkurinn 36,7% atkvæða, en fékk 36,2% í síðustu könnun Gallups fyrir viku. VG fengi 24% en framboðið fékk 27,6% í síðustu könnun og tapar því 3,6 prósentustigum frá síðustu könnun. Eftir sem áður eru þeir næststærsti flokkurinn, eins og þeir hafa verið í þessum vikulegu könnunum Gallups undanfarnar fimm vikur. Samfylkingin fær 19,9% fylgi og eykur fylgi sitt lítillega frá síðustu könnun. Framsókn fær 8,3% og tapar lítillega og Frjálslyndi flokk- urinn fær 5,3% fylgi og tapar 1,3 prósentustigum frá könnuninni fyr- ir viku. Þegar fylgi við einstök framboð er skoðað eftir kyni kemur í ljós að hlutfallslega mun fleiri konur en karlar styðja Samfylkinguna og VG en Framsóknarflokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn og hlutfallslega mun fleiri karlar styðja Frjáls- lynda flokkinn og Sjálfstæðisflokk- inn en konur. Þannig er fylgi karla við Sjálfstæðisflokkinn 42,6% en fylgi kvenna mælist 29,5%. Rúm 32% kvenna styðja VG en 20% karla og tæp 24% kvenna styðja Samfylkinguna og rúm 16% karla. Þá er fylgi meðal karla við Frjáls- lynda flokkinn 8,4% en 3,4% meðal kvenna. Hlutfallslega minni munur er á stuðningi kynjanna við Fram- sóknarflokkinn, en 9,3% karla styðja flokkinn og 7,8% kvenna. Könnunin leiðir einnig í ljós að flokkstryggð er mest meðal sjálf- stæðismanna og vinstri grænna, en tæp 90% þeirra sem studdu VG í síðustu kosningum ætla að kjósa flokkinn aftur og 84% sjálfstæð- ismanna. Hins vegar ætla 48% þeirra sem studdu Framsókn í kosningunum að kjósa flokkinn aft- ur nú. Sambærilegt hlutfall er 45,6% hjá Frjálslynda flokknum og tæp 58% hjá Samfylkingunni. Litlar breytingar á fylgi stjórnmálaflokkanna í nýrri skoðanakönnun en VG og Frjálslyndir tapa þó fylgi Íslandshreyfingin mælist með 5,2% fylgi hjá Gallup                                                ! "#$ %!#  !%&      '                       (  ")    UM 63% fólks telja að frumvarp ríkisstjórnarinnar um nátt- úruauðlindir í þjóðareign hafi dregið mikið eða nokkuð úr trausti fólks á ríkisstjórninni. 19% telja að frumvarpið hafi aukið traust á ríkisstjórninni nokkuð eða mikið en 18% segja að það hafi hvorki aukið né dregið úr trausti á ríkisstjórninni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gall- ups sem gerð var vikuna 21.–27 mars og náði til 1.210 manns sem valdir voru með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá, en svörunin var tæp 62% og 65% tóku afstöðu. Framsóknarmenn skera sig úr Fleiri konur en karlar telja að frumvarpið hafi veikt traust á rík- isstjórninni eða 66% kvenna sam- anborið við 61% karla. Þá er það einungis meirihluti stuðnings- manna Framsóknarflokksins sem telja að frumvarpið hafi aukið traust á ríkistjórninni. 51,4% eru þeirrar skoðunar en tæp 26% sjálf- stæðismanna eru þeirrar skoð- unar. Hins vegar telur 81% stuðn- ingsmanna Samfylkingarinnar að frumvarpið hafi veikt traust á rík- istjórninni og 77% stuðningsmanna VG. Frumvarpið veikti traust YFIRVÖLDUM borga og bæja á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki gengið sem skyldi að tengja saman skipulagsmál einstakra bæjarfélaga og sameiginlega vatnsverndarhags- muni. Þetta kom fram í erindi sem Páll Stefánsson, hjá Heilbrigðiseft- irliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis, flutti á málþingi um vötn og vatnasvið á höfuðborgarsvæðinu. Páll sagði að neysluvatn á höfuð- borgarsvæðinu væri gott. Styrkur umhverfisgerla væri mjög lítill og nánast óþekkt að óæskilegir gerlar mældust í vatninu. Styrkur upp- leystra efna væri sömuleiðis lægri en almennt gerðist í Evrópu. Vandi vatnsveitna og eftirlitsaðila væri fremur fólginn í því að tryggja að til- skilinn fjöldi sýna væri tekinn en að sýnin uppfylltu ekki gæðakröfur. Páll sagði einnig nóg til af vatni á svæðinu og að gefnum tiltekn- um forsendum nýttum við tæp- lega 10% vatns- forðans. Vatns- tökustaðir væru hins vegar dreifð- ir og ekki lægi fyrir vitneskja um mögulegt nýting- arhlutfall. Framkvæmdagleði og vatnsvernd Páll benti á að „þensla og fram- kvæmdagleði [hefði] ráðið ferðinni á kostnað vatnsverndarsjónarmiða undanfarin ár og misseri. Innan bæj- arkerfa virðist vilji fyrir að aflétta vatnsvernd af stórum svæðum innan lögsögu þeirra eða a.m.k. að horfa framhjá áhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda sem þar er verið að áforma. Opnun á aðra landnýtingu en nú er samþykkt ógnar vatnsvernd á svæð- inu þegar til lengri tíma er litið og verði vernd aflétt gætu viðkvæm vistkerfi, s.s. vatnasvið Elliðavatns einnig verið í hættu“. Páll sagði að ýmis fyrirtæki og fé- lög sæktu nú um afnot af svæðinu. Þessi áform gengju þvert á hags- muni vatnsverndar. „Það er brýnt að áður en frekari breytingar verða á skipulagi vatnsverndarsvæðisins verði fyrst farið í nauðsynlegar rann- sóknir svo að hægt sé að leggja mat á hvort breytingar á mörkum svæðis- ins eða notkun þess geti haft í för með sér skert öryggi,“ sagði Páll. Opnun á aðra landnýt- ingu ógnar vatnsvernd Frekari rannsóknir nauðsynlegar áður en lengra er haldið Páll Stefánsson HRAFN Jökulsson, forseti skák- félagsins Hróksins, fylgdi þremur erindrekum Hróksins úr hlaði er þeir héldu til Grænlands fyrir helgi til að kynna skáklistina fyrir íbúum Ittoqqortoormiit á austur- hluta Grænlands. Þetta er fyrsta ferð Hróksins til Scoresbysunds en skákfélagið hef- ur haldið uppi reglubundnum ferðum til annars bæjar á þessum slóðum, Ammassalik. Ferðalang- arnir, Ólafur Guðmundsson og Arnar Valgeirsson, halda á tafl- borði á myndinni, Íris Ragnars- dóttir er þeim á vinstri hönd en þremenningarnir munu dvelja eina viku á Grænlandi, kenna börnum í skólunum í Ittoqqortoormiit skák og gefa þeim skáksett svo að allir ættu að kunna að tefla er þau halda heim. Útrásin heldur áfram Morgunblaðið/Kristinn HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir hættulegar líkamsárás- ir. Annar mannanna, Steindór Hreinn Veigarsson, hlaut 4 ára fangelsi og meðákærði, Kristján Halldór Jens- son, 2 ára fangelsi. Voru þeir auk refs- ingar dæmdir til að greiða einum brotaþola sinna tæpa 1,1 milljón í miskabætur en þeir klipptu af honum litla fingur með garðklippum. Steindór Hreinn var að auki dæmdur til að greiða tveimur mönn- um, sem hann réðst á, samtals tæpa milljón kr. í bætur og nærri 1,1 millj- ón kr. í sakarkostnað. Kristján Hall- dór var dæmdur til að greiða tæpa hálfa milljón í sakarkostnað. Tveir menn aðrir voru einnig ákærðir fyrir aðild að líkamsárásum og húsbroti. Var annar sýknaður en hinum ekki gerð sérstök refsing. Alvarlegasta brotið sem þeir Stein- þór Hreinn og Kristján Halldór voru fundnir sekir um var framið í maí á síðasta ári en þá ruddust þeir inn í íbúð á Akureyri, kýldu mann í andlitið svo hann kinnbeinsbrotnaði, og slógu annan mann í hnakkann með hafna- boltakylfu. Þá spörkuðu þeir ítrekað í manninn liggjandi og Steinþór Hreinn klippti síðan litla fingurinn af honum með garðklippum. Mennirnir tveir eru báðir á þrítugs- aldri. Steindór Hreinn hefur frá 1999 þrettán sinnum verið dæmdur til refs- ingar. Hann var m.a. dæmdur í 18 mánaða fangelsi í mars 2006 fyrir tvær líkamsárásir, hótanir, fíkniefna- lagabrot, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum. Kristján Halldór hefur frá 1998 níu sinnum verið dæmdur til refsingar fyrir brot á almennum hegningarlögum, fíkniefnalöggjöf- inni, vopnalögum og áfengislögum. Málið dæmdi Freyr Ófeigsson dómstjóri. Verjandi Steindórs Hreins var Sigmundur Guðmundsson hdl. og verjandi Kristjáns Halldórs Arnar Sigfússon hdl. Sækjandi var Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjór- ans á Akureyri. Klipptu litla fingur af manni með garðklippum Tveir karlmenn á þrítugsaldri í fangelsi fyrir líkamsárásir Í HNOTSKURN » Steindór Hreinn Veig-arsson hefur verið dæmd- ur í 4 ára fangelsi fyrir hættu- legar líkamsárásir og meðákærði, Kristján Halldór Jensson, í 2 ára fangelsi. » Í alvarlegasta brotinuruddust þeir inn í íbúð og m.a. spörkuðu ítrekað í mann og klipptu af honum fingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.