Morgunblaðið - 21.04.2007, Page 46

Morgunblaðið - 21.04.2007, Page 46
46 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR/KIRKJUSTARF AKUREYRARKIRKJA: | Fermingarmessa laugardag kl. 10.30. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sr. Sólveig Halla Kristjáns- dóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Arn- ór B. Vilbergsson. – Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti: Arnór B. Vilbergsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Súpa og brauð (300 kr.) í safn- aðarsal á eftir. ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Kristina Kallo, organisti, Sólrún Gunn- arsdóttir og Sigrún Harðardóttir, fiðluleik- arar. Kirkjukórinn leiðir almennan safn- aðarsöng. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu undir stjórn Margrétar Ólafar og aðstoðarfólks á sama tíma. Létt- ar veitingar á eftir. ÁSKIRKJA: | Guðsþjónusta með þátttöku Barðstrendingafélagsins í Reykjavík kl. 13.30. Athugið breyttan messutíma að þessu sinni. Sr. Tómas Guðmundsson, fv. prófastur, prédikar. Sr. Leifur Ragnar Jóns- son, sóknarprestur á Patreksfirði og sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Tálknafirði, þjóna fyrir altari, ásamt sr. Hannesi Björnssyni og sr. Karli V. Matt- híassyni auk sóknarprests Áskirkju. Kór Patreksfjarðarkirkju syngur. Organisti Mar- ion G. Worthman. Að guðsþjónustu lokinni býður Barðstrendingafélagið kirkjugestum til kaffidrykkju í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Sóknarprestur. ÁSTJARNARSÓKN: | Fermingarguðsþjón- usta á laugardag í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. BESSASTAÐAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kjartan Jónsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt Grétu Konráðsdóttur djákna. Barn borið til skírnar. Álftaneskór- inn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Allir vel- komnir BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Fermingarmessa 22. apríl, kl. 13.30. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Organisti Magnús Ragnarsson. Félagar úr Söng- sveitinni Fílharmóníu leiða söng. Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Elínar, Jó- hanns, Karenar og Lindu. Hressing í safnaðarsal eftir messuna. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa klukkan 11. Samverur fyrir börnin, foreldrana, afa og ömmu. Ungmennahljómsveit leikur í messunni. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, organisti Re- nata Ivan, kór Bústaðakirkju syngur. Mola- sopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl 11. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju, B- hópur. Súpa í safnaðarsal eftir messu. Sunnudagaskóli á sama tíma. www.digra- neskirkja.is DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Organisti er Marteinn Friðriksson, dómkórinn syngur. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Kl. 20 æðruleysismessa, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar. Bræðrabandið og Anna S. Helgadóttir sjá um tónlistina. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Lára G. Oddsdóttir þjóna. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Lenku Mateovu kantors. Fermd verður Eiríka Steinunn Agnarsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Ragnhildar Ásgeirsdóttur, djákna og Sigríðar Stefánsdóttur. Mikill söngur og fjölbreytt dagskrá.www- .fellaogholakirkja.is FÍLADELFÍA: | English service at 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Kynning á barna- starfi og skírn. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng Fyrirbænir í lok samkomu. Aldurs- skipt barnakirkja 1–12 ára. Allir velkomn- ir. Bein útsending á Lindinni og www.go- spel.is. Samkoma frá Fíladelfíu á Omega kl. 20. (e) á miðv. kl. 13. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Góð stund fyrir alla fjölskyld- una. Umsjón hafa Edda og Örn. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | 22. apríl ferm- ingarmessa kl. 14. Almennan safn- aðarsöng leiða Anna Sigga og Carl Möller, en báðir prestarnir okkar, Hjörtur Magni Jóhannsson og Ása Björk Ólafsdóttir, þjóna. Altarisganga. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: | Sunnudaginn kl. 17 er samkoma í Braut- arholti 29. Söngur og lestur. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir. GRAFARVOGSKIRKJA: | Ferming kl. 10.30. Ferming kl. 13.30. Prestar: sr. Vig- fús Þór Árnason, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir, sr. Bjarni Þór Bjarnason og sr. Lena Rós Matthíasdóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur: sr. Lena Rós Matthías- dóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Undirleik- ari: Stefán Birkisson. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholts- skóli: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prest- ur: sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Gunnar, Díana og Guðrún María. Undirleik- ari: Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA: | Sunnud. 22. apríl. Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sess- elju Erludóttur og unglinga í kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarn- arson. Samskot í Líknarsjóð. Molasopi eftir messu. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimilið | Guðþjónusta kl. 14. Séra Hjálmar Jóns- son predikar. Organisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Opin kirkja kl. 11–12. Kveikt á bænakertum. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í Hvaleyrarskóla. Orgelið kvatt: Tónleikar kl. 17. Flytjendur: Kór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar. Barnakór Hafn- arfjarðarkirkju undir stjórn Helgu Lofts- dóttur, Ásgeir Páll Ásgeirsson, baritón, Hjörleifur Valsson, fiðluleikari., Bjarni Þór Jónatansson og Anna Magnúsdóttir, und- irleikarar á píanó. Guðmundur Sigurðs- son, organisti og kantor. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari, ásamt messuþjón- um. Umsjón barnastarfs: Magnea Sverr- isdóttir, djákni. Mótettukór syngur. Kaffi- sopi eftir messu. HJALLAKIRKJA: | Tónlistarmessa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Íslensk tón- list í fyrirrúmi. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 og Opið hús á fimmtudag kl. 12 (sjá einnig á www.hjalla- kirkja.is). HJÁLPRÆÐISHERINN: | Samkoma sunnu- daginn kl. 20 í umsjá Harolds Reinholdt- sen. Vitnisburður og lofgjörð. Heim- ilasamband fyrir konur mánudaginn kl. 15. Bæn og lofgjörð fimmtudaginn kl. 20. HRÍSEYJARKIRKJA: | Ferming verður í Hríseyjarkirkju laugardaginn 21. apríl kl. 11. Organisti Kaldo Kiis. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. ÍSLENSKA KIRKJAN Í SVÍÞJÓÐ: | Gauta- borg. Guðsþjónusta í V-Frölundakirkju sun. 22. apríl kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Kristins Jó- hannessonar. Orgelleik annast Tuula Jó- hannesson. Barnastund. Kirkjukaffi. Prestur: sr. Ágúst Einarsson. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt og skemmilegt barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna. Kent Langworth kennir. Einnig verður skírn. Samkoma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Jeffrey Burnstein, messíanskur gyðingur, verður gestur samkomunnar. Samkoma á Eyj- ólfsstöðum á Héraði kl. 20. KFUM og KFUK: | Sunnudagssamvera kl. 20. Ræðumaður er Þórdís Klara Ágústs- dóttir. Tómas Torfason verður með upp- hafsorð og bæn. Anna Elísa Gunnarsdóttir er á píanóinu. Mikil lofgjörð og söngur. Verið öll velkomin. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan: | Ásabraut 2, Garðabæ. Sunnudaga: 11.15 sakrament- issamkoma. 12.30 sunnudagaskóli. 13.20 prestdæmis- og líknarfélagsfundir. Þriðjudaga: 17.30 trúarskóli yngri, 18 ætt- fræðisafn opið, 18.30 unglingastarf, 20 trúarskóli eldri. Allir eru alltaf velkomnir. www.mormonar.is. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Julian Hewlett. Barnastarf kl. 12.30. Um- sjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Bænastund þriðjudag kl. 12.10. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Krúttakórinn syngur. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir messar. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið byrjar í kirkj- unni en síðan fara börnin í safnaðarheim- ilið með Rut, Steinunni og Aroni. Kaffisopi á eftir. LAUGARNESKIRKJA: | Kl. 11: Messa. Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar við altarið ásamt Aðalbjörgu Stefaníu Helga- dóttur, meðhjálpara. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Gunnars Gunnarssonar sem leikur á orgelið. Mess- unni verður útvarpað á rás 1. Á sama tíma fer fram sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu í umsjá Maríu Magnúsdóttur, Stellu Rúnar, Þorra og Maríu Rutar. Kl. 13: Messa í sal Sjálfsbjargar í Hátúni 12. Prestur sr. Hildur Eir Bolladóttir, djákni Guðrún K. Þórsdóttir, meðhjálpari Kristinn Guðmundsson, organisti Gunnar Gunn- arsson. LINDASÓKN í Kópavogi: | Sunnudagurinn 22. apríl, annar sunnudagur eftir páska. Messa og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Síðasta guðsþjónustan í Salaskóla á þessum vetri. Kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keiths Reed. Prédikun flytur sr. Sig- urjón Árni Eyjólfsson. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar fyrir altari. MÖÐRUVALLAKIRKJA: | Sumarfjölskyldu- guðsþjónusta verður fyrir allt prestakallið í Möðruvallakirkju sunnudaginn 22. apríl kl. 11. Mikill söngur og gleði. Grillaðar pylsur á eftir ef veður leyfir. Mætum öll. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Þar sýnir Stoppleikhúsið leikritið Við Guð erum vin- ir. Leikritið fjallar um Júlíu sem er oft að velta fyrir sér spurningum um lífið og til- veruna. Leiksýningin er ókeypis og eru all- ir velkomnir. Kaffi, djús og spjall í safn- aðarheimilinu eftir messu og sunnudagaskóla. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Þjóðlagamessa kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. Aðalfundur safnaðarins eftir þjóð- lagamessuna. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11, 13 börn fermd. Sóknarfólkið hvatt til þess að ganga í guðshús og samfagna ferming- arbörnunum. Barnasamkoma kl. 11.15. Næðisstund við orgelleik í kirkjunni kl. 17. Organisti Selfosskirkju, Jörg E. Sonder- mann leikur falleg orgelverk. Miðviku- dagur 25. apríl: Foreldramorgunn kl. 11. Opið hús, hressing og spjall. Hjúkr- unarfræðingur ræðir efnið: Þegar ungbörn eiga bágt með svefn. SELJAKIRKJA: | Vorhátíð barnastarfsins kl. 11. Pylsuveisla að lokinni barnaguðs- þjónustu í safnaðarsal kirkjunnar. Allir fá sumarglaðning frá Seljakirkju. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar. Kirkjukórinn leiðir söng. Organisti Jón Bjarnason. SELTJARNARNESKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Pavels Manasek organista. Minnum á að aðalsafnaðarfundur Seltjarnarneskirkju verður haldinn eftir messu í safn- aðarheimili kirkjunnar sunnudaginn 13. maí, venjuleg aðalfundarstörf. Sunnu- dagaskólinn er á sama tíma. Verið vel- komin. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: | Skálholts- dómkirkja. Messa sunnudag 22. apríl kl. 11. Kammerkór Mosfellsbæjar syngur trúarlega tónlist frá ýmsum heimshornum. Stjórnandi Símon H. Ívarsson sem einnig leikur undir á gítar. Einsöngvari Ásdís Arn- alds. Organisti Hilmar Örn Agnarsson. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. SÓLHEIMAKIRKJA: | Guðsþjónusta verður í Sólheimakirkju sunnudaginn 22. apríl kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson og sr. Birgir Thomsen annast guðsþjónustuna. Organisti er Ester Ólafs- dóttir. Verið öll velkomin að Sólheimum. VEGURINN, kirkja fyrir þig | Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Lofgjörð, kennsla, ung- barnakirkja, barnakirkja, Skjaldberar og létt máltíð að samkomu lokinni. Högni Valsson kennir. Samkoma kl. 19, Erna Eyj- ólfsdóttir predikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag eftir samkomu í kaffisal. Allir velkomnir. www.vegurinn.is VÍKURKIRKJA í Mýrdal: | Fermingarguð- sþjónusta verður í Víkurkirkju, 2. sunnu- dag eftir páska, sunnudaginn 22. apríl 2007, kl. 13.30. Guðspjall dagsins: Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20) Morgunblaðið/JúlíusFríkirkjan í Reykjavík Æðruleysimessa Æðruleysismessa verður í Dóm- kirkjunni sunnudaginn 22. apríl kl. 20. Reynslusaga. Anna Sigríður Helgadóttir, Hörður Bragason, Birgir Bragason og Hjörleifur Valsson sjá um tónlistina. Sr. Ólaf- ur Jens Sigurðsson prédikar, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir fer með bæn og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson leiðir dagskrána. Leiksýning í sunnu- dagaskóla Neskirkju Sunnudaginn 22. apríl kemur Stoppleikhópurinn í heimsókn í sunnudagaskóla Neskirkju og sýnir leikritið „Við Guð erum vinir“, sem byggt er á sögu Kari Vinje. Sagan segir frá Júlíu sem veltir fyrir sér spurningum um lífið og tilveruna, Guð, Jesú og himininn. Mamma hennar þarf því oft að svara erf- iðum spurningum en það gerir hún með dæmisögum. Þessar dæmisög- ur eru uppistaðan í leikritinu. Leik- ari er Eggert Kaaber. Aðgangur að leiksýningunni er ókeypis og eru allir velkomnir. Börnin byrja í kirkjunni, í messu safnaðarins kl. 11, en fara síðan í safnaðarheimilið. Í messunni leiða félagar úr Kór Neskirkju safnaðarsöng. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu og sunnudagaskóla er boðið upp á djús og kaffi á Torginu. Íslensk tónlistarmessa í Hjallakirkju í Kópavogi Við messuna kl. 11 sunnudaginn 22. apríl verður íslensk tónlist í fyr- irrúmi í Hjallakirkju. Messuliðirnir verða sungnir með tónlagi eftir Jón Þórarinsson. Einnig verður meðal annars flutt tónlist eftir Björgvin Guðmundsson, Bjarna Pálsson, Pét- ur Guðjohnsen, Þorkel Sigurbjörns- son, Þórarin Guðmundsson, Eyþór Stefánsson og Jón Ólaf Sigurðsson. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja. Séra Íris Kristjánsdóttir þjónar og organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is Aðalsafnaðarfundur Háteigssóknar Sunnudaginn 22. apríl verður hald- inn aðalsafnaðarfundur Háteigs- sóknar. Fundurinn hefst að messu lokinni, en messa er klukkan 11. Boðið verður upp á léttan hádeg- isverð að messu lokinni og síðan verður fundurinn haldinn í safn- aðarheimili kirkjunnar. Venjuleg aðalfundarstörf, þar sem skýrslur og reikningar eru lagðir fram. Þá er kosið um laus sæti í sóknarnefnd, skoðunarmenn reikninga kjörnir og rætt um önnur mál. Sóknarfólk er hvatt til að koma og taka þátt í störfum fundarins. Morgunblaðið/ÞÖK Lágafellskirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.