Morgunblaðið - 21.04.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Helgarferð til
Barcelona
27. apríl
frá kr. 29.990
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Vegna forfalla bjóðum við frábært tilboð á örfáum sætum um næstu helgi
til Barcelona. Frábær helgarferð, föstudagur til mánudags og frídagur
daginn eftir heimkomu (1. maí). Barcelona er einstök perla sem Íslendingar
hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega
fjölbreytni í menningu og afþreyingu að ógleymdu öllu því úrvali fjölbreyttra
verslana sem eru í borginni. Gríptu þetta frábæra tækifæri strax!
Verð kr.29.990
Netverð á mann. Flug báðar leiðir með sköttum,
út 27. og til baka 30. apríl.
Örfá sæti - vegna forfalla
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
STÆRSTI vinnustaðurinn af
þeim fyrirtækjum sem illa fóru í
stórbrunanum í miðborg Reykja-
víkur á miðvikudag er skemmti-
staðurinn Pravda. Þar störfuðu
yfir fimmtíu manns og að sögn
forsvarsmanna eru allir án at-
vinnu í dag. Starfsmannafundur
hefur verið boðaður eftir helgi.
Einar J. Ingason, einn eiganda
Pravda, segir að starfsmanna-
fundur hafi ekki verið boðaður
fyrr því eigendur hafi í raun engin
svör fyrir starfsfólkið. „Eins og
staðan er núna þá er þetta fólk án
atvinnu og það er auðvitað gríð-
arlegt áfall fyrir það. En við von-
um að hægt verði að hefja rekstur
í þessu húsi sem fyrst.“ Pravda er
vel tryggt – með rekstrarstöðv-
unartryggingu – þannig að starfs-
fólkið fær þó laun borguð á meðan
leitað er að annarri vinnu.
Eitt þeirra fyrirtækja sem
höfðu aðsetur í Lækjargötu 2 var
HL adventures sem sérhæfir sig í
ævintýraferðum fyrir ferðamenn.
Sama óvissa ríkir innan herbúða
HL og annarra fyrirtækja en Jón
Ólafur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri, segist þó ekki gera
ráð fyrir að til uppsagna komi.
„Við vorum í því ferli að ráða inn
þrjár manneskjur en það breytist
eðlilega því við missum af ferða-
mannatímanum.“
Jón Ólafur segir að fyrirtækið
muni tapa tugum milljóna vegna
rekstrarstöðvunar en 85% af
tekjum fyrirtækisins eruaf þrem-
ur mánuðum; júní, júlí og ágúst.
„Gangandi vegfarendur koma við
hjá okkur og kaupa fyrir tugi
milljóna – það verður ekki.“ Fyr-
irtækið hefur þegar haft samband
við Eik fasteignafélag, eiganda
húsnæðisins og óskað eftir áfram-
haldandi húsnæði.
Fastagestir heimilislausir
Café Rósenberg hefur verið af-
drep margra listhneigðra þjóð-
félagsrýna auk þess sem fjöl-
margir tónlistarviðburðir hafa
verið haldnir þar á síðustu miss-
erum. Fastagestum finnst þeir nú
heimilislausir og hefur Eyvindur
Karlsson blásið til styrkt-
artónleika. „Þetta er enn á byrj-
unarstigi en farið verður á fullt um
helgina við að koma þessu af stað.“
Markmiðið er að fá sem flesta
þeirra tónlistarmanna sem troðið
hafa upp á Rósenberg til að spila,
eða líkt og Eyvindur orðar það
„Þennan Rósenberg-hóp“.
Þórður Pálmason, eigandi Rós-
enberg, segir að um fimm manns
hafi unnið í fullu starfi á staðnum
og vonast hann til þess að hægt
verði að hefja framkvæmdir á
næstunni og jafnvel finna þeim
einhverja vinnu við þær. Hann
segist hafa fundið fyrir miklum
stuðningi eftir að staðnum var lok-
að, og hefur fullan hug á að opna á
nýjan leik.
Fá flestir önnur störf
Veitingastaðinn Café Óperu átti
að opna að nýju eftir endurbætur í
lok maí og segir Tómas Krist-
jánsson, framkvæmdastjóri 101
heildar, líklegt að flestir starfs-
menn fái störf á öðrum veit-
ingastöðum fyrirtækisins.
Ekki náðist í forsvarsmenn
Kebab-hússins né Tourist booking,
sem nefnist í daglegu tali Fröken
Reykjavík.
Tjón vegna rekstrarstöðv-
unar jafnframt geysimikið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rústir Slökkviliðsmenn unnu við það í gær að breiða yfir rústir skemmtistaðarins Pravda. Er það gert
vegna fokhættu sem og til að verja þau menningarverðmæti sem enn eru til staðar undir brakinu.
Störf hátt í hundrað einstaklinga í hættu og innbú allra fyrirtækja ónýtt
GUÐNÝ Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörð-
ur segir það eindreginn vilja allra hlutaðeigandi
yfirvalda að götumyndin á horni Aðalstrætis og
Lækjargötu verði endurbyggð í þeirri mynd sem
hún var fyrir brunann á miðvikudag. Fundur var
haldinn um málið í ráðhúsi Reykjavíkur í gær-
morgun þar sem rætt var um hvernig hægt verði
að koma í veg fyrir frekari skemmdir á húsunum,
hvað gera þurfi til að vernda minjar sem eftir eru
og hvernig eigi að ganga frá rústunum svo að al-
menningi stafi ekki hætta af. Borgarstjóri mun
funda um framhaldið með eigendum húsanna og
forsvarsmönnum VÍS í dag.
Guðný Gerður sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að
samþykkt hefði verið á fundinum í gær að leita eftir samráði og sam-
vinnu við eigendur húsanna og lóðanna en hvorki húsin né lóðirnar
eru í eigu borgarinnar. Þá sagði hún hugmyndir hefðu verið uppi um
það meðal eigenda lóðanna að auka byggingarhlutfall á þeim sam-
kvæmt skipulagi frá árinu 1986. Minjavernd hefði hins vegar barist
fyrir því að götumyndin fengi að halda sér og að það yrði tryggt í
skipulagi svæðisins.
Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar lagði tímabundið bann við
niðurrifi húsanna í gær og stendur það um ótiltekinn tíma til að veita
fulltrúum Minjasafns Reykjavíkur og Húsfriðunarnefndar tækifæri
til að skoða aðstæður.
Tímabundið bann við niður-
rifi húsanna sett á í gær
Guðný Gerður
Gunnarsdóttir
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
BÆTUR sem matsnefnd eignar-
námsbóta ákvarðaði að Landsvirkj-
un skyldi greiða landeigendum Brú-
ar á Efri-Jökuldal greiðast ekki út
fyrr en niðurstaða liggur fyrir í
þjóðlendukröfum ríkisins um svæð-
ið. Gangi kröfur ríkisins eftir verður
hið bótaskylda land þjóðlenda og
þar með ekki lengur í eigu núver-
andi landeigenda Brúar.
Bætur hafa verið ákvarðaðar 64
milljónir króna af sérstakri mats-
nefnd eignarnámsbóta til tveggja
eigenda jarðarinnar Brúar á efri
Jökuldal vegna 3000 ha lands sem
fara undir Hálslón (43% af lóninu)
og athafnasvæðis meðfram lóninu.
Þetta er u.þ.b. 120 þúsund krónur
pr. ha. og mun af nefndinni hafa
verið miðað við markaðsverð al-
mennra heiðarlanda. Dæmi eru um
að bætur fyrir hektara heiðarlands
sem fór undir línulögn Landsnets á
Fljótsdalslínum 3 og 4 milli Kára-
hnjúkavirkjunar og álvers Alcoa
Fjarðaáls hafi numið allt að 400
þúsund krónum pr. ha. Jörðinni
Áreyjum í Reyðarfirði voru úr-
skurðaðar 15,5 milljónir króna í
bætur af úrskurðarnefnd eignar-
námsbóta árið 2006 og jörðinni
Mýrum í Fljótsdal rúmlega 8 millj-
ónir króna. Miðað var við markaðs-
virði og að fyrir bestu landsvæðin
kæmu 400 þúsund kr. pr. ha en 100
til 200 þúsund krónur fyrir lakara
land.
Spyrt við þjóðlenduúrskurð
Ekki liggur fyrir ákvörðun um
hvort bótamáli Brúareigenda verð-
ur skotið til dómstóla. Óljóst er
jafnframt hvernig fer með bóta-
greiðslur frá Landsvirkjun uns úr-
skurður óbyggðanefndar um þjóð-
lendur liggur fyrir, en í samningi
milli fyrirtækisins og landeigenda
er gengið frá því hvernig tillit verð-
ur tekið til þess. Útgreiðsla bótanna
er háð niðurstöðu þjóðlendumálsins
og landeigendur verjast þjóðlendu-
kröfum á öðrum vettvangi. Gangi
ýtrustu þjóðlendukröfur ríkisins
eftir eiga Brúarmenn ekki landið og
fá ekki bætur.
Landið sem er undir Hálslóni að
öðru leyti er austan Jökulsár á Dal
land Valþjófsstaðar og utan við Brú-
arlandið, við Kárahnjúkastíflu í eigu
Laugavalla. Enn er eftir að ganga
frá bótum til landeiganda Lauga-
valla en Valþjófsstað voru greiddar
bætur fyrir nokkrum árum síðan.
Bótagreiðslur vegna Háls-
lóns eru enn í réttaróvissu
Bætur ekki greiddar út vegna þjóðlendukrafna ríkisins
FULLTRÚAR frá Vá-
tryggingafélagi Íslands
hafa verið á brunavettvangi
í miðborginni frá því um
miðjan dag á miðvikudag
þegar eldurinn kviknaði.
VÍS brunatryggir bæði
Lækjargötu 2 og Austur-
stræti 22 og ljóst er að
tjónið fer umfram þeirra
eigin áhættu.
„Þetta er tjón í stærri
kantinum hjá okkur,“ segir Ásgeir Baldurs,
forstjóri VÍS. „Við erum að gera ráð fyrir að
þetta sé tjón upp á hundruð milljóna króna,
það er bæði eignirnar og rekstur. Við höfum
því tilkynnt okkar endurtryggjendum um
þetta þannig að þeir eru meðvitaðir um tjón-
ið.“
Ásgeir segir að málið sé í einskonar bið-
stöðu hjá félaginu þar sem beðið er eftir því
að svæðið verði afhent. Tæknideild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu tók aftur yfir
vettvanginn í gærmorgun – en áður hafði ver-
ið tilkynnt að aðgerðum á vettvangi væri lokið
– auk þess sem borgaryfirvöld tilkynntu eig-
endum og VÍS í gærmorgun að óheimilt væri
að rífa húsin, enda þarf til þess byggingaleyfi.
Stór krani sem búið var að koma fyrir á vett-
vangi var því keyrður burtu á ný, án þess að
vera notaður. „En við höfum verið að hitta
eigendur fyrirtækja og fara yfir trygginga-
stöðu þeirra og næstu skref. Svo er fundur [í
dag] sem segja má að sé samræmingarfund-
ur.“
Á fundinum verða borgaryfirvöld, eigendur
húsanna og fulltrúar frá VÍS. Reynt verður að
ná samkomulagi eigenda og skipulagsyfir-
valda um hvað taki við. „Við gætum hagsmuna
húseigenda með því að reyna að flýta fyrir því
að rekstur þeirra geti hafist sem fyrst að
nýju. Við hefðum viljað geta hafist handa
strax enda er það ávinningur þeirra, og okkar,
að reksturinn fari í gang sem allra fyrst.“ Ás-
geir ber þá von í brjósti að fundurinn botn fá-
ist í málið á fundinum á morgun svo hægt sé
að takmarka tjónið sem mest og laga götu-
myndina, því ekki er fögur sjón að sjá gapandi
brunasár í miðborginni.
Vel gekk að reykræsta í nágrenninu
Fulltrúar frá VÍS hafa ekki setið auðum
höndum, því að á sama tíma og búið var að
ráða niðurlögum eldsins var farið í það að
bjarga verðmætum og reykræsta hús í næsta
nágrenni. Einnig var farið í að koma starfsemi
nálægra fyrirtækja af stað aftur og segir Ás-
geir að verkið hafi gengið vonum framar.
„Svo reyndum við einnig að takmarka um-
hverfistjón í Austurstræti í samvinnu við
slökkviliðið, s.s. þrífa í kring og koma hlut-
unum í gott horf.“
Vonandi
fer að fást
botn í málið
Ásgeir
Baldurs
Forstjóri VÍS vill ráðast í
framkvæmdir sem fyrst