Morgunblaðið - 21.04.2007, Side 38

Morgunblaðið - 21.04.2007, Side 38
38 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lárus HafsteinnLárusson fædd- ist á Ísafirði 15. desember 1940. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lárus Ingvar Sigurðsson skip- stjóri, f. 10.4. 1911, d. 9.9. 1999 og Daníela Jóna Jóhannesdóttir hús- freyja, f. 14.2. 1914, d. 8.3. 1981. Systkini Hafsteins eru: 1) Jón Arinbjörn, f. 3.3. 1937, d. 5.8. 1991, 2) Sigfríð, f. 11.8. 1938, fyrri maður Stefán Björns- son, f. 20.8. 1930, d. 21.8. 1963, gift Finnboga Jóhannssyni, f. 8.5. 1930, 3) Einar Jóhannes, f. 9.7. 1942, d. 22.12. 1966, kvæntur Finneyju Anítu Finnbogadóttur, f. 19.4. 1944, 4) Sigurgeir Ingi, f. 26.2. 1945, kvæntur Kristbjörgu Guðjónsdóttur, f. 26.11. 1948 og 5) kona Sólveig Birna Gísladóttir, f. 6.1. 1973. Dætur Einars og Guð- rúnar Helgu Harðardóttur, f. 28.6. 1972, eru Rebekka Ýr, f. 28.12. 1992 og Sunneva Eir, f. 7.8. 1996. c) Steinunn Daníela, f. 28.1. 1976, sambýlismaður Sigurjón Viðar Leifsson, f. 12.1. 1971, dæt- ur þeirra eru Þóranna Ósk, f. 26.4. 1996 og Hafdís Lind, f. 27.12. 1999. Hafsteinn ólst upp að mestu í Hnífsdal en bjó um tíma á Ísafirði og í Súðavík. Eftir gagnfræðapróf stundaði Hafsteinn nám í Iðnskól- anum á Ísafirði en lauk síðan sveinsprófi í húsasmíði í Fjöl- brautaskóla N.V. 1985. Hann hóf sjómennsku um fermingu en stundaði jafnframt smíðar uns þau Þóranna hófu búskap á Há- leggsstöðum í Deildardal 1964. Hafsteinn stundaði ýmis störf með búskapnum, s.s. smíðar og akstur og síðast var hann húsvörður og smíðakennari við Grunnskólann á Hofsósi, en lét af störfum vegna veikinda 1999. Ári seinna fluttu þau Þóranna að Víðimýri 8 á Sauðárkróki. Undanfarna mánuði hefur hann dvalið á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki. Útför Hafsteins verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bára Björk, f. 24.4. 1948, gift Stefáni Ólafssyni, f. 16.6. 1945. Hafsteinn kvæntist 13. apríl 1963 Þór- önnu Kristínu Hjálm- arsdóttur, f. 12.4. 1936. Foreldrar hennar voru Hjálmar Pálsson, f. 3.3. 1904, d. 15.4. 1983 og Steinunn Hjálmars- dóttir, f. 11.6. 1905, d. 15.7. 1942. Börn Hafsteins og Þór- önnu eru: a) Þórður Steinar, f. 16.8. 1965, kvæntur Þorbjörgu Bergsdóttur, f. 21.8. 1965. Synir þeirra eru Þorsteinn Orri, f. 26.2. 1992, Þorbjörn Atli, f. 26.3. 1994 og Þórður Berg, f. 30.3. 2001. Dætur Þórðar og Brynju Júlíus- dóttur, f. 19.1. 1967, eru Lára, f. 20.6. 1985, sonur hennar er Haf- stein Ingi, f. 18.8. 2005 og Sólveig Anna, f. 20.9. 1988. b) Einar Jó- hannes, f. 13.6. 1967, sambýlis- Elsku pabbi minn. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur fjölskyldunni. En ég trúi því að nú líði þér vel og sért laus við þessa löngu baráttu sem var aðdáunarvert hvernig þú tókst á, alltaf stutt í fallega brosið þitt og þinn einstaka húmor. Alltaf gat ég leitað til þín og mömmu, sama hvað var. Ég er svo þakklát fyrir að hafa farið á sjó með þér á Vestra sem þú hafðir svo gaman af, og er þakklát fyrir alla þá hluti sem þú ert búinn að smíða handa okkur sem ég mun geyma eins og gull. Ferðirnar okkar vestur eru ógleymanlegar, ég get talið enda- laust því ég á svo margar góðar minningar um okkar samverustund- ir sem ég mun ávallt geyma í mínu hjarta og verð dugleg að viðhalda þeim fyrir dætur mínar. Takk fyrir allt. Ég kveð þig í hinsta sinn, elsku pabbi og passa mömmu fyrir þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir Steinunn Daníela. Ég ætla með nokkrum orðum að kveðja tengdaföður minn, hann Haf- stein. Okkar kynni hófust árið 1992 þeg- ar ég kynntist Steinunni dóttur hans. Með okkur Hafsteini tókst strax mikil vinátta sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir. Hafsteinn hafði þann mikla mannkost að sjá alltaf það góða í fólki, þolinmæði og hlý- hugur var hans kostur. Aldrei kvart- aði hann, þó erfiðleikar væru miklir. Alltaf var stutt í glettni og hann sagði ýmislegt spaugilegt, sem kom manni í gott skap. Hafsteinn glímdi við veikindi meirihlutann af sinni ævi. Sykursýki hafði hann í áratugi og árið 1999 greindist hann með krabbamein, sem hann vann bug á. Þessir sjúk- dómar tóku sinn toll af heilsu og hreysti Hafsteins uns yfir lauk. Smíðar voru honum mikið hugð- arefni og dundaði hann við að smíða allskonar hluti, renndi vasa, smíðaði borð og stóla og lagfærði hluti sem aflaga fóru, kom þá kunnátta hans í ljós við hin ýmsu verk. Og var hann ætíð fyrstur að bjóða aðstoð. Það verður tómlegt að koma í Víði- mýrina, enginn að brasa eitthvað í bílskúrnum. Allt kaffispjallið í eld- húsinu, þar sem þú áttir alltaf þitt sæti við borðið. Að lokum vil ég þakka þér, Haf- steinn, allar samverustundir okkar, tímann sem þú gafst dætrum mín- um, allar minningarnar sem ég á um þig, og þá sérstaklega ferðalag okkar í Reykjanes sl. sumar. Hvíl þú í friði. Blessuð sé minning Hafsteins vinar míns og tengdaföð- ur. Sigurjón Viðar Leifsson. Til ömmu, í minningu afa. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Elsku afi, við kveðjum þig nú og þess vegna grátum við, við grátum tárum og við grátum í hjarta okkar. En við vitum þó að gleðin var á undan sorginni og það hjálpar okkur að brosa aftur vegna minninganna. Bless elsku afi. Rebekka Ýr og Sunneva Eir. Elsku afi. Við viljum kveðja þig með þessum orðum Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi viti á minni leið þú varst skín á dökkum degi dagleið þín var greið þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi þú varst afi minn (Hákon Aðalsteinsson) Við munum ætíð muna eftir góðu stundunum okkar saman. Þínar afas- telpur Þóranna Ósk og Hafdís Lind. Það eina sem við getum gengið útfrá er að fæðast og deyja en hve- nær sú stund rennur upp, vitum við sem betur fer ekki. Ekki erum við heldur á eitt sátt, þegar stundin rennur upp. Ekki svo að skilja við höfum eitthvað um það að segja hve- nær stundinni er úthlutað, heldur er- um við sem eftir erum svo bjargar- laus og máttvana. Nú hefur enn eitt skarðið verið höggvið í systkinahópinn. Bróðir minn, kraftaverkið mikla, er fallinn eftir langa og stranga baráttu. Bar- áttan sú hefur staðið árum saman og alltaf gerðust kraftaverk. Sæll ertu, minn elskulegur, að vera laus þrautunum frá. Það er ekki auðvelt að sjá þér á bak elsku bróðir. Okkur systkinunum finnst við eiga svo óendanlega mikið í þér. Mestur er þó missir Þórönnu, barnanna ykk- ar og barnabarnanna, sem ætíð stóðu eins og klettar við hlið þér. Þó að þú hafir ekki verið elstur, varstu alltaf stærstur. Og svo varstu fyrstur til að verða langafi og sagðir sposkur, ég varð á undan Diddý syst- ur! Nú verðum við sem eftir stöndum að vera dugleg að styðja hópinn okk- ar og halda honum saman, þó helm- ingurinn af systkinunum sé horfinn til annarra starfa. Þrír eru þið bræð- urnir, sem farnir eruð á vit annarra heima og í annað ljós til samfunda við alla hina, sem á undan eru gengn- ir og eru þeir jú nokkuð margir. Þú hefur væntanlega knúsað mót- tökunefndina hjá Guði, frá okkur hérna megin. Það gleður mig nú að við áttum saman stund á Akureyri 3. október í haust og kvöddum hvort annað, þó við höfum ekki hugsað kveðjuna svo endanlega. Ég mun alltaf muna ljúfmennsk- una og hógværðina sem þér var í blóð borin, húmorinn, glettnina og brosið bjarta, sem náði til augnanna. Ég bið góðan Guð að vera með Þórönnu og fjölskyldu ykkar allri. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mighvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Minning þín mun lifa, minn elsku- legi bróðir. Bára. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessi vísa úr Hávamálum á vel við þegar við minnumst þessa góða drengs sem hér er kvaddur. Hafsteinn var fæddur á Ísafirði og þar bjó fjölskyldan fyrstu árin. 1947 fluttist hún til Súðavíkur og loks til Hnífsdals 1952. Strax sem barn og unglingur ólst Hafsteinn upp við störf tengd sjómennsku og sótti hann sjó með föður sínum og bræðr- um á trillum og stærri bátum. Haf- steinn var alltaf með hugann við sjó- inn og átti síðast trillu á Hofsósi sem bar nafnið Vestri. Hafsteinn kvæntist Þórönnu Kristínu Hjálmarsdóttur. Hún kom ung sveitastúlka norðan úr Skaga- firði til að vinna í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal. Hann hefur heillað hana upp úr skónum strax, því Hafsteinn var glæsilegur maður og hafði fal- lega útgeislun. Það finnast varla menn með betra geðslag en hann hafði en það er kannski kapítuli út af fyrir sig. Hafsteinn og Þóranna urðu ábú- endur á Háleggsstöðum, Deildardal í Skagafirði árið 1964, ung og ástfang- in og tilbúin að takast á við lífið. Hann gerðist ekki bara bóndi, heldur var hann mjólkurbílstjóri og síðar smíðakennari við grunnskólann á Hofsósi. Stórfjölskyldan mín upplifði mikl- ar sorgir á þessum árum. Ætla ég ekki gera það að ritefni hér, en það var alveg einstakt hvað hún tókst kröftuglega á við hlutina og stóð saman í blíðu og stríðu. Það er mikils vert að eiga slíka að eins og Hafstein. Hann var ekki neinn eftirbátur ann- arra, enda með eindæmum hjarta- hlýr og góður drengur. Kærleikur á milli systkina og foreldra er ekki sjálfgefinn. Hafsteinn stráði fræjum kærleikans til allra sinna ástvina. Nokkrar ferðir fór ég með ömmu og afa norður að Háleggsstöðum og svo ein með afa eftir að amma dó, það var bara sérstök upplifun. Bara gleði og ekkert nema gleði, nesti útbúið og alltaf lagt snemma í ánn að afa sið. Ég, bræður mínir og sonur minn, áttum alltaf skjól á Háleggsstöðum í mislangan tíma í senn, vorum eins og farfuglarnir, komum á vorin og hurf- um svo heim til mömmu þegar haust- aði. Enginn var þó þar eins lengi og Hinrik bróðir minn og veit ég að hans missir er mikill, enda voru þar bundin bönd sem ryð og mölur fá ekki grandað. Og þegar maður hugs- ar til þess í dag, að taka að sér börn til sumardvalar, þá er það heldur ekki sjálfgefið. Þá er marga munna að metta en ég tel að kærleikar milli Hafsteins og mömmu minnar hafi orðið til þess að það var auðsótt mál. Hann var mér og bræðrum mínum góð fyrirmynd í öllum þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur, þau verk voru unnin af mikilli alúð. Hann var líka rammur að afli og það fóru ekki allir í fötin hans þegar á þurfti að taka. Hafsteinn greindist með krabba- mein fyrir 8 árum síðan og barátta hans var hörð og á köflum grimm. En með einbeittum vilja og þessari góðu skaphöfn var tekist á við hlut- ina, það var aðdáunarvert. Eitt síð- asta verk Hafsteins sem smiðs var að klæða íbúðarhúsið á Reykjaflöt fyrir mömmu og fóstra. Allt klætt með timbri og hann veikur en kveinkaði sér aldrei né dró af sér. Þá er komið að leiðarlokum kæri Hafsteinn. Ég, fyrir hönd móður minnar, fóstra, bræðra minna og fjölskyldna okkar, sendum ykkur elsku Þóranna og fjölskylda okkar innilegustu samúðarkveðjur, með það að vissu að minningarnar sem hann skilur eftir sig muni ylja um ókomin ár. Vertu góðum Guði falinn. Gróa Stefánsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Hann Hafsteinn frændi er nú far- inn á góðra vina fund, og veit ég að það hefur verið vel tekið á móti hon- um og að þeir bræður sitja nú á spjalli um liðnar stundir. Þegar ég fékk að vita að Hafsteinn væri farinn þá kom strax í huga minn er við sátum uppi á Landspítala haustið 2005 og spjölluðum um allt sem okkur datt í hug. Um langafa- strákinn hans nýfædda og son minn og hvað okkur þætti það nú skemmtilegt að þeir heita báðir í höf- uðið á bræðrum. Það er greinilega nokkuð til í því sem amma Dana sagði einhverju sinni við mömmu að Guð leggur ekki meira á okkur en hann telur okkur ráða við. Og það sannar sig svo sann- arlega í Hafsteini. Hann var mikill sjúklingur, en hann var líka bóndi með refarækt og kindur, hann kenndi smíðar, ég veit varla, hvað hann gerði ekki. Sama hversu mikl- um mótbyr hann mætti, alltaf hélt hann ótrauður áfram. Og enn var bætt á hann öðrum sjúkdómi snemma sumars ’99. Þá fór ég upp eftir til hans og var sigur í augum hans líka þá. Hann er og verður hetja, þessi elska, og ég er strax farin að sakna hans Daníela Jóna Stefánsdóttir. Hetja er fallin. Ég kynntist Hafsteini haustið 1967 þegar hann kom suður til að afla sér tekna. Ef mig misminnir ekki greindist hann með sykursýki á næsta ári og stríðið stóð því í nær fjóra áratugi. En það var hvergi gef- ið eftir, lífsbaráttan var hörð en dugnaðurinn og lífsviljinn ódrep- andi. Allra leiða varð að leita til að afla tekna fyrir heimilið. Hafsteinn rak mjólkurbíl um nokkurra ára skeið og reyndist farsæll en vinnan var gífurleg. Hvernig maður með skerta heilsu komst yfir þetta er ill- skiljanlegt. Yfir hábjargræðistím- ann byrjaði dagurinn á því að sækja mjólkina heim á bæi og aka henni út á Sauðárkrók. Á Króknum var síðan útréttað fyrir bændurna og heimilin og síðan var ekið sömu leið til baka og brúsum og varningi skilað heim á hlað. Þegar heim var komið tóku bú- störfin við, fram undir morgun, þeg- ar þannig stóð á. Og svo byrjaði sami rúnturinn aftur. Vetur voru snjó- þungir á þessum árum og iðulega var margra klukkutíma puð að komast milli brúsapalla. Þegar Hafsteinn var orðinn uppgefinn á þessum barn- ingi og seldi bílinn brá hins vegar svo við, að sagt var, að það hafi þurfti aldrei að setja keðjur á Skaníuna veturinn á eftir. Nú var komið að þeim kafla sem reyndist banabiti margra vaskra bænda, refaræktinni, sem átti að bjarga íslenskum landbúnaði. Haf- steinn og Þóranna fóru ekki varhluta af þeim gæðum. Það er allt of löng saga að rekja þær raunir sem því fylgdu. En áfram var haldið og aldrei gefist upp. Nú sneri Hafsteinn sér að smíðunum af fullum krafti, enda kannski ekki margra annarra kosta völ fyrir kvótalítinn bónda. Einhvern veginn hélt Hafsteinn jafnaðargeðinu hvað sem á dundi. Húmorinn og kímnin var ætíð söm við sig og aldrei sagði hann hnjóðs- yrði um nokkurn mann. Hafsteinn ólst upp á stóru heimili. Fjölskyldan var samhent og dugleg, börnin voru sex, fjórir bræður og tvær systur. Elsti bróðirinn, Jón Arinbjörn, veiktist á fyrsta ári og var fjölfatlaður æ síðan. Lárus faðir þeirra var langdvölum fjarri, á vertíð eða á síld, en þegar hann var heima tók hann fullan þátt í uppeldinu og eldaði jafnvel sunnudagssteikina. Daníela móðir þeirra var ein þeirra sem gat gert mikið úr litlu. Og eftir að þau fluttu í aftur dalinn (Hnífsdal) voru afi og amma innan seilingar. Systkinin byrjuðu snemma að vinna. Sumarið sem Hafsteinn fermdist var hann á síldarbát en Daníela var með þrjú barnanna með sér í síld á Siglufirði. Og þannig var það nokkur sumur. Um 1960 voru bræðurnir komnir í útgerð með föð- ur sínum og mági, ásamt fleirum. Hafsteinn var síðan meira eða minna með föður sínum á sjó þar til þau Þóranna tóku við búi á Háleggsstöð- um. Löngu seinna eignaðist Haf- steinn svo bát með sonum sínum og reri til fiskjar. Má þá kannski segja að hringnum hafi verið lokað. Þegar heilsan leyfði smíðaði Haf- steinn gjarna í bílskúrnum, eða renndi eitt og annað sem hann gladdi vini og ættingja með. En nú verða þeir hlutir ekki fleiri. Ég þakka Hafsteini samfylgdina og votta Þórönnu, börnum þeirra Hafsteins og systkinum og fjölskyld- um þeirra, mína dýpstu samúð. Stefán. Lárus Hafsteinn Lárusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.