Morgunblaðið - 21.04.2007, Side 12

Morgunblaðið - 21.04.2007, Side 12
12 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERKEFNIÐ Hálkuvarinn, frá nemendum Iðnskólans í Reykjavík, bar sigur úr býtum í landskeppni Ungra vísindamanna sem var hald- in í 19. sinn í Háskóla Íslands síð- asta vetrardag. Sjö lið voru skráð til keppni í ár og kepptu tvö verk- efni til úrslita. Sigurverkefnið mun keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra vísinda- manna sem fram fer á Spáni í haust. Höfundar hálkuvarans eru Magni Rafn Jónsson og Sigurður Freyr Kristinsson, nemendur í Iðn- skólanum í Reykjavík. Leiðbein- andi þeirra er Pétur Hermannsson kennari. Hálkuvarinn er umhverf- isvæn lausn á hálkuvanda bíleig- enda, sem ætlað er að auka öryggi í umferðinni og hafa góð áhrif á umhverfið. Búnaðinum er ætlað að auka veggrip bifreiðar þegar hún hemlar en einnig að auðvelda bif- reið að fara af stað í mikilli hálku. Í öðru sæti voru Atli Sæmunds- son og Auðunn Eyvindsson, nem- endur í Laugalækjarskóla í Reykjavík. Leiðbeinandi þeirra er Ólafur Örn Pálmarsson kennari. Malt- og appelsínukönnu þeirra er ætlað að auðvelda landsmönnum að blanda þjóðardrykk Íslendinga, malt og appelsín. Kannan hefur þann eiginleika að notandinn get- ur stillt styrkleika hvors drykkjar eftir smekk. Samstarfsaðilar um Unga vís- indamenn á Íslandi eru Háskóli Ís- lands, Marel, Menningarsjóður Glitnis, Flugfélag Íslands og menntamálaráðuneytið. Hálkuvarinn sigraði í keppni við malt- og appelsínukönnu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson NIÐURSTÖÐUR liggja fyrir í Blað- berakapphlaupi Morgunblaðsins í mars. Að þessu sinni varð Arnar Birkir Hálfdánsson hlutskarpastur og hlaut hann ipod sem viðurkenn- ingu fyrir framúrskarandi blað- burð í mars. Arnar Birkir ber út í Brúnalandi og Búlandi. Á myndinni eru Arnar Birkir og Snjólaug Hrönn Gunnarsdóttir frá dreifing- ardeild Morgunblaðsins. Blaðbera- kapphlaup Morgun- blaðsins STÚDENTARÁÐ hefur opnað heimasíðuna loford.is þar sem stefnuskrá stúdentaráðs er borin saman við stefnuskrár þeirra stjórmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis. Stúdentaráð kynnti á dögunum stefnuskrá sína fyr- ir kosningarnar og skoraði um leið á stjórnmálaflokkana að taka upp stefnumálin og gera menntamál að kosningamáli. Í kjölfarið hafa allir flokkar tekið undir markmið stúdentaráðs og stefnumál ráðsins að ein- hverju leyti, segir í fréttatilkynningu. „Á heimasíðunni getur fólk séð svart á hvítu hvaða stefnumálum flokk- arnir eru sammála og hvaða flokkar leggja mesta áherslu á menntamál. Stúdentaráð hvetur fólk til þess að kynna sér heimasíðuna því menntamál eru með mikilvægustu málefnunum sem kosið er um í vor.“ Stefnuskrár bornar saman Morgunblaðið/Kristinn ORKUVEITA Reykjavíkur fékk á dögunum afhenta fjóra nýja metan- gasbíla og hefur þá keypt fimm gasbíla frá áramótum. Nýju bílarn- ir eru frá Heklu af gerðinni Volks- wagen Caddy og eru bæði útfærðir sem sendibílar og fólksbílar. Þá hefur Orkuveitan auglýst útboð á 10 til 15 metangasbílum til viðbótar og tveimur sk. tvinnbílum. Metangasbílar ÁSTRÁÐUR, forvarnarstarf læknanema við Háskóla Íslands, hlaut síðasta vetrardag íslensku forvarnarverðlaunin árið 2007. Þau eru veitt af forvarnarhúsi Sjóvár. Verðlaunin er veitt Ástráði þar sem félagið þykir hafa unnið mikilvægt og vandað sjálfboðastarf til að efla kynheilbrigði ungs fólks og er öðr- um háskólanemum góð fyrirmynd og hvatning. Ástráður heldur úti fræðslu um kynlíf, forvarnir og kynheilbrigði, meðal annars fyrir nemendur í fyrstu árgöngum fram- haldskóla. Ástráður rekur heima- síðuna www.astradur.is, og svar- þjónustu á netfanginu leyndo@ast- radur.is. Starfsemi Ástráðs er að mestu rekin í sjálfboðastarfi en hef- ur einnig fengið styrki frá ríkinu. Læknadeild HÍ hefur styrkt starf- semina með ýmsum hætti, m.a. með aðstöðu og kennslu. Ástráður „ÉG TÓK upp þráðinn fyrir alvöru þegar ég datt niður af pöllum í minni vinnu,“ segir byggingaverk- takinn Halldór Bergmann Þor- valdsson um aðdraganda þess, að hann fór að kenna Müllersæfingar á bökkum Vesturbæjarlaugar 20. apríl 1982. Í gær voru því 25 ár lið- in frá því hinar víðfrægu æfingar hófust og af því tilefni mætti fjöl- menni í heiðurssamsæti í anddyri laugarinnar, þar sem honum var veittur áritaður skjöldur. Halldór segist hafa numið Müll- erslistina af Stefáni í Brautarholti. „Eftir slysið var ég frá vinnu í átta til níu vikur en fór á hverjum morgni í pottana og æfði hjá honum Stefáni í Brautarholti, þar sem hann var með líkamsræktarsal. Ég æfði þar á morgnana með Jóni Páli Sigmarssyni og Hjalta Úrsus. Stef- án fór þá að kenna mér æfingar og upp úr því fór ég að gera þessar Müllersæfingar fyrir alvöru. Svo bætti ég bara við safnið hjá mér en seinni árin hafa þær mýkst, enda er þetta svo breiður hópur hjá mér.“ Halldór segir yfirleitt á milli 18 til 38 þátttakendur í æfingunum á morgnana og hafa ýmsir þjóð- þekktir einstaklingar, á borð við Vigdísi Finnbogadóttur, Ísólf Gylfa Pálmason og Valgerði Sverris- dóttur, tekið þátt í þeim í gegnum tíðina. Hann segist ekki hafa misst úr æfingu, nema þegar hann hafi verið erlendis, og játar að hann hafi aldrei sett fyrir sig að þurfa að aka alla leið ofan úr Mosfellsbæ og vest- ur eftir í rauðabítið öll þessi ár. Fékk áritaðan skjöld Kappinn var eins og fyrr segir heiðraður fyrir framlag sitt til sundmenningar vesturbæinga og afhentu fulltrúar Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, ÍTR, hon- um forláta skjöld í þakklætisskyni fyrir æfingarnar. Heiðraður fyrir Müllers- æfingar í aldarfjórðung Alltaf góð mæting hjá Halldóri Bergmann í vesturbænum Í HNOTSKURN »Müllersæfingarnar,teygjuþjálfun án tækja, hefjast í lauginni kl. 7.29 virka daga, Kári Kaaber er yfirdóm- ari og fær gammel dansk að launum á föstudögum. »Halldór kennir 9–10 af-brigði, það fyrsta heitir flata í stein, önnur horfðu til himins, Jenníar-æfingin, Stef- áns-æfingin, jafnvægið, arm- réttur, magaæfingin, hipp- opp-æfingin, glasaæfing, og að lokum Svínavatnið og þá sungið með teygjunum. Morgunblaðið/G. Rúnar Fögnuður Halldór Bergmann skar sneið fyrir Vigdísi Finnbogadóttur, meðlim í æfingahópnum „Vinum Dóra“. VARMÁRSAMTÖKIN efna til íbúa- þings þar sem kynntar verða tillögur að nýrri leið til og frá Helgafells- hverfi að Vesturlandsvegi í Mos- fellsbæ. Yfirskrift þingsins, sem haldið verður í Þrúðvangi í Álafoss- kvos í dag, laugardaginn 21. apríl, kl. 14, er: Heildarsýn: Mosfellsbær – Vesturlandsvegur. Markmið þingsins er að ýta undir opna umræðu milli íbúa bæjarfélags- ins við embættismenn ríkis og bæjar og frambjóðendur Suðvesturkjör- dæmis um samgöngu- og skipulags- mál í Mosfellsbæ, segir í fréttatil- kyningu. Í brennidepli fundarins er erindi Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur arkitekts um skipulagsvinnu og aðild almennings að gerð skipulagstil- lagna. Í kjölfarið kynna Varmársam- tökin tillögur að nýrri leið til og frá Helgafellshverfi að Vesturlandsvegi sem unnar hafa verið á þrívíðan grunn undir handleiðslu umferðar- sérfræðinga. Eftir hlé verða pallborðsumræður sem frambjóðendum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Suðvestur- kjördæmi hefur verið boðið að taka þátt í. Ný leið kynnt á íbúa- þingi Varmársamtaka           

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.