Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 126. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is EVRÓVISJÓN VÍÐA ER KOMIÐ VIÐ OG MÁLIN SKOÐUÐ Í AUKABLAÐI Í DAG UM KEPPNINA ÞÆR EIGA ALLAR EITT SAMEIGINLEGT RAUÐA HÁRIÐ Í ÚTRÝMINGARHÆTTU? >> 24 FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík verður sett í dag. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 1970, en helsti hvatamaður að stofnun henn- ar var rússneski píanóleikarinn og hljómsveitar- stjórinn Vladimir Ashkenazy. Frá 2004 hefur hátíð- in verið haldin ár- lega. Áhrif Ashk- enazys voru gríðarmikil á fyrstu árum há- tíðarinnar og fyrir hans tilstilli komu hingað heimsfrægir listamenn eins og Daniel Barenboim, Itzhak Perl- man, Yehudi Menuhin, André Prévin og Jacqueline du Pré. Með heim- sóknum þessa fólks öðlaðist Listahá- tíð í Reykjavík virðingu og alþjóð- lega viðurkenningu strax í upphafi. Æ síðan hafa mestu listamenn heims verið í röðum gesta hennar; en ís- lenskri listsköpun hefur ávallt verið gert hátt undir höfði líka. Í viðtali við Morgunblaðið árið 1996 sagði Ashkenazy: „Listahátíð í Reykjavík er mér kær og ég er afar ánægður með það hvernig hún hefur þróast í gegnum tíðina. Hún er orðin að stofnun og stendur nú styrkum fótum. Sjálfur hef ég alltaf reynt eft- ir föngum að leggja hönd á plóginn.“ Árið 2000 var rekstrarformi Listahá- tíðar breytt og í fyrsta sinn ráðinn listrænn stjórnandi í fast starf, Þór- unn Sigurðardóttir. Hrefna Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, segir að hátíðin í ár verði sú stærsta að um- fangi og líklega verði slegið aðsókn- armet. Erfitt sé jafnan að gera sér grein fyrir heildarfjölda gesta þar sem margir viðburðir séu ókeypis, en hátíðin hafi vaxið jafnt og þétt. Stefnir í aðsókn- armet Vladimir Ashkenazy Listahátíð í Reykja- vík hefst í dag ÚTSKRIFTARSÝNING Listahá- skóla Íslands verður opnuð í kart- öflugeymslunum í Ártúnsbrekku á laugardaginn. Útskriftarnemarnir vildu tryggja að innkeyrslan að kartöflugeymslunum færi ekki framhjá neinum og reistu því hálf- gerðan sigurboga úr ónýtum bílum yfir veginn. | 54 Morgunblaðið/RAX Sigurboginn í Reykjavík TALIÐ er að verðmæti eigna íslenskra fyrirtækja og fjárfesta í Finnlandi sé rúmir 300 milljarðar króna. Stærstu eignirnar eru hlutir Exista í fjármálafyrirtæk- inu Sampo, hlutir Novators í farsímafyrirtækinu Elisu og eign FL Group og fleiri íslenskra fjárfesta í flugfélaginu Finnair. Eru verðmæti í þessum skráðu félögum metin á um 216 milljarða króna. En þá er ekki allt upptalið. Samkvæmt nýlegri samantekt finnska viðskiptatíma- ritsins Talouselämä eru eignir Íslendinga í óskráðum fé- lögum í Finnlandi metin á hátt í 100 milljarða króna. Einna stærst mun þar vera eign Glitnis í finnska fjár- málafyrirtækinu FIM Group. Þá eru í tímaritinu nefndar eignir sem lítið hefur heyrst af hér á landi, m.a. hlutir Kaupþings banka í kælifyrirtækinu Huurre Group og kranaleigufyrirtækinu Havator Group. Segir tímaritið að allt síðasta ár hafi íslenskir fjárfestar verið á fullu í því að kaupa finnsk fyrirtæki, enda er fyrirsögn greinarinnar: „Þeir eru að kaupa Finnland.“ Greint er frá kaupum á ferðaskrifstofum, skipafélagi, hinu finnska Pizza Hut og áformum Björgólfs Thors Björgólfssonar um fasteigna- kaup í Finnlandi. Ekki kemur á óvart að vegna aukinna umsvifa Íslend- inga í finnsku atvinnulífi stendur til að stofna finnsk- íslenskt viðskiptaráð. Ekki aðeins hafa viðskipti ís- lenskra fjárfesta í Finnlandi aukist heldur hefur fyrir- spurnum þaðan um íslenskt atvinnulíf einnig fjölgað. Stofnfundur viðskiptaráðsins verður í Helsinki 20. júní næstkomandi. | Viðskipti Íslenskar eignir í Finnlandi metnar á 300 milljarða króna Á FJÖLMENNU Miðborgarþingi sem haldið var um uppbyggingu á horni Lækjargötu og Austurstrætis í kjölfar stórbrunans 18. apríl sl. komu fram margvíslegar hugmynd- ir. Meðal annars sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans, að bruninn hefði skapað nýjar aðstæður. Hann sagði að eyðing fæli í sér nýtt upphaf. „Því er komin fram fullgóð ástæða til að skoða hvort bruninn gefi tæki- færi til að ná fram áhugaverðri heildarmynd sem þjóna mun mið- bænum til framtíðar,“ sagði Björg- ólfur og vísaði til mikillar uppbygg- ingar í kringum svæðið. Hann birti jafnframt niðurstöður úr könnun Capacent Gallup um viðhorf al- mennings til miðborgarinnar en þar kemur fram að aðeins 6,7% telja hana vera miðstöð verslunar og þjónustu og um 78% eru á þeirri skoðun að efla þurfi þessa þætti miðborgarinnar. | 2 „Eyðing er upphaf“ SAMFYLKING og Vinstri grænir hafa nálgast í áherslum undanfarið að mati Steingríms J. Sig- fússonar, formanns VG, en í kosningaþætti Stöðv- ar 2 í gærkvöldi var hann spurður hvort útilokað væri að flokkarnir tveir gætu náð saman. Sagði hann að friðsamlegra hefði verið á milli flokkanna hvað varðaði áherslur í félagsmálum og öðrum slíkum málefnum. „Samfylkingin er vissulega að sækja dálítið inn í okkar málaflokka núna og við vildum gjarnan sjá að þau væru duglegri við að reyna að herja á hina hliðina og ná fylgi frá hægri. En gott og vel, við ætlum ekki að standa í neinum átökum. Við erum samherjar í því að fella þessa ríkisstjórn og von- andi leiðir það til farsæls samstarfs.“ Ekki á að lofa neinum lækkunum Geir H. Haarde forsætisráðherra sagðist í þætt- inum tilbúinn að taka þátt í því að endurskoða eft- irlaunalög þingmanna og ráðherra í samstarfi við alla flokka. Tók hann það fram að þegar lögin voru samþykkt var frumvarpið flutt af öllum flokkum á Alþingi. Frumvarpið var hins vegar mikið gagn- rýnt utan og innan þings. „Það sem þarna var um að tefla og kannski stingur í augu er það að einstaka menn geta verið á eftirlaunum jafnhliða því sem þeir eru á launum frá hinu opinbera. Þó að það sé reyndar almenn regla að menn geti gert það þá er það kannski ekki viðeigandi um þennan hóp manna,“ sagði Geir. Í sama þætti sagðist Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinnar, telja að ekki ætti að lofa neinum skattalækkunum núna. „Ef það verður svigrúm á kjörtímabilinu eigum við að fara fyrst og fremst í að hækka skattleysismörk- in.“ Hvað varðar verðtryggingu inn- og útlána sagði Ingibjörg að ekki væru forsendur til þess að af- nema verðtryggingu við þær aðstæður sem væru núna. „Það er líka engin ástæða til að banna hana, en fólk á að hafa val um hvort það vill taka verð- tryggingu eða vexti. En til þess að það sé raun- verulegt val þarf náttúrlega að ná niður vöxtunum í samfélaginu,“ sagði Ingibjörg. Samfylking og VG sam- herjar í að fella stjórnina Geir H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steingrímur J. Sigfússon Veldu virkni Nýjung Fitusnauðasta jógúrtin á markaðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.