Morgunblaðið - 21.04.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 21.04.2007, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Á STÆRÐ VIÐ HNETU! Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is SÝND Í SAMBÍÓ KRINGLUNNI á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI, KEFLAVÍKSPARBÍÓ 450kr BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára TÍMAMÓT (ÍSLENSK KVIKMYND) kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ THE GOOD SHEPERD kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára BECAUSE I SAID SO kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 LEYFÐ MISS POTTER kl. 5:40 LEYFÐ 300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára EDISONS LIFANDI LJÓSMYNDIR KYNNIR: KVIKMYND EFTIR GUÐMUND ERLINGSSON HERBERT SVEINBJÖRNSSON GUÐJÓN ÁRNASON SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON STEINÞÓR EDVARDSSON / KEFLAVÍK BECAUSE I SAID SO kl. 8 - 10:20 LEYFÐ THE MESSENGERS kl. 8 - 10 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ MEET THE ROBINSONS m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ WILD HOGS kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ eeeeSUNDAY MIRROR BECAUSE I SAID SO BESTA MAMMA Í HEIMI GETUR LÍKA VERIÐ ERFIÐASTA MAMMA Í HEIMI Diane Keaton Mandy Moore Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. Háspenna, lífshætta frá Pang Bræðrum. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM eee Ó.H.T. RÁS eeeS.V. MBL SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ HOT FUZZ kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára MEET THE ROBINSONS kl. 4 - 6 LEYFÐ HAPPILY NEVER AFTER kl. 2 LEYFÐ Úrvalslið leikara í magnaðri kvikmynd undir tryggri leikstjórn Robert DeNiro Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is EINS og greint var frá á fréttavef Morgunblaðsins í fyrradag varð töluverð töf á flugi Icelandair frá Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta. Vélin átti að fara í loftið um klukkan 14 en þegar verið var að ýta vélinni af stæði varð bilun í þrýsti- búnaði í dráttarvagninum og við það laskaðist nefhjól vélarinnar. Um 200 manns voru um borð í vél- inni. Þar á meðal voru meðlimir Sál- arinnar hans Jóns míns og Stuð- manna, en sveitirnar höfðu haldið vel heppnaða tónleika í Kaupmanna- höfn kvöldið áður. „Við sátum í tvo tíma í vélinni og héldum að verið væri að gera við þetta en var síðan sagt að fara frá borði,“ segir Valgeir Guðjónsson, gestastuðmaður. „Við vorum á Kastrup til klukkan 4 í nótt [fyrrinótt] en áttum að leggja af stað klukkan 2 um daginn þannig að það liðu um 16 tímar frá því við bókuðum okkur inn og þangað til við fórum í loftið,“ segir Valgeir, og bætir við að margir hafi verið mjög ósáttir við framgöngu Icelandair í málinu. „Upplýsingagjöfin var engin og ýmsar útgáfur í gangi sem bárust til- viljanakennt milli farþega. Þetta fór hvað verst í fólk.Enginn starfs- maður Icelandair var sjáanlegur, en málið var í höndum starfsmannna SAS.“ Þá segir Valgeir að nokkrar vélar Icelandair hafi farið frá Kast- rup síðar um daginn. „Það munu vera reglur að aðeins einni flugvél seinki. Þannig nutum við þess ekki að aðrar vélar kæmu þarna heldur sátum bara og sátum,“ segir hann og bætir við að farþegarnir hafi fengið litla sem enga þjónustu á biðtím- anum. „Eftir dúk og disk fengum við skömmtunarmiða upp á 70 danskar krónur, sem rétt nægir fyrir sam- loku á þessum flugvelli. Svo var allri verslun og veitingasölu lokað klukk- an 10. Rétt fyrir lokun var komið með fleiri miða, sumum tókst að hamstra vistir og svo var setið eða legið í sex klukkutíma þangað til vél- in fór,“ segir Valgeir. „Þarna var líka fólk sem var veikt og var með meðöl í farangri. Í einu tilfelli var náð í lyf, en það tók þrjá klukkutíma og krafðist harðfylgis.“ Að sögn Valgeirs hefði verið betra að fá að fara inn á hótel í stað þess að þurfa að dúsa á flugvelli í 16 klukku- tíma. „Eins og farþegar upplifðu þetta þá var á heildina ekki faglega að þessu staðið af hálfu Icelandair, fyrirtæki í ferðaþjónustu sem hlýtur að þurfa að hafa aðgerðaáætlun sem sæmir og dugar í stöðu sem þessari. Og hversu margir vinnudagar fóru í súginn vegna þessa? Ljós í myrkrinu var að hitta fyrir þá frábæru áhöfn sem flutti okkur heim. Þar vantaði ekkert upp á fagmennskuna og hlýtt persónulegt viðmót. Tónleikarnir gengu hinsvegar alveg frábærlega vel þannig að þetta var algjört „anti- climax“ og þetta var leiðinlegur blettur á annars góðri ferð.“ Ekkert hótelpláss Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir að ekki hafi verið hægt að setja umrædda flug- farþega í þær flugvélar sem flugu frá Kaupmannahöfn síðar um dag- inn. „Almenna reglan undir þessum kringumstæðum er sú að þá er fyrst og fremst horft á það sem einangrað atvik hvað það varðar vegna þess að aðstæður farþega eru svo mismun- andi, bæði í því flugi og í öðrum flug- um sem hugsanlega geta átt leið um flugvöllinn,“ segir Guðjón og bætir við að flugvél hafi verið send út eins fljótt og hægt var. „Ódýrasta lausnin fyrir okkur í svona tilfellum, í stað- inn fyrir að senda tóma vél út með þeim tilkostnaði sem því fylgir, er að koma mannskapnum inn á hótel og fljúga svo með hann heim með vél- inni daginn eftir. En það stóð ekki til boða, við hringdum út um allar triss- ur en það var ekki laust hótelpláss.“ Aðspurður segir Guðjón 70 danskar krónur vera viðmiðunar- upphæð hjá flugfélögum undir kringumstæðum sem þessum. „Við svona aðstæður er ákveðið reglu- verk í gangi og reynt að gera eins mikið fyrir farþega og hægt er. Að sjálfsögðu er þetta afskaplega hvim- leitt fyrir alla þá farþega sem lenda í þessu. En þegar svona gerist er ekkert annað hægt að gera en að bíða meðan hlutum er bjargað, í þessu tilfelli með því að senda aðra flugvél.“ Leiðinlegur endir á góðri tónleikaferð Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn biðu í 16 tíma á Kastrup-flugvelli í fyrradag Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Strandaglópar Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson á tónleikunum Stuðmanna í Kaupmannahöfn. ÍSFIRÐINGURINN Ásta Dóra Eg- ilsdóttir fór með sigur af hólmi í óhefðbundnu fegurðarsamkeppn- inni Óbeisluð fegurð, sem fram fór í félagsheimilinu í Hnífsdal á mið- vikudagskvöldið. Á heimasíðu Bæj- arins besta kemur fram að dóm- nefnd hafi ekki talið mögulegt að keppa í óbeislaðri fegurð, ekkert frekar en staðlaðri, og því hafi ver- ið ákveðið að draga nafn vinnings- hafans úr hatti. Keppt var um fleiri titla, en það var Rudolph Stephenson sem hlaut titilinn Original 2007, Andrew Specker var valinn Vinurinn 2007 af hinum keppendunum. Hr. Nói og Fr. Góa, mestu sælkerar keppn- innar, voru valin Örnólfur Þ. Örn- ólfsson og Thelma Hjaltadóttir og Nikólína Þorvaldsdóttir hlaut tit- ilinn Netálit 2007. Alls tóku 14 keppendur þátt í keppninni, en keppt var um 18 titla. Fjölmenni var mætt í félagsheimilið til að fylgjast með keppninni. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Fegurð Ásta Dóra Egilsdóttir með sigurlaunin á miðvikudaginn. Óbeisluð fegurð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.