Morgunblaðið - 21.04.2007, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.04.2007, Qupperneq 27
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 27 miðbik síðustu aldar og fram undir lok hennar. Að fulltrúar Engeyj- arættarinnar eigi nú stærstan hlut í því fyr- irtæki, sem áður not- aðist við vörumerkið Essó er svona álíka umbylting á tilverunni eins og þegar Björg- ólfur Guðmundsson varð aðaleigandi bóka- forlagsins, sem telur meðal sinna vöru- merkja Mál og menn- ingu. Það er gott að þessi pólitíski tími í við- skiptalífinu er liðinn. En sennilega hafa þeir, sem hafa skapað auglýsingaherferð N1, lagt drög að nýjum tímum í markaðs- málum fyrirtækja á Íslandi. Líklegt má telja, að þessi auglýs- ingaherferð verði viðmið, sem marg- ir muni bera sig saman við á næstu árum. N1 hlýtur nú þegar að hafa fengið byr í seglin undir nýju vörumerki og augljóst, að Olíuverzlun Íslands, Skeljungur og Atlantsolía þurfa að hafa sig alla við til þess að missa ekki af lestinni. Nema þeir séu búnir að missa af henni. Er hugsanlegt að svo sé? Væntanlega kemur það í ljós. Sennilega er auglýs-ingaherferð N1 bezt heppnaða auglýs- ingaherferð, sem hér hefur verið lagt út í í langan tíma. Auglýsingar N1 hafa vakið mikla athygli. Þær eru óvenjulegar og eru til marks um mikla hugmyndaauðgi og sköpunarkraft. Þótt Víkverji hafi lít- ið gert af því um æv- ina, að leggja leið sína á Essó-stöðvar, liggur við að honum finnist benzínstöðvar N1 nýj- ar og ferskar og jafn- framt umhverfisvænar vegna þess- arar auglýsingaherferðar! Alla vega er nýjum eigendum þessa olíufélags að takast á skömm- um tíma að þurrka út þá ímynd gam- als Sambandsfyrirtækis, sem gerði það að verkum, að ákveðnir aldurs- hópar Íslendinga vildu ekki eiga þar viðskipti af hugsjónaástæðum með sama hætti og annar hópur í sömu aldursflokkum átti þar öll sín við- skipti, líka af hugsjónaástæðum. Auðvitað þykir yngri kynslóðum Íslendinga það broslegt nú að við- skiptavinir hafi skiptzt niður á benz- ínstöðvar af pólitískum ástæðum en það var hinn íslenzki veruleiki um     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Félagið Landsbyggðarvinir hefur hrundið af stað verkefni sem nefnist „Unglingar í sveit og bæ“ meðal nokkurra skóla um allt land. Það eru 8. bekkingar í þessum skólum sem taka þátt. Grunnskólinn á Hellu er meðal þeirra skóla sem boðið var að vera með og luku 8. bekkingar hér sínu verkefni með málþingi sem má líkja við hreppsnefndarfund, í fund- arstofu hreppsnefndar Rangárþings ytra. Viðstaddir voru gestir frá Landsbyggðarvinum, þrír hrepps- nefndarmenn, skólastjóri grunn- skólans og Anna Ólafsdóttir umsjón- arkennari bekkjarins. Það voru 12 nemendur 8. bekkjar sem tóku þátt. Verkefninu var skipt í tvo hluta. Ritgerðir voru fyrri hlut- inn þar sem hver og einn sagði frá sjálfum sér, kostum og göllum á sveitarfélaginu og gerði grein fyrir hugmyndum sínum um það sem gera megi til að bæta úr og gera sveitarfélagið þannig eftirsóknar- verðara til að búa í. Seinni hlutinn fólst í nánari útfærslu á einni af hug- myndunum sem komu fram í rit- gerðunum. Bekkurinn kaus um það hvaða hugmynd skyldi útfæra nánar og varð fyrir valinu sú hugmynd að byggja skautasvell, þó einhverjir hefðu heldur kosið knattspyrnuvöll.    Leikskólinn Heklukot á Hellu efnir þessa dagana til samkeppni um gerð merkis (logo) fyrir leikskólann. Allir mega taka þátt, ungir sem gamlir og á að skila tillögum inn fyrir 10. maí nk. Senda má tillögurnar í bréfa- pósti eða tölvupósti og eins má skila þeim í hugmyndakassa í leikskól- anum á opnu húsi laugardaginn 28. apríl. Það telst til nokkurra tíðinda að undirstofnun sveitarfélagsins ætli að nota sérstakt „logo“ fyrir sig, en það hefur tíðkast að nota merki sveitarfélagsins. Gæti þetta orðið öðrum til eftirbreytni og aukið flór- una í fallegum merkjum.    Hellubíó er nú að ganga í endurnýj- un lífdaga eftir hrörnun og notk- unarleysi undanfarinna ára. Húsið fór frekar illa í jarðskjálftunum árið 2000 og hefur verið á sölulista síðan, en bannað hefur verið að nota stóra salinn þar til hverskonar samkomu- halds, nema talsverðar endurbætur verði gerðar á honum. Árni Páll Jóhannsson kvikmynda- gerðarmaður keypti húsið fyrir nokkru og nú er unnið að endurbót- um á því. Að sögn Árna Páls verður húsið aðallega notað í menningar- legum tilgangi, svo sem til bíósýn- inga, kóræfinga, sýningarhalds o.s.frv., en hann hefur komið nokkuð að því að setja upp sýningar og söfn. Árni og félagar verða með vinnuað- stöðu í norðurhlutanum, litla salnum svonefnda og herbergið uppi á lofti er lánað til minni funda. Árni segir að húsið verði ekki rekið með gróða- sjónarmið í huga. Það er ánægjulegt að Hellubíó taki nú upp sitt fyrra hlutverk sem menningarhús og spennandi að sjá hvernig til tekst í höndum einkaaðila.    Að sögn skrifstofu ÁTVR í höfuð- stöðvunum bíða þeir nú eftir að Kjarvalsmenn á Hellu geri húsnæðið klárt fyrir nýja vínbúð, en samið var við Kaupás eftir auglýsingu fyrr í vetur. Innganginum í versluninni verður breytt þannig að hann flyst einu bili austar og eftir að komið er inn verða tvennar dyr, önnur í matvöruverslunina og hin í vínbúð- ina. Hefja átti framkvæmdir eftir páska en ekkert bólar á þeim ennþá. Vonast ÁTVR til að opnað verði fyr- ir ferðamannatímann, en ekki mun alveg á hreinu hvenær hann telst byrjaður, en ætti trúlega að verða um miðjan júní.    Veðrið á sumardaginn fyrsta var bjart og fallegt og tilvalið fyrir fólk á öllum aldri að gera sér dagamun. Á Hellu fór fram að venju firmakeppni á vegum Rangárvalladeildar hesta- mannafélagsins Geysis og hófst hún með hópreið og síðan var keppt í gæðingakeppni. Börn, unglingar og eldra fólk tók þátt í keppninni og að henni lokinni var haldin grillveisla í hesthúsahverfinu. Á Laugalandi var haldin skemmt- un sem foreldrar og börn í ákveðn- um bekkjum grunnskólans þar skiptast á að sjá um milli ára. Þar eru framreidd heimatilbúin skemmtiatriði, ásamt margs konar keppnum og atriðum úti og inni. HELLA Óli Már Aronsson fréttaritari Morgunblaðið/ Óli Már Aronsson Hreppsfundur Nemendur 8. bekkjar grunnskólans á Hellu halda málþing. Hólmfríður Bjartmarsdóttir áSandi í Aðaldal las vanga- veltur Sigrúnar Haraldsdóttur um að hún væri sjálf andskotinn og yrkir: Þetta trúi ég ekki á engum fjanda er Sigrún lík, en marga féndur, sjálf ég sá samankomna í Reykjavík. Vísunni fylgdi ljóðabréf frá Hólmfríði: „Ég var semsé að koma að sunnan og er að lesa viku leir, sem mest fjallar um andskotann. Á Höfðingjanum hef ég trú við hjátrú er ég fráleitt laus. En andskotarnir ólmast, nú aðallega í mínum haus. Enda er ég heilsulaus eftir vökur og vitleysu í Neðra. Núna er ég fjári föl fegin komin héðra. Daga og nætur drakk ég öl og djammaði í Neðra. Eða er ekki Reykjavík neðar á landakortinu? En það er kannske hæpið að skáka í skjóli landa- bréfs og kalla suður niður, þar sem málvenjan segir alltaf norður og niður á Íslandi, en eins og fram kom í sögunni um Húsavíkur Jón er líka til neðra Neðra: Húsavíkur Jón fór neðar Neðra en nú á tímum, þjónustan er betri. Ég pantaði því vist í efra Efra og ímelinn ég sendi Lykla Pétri. VÍSNAHORNIÐ Enn af andskota pebl@mbl.is Dagskrá helgarinnar Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM) Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00 og um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðar- innar samtvinnuð á ýmsan hátt. Laugardag og sunnudag: Sveinbjörn Guðbjarnarson verður á staðnum, leiðbeinir gestum og svarar spurningum. Sunnudag kl. 14.00: Leiksýningin Brot úr sögu banka, leikdagskrá í léttum dúr þar sem rakin er saga Landsbankans í tónum og tali. ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 37 28 1 04 /0 7 Misstu ekki af tækifærinu til að upplifa þessa einstöku sýningu – henni lýkur á næstu vikum ÁSKRIFTASÍMI 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.