Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.2007, Blaðsíða 29
matur MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 29 Í tilefni af úrslitum í samkeppni um deiliskipulag og nýjar höfuðstöðvar Glitnis efnum við til sýningar á þeim fjörutíu og tveim tillögum sem bárust. Sýningin er á 3. hæð í nýju stúkunni við Laugardalsvöllinn og stendur til 23. apríl. Komdu og kynntu þér vinningstillöguna auk annarra fjölbreyttra og skapandi hugmynda um deiliskipulag og höfuðstöðvar á Kirkjusandi. Opið: Virka daga kl. 16–19 Laugardag og sunnudag kl. 13–18 Sumardaginn fyrsta kl. 13–18 Sérstakur kynningarfundur fyrir íbúa hverfisins 23. apríl kl. 20. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 9 9 9 NÝTT DEILISKIPULAG OG HÖFUÐSTÖÐVAR – KOMDU OG SKOÐAÐU TILLÖGURNAR Ættingjabandsins, Ættingja- og vinasambands heimilis fólks á Hrafnistu í Reykjavík verður haldinn á Helgafelli, 4. hæð á Hrafnistu í Reykjavík, þriðjudaginn 24. apríl n.k. kl. 20:00. Dagskrá: Elna Þórarinsdóttir, formaður, setur fundinn • Lesin skýrsla sjórnar • Ávarp flytur Hinrik Greipsson, form. • Ættingjabands Grundar • Skemmtiatriði • Sveinn Skúlason, forstjóri, segir frá fyrirhugðum breytingum á Hrafnistu • Kosning nýrrar stjórnar • Önnur mál • Kaffiveitingar. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. Okkur vantar nýtt, áhugasamt fólk í stjórnina! VERUM VIRK - TÖKUM ÞÁTT - SJÁUMST HRESS Aðalfundur Stjórnin. Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Franska matarmenninginer líklega sá angifranskrar menningarsem hvað flestir komast einhvern tímann í snertingu við. Matar- og víngerð Frakklands hef- ur kveikt ævilanga ást margra á landi og þjóð og því tilvalið að í til- efni franskra menningardaga skuli hún ekki gleymast heldur þvert á móti vera gert hátt undir höfði með þremur toppmatreiðslumönn- um sem hingað koma til að sýna fram á mismunandi hliðar franskr- ar matargerðar. Í mars var það Jean-Yves Johany matreiðslumeistari veit- ingastaðarins Cagnard í Provence sem eldaði á Hótel Holti. Þessa dagana er Francis Chauveau, sem einnig kemur frá Provence, að elda Hjá Sigga Halla á Óðinsvéum og dagana tíunda til þrettánda maí mun Guy Lassausaie elda á Hótel Holti en þá lýkur jafnframt frönsku menningardögunum, sem haldnir eru undir yfirskriftinni Pourquoi Pas. Chauveau sem verður í eldhúsi Sigga Hall þangað til á morgun, sunnudag, er með þekktari mat- reiðslumönnum í sínu heimalandi. Veitingastaður hans Les Pecheurs við ströndina á Cap d’Antibes hef- ur hlotið margar viðurkenningar, m.a. hinar eftirsóttu stjörnur Michelin-bókarinnar rauðu. Matargerð Chauveau er „cuisine du Midi“ eða matargerð Miðjarð- arhafsins. Hann segist nota áhrif frá öllum svæðum Miðjarðarhafs- ins, ekki einungis franska hlutans í Provence heldur einnig Ítalíu, Spáni, Norður-Afríku og fleiri. „Matargerð matreiðslumanna tekur hins vegar alltaf mið af því sem þeir kunna að meta sjálfir. Í mínu tilviki er það Miðjarðarhafið og ég held að matreiðslu minni sé best lýst sem Miðjarðarhafs- blöndu,“ segir Chauveau. „Miðjarðarhafsmatargerðin tek- ur fyrst og fremst mið af hráefn- um. Hér á landi notið þið lambið mikið en við Miðjarðarhafið er það ólífuolían sem ræður ferðinni, þetta er arómatísk matargerð þar sem ferskar kryddjurtir á borð við timjan og rósmarín skipta miklu máli. Bragðið skiptir miklu máli, angan matarins og hún er í eðli sínu einföld.“ Frábærar afurðir Matseðilinn sem er í boði hjá Sigga Hall þessa dagana segir hann byggjast á því að nota ís- lensk hráefni með aðferðum Mið- jarðarhafslandanna. „Þið eigið frá- bærar afurðir og þá ekki síst lambið, humarinn og lúðuna. Þetta eru þær afurðir sem ég kaus að nota á seðlinum og leika mér að. Humarhalarnir eru framreiddir með rísottoköku og grænum aspas og þar nota ég einnig parmesan upp á bragðið. Lúðan er með nýj- um lauk og grænum ertum og lambið er rifjasteik, gratíneruð að hætti okkar í Provence. Þar nota ég olíu frá Lígúríu á Ítalíu og mik- inn hvítlauk og steinselju auk þess sem allir litlir paprikunnar koma við sögu Eftirrétturinn byggist loks á rauðum ávöxtum.“ Matargerð Provence er stór- kostleg en hún hefur hins vegar aldrei orðið jafnþekkt og til dæmis Miðjarðarhafsmatargerð Ítala ut- an Frakklands. Aðspurður segir Chauveau skýringuna líklega vera að Ítalir hafi á síðustu öldum flutt í miklum mæli frá landinu og alls staðar megi finna ítalska mat- reiðslustaði. Þetta sé sömuleiðis matargerð sem henti veitinga- húsaeldhúsi mjög vel með rísotto og pastaréttum. „Oft gera menn sér líklega held- ur ekki grein fyrir því að maturinn sem þeir eru að snæða sé í raun undir áhrifum frá Miðjarðarhafs- svæðum Frakklands á borð við Provence. Ég nefni lambalæri bak- að með rósmarín og hvítlauk.“ Hluti af þjóðarvitundinni Frönsk matargerð byggist öll á hefðum einstakra svæða sem hafa sín hráefni og sínar afurðir. Mat- urinn er hluti af þjóðarvitund og þjóðarsál Frakka en hvernig geng- ur þeim að varðveita þessa menn- ingu í nútímanum þar sem allt gengur út á hraða, stórmarkaði og enginn hefur lengur tíma til að elda eins og áður? Chauveau segir þetta vissulega vera áhyggjuefni upp að vissu marki. Hér áður fyrr hafi mat- argerðin gengið í erfðir í kvenlegg. Húsmóðirin hafi séð um innkaup og matargerð og síðan kennt dætrum sínum að elda, þekkja og meta hráefni svæðisins. Þannig hafi uppskriftir og aðferðir gengið í erfðir. Nú séu nær allar konur útivinnandi og viðhorfin breytt, t.d. kaupi Frakkar líkt og aðrar þjóðir í ríkari mæli tilbúinn mat í stað þess að elda allt frá grunni. Það sé því hætta á að hluti þess- arar menningararfleifðar fari for- görðum. Chauveau segir þó ýmislegt vera gert til að koma í veg fyrir það, m.a. með því að láta skóla- kerfið taka að hluta við því hlut- verki sem heimilið gegndi áður í þessum efnum. Til dæmis sé ár- lega haldin vika í öllum skólum Frakklands þar sem lögð er áhersla á mat og bragð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meistarakokkur „Matargerð matreiðslumanna tekur alltaf mið af því sem þeir kunna að meta sjálfir. Í mínu tilviki er það Miðjarðarhafið og ég held að matreiðslu minni sé best lýst sem Miðjarðarhafsblöndu,“ segir Chauveau. Matarmenn- ing Miðjarð- arhafsins Verð fyrir fimm rétta matseðil Francois Chauveau er 7.200 krónur. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.