Morgunblaðið - 21.04.2007, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.04.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 19 MENNING OPIÐ HÚS Í DAG 21.apríl 2007 í Myndlistaskólanum í Reykjavík • Ný námsbraut MÓTUN - leir og tengd efni 2ja ára fullt nám, leiðir til BA gráðu. • Myndlistar- og hönnunarsvið 1 árs nám - umsóknarfrestur rennur út 25.maí. • Sýning á verkum nemenda skólans. • Tilraunir á verkstæði með Camera Obscura 6 - 12 ára. • Litaleikhús 3 - 5 ára. • Rennsla á keramikverkstæði fyrir alla aldurshópa. • Fjölbreyttar sýningar í tengslum við afmælið sjá nánar á heimasíðu. • Skráð á sumarnámskeið sem verða í júní og ágúst fyrir börn og unglinga. ALLIR VELKOMNIR vöfflur og kaffi Hringbraut 121 • www.myndlistaskolinn.is • sími 551 1990 1 9 4 7 - 2 0 0 7 GULI 20 sæta salur Listasafns Einars Jónssonar á Skólavörðuholti var auðvitað aldrei hannaður fyrir tónleikahald, eins og m.a. má sjá á kringilstigóttu aðgengi. Samt kann hann að hugnast hörpuleikurum þar eð jafnvel minnsta gómstrok heyrist, og ekkert þarf til að fram- kalla þvílíkt foráttuveður á erki- hljóðfæri engla að glymur í hverju kuðungshári hlustandans. Flutt voru 6 verk eftir Áskel Másson er haslaði sér fyrstur hér- lendra tónhöfunda völl á slag- verkssviði fyrir aldarþriðjungi. Elzta atriðið, Lament [9’], samið f. Manuelu Wiesler 1978, var jafn- framt hvað ferskast og frábærlega blásið „lontano“ úr hliðarsal af Martial Nardeau. Nýjast var Mi- rage f. einleikshörpu er féll í marg- leitri túlkun Elísabetar Waage sömuleiðis dável að heildarfyr- irsögninni Úr huliðsheimi. Eftir tónölu smálögin Canzona (fl. & h.) og Berceuse (h., við nærri bretónskan þjóðlagakeim) kom Íma f. slagverk [9’]; tæknilega krefjandi stykki þrátt fyrir einfaldan hryn- grunn þar sem Frank Aarnink lað- aði fram ævintýralegan krist- alsdropahelli á ýmis málmslagtól. Loks var tríóið Cantilena [7’], unnið úr Fiðlukonsert Áskels (2006), er þrátt fyrir samstilltan flutning og tónalan aðgengileika sligaðist svo- lítið af þúfustígum fjórtakti og kassalaga hendingaskipan. Klingjandi kristall TÓNLIST Listasafn Einars Jónssonar Áskell Másson: Lament, Mirage (frumfl.), Canzona, Berceuse (fr.fl. í nýrri gerð), Íma (fr.fl. á Ísl.) & Cantilena. El- ísabet Waage harpa, Martial Nardeau flauta og Frank Aarnink slagverk. Sunnu- daginn 15. apríl kl. 15. Kammertónleikar - Ríkarður Ö. Pálsson LISTASALUR Mosfellsbæjar er staðsettur í verslunarmiðstöðinni Kjarna, innst í Bókasafni Mosfell- sæjar. Salurinn er tiltölulega nýr af nálinni en vera má að yfirstandandi sýning verði til þess að koma honum á kortið. Hún heitir Sjömílnaskór og er samsýning sjö myndlistarmanna af „ungu kynslóðinni“ sem eiga það sammerkt að vera fæddir í Mos- fellsbæ. Unnar Örn Jónasson Auðarson er aldursforsetinn, fæddur 1974, og er nokkuð sjóaður í sýningarhaldi. Framlag hans eru derhúfur áprent- aðar textanum „Menningarbærinn Mosó – Hér eru allir listamenn“ og eins og Unnars er von þá virkjar hann bókasafnið inn í listaverkið og lofar húfu að gjöf handa þeim sem eru komnir yfir á skiladegi og gera upp skuldir sínar við safnið. Dregur hann þannig myndlistina út úr ramma listrýmisins og inn í athafna- rýmið. Berglind Jóna Hlynsdóttir fer öf- ugt að málum miðað við Unnar þeg- ar hún leitar að náttúrunni (eða list- inni) inni í verslunarmiðstöðinni og safnar saman pottablómum sem voru þar á víð og dreif og raðar þeim smekklega framan við innganginn í bókasafnið. Framlag Þórdísar Aðalsteins- dóttur er lítið og ljúft málverk, verk Ingibjargar Birgisdóttur þyrfti að sprengja einhvern ramma utan af sér til að njóta sín í svo jafnstilltri og þéttri samsýningu, ljósmyndir Ey- þórs Árnasonar af nýjum íslenskum poppgoðum láta heldur ekki mikið yfir sér og gegnsær kjörklefi Heiðu Harðardóttur er hófsemin upp- máluð, þar sem sýningargestir velja sér málefni, kjósa um það sjálfir og skila síðan kjörseðlinum í tætara. Hnyttið en marklaust listaverk. Ekki sakar að kosningar eru í nánd. Portrettmyndir Oddvars Arnar Hjartarssonar af Páli Óskari, söngv- ara standa aftur á móti utan við alla hófsemi. Eru æpandi dramatískar og nær listamaðurinn að nýta sér ýkta eiginleika fyrirsætunnar til fullnustu. Það er ekki hlaupið að því að gera góða samsýningu þegar haldreipið er fæðingarstaður listamanna og úr því að verkin hrynja ekki saman í sterkara þema virkar sýningin hálf stefnulaus. Engu að síður halda sýn- ingarstjórarnir Gunnar Helgi Guð- jónsson og Hlín Gylfadóttir ágæt- lega utan um sýninguna sem ku vera umfangsmesta verkefnið sem „menningarbærinn Mosó“ hefur lagt í fyrir listasalinn og það skilar sér svo sannarlega sem sjömílnaskref í rétta átt. Stórt skref MYNDLIST Listasalur Mosfellsbæjar Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 12- 19 og laugardaga frá 12-15. Sýningu lýk- ur 28. apríl. Aðgangur ókeypis. Samsýning sjö listamanna Jón B.K. Ransu Smekklegt Berglind Jóna Hlynsdóttir leitar að náttúrunni. ÞAÐ var rafmagnað andrúm í Gler- árkirkju á þessum tónleikum. Þétt- setin kirkja áheyrenda sem svo sannarlega létu hrifningu sína í ljós. Enda fór fram sinfónískur galdur, þar sem tónverk og flutningur létu engan ósnortinn. Corolian-forleikurinn var for- smekkur stórra tíðinda, kraftmikill, en fyrir kom að yfirvegun væri ekki næg, en sannfærandi í heildina. Það var svo með næsta verki, fiðlukons- ert Max Bruch, sem kaupin gerðust best á eyrinni. Einleikstónar fiðlu- leikarans unga og snjalla, Ara Þórs, í upphafi fyrsta þáttar (Vorspiel) runnu þéttir, ljúfir og fallega mót- aðir inn í innstu kviku tilfinninga og saman sungu hljómsveit, hann og Guðmundur Óli þetta mikla róm- antíska verk af tilþrifum. Tónskáldið Max Bruch samdi verkið ungur og þótti verkið síðar skyggja á önnur verk sín, enda er það rétt, því þetta verk heldur minningu hans fyrst og fremst á lofti. Bæði í Bruch og í Beethoven síðar fannst mér hornin hljóma sérlega glæsilega. Fimmta Sinfónían með stórum stöfum ber byltingamanninum mikla fagurt vitni. Hún var samin á óhemju af- kasta miklu skeiði í ævi meistarans, 1804–1808, og til að undirstrika hve mikla þýðingu verkið hafði í huga hans lauk hann á sama tíma fjölda stórverka s.s. fjórðu sinfóníunni, fiðlukonsertinum, fjórða píanókons- ertinum og fleirum. Sú fimmta vísar veginn langt fram á við og tengist annar þátturinn jafnvel tónmáli síðrómantíkera, eins og Mahlers. Öllu fannst mér vel til skila haldið, hraða, styrkleika og þéttum og fallegum hljómi. Þarna áttu allir stórleik, enda þótt tréblásarar, selló og horn fái auka- prik. Þetta var tvímælalaust stjörnum prýddur óður og hvatning fyrir byggingu nýja menningarhússins. Rafmagnað and- rúm í Glerárkirkju TÓNLIST Glerárkirkja Fiðlukonsert í g eftir Bruch og Corolian- forleikurinn ásamt Sinfóníu nr. 5 í c-moll eftir Beethoven. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Ari Þór Vilhjálmsson ein- leikari á fiðlu. Konsertmeistari: Greta Guðnadóttir. Stjórnandi: Guðmundur Óli Guðmundsson. Fimmtudaginn 5. apríl kl. 16. Sinfóníutónleikar –  Jón Hlöðver Áskelsson Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is STUTT hlé var gert á æfingu á söngleiknum Gretti á stóra sviði Borgarleikhússins í gær þegar Guðjón Pedersen leikhússtjóri gekk upp á sviðið og tilkynnti að nú færi fram undirritun samstarfssamnings Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur sem annast rekstur Borgaleikhússins. Því næst stigu Inga Jóna Þórðardóttir formaður stjórnar Borgarleikhússins og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri inn á sviðið og skrifuðu undir samninginn við góðar und- irtektir viðstaddra. Samningurinn felur í sér að framlag Reykjavík- urborgar til menningarstarfs Leik- félags Reykjavíkur, eykst um tæp- lega 50 milljónir króna á þremur árum. Um er að ræða 7% hækkun á samningi sem gerður var 2004. Að öðru leyti helst samstarfssamn- ingurinn óbreyttur þeim fyrri í megindráttum. Borgarstjóri hélt ræðu við tilefnið og sagðist meðal annars hafa mikla trú á því fram- sækna starfi sem Borgarleikhúsið hefur unnið undanfarin ár og að aukning framlags Reykjavíkur- borgar til LR væri viðurkenning á því góða starfi. „Í Borgarleikhúsinu er rekið ansi metnaðarfullt starf og þar er mikil gróska. Við viljum koma til móts við félagið með því að styðja það enn frekar,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Aðspurður um áhrif samningsins á leikhússtarf félagsins svaraði Guðjón Pedersen leikhússtjóri að þau væri fyrst og fremst andleg. „Þetta er mikil viðurkenning á því starfi sem við höfum innt af hendi undanfarin ár og mun treysta enn á þau samskipti sem við höfum haft við Reykjavíkurborg. Svo von- um við að með þessu aukna fram- lagi getum við sýnt Reykvíkingum enn betur hvers við erum megnug. Og ég efast ekki um að við munum gera það í framtíðinni,“ segir Guð- jón og bætir við að það hafi vissu- lega verið þörf á hækkuninni. „Við vitum að það er þensla í samfélag- inu og leikhúsið er hluti af sam- félaginu. Þannig að það var kominn tími á hækkun fyrir okkur og við þökkum kærlega fyrir þá upphæð sem við fengum.“ Viðurkenning á metnaðarfullu leikhússtarfi Morgunblaðið/ÞÖK Grettistak Inga Jóna Þórðardóttir, formaður stjórnar Borgarleikhússins, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri við undirskrift samningsins. Að baki þeim má sjá leikhóp söngleiksins Grettis. Reykjavíkurborg eykur framlag sitt til Leikfélags Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.