Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 37 Á undanförnum vik- um hefur mátt heyra í málflutningi Samfylk- ingar og Vinstri grænna að: Góðærið og kaup- máttaraukning síðustu ára sé beinlínis til vand- ræða svo að úrræða sé þörf. Þeirra úrræði eru „Það þarf að kæla hag- kerfið“ eins og það er fram sett hjá þeim báð- um. Ekki get ég sagt að ég hafi kippt mér upp við svona frasa enda séð þá marga frá stjórn- málamönnum á liðnum áratugum. Þá fyrst brá mér þó þegar ég sá grein eftir Gylfa Arnbjörnsson, framkvæmdastjóra ASÍ, fyrir nokkru þar sem hann var farinn að syngja sama sönginn. Varð mér þá hugsað til þess hversu oft vinnuveit- endur og launþegar hafa á und- anförnum áratugum tekið höndum saman til að efla og örva hagvöxt á Íslandi og tekist sam- starf við stjórnvöld á hverjum tíma. Öðruvísi mér áður brá, varð mér á orði. Hvað kemur til að framkvæmdastjóri ASÍ er farinn að heimta samdrátt og atvinnuleysi. Atvinnuleysi Á mannamáli er krafan um kælingu hagkerfisins ekkert annað en krafa um samdrátt og atvinnu- leysi. Því þykir mér nauðsynlegt að öll þrjú; Gylfi, Ingibjörg Sólrún og Steingrímur Joð, svari því afdrátt- arlaust nú fyrir kosn- ingar hversu mikil kælingin þarf að vera. Hversu mikið at- vinnuleysi er hæfilegt að þeirra mati ? Eru það 10.000 eða 15.000 atvinnuleysingjar? sem þau vilja koma á bætur til að kælingin verði næg. Hvað þarf kælingin að vera mikil? Hversu mikið atvinnuleysi er hæfi- legt, spyr Víglundur Þorsteinsson Víglundur Þorsteinsson » Á mannamálier krafan um kælingu hagkerfisins ekkert annað en krafa um samdrátt og atvinnuleysi. Höfundur er stjórnarformaður BM Vallár ehf. Í LEIÐARA Morgunblaðsins í gær er efnahagsstefnunni, sem kynnt var á vegum Samfylkingar- innar fyrir nokkrum vikum, lýst svo að hún sé „augljóslega samdráttarstefna og á að þjóna þeim tilgangi að bremsa af þann mikla hagvöxt, sem verið hefur í landinu“. Þessi lýsing er afar mis- vísandi svo ekki sé meira sagt, eins og hver sá sem kynnir sér ritið „Jafnvægi og framfarir – ábyrg efnahagsstefna“, sem til er vitnað í leiðaranum, getur sannreynt. Ef lýsa ætti efnahagsstefnunni sem þar er kynnt í ámóta mörgum orð- um og notuð voru í því skyni í leið- ara Morgunblaðsins, væri réttvís- andi að lýsa henni svo að hún sé „augljóslega jafnvægisstefna og á að þjóna þeim tilgangi að forðast kollsteypur og tryggja sjálf- bæran, varanlegan hagvöxt í landinu“. Jón Sigurðsson Jafnvægi og framfarir – ábyrg efnahagsstefna Höfundur er fyrrverandi banka- stjóri Norræna fjárfestingarbank- ans, seðlabankastjóri og ráðherra. ALLTOF oft vill það brenna við að mál- efni minnihlutahópa séu ofarlega í huga stjórnmálamanna og almennings í nokkrar vikur fyrir alþingis- eða sveitarstjórn- arkosningar. Við hjá Búsetu- og stuðnings- þjónustu fyrir geðfatl- aða hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar viljum ýta undir um- ræður um málefni geð- fatlaðra ekki síður eft- ir kosningar. Í tilefni þess stöndum við fyrir áhugaverðum leik sem nefn- ist ,,geggjuð góð kaka: góður biti gegn fordómum“. Markmið þessa leiks er að opna augu og hug almenn- ings fyrir málefnum geðfatlaðra og ekki síður að skapa geðfötluðum hlut- verk með því að gefa af sér til ykkar. Allir á Stór-Reykja- víkursvæðinu geta með þessu móti tekið þátt í því að opna umræður um málefni geðfatlaðra á vinnustað sínum og um leið boðið starfsfélögum upp á geggjað góða köku. Kynntu þér hvern- ig leikurinn fer fram á heimasíðu Reykjavík- urborgar, Reykjavík.is Leikurinn hófst 2. maí og stendur yfir út maí. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri, sem er einn af helstu stuðnings- mönnum þessa leiks, var ánægður þegar hann fékk fyrstu kökuna. Vertu með í því að opna samfélagið fyrir alla, ekki láta þitt eftir liggja að vinna gegn fordómum. Tölum um málefni geðfatlaðra allt árið Jóna Rut Guð- mundsdóttir vill auka vitund al- mennings um mál- efni geðfatlaðra Jóna Rut Guðmundsdóttir » Geggjuð góðkaka: Góður biti gegn for- dómum Höfundur er forstöðumaður Búsetu- og stuðningsþjónustu á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar ÞAÐ hefur mikið verið rætt um íbúalýðræði í tengslum við svokallaða álverskosningu í Hafnarfirði. Talað er um gildi þess að íbúarnir fái að kjósa um stærri mál og að góð þátttaka gefi skýrt til kynna að íbú- arnir kunni að meta þetta fyrirkomulag. Íbúum Hafn- arfjarðar var gefinn kostur á að kjósa um deiliskipulag sem varð- aði stækkun fyrirtækis í bænum, Alcan, á lóð sem Hafnarfjarðarbær hafði þegar selt fyr- irtækinu á 300 millj- ónir. Undirbúnings- vinna Alcan hefur staðið yfir í nokkur ár í samstarfi við bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði. Samningur Alcan, Landsnets og Hafnarfjarðarbæjar um kostn- aðarskiptingu vegna lagningar há- spennulína í jörð gerði ráð fyrir því að Alcan greiddi þær 800 milljónir króna sem verkið kostar. Svæðið allt í kring- um álverið hefur verið skipulagt sem iðnaðarsvæði og hefur byggst upp sem slíkt á undanförnum árum með fjölda fyrirtækja og fleiri fyrirtæki munu flytja starfsemi sína á þetta svæði í náinni framtíð. Sem íbúa í Hafnarfirði, hefur um- ræðan um álverskosninguna og íbúa- lýðræðið ekki farið fram hjá mér. Það kusu ekki allir um deiliskipulag. Fólk kaus vegna mengunarhættu sem sögð var stafa af álverinu, vegna sjón- mengunar, vegna virkjanamála og svo mætti lengi telja, þannig að það er ekki undarlegt að góð mæting hafi verið á kjörstaðinn. Það er síðan álitamál hvort niðurstaðan gefi til kynna afstöðu fólksins til deiliskipu- lagsins sem kosið var um. Meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar er a.m.k. ánægður með að lýð- ræðið sigraði, lýðræðið sem boðið var upp á vegna afstöðuleysis hans og ákvörð- unarfælni. Lýðræðið, sem formaður Samfylk- ingarinnar ætlaði að virða að vettugi ef nið- urstaðan hentaði ekki. Svar óskast Það sem vekur furðu mína eftir allt fjaðrafok- ið í kringum þetta mál er, að bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði hafa hvorki verið innt eftir því hvað þessi kosning kost- aði Hafnarfjarðarbæ, né hafa bæj- aryfirvöld séð ástæðu til að tala um þann kostnað þegar þau tala um sigur lýðræðisins. Því óska ég eftir því við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að þau geri mér og öðrum íbúum bæjarins grein fyrir því hvað kosningin kost- aði. Í því samhengi má síðan velta fyrir sér hvar draga eigi línuna, hvort hægt sé að vera með íbúakosningu einu sinni á ári, fjórum sinnum eða annað hvert ár. Það væri ekki síður fróðlegt að fá svör við því hver óbeinn kostnaður vegna þessa máls er og verður fyrir íbúa Hafnarfjarðar. Endurgreiðir Hafnarfjarðarbær Alcan lóðina? Mun Hafnarfjarðarbær alfarið sjá um að háspennulínur í kringum íbúasvæði verði lagðar í jörðu og hvað kostar það? Á Hafnarfjarðarbær fyrir öllum loforðunum, hver borgar? Hver var áætlaður tekjuauki Hafnarfjarð- arbæjar ef af stækkun yrði, beinn og óbeinn? Hvernig stendur Hafn- arfjarðarbær sig rekstrarlega séð? Samkvæmt Vísbendingu, tímariti um viðskipti og efnahagsmál sem fjallaði um fjármál sveitarfélaga, þá eru fimm sveitarfélög í Suðvest- urkjördæmi í sex efstu sætunum þeg- ar gefin var einkunn fyrir frammi- stöðu, þ.e. Garðabær, Seltjarnarnes, Kópavogur, Álftanes og Mosfellsbær. Hafnarfjörður er í 23. sæti. Tilviljun? Hverjir stýra málum þessara sveitar- félaga? Hvað kostaði íbúakosningin? Halldóra Björk Jónsdóttir vill fá að vita hvað álverskosningin í Hafnarfirði kostaði Halldóra Björk Jónsdóttir » Það væri ekki síðurfróðlegt að fá svör við því hver óbeinn kostnaður vegna þessa máls er og verður fyrir íbúa Hafnarfjarðar. Höfundur er húsmóðir og íbúi í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.