Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Valdimar Lár-usson fæddist á
Efra-Vaðli á Barða-
strönd 28. janúar
1920. Valdimar lést
að morgni 1. maí á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Hvamms-
tanga. Foreldrar
hans voru Jónína
Valgerður Engil-
bertsdóttir, f. 12.
janúar 1875, d. 9.
febrúar 1926, og
Lárus Mikael Stef-
ánsson, f. 22. sept-
ember 1871, d. 13. apríl 1930.
Valdimar var yngstur 14 systk-
ina, hin voru: Gísli Hjörtur, Krist-
jóna, Valgerður Guðrún, Stefán
Benjamín, Kristinn Janus, Hall-
dóra, Lára Salóme, Aðalheiður
Jenný, María Þórlaug, Svava, Jó-
hanna, Anna, öll látin, og Gústaf
Lárusson f. 1917. Valdimar missti
móður sína 6 ára að aldri og ólst
upp hjá föður sínum og systrum
til 10 ára aldurs en þá lést faðir
hans og var hann hjá systrum
Geir Óskarsson. Og stúlka, fædd
23. júní 1936, lést ung og óskírð.
Valdimar og Kristrún eiga eina
dóttur, Sigrúnu Björk Valdimars-
dóttur, f. 16. október 1955, gift
Víglundi Gunnþórssyni, f. 17. jan-
úar 1957. Þeirra börn eru Hrafn-
hildur Ýr Víglundsdóttir, f.
16.ágúst 1979, maki Haraldur
Birgir Þorkelsson; Vilmar Þór
Víglundsson f. 1. júlí 1984, maki
Anna Nordberg, og Kristinn Rún-
ar Víglundsson, f. 26. október
1988.
Valdimar vann ýmiss konar
störf sem ungur maður, hann út-
skrifaðist frá leiklistarskóla
Ævars Kvaran og var í fyrsta út-
skriftarárgangi. Hann starfaði
sem leikari við Leikfélag Reykja-
víkur, Þjóðleikhúsið og við Ríkis-
útvarpið, auk þess sem hann
vann með ýmsum leikhópum.
Árið 1967 réðst Valdimar sem
lögreglumaður til Bæjarfógetans
í Kópavogi og starfaði þar uns
hann lét af störfum sökum ald-
urs.
Valdimar verður jarðsunginn
frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13. Jarð-
sett verður í Kópavogskirkju-
garði.
sínum til 13 ára ald-
urs að hann fór í
kaupavinnu að
Króktúni í Land-
sveit, til þeirra Vil-
hjálms Ólafssonar
og Margrétar Þór-
arinsdóttur, en þar
ílentist hann til 1938
er hann fluttist til
Reykjavíkur.
Valdimar kvænt-
ist, 16. nóvember
1942, Kristrúnu
Jónsdóttur, f. á Sel-
koti í Þingvallasveit
29. ágúst 1922 , foreldrar Jón
Bjarnason, f. í Reykjavík 8. októ-
ber 1888, d. 21. október 1976, og
Guðrún Einarsdóttir, f. á Núpi í
Dýrafirði 10. október 1894, d. 26.
september 1951. Systur Krist-
rúnar eru Guðný, f. 20.desember
1919, d. 9.mars 1985, Valgerður,
f. 15. nóvember 1924, d. 16. júní
2006, maki Guðmundur V. Guð-
mundsson, látinn, Bjarney, f. 16.
maí 1927, maki Einar Elíasson,
Bjarndís, f. 24. janúar 1934, maki
Elsku Valdi afi, mikið er erfitt að
kveðja þig. Þú skipaðir svo stórt
sæti í hjörtum okkar allra og við
söknum þín svo mikið. Það voru
mikil forréttindi að eiga þig sem afa
því ljúfari og yndislegri mann er
erfitt að finna.
Þú varst alltaf tilbúinn til að
spjalla við okkur um allt sem okkur
lá á hjarta. Þú mundir ótrúlegustu
hluti, heilu romsurnar í gömlum
leikritum, sögum og ljóðum sem þú
vitnaðir óspart í okkur til mikillar
skemmtunar. Með þér var alltaf
stutt í hláturinn.
Ljóðin þín voru falleg og þykir
okkur sérstaklega vænt um afmæl-
isljóðin sem leyndust í afmæliskort-
unum okkar hvert ár.
Myndavélin þín var aldrei langt
undan og eftir þig liggja albúm í
tugatali af okkur systkinunum, stór-
fjölskyldunni og úr hinum mörgu
ferðalögum sem þú og amma fóruð í
með vinum og vandamönnum.
Þú varst mikill veiðimaður og það
var fastur liður að heimsækja þig og
Njörð frænda á veiðisvæðin í Víði-
dalsá á hverju sumri. Við gleymum
aldrei svipnum á þér þegar þú
komst heim eftir veiði einn daginn
með 16 punda lax í farteskinu. Það
sem þú varst stoltur af veiðinni,
enda stærsti fiskur sem þú fékkst á
þínum veiðimannsferli.
Pólitík var þér alltaf hugleikin og
alþingiskosningarnar í vor voru þér
ofarlega í huga. Mestan áhuga hafð-
ir þú á fréttum af fylgi Vinstri
grænna í skoðanakönnunum enda
harður stuðningsmaður þeirra og
hlakkaðir mikið til að greiða þeim
atkvæði þitt í vor. Þó svo að þú
komist ekki í kjörklefann í þetta
skiptið erum við systkinin handviss
um að þú hafir einhver ráð með að
fá þitt fram samt sem áður.
Elsku afi. Þú hafðir einstakt lag á
að láta hverri manneskju finnast
sem hún væri sérstök. Þú varst allt-
af svo óumræðanlega stoltur af
mömmu, pabba og okkur systkinun-
um og studdir okkur í öllu því sem
við tókum okkur fyrir hendur. Þú
áttir svo mikið af ást og væntum-
þykju sem svo margir fengu að
njóta. Á sjúkrahúsinu vildir þú hafa
mynd af fólkinu þínu hjá þér. Sér-
stakan heiðursess fengu Koffi litli í
Togo, sem án efa átti besta stuðn-
ingsafa í heimi, en myndina af hon-
um og Nirði frænda hafðir þú á
náttborðinu þínu á sjúkrahúsinu og
skoðaðir hana oft á dag.
Það var okkur svo dýrmætt að fá
að hafa þig hjá okkur svona lengi.
Þó svo að sorgin sé djúp og miss-
irinn sár gleðjumst við yfir því að
þú hefur fengið hvíldina, enda orð-
inn þreyttur og lúinn þessa síðustu
mánuði. Við kveðjum þig með
kvöldbæninni þinni:
Veit, Drottinn, þreyttum þráða hvíld í nótt,
þerraðu tár er margra væta hvarma
Gefðu þeim styrk þinn svo þeir sofi rótt,
sefaðu tregans mál og þungu harma.
(Valdimar Lárusson)
Hvíldu í friði afi, við elskum þig.
Þín afabörn
Hrafnhildur, Vilmar og
Kristinn.
„En í kvöld lýkur vetri / sérhvers
vinnandi manns“ segir í Maístjörnu
Halldórs Laxness, og að morgni 1.
maí kvaddi þennan heim Valdimar
Lárusson, leikari og lögregluvarð-
stjóri, móðurbróðir minn og ævivin-
ur.
Þar er genginn drengur góður.
Árangur lífs hans verður ekki talinn
í peningaseðlum enda sóttist hann
ekki eftir veraldarauði. Fremur leit-
aði hann eftir þroska og sannleika.
Engan mann hef ég þekkt fjær því
að vilja gera nokkuð á hlut nokkurs
manns. Má því heimfæra upp á
hann þau orð Laxness, að sannleik-
ann finni menn ekki í bókum, ekki
einu sinni í góðum bókum, heldur
hjá fólki með gott hjartalag. Góðvild
er það orð sem kemur mér í hug
þegar ég hugsa til frænda míns.
Góðvild og hjartahlýja. Ungur fá-
tækur námsmaður átti ég víst at-
hvarf hjá þeim Valda og Dúnu, og
fæ seint þakkað. Svo var einnig um
bróður minn Hallgrím Pétur.
Valdimar var yngstur 14 systkina
og missti foreldra sína ungur. Móð-
ur sína missti hann sex ára og föður
sinn 10 ára. Ég held að móðurmiss-
irinn hafi mótað líf hans meira en
flest annað. Raunar grunar mig að
hann hafi tæpast nokkurn tíma jafn-
að sig á þeirri sáru kvöl, og í ein-
hverjum skilningi hafi hann sífellt
leitað að öryggisfaðmi móðurinnar.
Því var gæfa hans að eignast Krist-
rúnu Jónsdóttur, Dúnu, að lífsföru-
naut, og síðar dótturina Sigrúnu, á
miðjum aldri. Þær voru gleði hans
og hamingja, og Dúna var honum
svo góð eiginkona, að jaðrar við að
hún hafi verið of góð.
Ég átti vináttu frænda míns frá
barnæsku, og skipti aldursmunur
engu, enda áttum við margt sameig-
inlegt og vorum ærið oft samferða,
bæði í gamni og alvöru. Við spil-
uðum saman bridds, svona hæfilega
illa. Við veiddum saman lax og sil-
ung, og áttum margar gleðistundir
á bökkum Víðidalsár, eftir að Sig-
rún fluttist þangað norður. Við
hnoðuðum saman vísur, enda var
Valdi mikill hagyrðingur. Við höfð-
um báðir mikinn áhuga á bók-
menntum, einkum ljóðlist.Við trúð-
um báðir á mannúð
jafnaðarstefnunnar. Við störfuðum
áratugum saman í Alþjóða Sam-Frí-
múrarareglunni Le Droit Humain.
Og Valdimar gekk til liðs við hug-
sjónafélagið SPES barnahjálp, þeg-
ar hann tók að sér ásamt konu og
dóttur að ala önn fyrir Koffi litla,
munaðarlausum dreng í Tógó.
Og nú er hann horfinn og skilur
eftir tóm í dag, en lifir í ótal minn-
ingum. Hann var orðinn þreyttur af
erfiðum sjúkdómi, og því reiðubúinn
að gefa sig á vald hins skapandi
máttar alheimsins. Valdimar var
ekki bara hagyrðingur, hann var
líka skáld. Og eins og kemur fyrir
skáld, þá er eins og hann hafi átt
innsæi til að sjá fyrir endalok sín.
Það kom fram í kvæði hans Að
kvöldi:
Þá lokast hljóðlaust örþreytt augu mín,
inn á draumsins lendur hverf ég brátt,
hvar við mér blasir birta sem ei dvín,
birta, sem að dreifist vítt og hátt,
birta sem að gefur mörgum mátt,
og mörgum veitir æðri og nýrri sýn.
Það er sárt að kveðja þig, bróðir
og vinur. Farðu vel. Verði heimferð
þín góð.
Dúnu og Sigrúnu og fjölskyldunni
sendi ég hugheilar samúðarkveðjur.
Njörður P. Njarðvík.
Í dag er til moldar borinn frá
Kópavogskirkju móðurbróðir minn,
Valdimar Lárusson, fyrrv. lögreglu-
varðstjóri og leikari. Hann var
yngstur fjórtán barna þeirra Jónínu
Valgerðar Engilbertsdóttur (1875-
1926) og Lárusar Mikaels Stefáns-
sonar bónda (1871-1930), sem
bjuggu á nokkrum stöðum á Barða-
strönd, en Jónína Valgerður var
ættuð frá Melgraseyri við Ísafjarð-
ardjúp.
Svo þröng voru lengst af kjör
þeirra hjóna, að þau neyddust til að
koma eldri börnunum í fóstur um
lengri eða skemmri tíma hjá sóma-
fólki á Barðaströnd og Breiðafjarð-
areyjum. Samt náðu flest systkinin
háum aldri, og er eitt þeirra enn á
lífi, Gústaf Adolf (f. 1917).
Í frumbernsku var Valdimar hjá
foreldrum sínum fyrir vestan, en
eftir lát móðurinnar kom hann með
föður sínum til Reykjavíkur. Fundu
þeir feðgar skjól hjá dætrum Lár-
usar, Aðalheiði móður minni og
Halldóru. Valdimar var tíu ára þeg-
ar faðir hans féll frá, og mun honum
skömmu síðar hafa verið komið fyr-
ir hjá góðu fólki í sveit.
Kynni mín af Valda frænda voru
svipul tímann sem hann dvaldist hjá
okkur upp úr 1930 á býlinu Lauga-
læk við Kleppsveg. Ég kynntist
honum ekki að ráði fyrr en allmörg-
um árum síðar, þegar hann heim-
sótti okkur unglingur að Kirkju-
landi við Laugarnesveg. Hann var
þannig skapi farinn að börn löð-
uðust ósjálfrátt að honum, fjörmikill
og léttur í lund, opinskár og ræðinn,
einstaklega hlýr í viðmóti. Ekki
spillti fyrir að hann lék ljómandi vel
á munnhörpu og flutti þannig tónlist
inn á tónvana heimilið. Hann átti
líka til að bregða á leik, taka á sig
framandi gervi og leika skrýtnar
persónur ungviðinu til upplyftingar
í fásinni kreppuáranna.
Við Valdimar kynntumst ekki ná-
ið fyrr en á fullorðinsárum. Þá var
hann farinn að leika á sviði og í
fyrstu innlendu kvikmyndunum. Þó
að leiklistin ætti sterk ítök í honum,
gat hann ekki framfleytt sér og sín-
um á henni og afréð að leggja fyrir
sig löggæslu. Lauk hann námi í
Lögregluskólanum árið 1969 og
starfaði hjá Kópavogslögreglunni á
árunum 1967 til 1990. Hann var í
fyrsta útskriftarhópi Leiklistar-
skóla Ævars R. Kvarans og mennt-
aði sig einnig í leiklist í Þjóðleik-
hússkólanum. Lék hann í Iðnó og
Þjóðleikhúsinu jafnframt því sem
hann leikstýrði og lék í verkum með
frjálsum leikhópum í Ríkisútvarp-
inu.
Valdimar var hagmæltur í besta
lagi og óspar á snjallar og hnyttnar
vísur sem oftlega birtust í blöðum,
til dæmis í sambandi við útvarps-
þáttinn „Orð skulu standa“ sem
frændi okkar, Karl Th. Birgisson,
hefur veg og vanda af. Hann gaf
ennfremur út þrjár ljóðabækur sem
fróðlegt er að blaða í: Rjálað við rím
og stuðla, 1990, Laust og bundið,
1993 og Tært drýpur vatnið, 1997.
Samfundir okkar frænda urðu
strjálir á seinni árum, en ævinlega
var hressandi og upplyftandi að
eiga við hann orðastað og deila með
honum áhugamálum.
Sár harmur er kveðinn að ekkj-
unni, Kristrúnu Jónsdóttur, og
einkadótturinni Sigrúnu Björk sem
býr á Dæli í Vestur-Húnavatnssýslu
ásamt manni sínum, Víglundi Gunn-
þórssyni. Barnabörn Valdimars eru
þrjú. Sendi ég ekkju Valdimars og
aðstandendum mínar hjartanleg-
ustu samúðarkveðjur. Góðan dreng
er gott að muna og hugga sig við að
hvíldin var honum vísast kærkomin.
Sigurður A. Magnússon.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast vinar míns, Valdimars
Lárussonar leikara og fyrrverandi
lögregluþjóns, sem jarðsunginn
verður frá Kópavogskirkju 10. maí.
Það er nú á þriðja tug ára síðan ég
kynntist þeim hjónum, Valdimar og
konu hans Kristrúnu Jónsdóttur,
vegna tengsla dóttur þeirra Sigrún-
ar í Dæli í Víðidal og sonar míns
Víglundar í Dæli. Það tók ekki lang-
an tíma að kynnast þeim hjónum,
þau koma til dyranna eins og þau
eru klædd og eru bæði mannblendin
og félagslynd og gera sér engan
mannamun. Við Valdimar erum
búnir að stunda það hátt á annan
áratug að kveðast á og er það orðið
býsna mikið safn. Þetta hefir gefið
okkur margar ánægjustundir og
styrkt okkar góðu og ágætu kynni.
Það er auðvitað með söknuði sem ég
kveð nú þennan góða dreng, en þar
á móti koma allar góðu minning-
arnar og bjarminn af því bjarta ljósi
sem lýsir okkur leiðina heim. Mig
langar að setja hérna örlítið sýn-
ishorn af kveðskap okkar Valdi-
mars:
GG: Ef þú fátt hér átt og smátt,
ert í sátt við góðan hátt.
VL: Þá er kátt og kveðið dátt,
kallað þrátt á andans mátt.
VL: Gott er ekki en, gaman samt,
í glímu ljóðs að keppa.
GG: Fjaðralaus og flýg því skammt,
flyt svo orðaleppa!
GG: Víst það felst með vöskum halnum,
varpa helsi, leika, þrá!
VL: Vil ég helst í Víðidalnum
vorsins frelsi notið fá.
Við kveðjumst nú að sinni kæri
vinur Valdimar. Ég vil svo votta
Kristrúnu, fjölskyldunni í Dæli og
öllum vinum og vandamönnum
þeirra innilega samúð við andlát
þessa góða drengs og mæta vinar
okkar. Í Guðs friði.
Gunnþór Guðmundsson.
Á lífsins braut eru margir við-
komustaðir. Hugðarefnin eru marg-
vísleg og það var líkt á með okkur
Valdimar, að við kusum okkur lík
viðfangsefni í lífinu. Það er hægt að
skrifa heila ritgerð hér um líf Valdi-
mars, en á sjöunda áratug síðustu
aldar lágu leiðir okkar saman þar
sem leiklistargyðjan var í fyrirrúmi.
Við unnum saman á sviði Þjóðleik-
hússins í nokkur ár á síðari hluta
síðustu aldar og könnuðust allir þá
við leikararann Valdimar og tóku
eftir upplestrum hans í útvarpinu,
m.a. Kapitólu. Við unnum saman á
vegum Garðaleikhússins og Nafn-
lausa leikhópsins í Kópavogi. Þá
kusum við okkur löggæslu sem
hugðarefni á síðari árum og lágu
leiðir okkar einnig saman þar. Við
gátum rætt ýmis mál, er aðra varð-
aði ekki og þannig myndaðist mikið
traust á milli okkar. Þá unnum við
saman á kvæðakvöldum í Kópavogi,
er hann las úr verkum sínum, því
hann var skáld. Það þarf ekki að tí-
unda hæfni Valdimars til verka, því
hann var traustur maður þegar á
þurfti að halda. Ég kveð Valdimar
með hans lokaorðum í kvæðinu
„Kveðja“ úr ljóðabók hans „Tært
drýpur vatnið“ og votta aðstand-
endum samúð mína.
Þú komst til þess að kveðja,
kveðja í hinsta sinn.
Kveðjan þín geymist en gleymist ei,
glóbjarti drengurinn!
Þórir Steingrímsson.
Komið er að leiðarlokum Valdi-
mars Lárussonar og tími til að
kveðja góðan vin hinstu kveðju.
Valdimar Lárusson
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
MAGNÚS ÓLI GUÐBJARGARSON,
Hólmasundi 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
11. maí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag ein-
stakra barna í síma 568 2661 og Barnaspítalasjóð
Hringsins, sími 543 3724.
Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristján Már Hauksson,
Birta Ósk Kristjánsdóttir,
Sigrún Lilja Kristjánsdóttir,
Haukur Jarl Kristjánsson.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORBJÖRN JÓNSSON
frá Grjótá,
Fljótshlíð,
verður jarðsunginn frá Hlíðarendakirkju í Fljóts-
hlíð laugardaginn 12. maí kl. 14.00.
Ágúst Þorbjörnsson,
Arnar Þorbjörnsson, Margrét Jónsdóttir,
Ásdís Þorbjörnsdóttir,
Ásrún Þorbjörnsdóttir,
Ásta Þorbjörnsdóttir,
barnabörn og langafabarn.