Morgunblaðið - 21.04.2007, Síða 28
ferðalög
28 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir viðkomu í New York,Miami og á Bahamaeyj-um héldu þremenning-arnir til Tegucigalpa, höf-
uðborgar Hondúras. Mikið var búið
að vara þau við borginni áður en af
stað var farið en við tók aldeilis önn-
ur sýn þegar út var komið. Flottur
nýuppgerður flugvöllur blasti við og
gestrisinn, hjálpsamur og afar við-
kunnanlegur gestgjafi veitti húsa-
skjól.
„En í New York, borg tækifær-
anna, minntu háhýsin okkur óneit-
anlega á allar amerísku bíómynd-
irnar sem við höfðum séð og það var
því mikið glápt út um glugga leigu-
bílsins á öll herlegheitin. Við gistum
á Holiday Inn skammt frá Litlu-
Ítalíu og Kínahverfinu og skoðuðum
Times Square þar sem ætlunin var
að eyða áramótunum. Við fórum líka
í Trump-turninn, Empire State-
bygginguna og að rústum tvíbura-
turnanna. Miami olli hins vegar mikl-
um vonbrigðum þrátt fyrir fínt hótel
við Lincoln Road og hundrað metra í
ströndina. Á Bahamaeyjum var
mesti kuldi sem komið hafði í þrjátíu
ár en við skoðuðum Paradísareyju og
Atlantis, stærsta fiskabúr heims með
hákörlum og fjölmörgum hættu-
minni dýrum.“
Svamlandi með hákörlum
„Eftir nótt í Tegucigalpa fórum við
til Roatan-eyju rétt fyrir utan Hond-
úras, sem er algjör paradís á jörð.
Þarna er sandurinn fínni og smá-
gerðari en annars staðar og ferða-
mennska ennþá lítil þó eyjarskeggjar
byggi aðallega á ferðaþjónustu.
Þarna er sjórinn tærari en vatnið
heima á Fróni svo við skelltum okkur
strax út í. Aðeins voru nokkrir metr-
ar út í kóralrif í allri sinni dýrð og
þarna „snorkluðum“ við í góðan tíma
enda er allt lífríki kvikmyndarinnar
„Leitin að Nemó“ að finna þarna. Við
gistum við ströndina og eyddum viku
í að læra að kafa enda eru aðstæður
til köfunar þarna hreint ótrúlegar.
Eftir vikulangt námskeið fengum við
PADI-réttindi sem eru gjaldgeng um
heim allan. Við strákarnir héldum
svo síðasta daginn í mikið ævintýri
sem fólst í hákarlaköfun skammt frá
flugvellinum. Við fengum tuttugu
mínútna fræðslu áður en lagt var
í’ann. Við hentum okkur niður í bát
og beinustu leið niður á 21 metra
dýpi þar sem við hittum fyrir fimm-
tán til tuttugu svamlandi hákarla,
sem nánast strukust við okkur. Farið
var með fötu fulla af mat niður til há-
karlanna og þegar hún var opnuð
réðust hákarlarnir á fötuna, tættu
allt innihaldið í sig og hurfu síðan nið-
ur í sama djúp og þeir komu úr.“
Erfið ganga í þunnu lofti
Lima, höfuðborg Perú, var næsti
áfangastaður en næsta dag var flogið
yfir til fjallabæjarins Cusco, þaðan
sem gengið er upp að týndu Inka-
borginni Macchu Picchu. „Cusco er í
um 2.500 metra hæð og eru úthverfin
byggð upp í fjöllin. Loftið þarna er
því fremur þunnt. Okkur tókst með
erfiðismunum að smokra okkur í ferð
upp að Macchu Picchu gegn því að
við færum á þremur dögum en ekki
fjórum, eins og venja er. Hæsti
punktur gönguferðarinnar er 4.200
metrar. Sem betur fer lét há-
fjallaveikin ekkert á sér kræla þar
sem við höfðum náð að venjast há-
fjallaloftinu í Cusco. Fyrsti dagurinn
var tiltölulega léttur, en annar
göngudagurinn var ólýsanlega erf-
iður. Við fengum einn leiðsögumann
og burðarmann en hvorugur talaði
skiljanlega ensku og í þokkabót
stungu þeir okkur hin gjarnan af og
biðu á krossgötum. Þriðji dagurinn
var svo þolanlegur og heil komumst
við á Macchu Picchu sem er svaka-
legt mannvirki að sjá.“
Tangó og iðandi mannlíf
Argentína var næsti viðkomu-
staður þremenninganna og þar var
gaman að lifa, segja þau. „Í Búenos
Aíres fórum við í tangókennslu, á
tangósýningu og á fótboltaleik með
River Plate gegn Lanus. Þar var
ólýsanleg stemning. Við röltum um
öll helstu hverfin svo sem San Telmo,
La Boca, Reculeta og Palermo, skoð-
uðum markaðina í San Telmo sem iða
af lífi og götulistamönnum og fórum
á flottustu veitingahús sem við höf-
um nokkru sinni komið á og lifðum
eins og kóngar enda er gjaldmiðill
Argentínumanna mjög veikur.“
Brasilía var endastöð íslensku
ferðalanganna. Eftir þrjár nætur á
gistiheimili í San Teresa hverfinu,
sem þau mæla alls ekki með, tóku
þau á leigu íbúð ásamt fjórum öðrum
Íslendingum, sem voru í heimsreisu,
og vinkona Önnu slóst einnig í hóp-
inn.
Svifdrekar og skrúðganga
„Íbúðin var á góðum stað á milli
Ipanema og Copacabana og þarna
skemmtum við okkur vel, átta Ís-
lendingar saman. Við fórum á báðar
strendurnar þar sem ekki var þver-
fótað fyrir fólki enda karnival í full-
um gangi og allir í fríi í Ríó. Við tók-
um þátt í aðalskrúðgöngunni, sem
ber yfirskriftina „Samba-skrúðgang-
an“ og er sjónvarpað um alla Bras-
ilíu. Allir búningar og pallar eru
skreyttir og fáklæddir kvenmenn
dilla sér og dansa samba. Skrúð-
gangan er algjörlega mögnuð og við
skemmtum okkur konunglega. Við
fórum í svifdrekaflug, sem fólst í því
að hlaupa fram af 500 metra háu fjalli
og fengum að launum flottasta út-
sýni, sem völ er á, yfir Ríó. Við mæl-
um auðvitað með þessari upplifun þó
það fari fiðringur um kroppinn þegar
af stað er farið. Við enduðum svo
ferðina á skoðunarferð um fátækra-
hverfi Ríó. Mælt er með því að ferða-
menn forðist þann hluta borgarinnar,
en þar sem við vorum í fylgd leið-
sögumanns, vorum við látin í friði.
Verðir með skammbyssur á lofti
blöstu við okkur á þessum slóðum,
eins og ekkert væri eðlilegra, en
áhugavert er að sjá hvernig svona
hverfi hleðst upp. Að loknu tveggja
mánaða flakki um framandi slóðir
vorum við tilbúin að koma heim,
reynslunni ríkari.“
Svifdrekaflug Þrátt fyrir magafiðring þegar stokkið er ofan af brúninni, fær maður að launum flottasta útsýni sem völ er á yfir Ríó.
Ævintýri á framandi slóðum
Kærustuparið Anna
Björg Sigurðardóttir og
Haraldur Gísli Sigfússon
og vinur þeirra Jón
Brynjar Ólafsson ákváðu
að skoða heiminn að
loknu stúdentsprófi.
Jóhanna Ingvarsdóttir
hlustaði á ferðasöguna.
Karnival Mikil stemmning ríkir á götum úti í Ríó de Janeiro þegar Samba-skrúðgangan liðast þar um stræti.
Ferðalangar Haraldur Gísli Sigfússon, Anna Björg Sigurðardóttir og Jón
Brynjar Ólafsson vildu upplifa ævintýri áður en þau fara í frekara nám.
Á bólakafi Haraldur Gísli og Jón Brynjar fóru að kafa innan um hákarla. join@mbl.is