Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 33 safna, er líklega að finna hjá danska safnaran- um Jens Olesen, að sögn Hovdenakk. Steinþrykk fyrir Laxness Hovdenakk segir Svavari Guðnasyni ekki hafa verið vel við Cobra-hreyfinguna. List Svavars sé þó mikilvægur hluti af þeirri þróun myndlistar í Danmörku sem leiddi til Cobra. „Ég hitti Svavar í Feneyjum og hann vildi ekki tala um Cobra. Hann sagði að sér væri illa við þetta Cobra-fyrirbæri,“ segir Hovdenakk og hlær innilega Á sýningunni má sjá steinþrykk eftir Asger Jorn, myndskreytingar fyrir smásögu Hall- dórs Laxness, Sagan af brauðinu dýra. Lax- ness og Jorn voru ágætis vinir en þó ósammála um flest, að sögn Hovdenakk. „Jorn og Lax- ness voru ólíkir að flestu leyti, stjórnmálalegu sem öðru, en voru þó góðir vinir.“ Cobra-sýningin verður sett upp í Kunst- Centret Silkeborg Bad í Danmörku í haust og í Trondheim Kunstmuseum í Noregi á næsta ári. nulist þess tíma. „Nokkrir listamenn u að slíta sig frá súrrealistahreyfingunni, rá sér stefnuyfirlýsingu þar sem fram ð þeir vildu ekki heyra undir einræði ns (skáldsins Andrés Bretons, stofnanda listahreyfingarinnar). Þeir vildu gefa út t, í fyrsta lagi, og halda sýningu á til- kenndri myndlist hvers konar,“ segir nakk. Sýningin var haldin að hausti g kom þá í ljós að dönsk áhrif voru afar Tímaritið fékk nafnið Cobra, líkt og ngin. denakk segir sum verkin á Cobra avík hafa verið gerð fyrir stofnun Cobra ur eftir, til að sýna fram á þróun í verk- amannanna yfir lengri tíma. „Ég sækist ví að sýna verk sem eru dæmigerð fyrir n tíma og verð að sníða sýninguna eftir aða verk eru fáanleg,“ segir Hovdenakk. viti hvar þau sé að finna og þekki rétta eigendur verka eða forstöðumenn safna. afi verið reiðubúnir að lána verk nema fn. Stærsta safn Cobra-verka, utan lista- sögunnar Morgunblaðið/RAX var kynnt í gær. Frá vinstri sjást þeir Per Hovdenakk sýningarstjóri, Lars Olesen að- tjóri Listasafns Íslands, og Lasse Reimann, sendiherra Danmerkur á Íslandi. en tavse myte, Opus 5, eða Hin þögla goðsögn, Ópus 5, eftir Asger Jorn, frá 1952–53. egt fyrir að marka hápunktinn í þróun Cobra-listarinnar og dæmigert verk eftir Jorn. rakt kunst – höfn 1937, essjónisma og ndlist. Cobra- önskum mynd- 8. Hún leyst- ndur hópsins Brussel og mont, Joseph oo Corneille s, í uppreisn t samdi þar ið á kaffihúsi s eina færa yndlist- ar kreddur a spyrða okk- t og Noiret til- tefnuhópnum nuhópnum. Cobra-hreyfingin er því í raun sprottin úr þremur öðrum. Cobra-menn litu svo á að seinni heimsstyrjöldin markaði hrun gamla þjóðfélagsins, að ríkjandi sjónarmið um listir hefðu ekki gildi lengur. Cobra-hópurinn taldi listræna sköpun verða að byggjast að mestu leyti á meðvitundinni og gagnrýnni hugsun, sem var þvert á hugmyndir súrrealista. Cobra átti að vera vettvangur fyrir mynd- listarmenn sem voru að gera tilraunir með ný tjáningarform. Tilraunamennska Cobra-hópsins fólst í sjálfsprottinni tjáningu og óheftri litanotkun. Gríman varð helsta myndmál hreyfingarinnar, merki eða tákn sem felur í sér flókinn boðskap og goðsagnateng- ingu. Verk Cobra-manna voru þó innbyrðis ólík. Íslenski málarinn Svavar Guðnason, frumkvöðull íslenskrar ab- straktlistar, tók þátt í haustsýningu Cobra í Kaupmannahöfn 1949 en afþakkaði þó tilboð um inngöngu í hreyfinguna. Hann var þó áhrifavaldur innan hreyfingarinnar og þekkti danska liðsmenn hennar. Svavari fannst hann utangarðs meðal danskra myndlist- armanna og var mikill einstaklingshyggjumaður, að sögn Pers Hovenakks, sýningarstjóra Cobra Reykjavík. Það er algengur mis- skilningur að Svavar hafi verið í Cobra-hreyfingunni, að hans sögn. Í texta eftir Svavar segir um Cobra að listastefna hreyfingarinnar hafi ekki verið nein föst stefna. Cobra hafi verið „samtök um að vera ekki nein fastmótuð samtök“. tofnuð á kaffihúsi í París Res Orkuskóli tók formlegatil starfa með opnunarhá-tíð í Ketilhúsinu á Akur-eyri í gær. Skólinn, sem á ensku nefnist The School for Renew- able Energy Science, er afrakstur fjögurra ára undirbúningsferlis og verður alþjóðleg einkarekin mennta- og vísindastofnun á sviði endurnýj- anlegra orkugjafa og verður megin- verkefni skólans að bjóða eins árs al- þjóðlegt meistaranám í vistvænni orkunýtingu. Nemendur verða flest- ir erlendir og er fyrsti nemendahóp- ur skólans væntanlegur til Akureyr- ar eftir um fjórar vikur. Áætlað er að nemendur verði 50–80 þegar skólinn verður kominn í fulla starfsemi. Há- skólinn á Akureyri mun skv. þjón- ustusamningi annast og veita form- lega M.Sc. gráðu. Davíð Stefánsson, stjórnarfor- maður einkahlutafélagsins Orku- varða, sem á og rekur skólann, segir RES fyrsta sjálfstæða skólann á há- skólastigi sem helgaður sé rannsókn- um og hagnýtu námi um endurnýj- anlega orku. Nemendur koma einkum frá Mið- og Austur-Evrópu í upphafi og einnig frá Bandaríkjun- um. Íslenskum nemum verður boðin þátttaka frá upphafi. Einstakt umhverfi Aðstandendur skólans segja sér- stöðu og þekkingu Íslendinga mikla á nýtingu endurnýjanlegra orku- gjafa og í því liggi meginrökin fyrir rekstri sérhæfðs orkuskóla á Íslandi. Hér á landi sé einstakt og hagstætt umhverfi til að byggja upp mennta- stofnun á þessu sviði. Hugmyndin er ekki gömul, en út- línurnar hafa frá upphafi verið sjálf- stæð háskólastofnun sem starfa myndi við hlið Háskólans á Akureyri og í nánu sambandi við hann, segir Davíð Stefánsson. „Hugmyndin um sjálfstæðan skóla á sviði orkumála fékk þó ekki stuðning allsstaðar í upphafi. Menn nesjamennsku og strandaglópsku fundu þessu margt til foráttu. Sér- hæfing sem þessi myndi vart vera skynsamleg. Svo ótrúlega sem það kann að hljóma nú í dag, þegar við stofnum þennan skóla hér, þá mátt- um við sem höfum frá byrjun starfað að því að gera hugmyndina að veru- leika, glíma við andstöðu manna sem töldu öll tormerki á að starfrækja menntastofnun af þessu tagi utan höfuðborgarinnar. Þar væri öll þekk- ingin en ekki hér á einangraðri landsbyggð,“ sagði Davíð. Undirbúningur skólans hefur byggst á fimm stoðum, að sögn stjórnarformannsins:  Eins árs markvissu alþjóðlegu og rannsóknatengdu meistaranámi sem hefst í janúar 2008.  Sumarskóla; í fyrstu verður eink- um horft til bandarískra háskóla- nema og von er á fyrsta nemenda- hópnum innan nokkurra vikna samkvæmt samkomulagi sem gert hefur verið við bandaríska stofnun um viðurkenningu þessa sumar- náms til námseininga þar í landi.  Sérstaks leiðtogaskóla, sem er í undirbúningi, en þar verður boðið upp á símenntun og námskeið á þessu sviði fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ráðgert er að hann hefji störf á komandi hausti.  Uppbyggingu yfirgripsmikils samstarfsnets háskóla og rann- sóknastofnana í Evrópu og Norð- ur Ameríku. „Aðgangur að þessu erlenda tengslaneti er burðarás hins nýja skóla fyrir nemendur, kennara og rannsakendur.“  Öflugu alþjóðlegu rannsóknar- samstarfi sem byggist á því neti sem áður er nefnt og uppbyggingu á öflugri rannsóknaraðstöðu. Til marks um þá miklu undirbún- ingsvinnu sem að baki skólanum liggur má nefna að nú þegar hafa verið undirritaðar samstarfsyfirlýs- ingar við tugi erlendra háskóla. Alþjóðlegt meistaranám Meginverkefni RES verður að bjóða eins árs alþjóðlegt meistara- nám í vistvænni orkunýtingu, sam- tals 45 einingar eða 90 einingar skv. Evrópustaðli (ECTS). Stefnt er að því að RES bjóði í ná- inni framtíð nám á öllum sviðum endurnýjanlegra orkugjafa, þar með talinn jarðvarmi, vatnsafl, vindorka, sjávarfallaorka, sólarorka, lífmassi og fleira, auk áherslu á efnarafala og þá sérstaklega á vetni sem orkubera. Meistaranámið verður rann- sóknatengt og alþjóðlegt. Öll kennsla og samskipti við nemendur fara fram á ensku og þannig verður unnt að bjóða námið erlendum nem- endum til jafns við íslenska. Þetta fyrirkomulag gefur mikla möguleika í tengslum við kennslu- og rann- sóknasamstarf við erlenda rann- sóknaháskóla og stofnanir, að sögn aðstandenda RES. Samhliða uppbyggingu námsins hafa forráðamenn RES markvisst byggt upp formlegt samstarfsnet, „RES-Net“ sem þeir kalla svo, með á þriðja tug háskóla í Evrópu og Am- eríku sem undirritað hafa samninga um samstarf við RES. Netinu er ætl- að að vera vettvangur fyrir samstarf á sviði menntunar og rannsókna auk þess að vera mikilvæg uppspretta tengsla fyrir eigendur RES. Markhópar RES Orkuskóla eru einkum þrír.  Íslendingar; „telja verður þennan hóp, þrátt fyrir aukinn áhuga, fremur fámennan. Hann er engu að síður afar mikilvægur,“ segir í tilkynningu frá RES.  Nemar sem koma inn í gegnum evrópskt menntanet á borð við Erasmus.  Nemendur sem greiða allan kostnað með öðrum hætti. Stærstur hluti kennarahópsins og annars starfsliðs skólans er alþjóð- legur. Einnig koma að skólanum prófessorar og kennarar er starfa við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og ÍSOR. Margvísleg þjón- usta verður samnýtt með Háskólan- um á Akureyri, s.s. rannsóknarými, bókasafn, kennslustjórnun og próf- taka. RES Orkuskólinn tekinn til starfa Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fullir orku Doktor Björn Gunnarsson, akademískur forstöðumaður skól- ans, kynnti væntanlega starfsemi skólans ítarlega á hátíðarsamkomunni. Von er á 150 milljóna króna framlagi úr Þróun-arsjóði EFTA vegna umsóknar fimm tæknihá-skóla í Póllandi um menntun pólskra verkfræð- inga í orkufræðum við RES Orkuskólann á Akureyri. Þetta var tilkynnt í gær og sömuleiðis ákvörðun rík- isstjórnarinnar um 60 milljóna króna stuðning við RES. Einkahlutafélagið Orkuvörður ehf. á og rekur hinn nýja skóla, en félagið hefur með stuðningi fyrirtækja og stofnana á borð við Vaxtarsamning Eyjafjarðar, Há- skólann á Akureyri og Háskóla Íslands unnið að stofn- un skólans. Alls mun stofnhlutafé Orkuvarða ehf. verða um 200 milljónir en hluthafar eru Þekkingarvörður ehf., RA- RIK, KEA, Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, Landsvirkjun, Norðurorka, Akureyrarkaupstaður og Landsbanki Íslands. „Fullyrða má að hér sé um að ræða eina af stærstu fjárfestingum einkaaðila í íslensku menntakerfi frá upphafi. Nú á næstunni verða hinir nýju hluthafar kall- aðir saman til að gera samþykktir fyrir Orkuvörður ehf. og kjósa félaginu stjórn. Þar munu þessir mik- ilvægu bakhjarlar sérhæfðs og alþjóðlegs meist- aranáms á Akureyri leggja línur til að hlúa sem best að þessum vaxtarsprota sem hér er kominn – til að vera,“ sagði Davíð Stefánsson, formaður stjórnar Orkuvarða ehf. á kynningarfundinum í gær. 150 milljónir að utan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.