Morgunblaðið - 21.04.2007, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2007 59
THE LAST DEBATE
(Sjónvarpið kl. 20.50)
Fjölmiðlamenn leggja spurningar
fyrir forsetaframbjóðendur í kapp-
ræðu viku fyrir kosningar. Garner
og Murphy gera gæfumuninn fyrir
klisjukennt efni sem er stjórnað af
fyrrverandi leikstjóraBadham.
HEARTS IN ATLANTIS
(Sjónvarpið kl. 22.30)
Miðaldra maður rifjar upp bernsku-
minningar þar sem hann ólst upp við
þröngan kost og fálæti hjá einstæðri
móður. Þá kemur til skjalanna nýi
leigjandinn, dularfullur og hrollvekj-
andi bakgrunnur hans og vinátta
þeirra sem verður drengnum ómet-
anleg. THE PERFECT MAN
(Stöð 2 kl. 20.25)
Táningsstelpa er leið á karlavanda-
málum móður sinnar og ákveður að
taka til eigin ráða. Fléttan, aðstæð-
urnar og samtölin eru svo ótrúleg og
ósannfærandi að það er greinilegt að
höfundar halda að unglingsstúlkur
séu yfir höfuð heimskar. A SHOT AT GLORY
(Stöð 2 kl. 00.10)
Að undanskildum Glasgowrisunum
gefur fótboltinn í Skotlandi ekki til-
efni til stórviðburða þótt McCoist
bregði fyrir og Duvall fari með aðal-
hlutverkið. WHAT A GIRL WANTS
(Stöð 2 bíó kl. 18.00)
Bandarísk unglingsstúlka heldur til
Englands í leit að föður sínum, að-
alsmanni sem veit ekki um tilvist
dótturinnar. Lagleg fjölskyldumynd
sem fær draumaverksmiðjuna til að
standa undir nafni. I, ROBOT
(Stöð 2 bíó kl. 20.00)
Smith, Proyas og Goldsman tækla
hrottafengna framvinduna á hefð-
bundinn hátt löggumynda. Sagan er
kunnugleg en grafíkin og efnistökin
eru fersk til að gera hana öðruvísi og
spennandi skemmtun. BOYS
(Stöð 2 bíó kl. 22.00)
Ryder leikur e.k. nútíma Mjallhvíti,
unga stúlku á flótta, en lendir fyrir
duttlunga örlaganna í heimavist í
strákaskóla og hafa nemarnir aðeins
eitt í huga. Ekki eins fyndin og
mætti ætla. Fínn Reilly. BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson
SERPICO
(Stöð 2 kl. 22.05)
Ein fyrsta og besta af mörgum
myndum leikstjórans Lumets um
spillingu innan lögreglunnar í New
York. Minnisstæð fyrir hamfarir
Pacinos í titilhlutverki heiðarlegs
lögreglumanns sem neitar að taka
þátt í siðleysi starfsbræðranna.
Frábært handrit, mögnuð skemmt-
un, sígild mynd. HLUTHAFAFUNDUR
GLITNIS BANKA HF.
Hluthafafundur Glitnis banka hf. verður haldinn í
höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi mánudaginn
30. apríl og hefst kl. 15.00.
Dagskrá:
• Kjör stjórnar
• Önnur mál, löglega upp borin
Dagskrá fundarins og tillögur verða hluthöfum til sýnis á Kirkjusandi 2,
5. hæð, frá og með mánudeginum 23. febrúar 2007.
Framboðsfrestur til stjórnar rennur út miðvikudaginn 25. apríl nk.,
kl. 15.00. Framboðum skal skila til skrifstofu forstjóra að Kirkjusandi.
Atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra
á fundarstað á fundardegi kl. 14.00 til 15.00.
16. apríl 2007,
stjórn Glitnis banka hf.
Samkvæmt 2. mgr. 63. gr. a. í lögum nr. 2/1995
um hlutafélög, með síðari breytingum skal í til-
kynningu um framboð til stjórnar gefa, auk nafns
frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs,
upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf,
menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá
skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem
og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
Form sem frambjóðendur geta haft til hliðsjónar
vegna þessarar upplýsingagjafar liggur frammi hjá
ritara forstjóra.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
9
0
2
9
SÉST hefur til Parisar Hilton og
tónlistarmannsins James Blunt
kyssast. Hótelerfinginn, sem á víst
að vera að hitta leikarann Josh
Henderson úr Aðþrengdum eigin-
konum, skemmti sér með söngvar-
anum í næturklúbbnum Teddys í
Los Angeles á miðvikudagskvöldið
ásamt Nicky, yngri systur Parisar,
og David Katzenberg kærasta henn-
ar.
„Paris og James sáust dansa sam-
an og haldast í hendur og svo fóru
þau að kela,“ sagði vitni að sam-
drættinum.
Blunt hefur neitað þessum sögum
og segir þær tómt slúður, en hann
sleit nýlega nokkuð löngu sambandi
sínu við fyrirsætuna Petru Nem-
cova.
James Blunt ætti aldeilis að geta
raulað „You’re Beautiful“ fyrir Paris
Hilton enda daman sú þekkt fyrir
fegurð sína og sögð vita vel af henni
sjálf.
Hilton og
Blunt sáust
kyssast
Eftir Karl Tryggvason
ktryggvason@gmail.com
SAUÐKINDIN, leikfélag Nem-
endafélags Menntaskólans í Kópa-
vogi, stendur um þessar mundir fyr-
ir uppfærslu á leikritinu Með fullri
reisn í Tjarnarbíói. Sýningin er
lauslega byggð á samnefndri kvik-
mynd frá árinu 1997 en búið er að
færa verkið yfir í íslenskt umhverfi.
Torfi Guðbrandsson sem fer með
eitt aðalhlutverkanna í verkinu seg-
ir verkið töluvert frábrugðið kvik-
myndinni og lýsir uppfærslu þeirra
sem söngleik með dansi og miklu
gríni.
Kvótinn farinn
Kvikmyndin Með fullri reisn
fjallaði um atvinnulausa stálverka-
menn frá Sheffield, en uppfærsla
MK-inga fjallar um unga menn í ís-
lenskum smábæ sem reyna að afla
sér fjár eftir að allur kvóti hefur
verið seldur úr bæjarfélaginu. Taka
þeir veðmáli um að fækka fötum
fyrir framan bæjarbúa og snýst
leikritið um undirbúning þeirra og
framkomu sem nektardansarar.
Auk Torfa fara þeir Ragnar Steinn
Clausen, Daníel Grímur Kristjáns-
son, Helgi Fannar Sæþórsson, Vikt-
or Sigurjónsson og Eggert Óskar
Ólafsson með aðalhlutverkin en alls
eru 16 manns í leikarahópnum.
Mikið grín og glens
Uppfærsla Sauðkindarinnar
byggist að einhverju leyti á kvik-
myndinni og uppfærslu Þjóðleik-
hússins á sama verki en tveir nem-
endur MK, þeir Benedikt Kristjáns-
son og Bjarni Egill Ögmundsson,
sáu um staðfæringu handrits, við-
bætur og breytingar. Leikstjórn er
í höndum Hjálmars Hjálmarssonar
leikara og Hrafnkell Pálmarsson er
tónlistarstjóri, en í verkinu eru ýmis
vinsæl dægurlög klædd í nýjan bún-
ing.
Leikritið var frumsýnt síðastlið-
inn þriðjudag og gekk frumsýningin
að sögn Torfa mjög vel. „Áhorf-
endur tóku vel á móti okkur og það
var mikið hlegið,“ segir Torfi, „við
vorum mjög sátt með sýninguna.“
Torfi hvetur alla til að mæta og seg-
ir áhorfendur geta átt von á miklu
gríni og glensi.
Leiksýning Með fullri reisn fjallaði um stálverkamenn frá Sheffield, en uppfærsla MK-inga fjallar um unga menn í íslenskum smábæ.
Leikfélag NMK sýnir leikritið Með fullri reisn í Tjarnarbíói í apríl
Frá Sheffield í íslenskan smábæ
www.nmk.is/saudkindin
Næstu sýningar á verkinu verða
21. og 24. apríl í Tjarnarbíói og
hefjast kl 20, miðaverð er 2000
krónur.