Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SNÖGG uppsveifla Framsóknar- flokksins er það sem helst einkennir niðurstöður síðustu könnunar Capa- cent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið á fylgi flokkanna á landsvísu. Gangi könnunin, sem gerð var dagana 7.–8. maí, eftir fær Framsókn níu þingsæti en er nú með 12. Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð tapa öll fylgi, Frjálslyndir og Ís- landshreyfingin bæta við sig. Sjálfstæðisflokkurinn fær 24 þing- menn, Samfylkingin 17, VG 9 og Frjálslyndir fjóra. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir eru því með öruggan meirihluta á ný, samanlagt 33 sæti af 63. Framsókn- armenn og VG þyrftu að bæta mjög litlu við sig til að fella 17. þingmann Samfylkingarinnar. Sviptingarnar á fylgi Framsókn- arflokksins eru svo miklar síðustu dagana að rétt er að velta fyrir sér hvort um sé að ræða skekkjur í mæl- ingunni. Fyrir fáeinum dögum mældist flokkurinn með 7,6% en nú með 14,6%, er skyndilega á sama róli og VG. Framsókn heldur betur í gamla fylgið en áður Næsta könnun ætti að sýna með meiri vissu hvort um raunverulega sveiflu sé að ræða. Þess má geta að vikmörk í könnuninni eru 3,9% hjá Sjálfstæðisflokknum, 3,5% hjá Sam- fylkingunni, 2,9% hjá Framsókn og VG, 2,0% hjá Frjálslyndum og 1,5% hjá Íslandshreyfingunni. Athyglisvert er að í þetta sinn segjast 67,3% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í þingkosning- unum 2003 ætla að kjósa hann aftur. Þetta hlutfall hefur hækkað veru- lega síðustu dagana, þess má geta að mishermt var hjá blaðamanni í gær í umfjöllun um könnunina 6.-7. maí að rúm 62% kjósenda Framsóknar 2003 hygðust kjósa aðra flokka, þeir sögð- ust þvert á móti ætla að kjósa sinn gamla flokk og er beðist velvirðingar á mistökunum. En þessi þróun gæti gefið til kynna að margir óánægðir stuðningsmenn flokksins hafi viljað refsa honum en séu nú að fyrirgefa honum og snúa aftur heim til föð- urhúsanna. Sjálfstæðisflokkurinn sígur enn niður á við og er nú ekki mikið yfir kjörfylginu 2003 sem var 33,7%. Verulegt flæði virðist vera á fylgi milli ríkisstjórnarflokkanna sé mið- að við kosningarnar 2003 en það er einhliða, fyrst og fremst eru það þá- verandi kjósendur Framsóknar sem halla sér að Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin og VG tapa nokkru fylgi, síðarnefndi flokkurinn er þó enn langt yfir kjörfylginu en Sam- fylkinguna skortir verulega upp á að ná því. Jafnvægi er í fylgisflæðinu hjá vinstriflokkunum tveim, VG fær þó mun fleiri atkvæði frá Samfylk- ingunni en öfugt þar sem síðarnefndi flokkurinn var margfalt stærri í kosningunum 2003, hver prósenta sem hann missir vegur því meira, mælt í atkvæðum. Konur velja sem fyrr fremur vinstriflokkana tvo en aðra, í þetta sinn er kynjamunurinn enn ákveðnari í samsetningu fylgisins hjá VG en Samfylkingunni. Nær tvö- falt fleiri konur ætla að kjósa VG en karlar. Munurinn á afstöðu kynjanna til stjórnarinnar fer nú vaxandi, 58,6% karla styðja stjórnina en aðeins 44,2% kvenna. Er þetta í góðu sam- ræmi við að konur eru í miklum meirihluta meðal stuðningsmanna tveggja stærstu stjórnarandstöðu- flokkanna. Nettósvarhlutfall var 64,1% en það fór í 86,6% þegar búið var að spyrja þrisvar til að reyna að fækka óákveðnum. Enn er því allstór hópur kjósenda sem annaðhvort neitar að svara, hyggst skila auðu eða hefur ekki ennþá gert upp hug sinn. Ríkisstjórnin heldur velli, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og VG daprast flugið í nýrri könnun Framsóknar- menn að snúa aftur heim?                                                     ! "#    $!%&  !$& '    ( '        ! "  "    #   $%  &% "  $ ) ' "#    ' ( #! (       *   ! "   #   )* !#* !+!(*  (#    $% &% "$ $%!   & ! #                       '(*  *  *      )(*  *    *  *  *   * ')(**  *   *   (* !  "        #$$%  &'   (  ' )'   * ' &' + ! !(,% (*  (#    $% &% "$ '     +    ! "+ +%+  !+'    +'    ) ' "#   Í HNOTSKURN »Notað var að venju tilvilj-unarúrtak úr þjóðskrá, nú var hringt í 1048 manns á aldrinum 18 ára og eldri. »Tryggð við flokka ernokkuð misjöfn, mest er hún hjá sjálfstæðismönnum. En 30,3% þátttakenda í könn- uninni segjast vera tryggir stuðningsmenn flokksins sem hann/hún ætlar að kjósa, 28,6% hvorki né, 13,5% frekar ótryggir og 26,6% segjast vera ótryggir eða mjög ótryggir. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is ÞAÐ ER kliður í salnum þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði í safnaðarheimili Langholtskirkju á fallegum vordegi. Það eru kátir aldraðir sem standa fyrir kliðnum og með- al þeirra er Ragnheiður Svanlaugsdóttir, fyrr- verandi hjúkrunarkona, en hún verður 100 ára 15. maí, næstkomandi þriðjudag. Hún tekur virkan þátt í starfi aldraðra í Langholtskirkju og má raunar ekki missa úr miðvikudag góðs fé- lagsskapar; dag spilanna og söngsins. Haldið var upp á síðasta miðvikudag tveggja stafa talna hjá Ragnheiði í safnaðarheimilinu í gær og var kátt á hjalla. „Ég hef það bara mjög gott. Ég kem hingað einu sinni í viku og það er gaman,“ segir Ragn- heiður sem er ættuð frá Akureyri. Hún segist vera við góða heilsu fyrir utan lélega heyrn og hefur það á hraðbergi hver sé lykillinn að lang- lífinu. „Ég lifi heilbrigðu lífi. Ég á tvo drengi, það er alveg nóg, þetta eru góðir menn, dugleg- ir og skynsamir.“ Ættbogi hennar er orðinn dá- góður. Félagarnir sem hún hittir í viku hverri eru henni mikilvægir: „Ég hef alltaf sömu spila- félagana í vistinni og við þekkjum orðið hvert annað,“ lýsir Ragnheiður hlýlegri röddu – og er hún að sögn nokkuð lunkin í spilunum. Hún tek- ur þátt í vistinni af kappi – þar sem fólkið lætur í sér heyra – en annar hópur bregður sér í ann- an sal til að spila brids – þar sem þögnin ríkir. Háaldraðir hjúkrunarfræðingar Sigrún Straumland samfagnaði Ragnheiði vinkonu sinni og starfssystur til margra ára en Sigrún lifir líka í hárri elli, varð 98 ára í febrúar síðastliðnum. Hún hefur eins og Ragnheiður lengi sótt starfið í kirkjunni, þótt heilsan hafi sett strik í reikninginn í vetur. Jónas Ragnarsson heldur úti heimasíðu um langlífi Íslendinga, jr.is/langlifi, og hefur tekið saman lista um aldraða hjúkrunarfræðinga en honum telst til að fimmtán hjúkrunarfræðingar séu nú á tíræðisaldri og er Ragnheiður þeirra elst. „Hún er elst allra hjúkrunarfræðinga mið- að við þær upplýsingar sem ég hef getað fund- ið,“ segir Jónas en hann telur hjúkrunarfræð- inga þó ekki verða eldri en aðrir. Reynsla Ragnheiðar gefur hins vegar tilefni til vanga- veltna. „Ég held það sé vegna þess að við lifum skynsamlega,“ spurð um langlífa hjúkr- unarfræðinga. Hún álítur að vinnan við hjúkrun veiti þeim þekkingu til þess að lifa góðu lífi. Margrét Jónsdóttir hefur umsjón með starfi aldraðra í Langholtskirkju. „Þeir sem eru yngri en 75 ára eru taldir unglingar,“ segir Margrét. „Fólki finnst ekki leiðinlegt að verða gamalt, það er ekki slæmt að eldast þegar maður er hraustur.“ Og undir hljómar kunnuglegur söngur: Og svo dönsum við dátt, þá er gam- an … Ragnheiður Svanlaugsdóttir spilar vist af kappi í starfi aldraðra í Langholtskirkju Dagar tveggja stafanna kvaddir Morgunblaðið/Ásdís Í vist Ragnheiður (t.h.), 99 ára, býr sig undir að gefa í félagsskap Önnu Ingibjargar Helgadóttur (fyrir miðju) og Sigríðar Þorsteinsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.